Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 70

Ægir - 2019, Side 70
70 Egersund Ísland á Eskifirði er hluti af Egersund Group A/S í Noregi og hefur yfir að ráða 2.400 fermetra húsi fyrir framleiðslu og þjónustu ásamt 1.000 fermetra vörugeymslu fyrir sína starfsemi við höfnina á Eskifirði. Þar er bæði góð aðstaða til veiðarfæra- vinnu og svokallað nótahótel til geymslu á veiðarfærum og fiskeldis- búnaði innandyra. Framkvæmdum er nú að ljúka hjá Egersund Ísland við byggingu þvotta- og litunarstöðvar fyrir poka í eldiskvíum og eru þær lið- ur í frekari eflingu fyrirtækisins í þjónustu við fiskeldi. Samhliða því hefur fyrirtækið hafið þjónustu við tæknibúnað frá systurfyrirtæki sínu í Noregi, AKVA Group. Hátt í 300 milljóna króna framkvæmdir Þegar búið er að slátra fiski úr eldiskví er hún tekin á land og þá þarf að þvo eldispokann og meðhöndla . Þetta er sú þjónusta sem Egersund Ísland er búið að koma upp en pokarnir verða þvegnir og fara síðan í gegnum gæðaeftirlit og við- gerðir ef á þarf að halda . Síðan fara þeir í sérstakt sótthreinsi- og litunarefni sem meðal annars hefur þann tilgang að varna því að sjávargróður eins og t .d . þari taki sér bólfestu á netinu . Egersund á Eskifirði er fyrsta fyrirtækið hér á landi til að bjóða fiskeldisfyrirtækjum þessa þjónustu . „Framkvæmdirnar eru liður í því að breikka okkar þjónustusvið og fylgja eft- ir uppbyggingu í fiskeldi hér á landi . Í heild er um að ræða fjárfestingu hjá okkur fyrir um 250-270 milljónir króna, stöð sem við byggjum með þjónustu- stöðvar Egersund sem fyrirmynd en okkar stöð verður sú fullkomnasta innan Egersund Group . Það byggist meðal ann- ars á því að við erum með öflugan hreinsibúnað fyrir sjó sem notaður er í þvottinum og þannig er vökvinn, sem fer til baka í sjó, nánast drykkjarhæfur,“ segir Stefán Ingvarsson framkvæmda- stjóri . Stórt hús lykilatriði Aðspurður um verkefni í veiðarfæra- þjónustunni segir Stefán það vera lykil- atriði að vera með stórt hús og góða vinnuaðstöðu . „Húsið hjá okkur er 130 metra langt og veitir ekki af þegar veiðarfærin eru stöðugt að stækka . Lengi vel vorum við með troll sem voru í kringum 2000 metra með 48 metra möskva . Síðan fóru menn að stækka möskvana upp í 64 metra og trollin upp í 2300 metra og á síðasta ári settum við upp troll fyrir Aðalstein Jóns- son sem var 2700 metrar þannig að þró- unin hefur mikið verið í þá átt að veið- arfærin stækki . En á sama tíma er líka verið að glíma við að létta veiðarfærin til að auðveldara sé að draga þau . Og þar kemur til framþróun á undanförnum árum í efnum til veiðarfæragerðar . En þróunin hefur líka verið mikil í skipun- um; þau eru stærri og öflugri, betri tæknibúnaður til að stýra veiðarfærun- um, léttari og betri toghlerar, betri spil- búnaður og þannig má áfram telja . Allt spilar þetta saman í eina heild,“ segir Stefán . egersund .is Egersund Ísland Ný þvotta- og litunarstöð fyrir sjókvíapoka ■ Stefán Ingvarsson, framkvæmda- stjóri Egersund Ísland. Hús Egersund Ísland á Eskifirði. Í aðalbygg- ingunni er framleiðslu- og veiðarfæraþjónustu- salurinn, ásamt nótahóteli. Í nýrri viðbyggingu er nýja litunarhúsið og nær á myndinni er vatnshreinsistöð og sótthreinsiaðstaða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.