Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 Bjargráðasjóði er ætlað að bæta tjón vegna kals í túnum. Sjóðurinn er ekki stór og ræður ekki við stórá- föll og þarf því að leita eftir auka- fjárveitingu frá stjórnvöldum þegar umfangið verður mikið, eins og útlit er fyrir í ár. Bjargráðasjóður hefur samið við nokkra aðila um að taka út tjón hjá bændum. Þeir eru að störfum um þessar mundir og verkinu lýkur ekki strax þar sem sums staðar er kalið enn að koma fram. Þá þarf að meta afurðatjón í haust. Ljóst er orðið að mikið kaltjón er víða um norðan- og austanvert land- ið en ekki hefur frést af kali á Suð- ur- og Vesturlandi. Miðað við það sem Sigurgeir B. Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, hefur heyrt er ástandið einna verst í Aðaldal og Kaldakinn. Verulegt tjón er einnig í Fnjóska- dal. Í Eyjafirði er ástandið verst í Hörgárdal og Öxnadal, þar eru stór svæði kalin, að sögn Sigurgeirs. Sagt var frá afar slæmu ástandi á Langanesi og í Þistilfirði í Morgun- blaðinu í gær og einnig eru tún illa farin á ýmsum stöðum á Austur- landi. Kúabændur endurrækta þau tún sem eyðileggjast því þeir verða að fá fóður fyrir kýrnar en sauðfjár- bændur telja sumir vænlegra að láta túnin gróa upp. Báðar leiðir kalla á aukinn kostnað og/eða af- urðatap. Bændur bera sjálfir mesta kostn- aðinn af kaltjóni enda geta þeir ekki tryggt sig gegn tjóni af þessu tagi. Þó hefur bjargráðasjóður greitt bændum hluta tjóns, þegar meira en fjórðungur ræktunar eyðileggst. Það var til dæmis gert á árinu 2013 þegar mikið kal var. Sigurgeir segir að víða séu mikil ódrýgindi af völd- um kals, þótt ekki séu heilu túnin ónýt. helgi@mbl.is Taka út tjón vegna kals Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Langanes Ekki er nein gróska í mörgum túnum á Norðausturlandi.  Bjargráða- sjóður greiðir hluta tjóns Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fráfarandi forstjóri Íslenskra orku- rannsókna (Ísor) telur að stjórnvöld hafi vanrækt stefnumótun fyrir fyrirtækið. Aldrei hafi verið ákveðin eigendastefna. Framtíðin sé óþarf- lega þokukennd vegna langvar- andi ákvarðana- fælni í málefnum þess. Kom þetta fram í ræðu Ólafs G. Flóvenz á árs- fundi Ísor á dög- unum. Ólafur sagði að á þeim 17 árum sem félagið hefði starfað sem sjálf- stæð ríkisstofnun hefðu níu ráð- herrar farið með málefni hennar og hefði því hver þeirra setið í um tvö ár að meðaltali. Í samtali við Morgunblaðið segir Ólafur að það segi sig sjálft, þegar þetta sé skoðað, að ráðherrarnir hafi haft stuttan tíma til að setja sig inn í málin. Stjórn og stjórnendur Ísor gerðu á síðasta ári athugun á sviðs- myndum til framtíðar. Ólafur segir að aðeins tvær leiðir komi til greina. Annars vegar að fyrirtækið verði einkavætt eða það verði gert að Jarðfræðistofnun Íslands og því fal- in umtalsverð verkefni fyrir ríkið. Varðandi einkavæðinguna segir Ólafur að þá verði fyrirtækið gírað niður og látið renna inn í einhverja verkfræðistofu. Eftir sætu einhver af verkefnum Ísor sem aðrar stofn- anir þyrftu þá að sinna. „Jarðfræðistofnun Íslands“ Varðandi seinni valkostinn, stofn- un Jarðfræðistofnunar Íslands, segir Ólafur að slíkar stofnanir séu í nánast öllum öðrum löndum. Þær sinni hagnýtum orku- og jarðfræði- rannsóknum. Slík stofnun hér myndi bæði vinna að verkefnum fyrir stjórnvöld og selja þjónustu sína á almennum markaði. „Stjórnmálin þurfa að taka af- stöðu til þess hvað menn vilja gera með Ísor. Fyrirtækið varð til sem hluti af Orkustofnun en hefur byggst upp frá árinu 2003 sem eins konar Jarðfræðistofnun Íslands og sinnt hlutverki sem slíkar stofnanir gegna erlendis,“ segir Ólafur. Ísor starfar á almennum markaði og selur þjónustu til erlendra og inn- lendra aðila. Fyrirtækið hefur til dæmis verið þátttakandi í umfangs- miklum alþjóðlegum vísindaverk- efnum. Lítill hluti teknanna er fyrir vinnu fyrir íslenska ríkið. Nánar spurður um stöðu Ísor í framtíðinni bendir Ólafur á að jarð- vísindarannsóknir hins opinbera séu dreifðar, meðal annars á Náttúru- fræðistofnun Íslands og Veðurstofu Íslands. Telur hann skynsamlegt fyrsta skref að sameina Ísor og jarð- fræðihluta Náttúrufræðistofnunar og fara samhliða yfir hlutverka- skiptingu á milli Ísor og Veðurstof- unnar. Sérfræðingur síðasta árið Ólafur varð 69 ára í síðasta mán- uði og telur það ekki góðan kost að keyra sig út til sjötugs í starfi for- stjóra. Því hafi