Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 36

Ægir - 2019, Síða 36
36 Gúmmísteypa Þ. Lárusson er gam- algróið fyrirtæki, að grunni til frá því á 6. áratug síðustu aldar og hefur það alla tíð tengst sjávarútvegi. Í upphafi annaðist fyrirtækið m.a. viðgerðir á gúmmíblökkum sem notaðar voru við síldveiðar en með tilkomu fiskitrolls- ins fækkaði þeim verkefnum og fór fyrirtækið þá að framleiða reimar og bönd sem meðal annars voru notuð í malarvinnslu og í álverum. Árið 2017 styrktust tengslin við sjávarútveginn enn frekar með kaupum Gúmmísteyp- unnar á Reimaþjónustunni. Enn bætist við Í júní 2019 keypti Gúmmísteypan allan reimalager IBH sem var söluaðili Habasit á Íslandi . Habasit er stór svissneskur framleiðandi færibanda, fjölskyldurekið fyrirtæki frá stofnun um miðja síðustu öld og er það með samstarfsaðila í yfir 70 löndum um allan heim . Jafnframt bættist í góðan hóp Gúmmísteypunnar þegar Ásgeir Harðarson gekk til liðs við fyrirtækið en hann var áður sölustjóri Habasit reima hjá IBH og býr yfir ára- langri reynslu og þekkingu . Berglind Steinunnardóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að sala og þjónusta við færibönd fyrir matvæla- iðnað sé því orðinn enn stærri þáttur í þjónustu Gúmmísteypunnar . „Við útveg- um reimar og færibönd fyrir nánast hvaða starfsemi sem er, allt frá fínustu matvælavinnslum upp í grófustu malar- vinnslur og stóriðjuver . Við erum að sækja í okkur veðrið í svokölluðum kubbaböndum sem eru auðveld og þægi- leg í samsetningu fyrir viðskiptavininn . Hjá okkur starfar fólk með mikla reynslu og þekkingu á þörfum íslenskra sjávar- útvegsfyrirtækja auk þess sem við fylgj- umst vel með iðnaðinum á alþjóðavísu til að kynna nýjungar jafnóðum og þær koma fram . Einnig tökum við þátt í þró- unarstarfi með íslenskum iðnfyrirtækj- um sem framleiða vélar og róbóta fyrir fiskiðnaðinn,“ segir Berglind . Vörur steyptar úr gúmmíi Berglind segir Gúmmísteypu Þ . Lárusson leggja mikið upp úr vandaðri vöru og þjónustu . „Við framleiðum sterkar og endingargóðar vörur og höfum alla tíð lagt mikið upp úr þjónustunni í kringum þær . Viðskiptavinir okkar eru um allt land og við mætum þangað sem okkar er þörf,“ segir Berglind . Eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna steypir fyrirtækið ýmsar vörur úr gúmmíi fyrir atvinnulífið, s .s . útgerðar- félög, sveitarfélög, verktaka, stóriðjuver, vélsmiðjur og fyrirtæki í verslun og þjónustu . „Hvað sjávarútveginn varðar framleiðum við t .d . pressuhjól í flestar gerðir netaspila og sjóvéla, gúmmíklæð- um álkefli fyrir spil og blakkir og önn- umst viðgerðarþjónustu á netaniður- leggjurum svo dæmi séu tekin . Við bjóð- um upp á matvælavottað gúmmí, hita- og olíuþolið gúmmí og efni sem litar ekki út frá sér . Einnig flytjum við inn ýmsa gúmmíhluti t .d . þéttilista fyrir lestarlúg- ur og vatnsþétt skilrúm . Gúmmísteypan er alltaf með á lager færibanda- og gúmmíreimar allt frá 50 til 1200 mm á breidd en við sérpöntum aðrar stærðir sem og prófílreimar . Útgerðaraðilar og sjómenn vita að hverju þeir ganga þegar Gúmmísteypan er annars vegar, enda áhersla lögð á skjóta þjónustu og vara- hluti á lager þegar viðhalds er þörf . Við bjóðum alla velkomna í bás A-1 á sýning- unni Sjávarútvegur 2019,“ segir Berglind að lokum . gummisteypa .is Gúmmísteypa. Þ. Lárusson ehf. Sérhæfð í færiböndum fyrir sjávarútveginn ■ Vaskir starfsmenn Gúmmísteypunnar, frá vinstri: Stefán Hólm Vinson, Deividas Kacinskas, Berglind Steinunnardóttir framkvæmdastjóri, Þorsteinn Lárusson eigandi fyrirtækisins, Ásgeir Harðarson og Kristján V. Kristinsson,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.