Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 31

Ægir - 2019, Page 31
31 un fiskveiða á undanförnum árum . Á sínum tíma þótti mikil bylting þegar aflanemar komu fram á sjónarsviðið sem létu vita þegar ákveðnu aflamagni var náð í veiðarfæri en í dag er það aðeins brot af þeim víðfeðmu upplýsingum sem veiðarfæranemarnir gefa . Axel segir tæknina alltaf hjálplega fyrir skipstjór- ana, hvort heldur er í þéttum torfum eða tregfiskiríi . „Menn geta verið á slóðum sem þeir þekkja lítið og veiði er lítil og í því kerfi sem við bjóðum í dag hafa þeir upplýs- ingar í rauntíma frá mörgum mælum samtímis, t .d höfuðlínumæli og belg- stykki ásamt pokasjám á einu trolli til að meta hvort og hversu mikill fiskur er að ganga inn í trollið . Að sama skapi nýtist kerfi einnig vel þegar kastað er á þéttar torfur og bregðast þarf hratt við og hífa þegar mikill afli kemur á stuttum tíma inn í veiðar- færið . Þetta er því mikil þróun í tækni frá því fyr- ir um 20 árum þegar menn höfðu takmarkaðar upplýsing- ar frá einum aflanema á trollbelgnum . Nú eru nemarnir margir og yfirsýnin eftir því mun meiri á allt veiðarfærið og virkni þess,“ segir Axel . Kynna nýjungar í Laugardalshöll Gestum á sýningunni í Laugardalshöll mun gefast kostur á að kynna sér veiði- stýringarkerfi Marport en fyrirtækið mun í bás sínum meðal annars kynna nýjung sem væntanleg er á næsta ári þegar svokölluð hlerasjá og hleranemar renna saman í eitt tæki, jafnframt því að rafhlöðuending eykst í nýjum og öflugri nema . „Þetta verður til einföldunar fyrir skipstjórnendur en veitir þeim jafnframt enn meiri upplýsingar,“ segir Axel en á sýningunni kynnir fyrirtækið einnig nýjustu afurð sína sem er hleranema- lausn fyrir þriggja og fjögurra trolla veiði . „Sú tækni snýr helst að rækjuveiðum en mörg rækjutogskip draga þrjú troll og eru að fikra sig upp í að nota fjögur troll . Þessari þróun höfum við verið að fylgja eftir með nemakerfi sem gefur upplýsingar um hvernig hlerar og troll vinna við þessar aðstæður . Í raun er þetta útvíkkun á þeim nemakerfum sem skipin hafa verið með frá okkur áður,“ segir Axel . Fiskiskipum fyrir fjöltrollaveiðar hef- ur farið fjölgandi undanfarin ár og til að mynda er fyrirtækið Royal Greenland nú að láta smíða fyrir sig rækjutogara sem hannaður er fyrir þriggja trolla veiðar . „Árangurinn af fjöl- trollaveiðum hefur verið góður og áherslur útgerðanna hafa færst í þessa átt . Því ákváðum við að ráð- ast í þróun á okkar búnaði til að fylgja þeim eftir,“ segir Axel . Í mörgum nýjum fiskiskipum á norðurslóðum „Við eigum því láni að fagna að eiga mjög gott samstarf við íslenska skip- stjóra sem eru margir hverjir í fremstu röð á heimsvísu . Það samstarf er okkur mikilvægt og hefur skilað miklu í þróun nemakerfisins okkar, hvort heldur við erum að tala um bolfiskveiðar, rækju- veiðar eða flottrollsveiðar . Okkar fram- leiðsla fer um allan heim en hér á Norð- ur-Atlantshafssvæðinu er öllum nýjung- um í tækninni og framþróun sýndur mestur áhugi,“ segir Axel . Mikil endur- nýjun hefur verið í fiskiskipaflotanum á Íslandi, Grænlandi, Noregi, Svíþóð, Dan- mörku og fleiri löndum hér á norðlægum slóðum og hefur Marport selt kerfi í mörg ný skip allra síðustu árin . Eitt dæmi er nýjasta togskip Íslendinga, tog- arinn Vestmannaey VE sem er um það bil að hefja veiðar . „Við erum með öfluga starfsstöð á Spáni sem annast þjónustuna við tog- skipaútgerðir á Spáni og í öðrum spænskumælandi löndum, t .d . við Falk- landseyjar . Við opnuðum líka skrifstofu í Noregi fyrir tveimur árum og höfum séð vöxt í eftirspurn á þeim markaði sem við þökkum þeirri áherslu okkar að byggja upp þjónustu sem næst viðskiptavinin- um . Það hefur reynst okkur farsælt,“ segir Axel . marport .com ■ Axel Óskarsson, tæknistjóri hjá Marport. Hjá Marport er nýr nemi í þróun sem áætlað er að kynna formlega á næsta ári. Hér hafa hlerasjá og hleranemar runnið saman í einn nema sem verður með mikilli rafhlöðuendingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.