hann óskað eftir að vinna síðasta árið sem sérfræðingur. Með því fái hann tækifæri til að ganga frá vísindarannsókn sem hann hafi sinnt síðustu árin. Hann segir að staða Ísor sé góð. Fjárhagsstaðan sé til dæmis ágæt. Hann kveðst hafa vonast til að búið yrði að marka fyrirtækinu stefnu áð- ur en hann hætti og þótt það hafi ekki tekist sé búið að undirbúa málið vel og leggja gögn fyrir ráðherra. Bindur hann vonir við að Guð- mundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ljúki málinu. Stjórn Ísor hefur ráðið Árna Magnússon sem forstjóra og tekur hann við um næstu mánaðamót. Þokukennd framtíð vegna ákvarðanafælni  Fráfarandi forstjóri Ísor vill að ríkið marki eigendastefnu fyrir fyrirtækið Morgunblaðið/Þórður Skjálftamælingar Vísindamenn Ísor við rannsóknir. Jóhann Ólafsson johann@mbl.is „Það veit í raun enginn hvernig á að opna landamæri eftir slæma far- sótt,“ sagði Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir á blaðamannafundi sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra boðaði til í Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu í gær. Meginefni fundarins var fram- kvæmd sýnatöku á landamærum Ís- lands. Breytingar á reglum um kom- ur ferðamanna til landsins taka gildi 15. júní. Þá verða landamæri lands- ins opnuð fyrir ferðamönnum og þeim gefst kostur á að fara í sýna- töku fyrir COVID-19 í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví. Þórólfur sagði á fundinum að eng- inn vissi hversu algeng eða fátíð smit væru á meðal ferðamanna og því yrði skimunarverkefnið nokkurs konar rannsóknarverkefni sem yrði í sí- felldri endurskoðun. Á einhverjum tímapunkti væri hægt að draga úr skimunum meðal farþega frá ákveðnum löndum eða hætta skim- unum alveg. „Við gætum þurft að herða reglur um landamæri aftur ef mikið smit finnst,“ sagði hann og bætti því við að með skimunum væri verið að lág- marka áhættu á því að kórónuveiran kæmi aftur inn í landið. Þá ítrekaði hann það sem kom fram á blaða- mannafundi á mánudaginn, að heil- brigðisvottorð vegna fyrri veikinda ferðamanna yrðu ekki tekin gild því það myndi tefja fyrir á landamæra- stöðvum. Íhuga að breyta appinu Fyrsta flugvélin sem lendir á Keflavíkurflugvelli eftir að breyttar reglur um komu ferðamanna taka gildi er væntanleg aðfaranótt mánu- dagsins 15. júní. Óvíst er hversu margir ferðamenn munu koma til landsins næstu vikurnar. Heilsu- gæsla höfuðborgarsvæðisins sér um sýnatökuna í Keflavík og sagðist Óskar Reykdalsson, forstjóri henn- ar, reikna með því að allt yrði klárt á sunnudagskvöldið. Ferðamenn verða hvattir, en ekki skyldaðir, til þess að hlaða niður smitrakningarappinu C-19 við kom- una til landsins. Alma D. Möller landlæknir sagði á fundinum að ný útgáfa appsins yrði tilbúin á mánu- daginn. „Við teljum ekki rétt eða gerlegt að skylda ferðamenn til þess að sækja appið, heldur höfðum við til skynsemi og að það verði virði í því að vera með appið,“ sagði hún. Til skoðunar er að bæta við bluetooth- virkni í appið svo hægt verði að senda þeim skilaboð sem hafa verið í grennd við smitaðan einstakling. Sú hugmynd er þó einungis á teikni- borðinu og verður ekki framkvæmd nema að fengnum tilskildum leyfum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Blaðamannafundur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra boðaði til fundar í Ráðherrabústaðnum í gær. Enginn veit hvernig á að opna landamæri  Ferðamenn ekki skyldaðir til að ná í smitrakningarappið Ekki stendur til á næstunni að rýmka afgreiðslutíma á skemmtistöðum, sem áfram mega aðeins vera með opið til ellefu á kvöldin. Þórólfur Guðna- son sóttvarnalæknir vill bíða með það „eins lengi og hægt er“ og sagði á fundinum í gær að það yrði ekki gert 15. júní. „Ég held að alvarlegasta og stærsta smitleiðin og smithætt- an sé að hafa fólk á djamminu saman niðri í bæ á þröngum stöðum. Ég held að það sé mikil áhætta og við höfum reynslu af því og upplýsingar um það frá útlöndum,“ sagði Þórólfur og bætti því við að það væri erfitt að sjá fyrir langt fram í tímann hvenær hægt væri að rýmka reglur um afgreiðslutíma skemmtistaða. 15. júní munu samkomutakmarkanir miðast við 500 einstaklinga í stað 200 og þá mega sundlaugar og lík- amsræktarstöðvar taka eins marga gesti og leyfi segja til um. Hámarkið úr 200 í 500 SMITHÆTTAN MEST Á ÞRÖNGUM STÖÐUM Ólafur G. Flóvenz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.