Morgunblaðið - 11.06.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
INNKÖLLUN Á SWAGTRON SG5IIBK
RAFHLAUPAHJÓLI
Actus ehf. innkallar til uppherslu rafhlaupahjól af gerðinni
Swagtron SG5IIBK vegna slysahættu sem af notkun þeirra gæti
hlotist. Hætta er á að stýrið losni ef bolti sem heldur stýrisstöng
losnar. Actus fer þess á leit við eigendur á þessu tiltekna módeli
SG5IIBK að þeir hætti notkun á rafhlaupahjólinu strax og komi með
það í uppherslu í Norðlingabraut 4 í Reykjavík á milli kl. 9-13 virka
daga eða fái leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að uppherslunni.
Innköllunin er gerð að frumkvæði Actus ehf og í
samráði við Vinnueftirlitið.
Hjólin voru seld í ELKO á tímabilinu mars til júní 2020
en allar nánari upplýsingar eru veittar í gegnum
tölvupóst actus@actus.is eða í síma 517-1700
Actus biðst velvirðingar á þessum óþægindum.
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Lög um ferðagjöf, stofnun opinbers
hlutafélags um uppbyggingu sam-
gönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu
og umdeildar breytingar á útlend-
ingalögum eru meðal þeirra frum-
varpa sem enn bíða afgreiðslu Al-
þingis. Nokkrir tugir stjórnar-
frumvarpa eru enn óafgreiddir en
sjö fundardagar eru eftir fram að
þinglokum, 25. júní.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
seti Alþingis, segir ágæt samtöl í
gangi milli þingflokksformanna um
starfsáætlun þingsins. Formenn
allra þingflokka funduðu í gær um
starfsáætlun næstu vikna, en skýr-
ari mynd fæst eftir annan fund í há-
deginu í dag. Bjarkey Olsen Gunn-
arsdóttir, þingflokksformaður
Vinstri grænna, segir að engin
ákvörðun hafi enn verið tekin um
forgangsröðun mála. „Við erum ekki
búin að afskrifa neitt mál enn, en
það liggur alveg fyrir að nokkur mál
eru það viðamikil, og ekki verið
fjallað nóg um, að við sjáum ekki
fram á að klára þau,“ segir Bjarkey.
Oddný Harðardóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
segir ljóst að ekki sé rúm fyrir mörg
umdeild mál. „Við förum augljóslega
ekki með öll mál sem eru í nefndum.
Það þarf að forgangsraða og þá er
ekki pláss fyrir mörg umdeild mál,“
segir hún. Nefnir hún í því skyni
breytingar á samkeppnislögum,
breytingar á útlendingalögum og
veggjaldafrumvarp í tengslum við
samgönguáætlun.
Þá segir hún Samfylkinguna
leggja áherslu á þingmannamál og
ljóst sé að ekki verið gengið frá þing-
lokasamningum nema þingmanna-
mál séu einnig á áætlun.
Stór mál bíða afgreiðslu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Afgreiða á nokkra tugi
stjórnarfrumvarpa fyrir þinglok.
Sjö fundir eftir fram að þinglokum Stefnt að þing-
frestun 25. júní Forgangsröðun mála liggur ekki fyrir
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Hvort þetta eigi að vera einhvers
konar listaverk eða tilraunastarf-
semi með sjálfsprottinn gróður og
illgresi, ég hreinlega veit það ekki.
En þetta er vissulega táknrænt um
stefnu meirihlutans, að verið sé að
jarðsetja grænu svæðin í borginni,“
segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins, í samtali við
Morgunblaðið og vísar í máli sínu til
grjóthrúgna sem staðið hafa sl. vik-
ur og mánuði við Eiðsgranda í
Reykjavík, íbúum þar til ama.
Eyþór segir að tilgangur hrúgn-
anna sé með öllu óljós og ætlar hann
því að kalla eftir skýrum svörum frá
borginni. „Ég vil fá að vita hver til-
gangur þessa gjörnings sé og ætla
að spyrjast fyrir um það í borgar-
kerfinu, að öllum líkindum á vett-
vangi borgarráðs [í dag].“
Ólafur Kr. Guðmundsson, vara-
borgarfulltrúi og sérfræðingur í um-
ferðaröryggismálum, segir hrúgur
sem þessar geta skapað mikla
hættu, bæði fyrir gangandi og ak-
andi vegfarendur á svæðinu.
„Þetta er fjarri því að vera um-
ferðarvænt. Ef ekið er á þetta gerist
tvennt; annaðhvort tekst bíllinn á
loft, því svona mön virkar eins og
stökkpallur, eða hann grefst inn í
hrúguna og sprengir hana í allar átt-
ir. Þá getur grjót auðveldlega skot-
ist út á hjóla- og göngustíga með til-
heyrandi slysahættu fyrir þá sem
þar eru,“ segir Ólafur og bendir á að
mjög alvarlegt umferðarslys hafi átt
sér stað við Gullinbrú fyrir fáeinum
árum þegar bifreið var ekið á sam-
bærilega mön. Í því slysi tókst öku-
tækið á loft og fór stjórnlaust í gegn-
um strætóskýli.
„Það verður að gera ráð fyrir því
að slys geti átt sér stað. Það er ekki
gert í þessu tilviki. Þessar grjót-
hrúgur geta skapað mikla hættu.“
Þvert á vilja íbúa á svæðinu
Morgunblaðið óskaði í gær eftir
frekari upplýsingum um grjóthrúg-
urnar. Í skriflegu svari frá Reykja-
víkurborg kemur fram að grjótið
tengist lagningu hjólastígs og var
vinnu við hann að mestu lokið síð-
asta vetur. Eru hrúgurnar meðal
annars greinanlegar á teikningum
fyrir framkvæmdina, merktar sem
„landmótun með malaryfirborði“.
