Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 Safnahús Borgarfjarðar stendur fyrir sýningu á ljósmyndum sem Helgi Bjarnason blaðamaður tók í Borgarnesi á fyrrihluta níunda ára- tugarins. Helgi var þá fréttaritari fyrir Morgunblaðið á staðnum. Sendi hann blaðinu fréttir og myndir af ýmsum fréttaatburðum og sam- komum og úr starfsemi fyrirtækja og tók sjálfstæð viðtöl af ýmsu til- efni. Sýningin nefnist „353 andlit“ og verður opnuð í dag í Hallsteinssal í safnahúsinu. Fleiri fái að njóta „Ég tók mikið af myndum á fréttaritaraárunum í Borgarnesi og raunar einnig í héraðinu öllu og víð- ar vegna þess að ég var sendur um allt land til fréttaöflunar eftir að ég hóf að starfa sem blaðamaður við Morgunblaðið á árinu 1982,“ segir Helgi. Hann segist hafa verið að skanna inn myndir af þessum gömlu filmum á síðustu árum og haft áhuga á að fleiri fengju að njóta þeirra. Því hafi verið kærkomið að fá að vera með sumarsýningu Safnahússins. Á sýninguna hefur Helgi valið ljósmyndir af fólki og mannlífi í Borgarnesi, aðallega frá árunum 1981 til 1984. Það eru ekki eingöngu myndir sem birst hafa í Morgun- blaðinu eða öðrum blöðum heldur ekki síður myndir sem ekki hentuðu til birtingar með fréttum, eins og fram kemur í tilkynningu frá Safna- húsi Borgarfjarðar. Helgi var oft með myndavélina á öxlinni, fangaði á filmu fólk og stemningar og elti eigin áhugamál. Sumar þessara mynda rata inn á sýninguna. Á fjórða hundrað andlit sjást á þessum myndum og vísar yfirskrift sýningarinnar til þess. Allmargir sem sjást á myndunum eru látnir. Sýningin er tileinkuð minningu þeirra. Sem fyrr segir verður sýningin opnuð í dag og stendur síðan fram eftir sumri. Stéttarfélag Vestur- lands styrkir framtakið en Heiður Hörn Hjartardóttir hannaði sýn- inguna. bjb@mbl.is Mannlíf í myndum frá Borgarnesi  Ljósmyndasýning verður opnuð í dag í Safnahúsi Borgarfjarðar Ljósmyndir/Helgi Bjarnason Verkamenn Starfsmenn í áhaldahúsi Borgarneshrepps stilla sér upp við dráttarvél með loftpressu við eitthvert tækifæri. Þór Daníelsson, Sigurþór Helgason, Bragi Óskarsson, Guðmundur Ólafsson, Stefán Bragason, Þröstur Þór Ólafsson og Guðmundur Finnsson. Margt var skrafað á kaffistofunni hjá þessum mönnum. Skemmt Skátar héldu uppi stemningunni á hátíðinni í Skallagrímsgarði 17. júní 1983, eins og ávallt á þjóðhátíðar- daginn. Jónína Erna Arnardóttir og Hólmfríður Sveindóttir leiddu söng. TRÉSMÍÐAVÉLAR Vélar fyrir atvinnumenn og handverksfólk Yfir 40 ára frábær reynsla á Íslandi Rennibekkur Lata Verð 158.300 Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Spónsuga 2 stærðir Verð frá 89.800 Slípivél BTS800 Verð 49.470Smergill BG150 Verð 21.460 Rennibekkur DMT 460 Verð 70.700 Bandsög 2 stærðir Verð frá 59.960 Slípivél OSM100 Verð 45.630 Tifsög 2 stærðir Verð frá 22.620Borðsög HS80 Verð frá 34.210 Þyktarhefill / afréttari Verð 110.390 Bútsög HM80L Verð 22.620 Súluborvél DP16SL Verð 60.900 Súluborvél DP18VARIO Verð 93.660 Slípivél OSM600 Verð 58.150 Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.