Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 38

Ægir - 2019, Qupperneq 38
38 „Í mínum huga er alveg ljóst að miklu fleiri stjórnendur á vinnumarkaðnum ættu heima í einhverju okkar 11 stjórnendafélaga því þangað er margt að sækja. Innan vébanda sambandsins eru nú ríflega 3.600 félagsmenn en þeir ættu að vera miklu fleiri. Allt of margir millistjórnendur standa utan sterkra hagsmunasamtaka og skortir því þann bakstuðning sem menn þurfa á að halda ef eitthvað kemur upp á. Hér er ég sérstaklega að vísa til Sjúkrasjóðs STF sem er sá allra sterkasti á landinu en fjölmargt fleira má nefna,“ segir Skúli Sigurðsson, forseti Sambands stjórnendafélaga sem er með kynningarbás á sjávarút- vegssýningunni. Frábært stjórnendanám Fyrstu nemendurnir til að ljúka 5 . og síð- ustu lotu stjórnendanáms á vegum Sí- menntunar Háskólans á Akureyri tóku við skírteinum sínum í síðasta mánuði . Námið er samstarfsverkefni starfs- menntasjóðs Sambands stjórnendafélaga og Samtaka atvinnulífsins en Símenntun Háskólans á Akureyri sér um að halda utan um skráningu og kennslu . Um er að ræða fjarnám sem millistjórnendur í fyr- irtækjum og stofnunum eiga kost á að stunda með fullri vinnu . „Þetta nám er frábært tækifæri fyrir millistjórnendur að leggja mat á eigin þekkingu, leikni og hæfni í starfi . Námið gagnast mjög vel og nemendur eru sam- mála um að þeir öðlast þekkingu í mann- auðsstjórnun og leikni til að greina, bregðast við og meta árangur aðgerða er varðar undirmenn, aðstæður þeirra og líðan í starfi . Nemendur geta fengið styrk úr starfsmenntasjóði STF og SA sem stendur undir 80% kostnaðar og oft leggja fyrirtækin til það sem upp á vant- ar,“ segir Skúli enn fremur . Öflugasti sjúkrasjóðurinn Sjúkrasjóður verkstjóra var stofnaður 1974 og hefur hann mjög mikilvægu hlut- verki að gegna fyrir félagsmenn í aðild- arfélögum Sambands stjórnendafélaga . „Ég get fullyrt að sjúkrasjóðurinn okkar er einn sá albesti á landinu . Hann veitir mjög góð réttindi til launa og annarrar aðstoðar í slysa- og veikindatilfellum auk þess sem hann léttir undir með fjöl- skyldum félagsmanna þegar andlát ber að höndum . Þá á sjóðurinn og rekur sjúkraíbúð í Kópavogi fyrir þá félags- menn utan af landi sem þurfa að leita sér lækninga á höfuðborgarsvæðinu . Stjórn sjóðsins hefur í gegnum árin reynst ákaflega klók við að tryggja góða fjárhagsstöðu sjóðsins en jafnframt auk- ið stöðugt á réttindi félagsmanna til greiðslna úr sjóðnum . Að þeirri forsjá og ráðdeild búa félagsmenn stjórnenda- félaganna svo sannarlega í dag .“ Öflugt kynningarstarf Skúli segir Samband stjórnendafélaga standa fyrir öflugu kynningarstarfi og reyni að nýta sem flest tækifæri til að kynna aðildarfélögin fyrir millistjórn- endum . Hann segir starfsmenn sam- bandsins heimsækja hundruð fyrirtækja á ári hverju og viðtökur séu almennt mjög góðar . „Á þessum vinnustaðafund- um verðum við þess áskynja að allt of margir stjórnendur, menn sem áður nefndust verkstjórar, eru ekki með sín rettindamál í nógu góði horfi og úr því þarf að bæta . Við bjóðum því alla vel- komna í básinn okkar á sjávarútvegs- sýningunni til að fá upplýsingar um allt það sem félagsaðild í STF hefur upp á að bjóða . Þar geta menn fræðst um sam- bandið en einnig einstök aðildarfélög sem eru vítt og breytt um landið . Við munum útdeila kynningarefni, hafa heitt á könnunni og rabba við gesti og gang- andi . Það verður vel tekið á móti fólki í básnum okkar,“ segir Skúli að lokum . stf .is ■ Skúli Sigurðsson, forseti Sambands stjórnendafélaga. Stjórnendanám og sterkur sjúkrasjóður ■ Fyrstu nemendurnir til að ljúka fimmtu og síðustu lotu í stjórnendanámi Símenntunar Háskólans á Akureyri tóku við skírteinum sínum í síðasta mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.