Morgunblaðið - 11.06.2020, Qupperneq 14
Hlaupagikkur Margrét Erla Maack
hér í nýjum bol Kvennahlaupsins.
Hægt verður að taka á rás á meira en
80 stöðum á landinu í Sjóvár-
kvennahlaupi ÍSÍ nk. laugardag, 13.
júní. Allir geta verið með óháð aldri,
þjóðerni eða kyni. Fjölmennustu
hlaupin fara fram í Garðabæ og Mos-
fellsbæ, en hvarvetna þar sem hlaupið
verður gilda reglur um hámarksfjölda
fólks á staðnum og annað sem máli
skiptir viðvíkjandi kórónuveirunni.
Sjóvár-kvennahlaup ÍSÍ 2020 er nú
þreytt í 30. sinn. Árið 1990 var mark-
miðið að hvetja konur til hreyfingar og
almennrar þátttöku í íþróttastarfi og
óhætt að segja að það hafi tekist, seg-
ir í tilkynningu. Er þar vísað til þess að
nú eigi Ísland afrekskonur á öllum
sviðum íþrótta og almenn hreyfing
með besta móti. Árið 2020 er mark-
mið hlaupsins að hvetja konur til þess
að gera hlutina á eigin forsendum og
nær sú hugsun langt út fyrir hlaupið
og líkamsrækt. Kvennahlaup nú-
tímans snýst um hreyfingu sem hent-
ar hverjum og einum, samveru kyn-
slóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni,
umhverfismeðvitund og valdeflingu.
Einkunnarorði nú eru: Hlaupum sam-
an!
Nýr og endurhugsaður kvenna-
hlaupsbolur var afhjúpaður á dög-
unum. Bolurinn er tákn nýrra tíma,
hugsaður frá grunni og slær tóninn
fyrir nýja hugsun, segir í fréttatilkynn-
ingu. Linda Árnadóttir, lektor í fata-
hönnun við Listaháskóla Íslands og
eigandi Scintilla, hannaði bolinn. Flík-
in, sem er úr bómull, er falleg og hag-
nýt og sögð henta vel vel við alla
íþróttaiðkun.
Nánari upplýsingar um hlaupastaði
og tímasetningar birtast á næstu dög-
um á www.kvennahlaup.is. Hlaupum
saman laugardaginn 13. júní. Miðasala
fyrir hlaupið sem og forsala bola er
hafin á www.tix.is.
Kvennahlaup Sjóvár og ÍSÍ er á laugardaginn
Hlaupið verður nú í 30. sinn á
meira en 80 stöðum á landinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sprettur Kvennahlaupið virkjar kraftinn og hreyfing er öllum mikilvæg.
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
100% Merino ull
Flott og þægileg ullarnærföt
við allar aðstæður
Frábært verð
Stærðir: S – XXL
Ullarnærföt
í útivistina
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar
Heimkaup • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi
Verslunin Blossi, Grundafirði Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart,
Vestmannaeyjum • Verslun Grétars Þórarinnssonar, Vestmannaeyjum • Kaupfélag
V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík
Verslun Dóru, Hornafirði • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði • Vaskur, Egilsstöðum
Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi
OLYMPIA
Öll höfum við með einum eðaöðrum hætti upplifaðálagstíma undanfarnarvikur og mánuði. Kór-
ónuveirufaraldur hefur herjað á okk-
ur en við höfum verið svo lánsöm með
samstilltu átaki okkar allra að hafa
náð góðum tökum á þessum ófögnuði
sem veiran svo sannarlega er. Þó með
vissum fórnarkostnaði.
Þunglyndi þrátt
fyrir hækkandi sól
Álagstímar eru nú að baki í bili
hvað faraldurinn áhrærir en óvissu-
tímar eru fram undan. Auknu álagi
getur fylgt kvíði, vanlíðan og jafnvel
depurð og þunglyndi þrátt fyrir
hækkandi sól.
Heimilislæknar mæta fólki á velli
lífsins, svo að segja á öllum stigum.
Margir eru eðlilega hikandi að ræða
þá hluti sem hvað þyngst vega og
tíma getur tekið að ávinna sér trún-
aðartraust þess sem maður ræðir við
hverju sinni. Einna erfiðast getur
verið að ræða andlega vanlíðan og þá
tilfinningu að ráða ekki við hversdag-
inn. Við eigum ekki að standa uppi
ein í slíkum aðstæðum, maðurinn er
ekki eyland. Mikil þekking hefur
áunnist á eðli og meðferð þunglyndis
og svokallaðra kvíðaraskana og
hvernig hægt er að berjast til sigurs.
Upplifa aukna vellíðan á ný og betra
líf.
