Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUMMINNINGANNA Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eftirtektarverðar stríðsminjar má finna á nokkrum stöðum í Reykja- vík. Margar slíkar eru í og við Öskjuhlíðina upp af Reykjavíkur- flugvelli sem Bretar gerðu snemma á stríðsárunum. Neðanjarðarstjórn- stöð hernámsliðsins er skammt fyrir neðan Perluna, stór, hár varnar- veggur er falinn í skógarrjóðri þar skammt frá og skotbyrgi eru við Bú- staðaveginn, rétt hjá Veðurstofunni. Sumir þessir minjastaðir hafa verið merktir og saga þeirra gerð sýnileg en aðrir eru faldir. Neðan við Fýlshóla Bókagrúsk leiddi til þess að blaða- maður fór í vettvangskönnun í Ell- iðaárdal, hvar stríðsminjar er að finna í skógi vöxnum lundi sunn- anvert í dalnun. Þetta er nánar til- tekið neðan við einbýlishúsin við Fýlshóla, en norðan við þau er mal- bikaður og góður göngustígur. Frá honum er svo gengið svo sem 50 metra niður allháa brekku og þá blasir gamalt skotbyrgi við. Nokkuð er farið að molna úr steyptum veggjum þess – og ummerki sýna að þetta hefur verið vinsæll ævintýra- staður unglinga. En hver er sagan? „Skotbyrgið, líkt og allmikill fjöldi samskonar eða svipaðra byrgja, var reist í varnarlínum sem setja mátti upp og manna eftir þörfum til þess að umlykja allar helstu hæðirnar austan við Reykjavík. Þessar stöðv- ar léku lykilhlutverk í vörnum höf- uðborgarsvæðisins, til dæmis Graf- arholt, Breiðholtshvarf, Vatnsenda- hæð, Vífilsstaðahlíð, Ásfjall í Hafn- arfirði og auðvitað Öskjuhlíð. Þaðan mátti fylgjast með ferðum um helstu leiðir frá Suður- og Vesturlandi og Suðurnesjum,“ segir Friðþór Eydal. Hann þekkir sögu stríðsáranna og mannvirkja þess tíma flestum betur, var um árabil blaðafulltrúi Varnar- liðsins og starfar nú hjá ISAVIA. Varnarlínur og loftvarnabyssur Auk skotbyrgjanna voru reist annars konar byrgi og varnarlínur til þess að verja fjörur þar sem lenda mátti allt frá Kjalarnesi og suður á Hvaleyri í Hafnarfirði. Á ýmsum hæðum stóðu svo loftvarna- byssur, til dæmis á Garðaholti á Álftanesi. „Varnarlínurnar voru að mestu skotgrafir og holur eða grjóthleðslur en á stöku lykilstöðum voru steypt upp eða hlaðin skotbyrgi eins og þetta sem varðveist hefur í Breið- holtinu. Þau voru af nokkrum stöðl- uðum gerðum og flest líkt og þetta með veggjum úr hleðslusteini og þykkri steinsteyptri þakplötu og skotrauf á milli. Tilgangurinn var að verjast skeytum úr sprengjuvörpum sem fljúga í háum boga einmitt til þess að falla beint niður á bak við varnarveggi. Því var nauðsyn að hafa sterkt þak til verndar.“ Stjórnstöð siglinga Á Seltjarnarnesi er sömuleiðis merkar stríðsminjar að finna. Ljós- kastarahús sem snýr út að sjónum á suðurnesi við golfvöllinn er þekkt kennileiti í umhverfi þar. Minna ber hins vegar á rústunum á Valhúsa- hæð, skammt vestan við Seltjarnar- neskirkju, sem eru eftir umfangs- mikið stjórn- og varnarvirki sem þar stóð ásamt tilheyrandi braggahverf- um. Í byggingum þessum var til dæmis stjórnstöð siglinga inn til Reykjavíkur, Hvalfjarðar og Hafn- arfjarðar, ratsjárstöð, strandvarna- byssuvígi og loftvarnabyssuvígi, eins og sagði frá í Morgunblaðsgrein fyrir nokkrum árum. Fallbyssur tvær, sem stóðu á Val- húsahæðinni, auk sams konar byssa í Hvalfirði, voru þær stærstu sem Bretar höfðu á Íslandi. Drógu um 12 kílómetra út á