Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 78

Ægir - 2019, Page 78
78 Í síðasta mánuði tók gildi nýr alþjóð- legur staðall varðandi prófanir og virkni björgunar- og öryggisbúnaðar sem ætlaður er til að bjarga fólki úr sjó um borð í skip. Þann 1. júlí 2014 tók gildi alþjóðasamþykkt í SOLAS, þar sem þess er krafist að öll skip sem hafa undirgengist SOLAS sáttmálann um öryggi á heimshöfunum, geti sýnt fram á að þau hafi björgunaráætlun og búnað til að bjarga fólki úr sjó sem tekur mið af tegund skips, fjölda í áhöfn og því hafsvæði sem skipið sigl- ir á. Byggir þessi nýi staðall á ára- tugalöngu frumkvöðlastarfi Péturs Th. Péturssonar, framkvæmdastjóra Markus Lifenet ehf. í Hafnarfirði en hann hefur allt frá árinu 2009 verið ráðgjafi um gerð og framkvæmd SOL- AS reglunnar og leitt gerð staðalsins á vegum tækninefndar Alþjóða staðla- samtakann, ISO. Þessi nýi staðall er nefndur ISO: 19898-2019 Means of recovery of person from water. Löng og ströng barátta „Það hefur tekið langan tíma að fá þenn- an staðal samþykktan en ástæðan er að mínu mati grimm hagsmunagæsla margra aðila sem koma að þessu starfi . Þessi nýi staðall er auðvitað mikil viður- kenning fyrir okkur sem höfum lengi barist fyrir bættum öryggisbúnaði um borð í skipunum . Þar höfum við byggt á hugsjónabaráttu Markúsar B . Þorgeirs- sonar sem kom fram með frumhugmynd- ina að björgunarneti árið 1980 sem síðan hefur breiðst út um heiminn allan .“ Markúsarnetið hefur gegnt þýðingar- miklu hlutverki í að auka öryggi sjó- manna og hefur það margsinnis verið notað við björgun mannslífa við erfiðar aðstæður á sjó og í höfnum . Allt frá ár- inu 1985 hafa þær reglur gilt hér á landi að slíkur búnaður sé staðsettur á hverju dekkskipi á Íslandi, sem er 15 metrar eða lengri . „Við höfum alltaf gert okkur grein fyrir því að framleiðsla okkar yrði að standast alþjóðlegar kröfur . Þannig náð- ist stór áfangi þegar við fengum ISO 9001:2015 gæðavottun frá Lloyd´s Regist- er Quality Assurance í Svíþjóð til hönn- unar og framleiðslu á björgunarbúnaði fyrir hafnir og fley á sjó og vötnum . Þar með uppfylltum við grunnkröfur sem gerðar eru til slíks búnaðar samkvæmt SOLAS, alþjóðasamþykktinni um öryggi á heimshöfunum og reglum einstakra að- ildarríkja IMO, Alþjóða siglingamála- stofnunarinnar . Nýi staðallinn markar algjör tímamót og næsta skref er að fá samþykktan staðal sem gerir grein fyrir því hvaða reglur eigi að gilda þegar skipsstjórnandi þarf að senda mann fyr- ir borð til að bjarga félaga sínum, en þessa tækni kynnti Markús sjómönnum hér á landi árið 1982 .“ Búnaður í stöðugri þróun „Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til björgunar manna úr sjó og við höfum lengi verið í forystu á alþjóða vettvangi hvað varðar aukið ör- yggi um borð í skipunum . Í þessu sam- hengi má nefna að Slysavarnaskóli sjó- manna er sá fyrsti í heiminum fyrir al- menna sjómenn og það starf hefur skilað því að alvarleg slys og dauðsföll á sjó heyra næstum því sögunni til . Við höfum átt gott samstarf við Slysavarnaskólann, Landhelgisgæsluna og sjómenn um þró- unina því það er okkur, sem þróum ör- yggisbúnaðinn, afar mikilvægt að eiga samvinnu við þá sem eiga líf sitt og limi undir búnaðinum þegar í harðbakkann slær . Í þessum efnum gildir nefnilega að læra alltaf meira og meira og betrum- bæta það góða sem fyrir er . Þannig náum við að halda okkur í fremstu röð og tryggja sem allra best öryggi sjó- manna og annarra sem lenda í háska við sjó og vötn,“ segir Pétur . Markúsarnetið er framleitt í mismun- andi útfærslum eftir borðhæð skipa, allt frá 1 m upp í 30 m . Allar útfærslurnar byggja á sama netstykki og kastlínubún- aði, en eru með mismunandi löngum lín- um til að dekka borðhæð skips . Núver- andi útgáfa netsins var fullþróuð 1998 . Pétur hefur þróað samhliða fram- leiðslu á Markúsarnetum, Markus Neyð- arstigann 1986, Markus Veltinet fyrir slöngubáta, farþegabáta og sérstök björgunarskip 2000, Markus Lyftinet fyr- ir fraktskip 2010 og vinnuskip ýmiskonar og nú síðast Markus Flóttanet 2017 fyrir risastóra fljótandi olíuvinnslu stjórn- stöðvar FSPO Egina og FSPO Usan . Þess- ar lausnir sem allar byrjuðu með Mark- úsarnetinu og byggja í grunninn á Neyðarstiganum sem klifurnet, bjóða upp margvíslegar sértækar lausnir til að bjarga fólki úr sjó eða flýja í skyndi frá brennandi skipi . Neyðarstiginn (Self rescue MOB ladder) hefur t .d . verið gerð- ur í sérstakri útgáfu fyrir flotbryggjur, lokuð rými, s .s . fiskeldistanka og sem flóttastigi í hús . Mikilvægt að þekkja alþjóðareglur „Strangt gæðaeftirlit og alþjóðlegi stað- allinn ISO 19898-2019 gerir okkur kleift að selja okkar vörur um allan heim, vera í fararbroddi á heimsvísu á okkar sviði og votta skoðun á okkar búnað hvar sem er í heiminum þegar þess er óskað af eigendum búnaðarins eða þess krafist af skipaeftirliti (flokkunarfélagi) viðkom- andi skips,“ segir Pétur Th . að lokum . Hann býður alla velkomna í B3 bás Markus Lifenet á sjávarútvegssýning- unni . markusnet .com Nýr alþjóðlegur staðall byggir á íslensku frumkvæði og hugviti ■ Pétur Th. Pétursson, framkvæmdastjóri Markus Lifenet ehf. í Hafnarfirði. „Þetta er búin að vera löng og ströng barátta en þrautseigjan hefur skilað árangri.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.