Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 96

Ægir - 2019, Qupperneq 96
96 Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár. Ber hún yfir- skriftina „Gagnvegir góðir“ (úr Háva- málum) sem vísar til vináttu og sam- starfs Norðurlandaþjóðanna. Áherslu- mál í formennsku Íslands að þessu sinni eru ungt fólk á Norðurlöndum, sjálfbær ferðamennska og málefni hafsins. Eins gegnir Ísland for- mennsku í Norðurskautsráðinu árin 2019-2021 undir yfirskriftinni „Saman til sjálfbærni á norðurslóðum“ þar sem málefni hafsins eru einnig ein af þremur megin áherslunum. Sjálfbærni og heilbrigði hafsins skipta þessi svæði gríðarmiklu máli . Mikilvægi hafsins sem uppsprettu verðmæta og velferðar og í því að tengja saman bæði norðurslóðir og norrænar þjóðir og þær breytingar og ógnir sem við stöndum frammi fyrir vegna loftslagsvár og mengunar hafsins eru ástæða þess að ís- lensk stjórnvöld veita hafinu og málefn- um þess veigamikinn sess undir sínum formennskuáætlunum . Undir norrænu formennskuáhersl- unni „Hafið – Blár vöxtur í norðri“ eru þrjú þriggja ára norræn samstarfsverk- efni sem öll bera yfirtitilinn NordMar . Þau eru byggð á undangengnu samstarfi Norðurlandanna, svo sem á sviðum sjálf- bærrar nýtingar hafsins, verndunar auðlinda þess, mengunarmála og hins bláa lífhagkerfis . NordMar Plast: Um er að ræða verk- efni sem vinnur að þróun staðlaðrar að- ferðafræði til að skilgreina og meta plastmengun í höfum, sem er nauðsyn- legur þáttur í samhæfðu eftirliti, mæl- ingum og rannsóknum á umfangi plast- mengunar í höfum, einkum örplasts . Þetta er unnið á öflugum samstarfsvett- vangi, bæði innan sem utan verkefnis- ins, m .a . með alþjóðlegri ráðstefnu sem tengir saman vísindi og stefnumótun til framtíðar til að nálgast lausn á plast- vandamáli heimsins . Verkefnið stendur einnig fyrir viðburðum til að auka vit- und almennings á vandamálinu og áskorununum sem við stöndum frammi fyrir og leggur fram tillögur til yfirvalda um hvernig megi á sem áhrifaríkastan hátt berjast gegn og minnka plastmeng- un í hafi . Verkefninu er stýrt af Matís . Vefsíða: nordmarplastic .com NordMar BioRefine: Í verkefninu er unnið að eflingu bláa lífhagkerfisins, þ .e . sjálfbærri nýtingu auðlindarinnar, bættri nýtingu hráefna, nýsköpunar og verðmætaaukningar . Verkefnið, sem er unnið í víðtæku norrænu samstarfi, stuðlar að því að efla samstarf og þekk- ingaryfirfærslu, greina helstu tækifæri og ógnanir og vinna að bættu reglugerð- arumhverfi . Einnig verða tekin skref í átt að byggingu blás lífiðjuvers, sem mun veita frumkvöðlum og framleiðend- um aðstöðu og stuðning til að vinna að nýsköpun og vinnslu lífmassa úr hafi . Verkefninu er stýrt af Matís . Vefsíða: bluebioportal .com NordMar Hafnir: Í verkefninu er unnið með hafnir sem miðstöðvar ný- sköpunar, orkuskipta og ferðamennsku og stuðlar það að auknu samstarfi milli hafna við N-Atlantshafið með því að koma á fót öflugum samstarfsvettvangi . Verkefnið styður við nýtingu sjálfbærra orkugjafa í hafnarstarfsemi, eflir upp- byggingu hafnartengdrar starfsemi, með áherslu á nýsköpun . Verkefninu er stýrt af NORA . Vefsíða: nora .fo matis .is Málefni hafsins í forgrunni undir íslenskri formennsku ■ Greinarhöfundar og verkefnisstjórar NordMar BioRefine og NordMar Plast, Bryndís Björnsdóttir og Hrönn Ólína Jörunds- dóttir hjá Matís.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.