haf og höfðu það hlut- verk að sporna gegn innrás Þjóð- verja á Ísland. Hve vel byssurnar hefðu dugað til mótspyrnu við her þriðja ríkisins ef til þess komið er þó allt önnur saga - og spurningunni verður aldrei svarað. Breiðholt Blaðamaður kannar aðstæður í Elliðaárdalnum, hvar er gamalt skotbyrgi sem reist var af Bretum á stríðsárunum. Mannvirki þetta er beint fyrir neðan einbýlishúsabyggð í Fýlshólum og nánast falið í gróðri. Skotbyrgi í skógarrjóðri  Stríðsminjar í Breiðholtinu  Fylgst var með ferðum  Verjast skeytum úr sprengjuvörpum  Virki á Valhúsahæð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Öskjuhlíð Friðþór Eydal við upplýsingaskilti með ýmsum fróðleik um þá miklu umbrotatíma sem síðari heimsstyrjöldin á Íslandi tvímælalaust var. Morgunblaðið/Eggert Minjar Víða um Öskjuhlíðina eru rústir frá stríðsárunum, til dæmis af neð- anjarðarhúsi þaðan sem átti að stýra umferð á Reykjavíkurflugvelli í neyð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Seltjarnarnes Rústir af stjórnstöð hers Breta eru á Valhúsahæðinni. Íslendingar eru sem fyrr meðal stærstu styrktaraðila UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðarinn- ar, á heimsvísu miðað við höfðatölu. Söfnunarfé samtakanna nam rúmum 727 milljónum króna í fyrra en bróð- urparturinn, 83%, kemur frá heims- foreldrum sem styrkja samtökin með mánaðarlegum framlögum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu UNICEF á Íslandi, sem kynnt var á aðalfundi félagsins í gær. Um 77% söfnunarfjár renna til baráttunnar fyrir réttindum og lífi barna um heim allan, 1% í stjórn- unarkostnað, 3% í kynningarmál og 19% í kostnað við söfnun. Aukin áhersla á innlend mál Líkt og fyrri ár var stærstum hluta söfnunarfjár varið til verkefna erlendis, í þeim löndum þar sem þörfin er mest, og námu framlög 493 milljónum króna. Áhersla er lögð á að tryggja aðgang að hreinu vatni og lágmarkshreinlætisaðstöðu. Á sama tíma var mikill vöxtur í innanlands- starfinu, þar sem kastljósinu var beint að aðstæðum og réttindum barna á Íslandi og þeim var lyft upp í virku samstarfi við ráðuneyti, sveitarfélög og skóla,“ eins og segir í skýrslunni. Undirritaður var tíma- mótasamningur við félagsmálaráð- herra um þátttöku ráðuneytisins í verkefninu Barnvæn sveitarfélög og er stefnt að því að á næsta áratug hafi íslensk stjórnvöld og öll sveitar- félög hafið markvissa innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá var stærsta verkefni UNICEF á Íslandi í fyrra herferðin Stöðvum feluleikinn þar sem sjónum var beint að heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi í garð barna, en samkvæmt skýrslu sem samtökin kynntu í fyrra verða 16,4% hér á landi fyrir slíku of- beldi fyrir átján ára afmælisdaginn. „Innanlandsstarf UNICEF á Íslandi er búið að sanna sig sem grunnstoð í starfsemi félagsins á Íslandi. UNICEF starfar fyrir öll börn og þar eru íslensk börn ekki undan- skilin. Nú vex úr grasi kynslóð barna og ungmenna sem þekkja réttindi sín og kalla eftir því að á þau sé hlustað,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Ís- landi. alexander@mbl.is Heimsforeldrar mikilvægastir  727 milljónir króna söfnuðust í fyrra Ljósmynd/UNICEF-Steindór Unicef Birna Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastjóri samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.