Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 66

Ægir - 2019, Qupperneq 66
66 „Alltaf er nokkur þróun í netagerðinni og það sem er nýjast hjá okkur núna er að við erum að setja upp troll úr dynema fortis sem er blanda úr dynema-efninu, sem í sjálfu sér er ekkert nýtt og polyetheline, en með samþættingu þessara tveggja efna náum við betri hnútafestu. Þá notum við tveggja millimetra net í stað fjög- urra, sem léttir trollin verulega. Þetta hefur verið að koma vel út og verið í notkun í tvö ár hjá skipunum sem tóku þetta fyrst,“ segir Hörður Jóns- son, framkvæmdastjóri Veiðarfæra- þjónustunnar í Grindavík. Léttari í drætti „Þeir sem hafa byrjað að nota þetta hafa eingöngu farið út í þetta efni . Trollin verða léttari í drætti og svo höfum við byggt þau öðruvísi upp með bekkjum til að auðvelda allt viðhald á þeim . Það er í þessu eins og öllu öðru, alltaf verið að reyna að spara olíu og minnka viðnámið án þess að missa afla . Og þetta virkar . Þegar maður var að byrja með dynema- netið var hnútafestan vandamálið en með þessu þessu erum við búnir að þá betri tökum á þeim vanda . Enda eru fleiri framleiðendur að fara út í þessa gerð af neti,“ segir Hörður . Fyrir utan togarana er fyrirtækið alltaf að sinna snurvoðarbátum . Stærstu viðskiptavinirnir eru Þorbjörn og Brim en fyrirtækið hefur einnig veitt færeysk- um og grænlenskum skipum þjónustu . Það er verið að reyna að halda sjó og minnka ekki þrátt fyrir að skipunum fækki . „Þó við séum litlir reynum við að hanga þarna uppi .“ Snurvoðarbátunum fækkar mikið „Við erum einnig að þjónusta línuskipin en netaveiðarnar, sem sköpuðu uppi- stöðina í starfseminni, heyra nánast sögunni til . Á fyrstu árunum vorum við að fella net hérna í þúsunda tali . Ég held við höfum ekki fellt net í einhver ár . Þetta er stóra breytingin sem orðið hef- ur . Vertíðarbátarnir sem voru hér einu sinni eru ýmist farnir eða orðnir línubát- ar . Því eru það mjög fáir sem eru að róa með net . Svo voru það snurvoðarbátarn- ir, sem komu í stað hluta vertíðarbát- anna, en þeim hefur fækkað líka . Árið 2006 voru þetta 130 til 140 bátar, en nú er fjöldinn kominn niður í um 40 . Mér sýnist reyndar að menn séu að fara eitt- hvað til baka yfir á snurvoðina og við fylgjumst grannt með þeirri þróun . Þar koma til þessar hefðbundnu voðir eins og kolavoðir og fiskivoðir . Flestir snur- voðarbátarnir eru á Snæfellsnesi . Í Þor- lákshöfn eru enn nokkrir bátar með voð- ina en hefur fækkað mikið . Fjölskyldu- fyrirtækjunum, sem voru á bak við út- gerð snurvoðarbáta, hefur fækkað jafnt og þétt eftir því sem eigendurnir eldast . Bátum á kolaveiðum í Faxaflóa hefur líka fækkað .“ Samvinna við Fisktækniskólann Fisktækniskóli Íslands er með aðstöðu hjá Veiðarfæraþjónustunni . Þar er til- raunatankur og aðstaða til að gera mód- el til prufu í honum . Verklegi þátturinn í netagerðarnáminu er á staðnum en einnig fara nemendurnir út í aðrar neta- gerðir . „Þeir hafa haft aðgang að því sem við höfum upp á að bjóða og tölu- vert samstarf verið, allt frá frá stofnun Fisktækniskólans . Við höfum verið að vinna saman í þeim verkefnum sem snúa að veiðarfærum,“ segir Hörður Jónsson . veidarfaeri .is ■ Hörður Jónsson netagerðarmeistari segir að mikilvægt sé að létta trollin til að minnka viðnám og spara olíu. Meiri hnútafesta hjá Veiðarfæraþjónustunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.