Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 112

Ægir - 2019, Qupperneq 112
112 „Ísland er okkar heimamarkaður en við horfum til mikilla tækifæra í auk- inni sölu á erlendum mörkuðum enda hefur viðskiptavinum okkar erlendis fjölgað mikið. Náið samstarf sjávarút- vegs- og tæknifyrirtækja hefur gert íslenskan sjávarútveg að þeim fremsta í heiminum. Það er því engin tilviljun að horft sé til Íslands þegar leitað er að besta búnaðinum,“ segir Björg Finnbogadóttir, verkefnastýra hjá fyrirtækinu Vélfagi ehf. Fram- leiðsla og samsetning fiskvinnsluvéla fyrirtækisins er í Ólafsfirði en skrif- stofur og þróunarsetur á Akureyri þar sem Vélfag hefur nýverið fjárfest í stærra húsnæði til að mæta fyrirætl- unum um vöxt í starfseminni og fjölg- un spennandi tæknistarfa fyrir bæði iðn- og háskólamenntað fólk. Áhersla á framleiðslu og sölu Auk flökunarvéla framleiðir Vélfag haus- ara og roðdráttarvélar fyrir bolfisk, bæði tölvustýrðar og mekanískar . Þá hefur fyrirtækið þróað og afhent á þessu ári hina nýju M521 hausara/klumbu- skurðarvél sem er þróuð til að taka haus og/eða klumbu af bolfiski fyrir flökun . Á síðustu árum hefur fyrirtækið þró- að tölvustýrða TakeControl gæða- og stjórnkerfið fyrir sínar vélar og er þeim stjórnað með snertiskjá . Hægt að kalla fram og vinna með upplýsingar og still- ingar með einföldum hætti . Með betri yf- irsýn á ástand vélbúnaðarins er fyrir- byggjandi viðhald einnig tryggt, lengri uppitími og betri nýting . Með TakeCont- rol er einnig hægt að fjartengjast vélun- um hvar sem er í heiminum og veita þjónustu við þær yfir netið . „Nú er komið að því að fjölga spenn- andi, fjölbreyttum störfum í fyrirtækinu og leggja enn meiri áherslu á framleiðslu og sölu á okkar búnaði jafnt í heildar- lausnum sem stökum vélum, eftir því sem við á . Aðal áherslan verður sem fyrr í hjarta framleiðslunnar og tæknilegri þróun vélanna enda mörg spennandi þróunarverkefni framundan,“ segir Björg . Fyrsta stóra heildarlausnin afhent til Rússlands Á þessu ári afhenti Vélfag sína fyrstu stóru heildarlausn í Rússlandi, sem er hluti af stórum samningi sem íslenska fyrirtækið Valka ehf . var með fyrir bún- að í nýja fiskvinnslu . Vélfag ehf . sá um vélbúnað fyrir innmötun, hausun, flök- un og roðdrátt . TakeControl stýrikerfið var aðlagað fyrir þessa heildarlausn og sérhannað palla- og færibandakerfi tryggir bæði aðgengi að vélum og flutn- ing fisksins innan línunar með sem minnstu hnjaski . „Vélfag hefur náð góðum árangri í markaðssetningu hér heima á síðustu árum, fyrst á sjó og svo í landvinnslum en vaxtartækifæri okkar felast í útflutn- ingi . Eins og staðan er núna finnum við fyrir mikilli eftirspurn frá Austur-Evr- ópu og ekki síst Rússlandi þar sem er metnaður og fjármagn til að byggja tæknivæddar landvinnslur á borð við nýjustu vinnslurnar hér á landi . Það eru gífurlega spennandi tímar framundan á hinum alþjóðlega sjávarútvegsmarkaði . Við sjáum aukna áherslu á bæði nýtingu og gæði á því dýrmæta hráefni sem fisk- ur er . Á sama tíma er mikil vöntun á sér- hæfðu starfsfólki hvert sem litið er og aukin þörf á sjálfvirkni . Aðstæður fyrir fyrirtæki eins og Vélfag gætu hreinlega ekki verið meira spennandi,“ segir Björg . velfag .com ■ Vélfag stefnir að vexti og fjölgun starfa á næstu misserum. Hér eru Björg Finnbogadóttir, verkefnastýra (lengst til vinstri) og eigendur fyrirtækisins, þau Ólöf Ýr Lárusdóttir og Bjarmi Sigurgarðarsson, við nýja starfsstöð Vélfags á Akureyri en þar verða skrifstofur og öflug þróunardeild. Vélfag stefnir á vöxt með stóraukn- um útflutningi fiskvinnsluvéla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.