Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 76

Ægir - 2019, Síða 76
76 Arnarlax og Fisktækniskóli Íslands hafa gert með sér samkomulag um fræðslu starfsfólks fyrirtækisins í fiskeldi. Námið er hagnýtt og hefur að markmiði að auka þekkingu starfs- fólks á rekstri og öryggismálum á sínu starfssviði. Námið er 360 klukku- stundir. Það stendur sem sjálfstætt námsframboð en gengur jafnframt að fullu til eininga og samsvarar þá einnar annar námi á námsbraut Fisk- tækniskóla Íslands í fisktækni – með sérstaka áherslu á fiskeldi. Gert er ráð fyrir því að um 20 starfs- menn Arnarlax hefji nám á brautinni nú í haust, en að náminu verði síðan dreift á þrjár annir svo sem flestir geti stund- að það samhliða vinnu og þannig tengt einstaka námsþætti við dagleg störf . Kennt verður á Bíldudal og öðrum starfsstöðvum á Vestfjörðum í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða en einnig verður boðið upp á fjarfundi . Raunfærnimat í boði Starfsmönnum Arnarlax, sem taka þátt í verkefninu, verður einnig boðið í raun- færnimat og þannig gefið tækifæri til að fá reynslu sína og fyrra nám metið til eininga á brautinni . Þá mun skólinn einnig skilgreina leiðir fyrir þátttakend- ur þannig að þeir geti lokið formlegu námi sem „Fisktæknar“ óski þeir þess . Markmið samstarfsaðila er að koma á samræmdu starfsnámi fyrir starfsfólk í fiskeldi á Íslandi . Verkefnið hefur því verið kynnt öðrum fyrirtækjum í fisk- eldi, enda gert ráð fyrir því að önnur fyrirtæki geti nýtt námið fyrir sitt starfsfólk . Fyrir skömmu var kynningar- fundur með fyrirtækjum í fiskeldi í hús- næði SFS og var vel tekið í samstarf og stefnt að frekari kynningu á verkefninu meðal starfsmanna í greininni . Námsefni unnið í samstarfi við Norðmenn Kennsluefni er unnið af Fisktækniskóla Íslands og í samstarfi við Guri Kunna og Froyja Vgs í Þrándheimi og Strand Vgs í Stavanger, en skólarnir í Noregi munu einnig leggja til námsefni og sérþekk- ingu á einstaka sviðum . Fisktækniskóli Íslands, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Háskólinn á Hólum eru, ásamt Norð- mönnum og Skotum, þátttakendur í tveimur þriggja ára samstarfsverkefnum á sviði fiskeldi (BlueEdu og BlueMentor) . Markmið verkefnanna er m .a ., að vinna að samræmingu náms og kennslu al- menns starfsfólks í greininni og mun þetta verkefni sem Fisktækniskólinn og Arnarlax setja á laggirnar nú í haust því einnig njóta góðs af þessu samstarfi . Björn Hembre, framkvæmdastjóri Arnarlax segir mjög mikilvægt að byggja upp kennsluefni fyrir fiskeldi . Laxeldi sé í örri framþróun og tryggja verði að starfsfólk geti notið menntunar og þjálf- unar í störfum fyrir fiskeldi . Markmiðið sé að helmingur starfsfólksins ljúki námi á þessu sviði, en Fisktækniskóli Íslands hefur tekið að sér að annast fræðsluna . Hann segir ætlunina að hámarka framleiðsluna og því sé mikilvægt að auka sérþekkingu starfsfólksins á sviði fiskeldis . Björn segir afbragðsstarfsfólk vinna hjá Arnarlaxi en hann telji nauð- synlegt að tryggja möguleika þessa fólks til að byggja upp sérþekkingu á fiskeldi með langtímasjónarmið í hugsa . fiskt .is Fisktækniskólinn fræðir starfsfólk Arnarlax ■ Á myndinni eru frá vinstri; Ásdís Pálsdóttir verkefnastjóri, Klemenz Sæmundsson kennari, Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari, öll frá Fisktækniskólanum og Björn Hembre, forstjóri Arnarlax og Ida Marsibil, mannauðsstjóri Arnarlax.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.