Við greiningu á þeirri vanlíðan sem
þunglyndi og kvíði veldur þarf að
skoða hvernig og hversu lengi þessi
vanlíðan hefur staðið yfir. Það er eðli-
legt að finna á tímabilum fyrir kvíða,
jafnvel hræðslu og depurðareinkenn-
um. En ef þessi einkenni verða við-
varandi og ráðandi í lífinu og eru jafn-
vel farin að stjórna því hvernig við
bregðumst við og hegðum okkur,
jafnvel þvert gegn betri vitund okkar,
er tími til kominn að setjast niður,
ræða málin og leita sér aðstoðar. Ef
til dæmis kvíði hefur verið viðvarandi
lengur en í sex mánuði, þessi tilfinn-
ing að vera stöðugt eins og „hengdur
upp á þráð“, er ástæða til að staldra
við. Einkenni kvíðans geta verið eirð-
arleysi, að finna fljótt fyrir þreytu,
einbeitingarskortur, aukin vöðva-
spenna, spenna í líkamanum og svo
svefntruflanir – erfitt að festa svefn,
laus svefn og lélegur svefn.
Missa gleðitilfinninguna
Einkenni þunglyndis geta verið
misalvarleg, allt frá vægari einkenn-
um upp í svæsnari. Við greiningu á
erfiðari vanda skiptir tíminn sem van-
líðanin hefur staðið yfir einnig máli.
Sú vanlíðan sem hvað mest einkennir
þunglyndið er depurð, vonleysi og
þessi tilfinning að hafa misst gleði-
tilfinninguna úr lífinu. Þunglyndi er
viðvarandi vanlíðan sem getur hvolfst
yfir eins og skuggi úr skúmaskoti
jafnvel án þess að sá sem fyrir því
verður taki vel eftir því. Aðstand-
endur, fjölskylda og vinir eru þeir
sem hvað mest taka eftir þeirri breyt-
ingu sem verður þá á maka, mömmu,
pabba, góðum vini eða vinnufélaga.
Markmið góðrar heilsugæslu er að
vera sá viðkomustaður sem fólk getur
leitað til í vanda, bæði andlegum og
líkamlegum, en mjög oft fer þetta
saman. Þar er fagfólk til staðar sem
getur hjálpað þegar vandi steðjar að.
Ég vil nota tækifærið og benda á
heilsuvera.is til að finna gagnlegar
upplýsingar um hvernig bæta má líð-
an og hvert má leita.
Maður er manns gaman
Kórónuveirufaraldur var nefndur
hér í byrjun, vonandi mun við sem
þjóð bera gæfu til að takast samhent á
við þann vágest áfram. Í Hávamálum
segir að maður sé manns gaman.
Njótum samvista hvert annars, hlú-
um hvert að öðru bæði í starfi og leik.
Þannig mun okkur farnast vel.
Álag og andleg líðan
Morgunblaðið/Eggert
Sund Lífsgæðin eru í laugunum. Ef þungur vandi steðjar að er mikilvægt að
leita ráða fagfólks því góð andleg líðan er undirstaða alls í daglegu lífi.
Heilsuráð
Guðmundur Karl
Sigurðsson, heimilislæknir
fagstjóri lækninga
Heilsugæslunni Árbæ.
Unnið í samstarfið við Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins.
„Málefnið er brýnt og brennur á fólki
hér um slóðir. Þetta verður því öðrum
þræði áróðurssöngur,“ segir Guð-
björg Garðarsdóttir í Kvennakór
Hornafjarðar. Þrátt fyrir samkomu-
bann hefur eitt og annað verið í gangi
meðal kórkvenna. Undir leiðsögn
Heiðars Sigurðssonar kórstjóra tók
kórinn upp þrjú lög í samkomubanns-
útgáfu þar sem hver og ein kórkona
tók upp eigin söng á myndbandi sem
síðan var klippt saman og birt á sam-
félagsmiðlum. Ekki var hægt að halda
hefðbundna tónleika og því ákváðu
kvennakórskonur að gleðja Hafnar-
búa með því að keyra syngjandi um
bæinn á glæstum söngpalli.
Nú ætlar kórinn að slá botninn í
söngárið með því að syngja á öllum
einbreiðu brúnum í Austur-Skafta-
fellssýslu. Mikið hefur áunnist í því
að útrýma þeim en þrátt fyrir það eru
enn 17 slíkar brýr í sýslunni, sem nær
frá Hvalnesskriðum út á Skeiðarár-
sand. Þrýst er á um úrbætur og því
ákváðu kvennakórskonur að vekja at-
hygli á þessu málefni á menningar-
legan hátt.
Byrjað verður að syngja við Hval-
dalsá í Lóni, austustu brú sýslunnar,
kl. 9.25 á laugardagsmorgun. Síðan
munu konur syngja sig í vesturátt og
enda á vestustu brúnni í Öræfum við
Skaftafellsá. Við Jökulsá á Breiða-
merkursandi verða kórkonur kl. 16:00
og taka þar lagið – hátt og snjallt!
Kvennakór Hornafjarðar í víking um helgina
Sungið á brúnum sautján
Söngur Kvennakórinn og fremst á myndinni er Heiðar Sigurðsson stjórnandi.