Ekki er því útlit fyrir annað en að
grjóthrúgurnar eigi að vera á þessu
svæði áfram, þrátt fyrir óánægju-
raddir íbúa í nágrenninu. Fram hef-
ur komið í fyrri umfjöllun að íbúar
hafa lýst yfir mikilli óánægju með
grjótið, sem þeir segja litla prýði að.
Í svari borgarinnar kemur einnig
fram að til standi að breyta minnst
einni hrúgunni lítillega.
„Það á einnig að lagfæra mönina
sem er hæst og ekki vel formuð, en
hún skyggir á útsýni frá Reka-
granda,“ segir í svari borgarinnar.
Þá stendur einnig til að koma ein-
hverjum gróðri fyrir í hrúgunum.
Þegar spurt var út í kostnað við
framkvæmdina var svarið: „Kostn-
aður við þessa landmótun við hjóla-
stíginn fellur undir þá framkvæmd
og þar sem verkinu er ekki endan-
lega lokið liggur hann ekki fyrir.“
Mikil hætta
getur skapast
af hrúgunum
Borgarfulltrúi mun kalla eftir skýr-
ingum á hólamyndun við Eiðsgranda
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Óvenjulegt Malarhrúgurnar eiga að kallast á við náttúru hafsins, segir
borgin, en íbúar eru ekki allir sáttir við þessa hólamyndun.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Það kom í mun meiri mæli í hlut
kvenna en karla að vera heima hjá
börnum þegar grunnskólum og leik-
skólum var lokað eða þjónusta þeirra
skert í kórónuveirufaraldrinum.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
nýrrar könnunar sem unnin var fyrir
BSRB.
„Rúmur þriðjungur þeirra sem
tóku þátt í könnuninni, um 36 pró-
sent, þurftu að vera heima með barn
eða börn vegna skertrar þjónustu
grunn- eða leikskóla vegna CO-
VID-19 faraldursins. Konur virðast
frekar hafa sinnt þessu hlutverki en
karlar, en 42 prósent kvenna svör-
uðu spurningunni játandi en um 30
prósent karla,“ segir í umfjöllun
BSRB um niðurstöðurnar á vefsíðu
bandalagsins.
Frekari greining á niðurstöðunum
leiðir meðal annars í ljós að áberandi
munur er á því hvort fólk gat unnið
heima bæði eftir tekjum þess og
menntun. 18 prósent þeirra sem eru
með grunnskólapróf sögðust hafa
getað unnið heima en það gátu 28
prósent þeirra sem eru með fram-
haldsskólapróf. Tæplega 72% fólks
með háskólapróf og framhalds-
menntun sögðust hafa getað unnið
heima á meðan á faraldrinum stóð.
Einnig er mikill munur á aðstæð-
um fólks til að vinna heima eftir
tekjum þess. Um tólf prósent þeirra
sem eru með heimilistekjur undir
400 þúsund kr. á mánuði gátu unnið
heima og 13 prósent þeirra sem eru
með heimilistekjur á bilinu 400 til
549 þúsund kr. á mánuði gátu gert
það. Hins vegar gátu tæplega 64 pró-
sent fólks sem er með yfir einni
milljón króna á mánuði unnið heima
á meðan faraldurinn gekk yfir, að því
er fram kemur á vefsíðu BSRB.
„Þetta sýnir mikilvægi þess að að-
gerðir til að auka sveigjanleika á
vinnufyrirkomulagi sem kallað er
eftir nái til allra,“ segir Magnús Már
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
BSRB, og er haft eftir honum í um-
fjöllun bandalagsins að þeir hópar
sem notið hafi takmarkaðs sveigjan-
leika í heimsfaraldrinum séu líklegir
til að búa við minni sveigjanleika á
vinnumarkaði almennt.
„Oftar en ekki sé um framlínufólk
að ræða sem þurfi sárlega á auknum
sveigjanleika og styttri vinnutíma að
halda,“ segir þar.
Hinir tekjulægri þurftu að
grípa til annarra úrræða
Þegar sjónum er beint að því
hvaða hópar gátu verið heima með
börnum sínum kemur í ljós að um 22
prósent fólks sem hefur lokið grunn-
skólaprófi sögðust hafa getað það en
tvöfalt fleiri eða 44-45 prósent þeirra
sem hafa lokið háskólaprófi, voru
heima með sínum börnum.
„Tekjulægra fólk með minni
menntun hefur þannig frekar þurft
að grípa til annarra úrræða vegna
skerðinga á starfsemi skóla þar sem
það átti þess ekki kost að vinna
heimanfrá,“ segir í umfjöllun um
könnunina, sem unnin var af Mask-
ínu fyrir BSRB dagana 24. apríl til 4.
maí sl. Þátttakendur voru 1.050 tals-
ins, 18 ára og eldri, alls staðar að af
landinu.
Fleiri konur en karl-
ar heima með börnin
Munur eftir menntun og tekjum hverjir gátu unnið heima
30%
42%
Heima með börn
Hlutfall þeirra sem hafa þurft að
vera heima með börn vegna skertrar
þjónustu skóla vegna kórónuveiru
H
e
im
ild
: B
S
R
B
Karlar Konur
Meðaltal
36%
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Börn Mikil röskun varð á skólahaldi á tímum kórónuveirunnar. Ríflega þriðjungur svarenda í könnun var heima
með börn vegna skertrar þjónustu grunn- og leikskóla. Konur virðast hafa frekar sinnt því hlutverki en karlar.