Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 30

Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 30
SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Geta snjalltækin Fitbit og Apple Watch flett ofan af kórónuveirunni og uppgötvað smit af völdum hennar áður en einkenni sýkingar byrja að sýna sig? Vísinda- og rannsóknar- menn eru í vaxandi mæli að skoða hvort þessi tæki og önnur ígangs- klæði megi brúka sem eins konar ratsjár gegn veirunni mannskæðu. Í nýliðnum maímánuði sögðust vísindamenn við Rockefeller- taugavísindadeild Vestur-Virginíu háskólans í Morgantown hafa skap- að stafrænan sviðspall sem gæti greint einkenni kórónuveirunnar allt að þremur dögum áður en þau birt- ust. Brúkuðu þeir til þess svo- nefndan Oura-hring sem dreginn á fingur skráir hjá sér gögn um lík- amsæfingar og -heilsurækt viðkom- andi. Hópurinn smíðaði smáforrit sem brúkar gervigreind til að segja fyrir um einkenni sem tengjast kórónu- veirunni, svo sem sótthita, hósta, öndunarerfiðleika og þreytu, með yf- ir 90% nákvæmni. Segir háskólinn að búnaðurinn geti sýnt vísbend- ingar um sýkingu hjá annars ein- kennalausum einstaklingi. Því gæti hann komið að góðu gagni við grein- ingu og aflokun veirufaraldursins. Þessu til viðbótar hefur rann- sóknarstofnunin Scripps Research Institute í San Diego í Kaliforníu fengið á fjórða tug þúsunda ein- staklinga til liðs við sig – og hyggst fjölga þeim enn frekar – í athugun þar sem ætlað er að beita smátólum til að finna tvenns konar hópa fólks sem kann að bera einkennalaust smit. Scripps-teymið hefur sýnt fram á möguleika smátækja til að segja fyr- ir um flensu, samkvæmt grein um athuganir þess sem birtist í breska læknablaðinu Lancet í janúar. Fyrstu vísbendingar gefa til kynna að tækin séu mögulega fær um að greina smitað en einkennalaust fólk, segir Jennifer Radin, faraldsfræð- ingur sem stjórnar rannsóknum Scripps-stofnunarinnar, við AFP. Leita sjálfboðaliða Radin sagði að smátæki sem fólk bæri á sér greindi „daufar breyt- ingar sem gæfu til kynna að ein- kennalaus einstaklingur væri við það að leggjast í rúmið með veiru- sjúkdóm“. Segjast vísindamenn Scripps vona að sá dagur komi að þeir geti sýnt fram á að gögn frá smátækjunum teljist áreiðanlegri en hitamælingar. „40% þeirra sem veikst hafa af völdum kórónuveirunnar hafa engan hita haft,“ sagði Radin. Og bætti við að búnaðinn mætti nota til skimunar með áreiðanlegri hætti en með hita- mælingu. Tíðni hjartsláttar væri til að mynda góð vísbending því hún væri yfirleitt stöðug fyrir sýkingu og mætti mæla með nákvæmni með flestum áfestum mælum. „Við sjáum að það eiga sér stað breytingar á hjartslættinum fjórum dögum áður en einstaklingur fær hita,“ sagði Radin. Eric Topol, framkvæmdastjóri Scripps-stofnunarinnar, sagði hug- myndina um smátækin heillandi, því yfir 100 milljónir Bandaríkjamanna ættu snjallúr eða íþróttaarmband sem lagt gætu vísindunum til miklar lykil upplýsingar. Góð niðurstaða væri undir því komin að fá sem flesta til að taka þátt í rannsókn- unum. Heilsutæknisprotafyrirtækið Evidation í Kaliforníu hefur hrundið af stað verkefni sem miðar að því að framleiða viðvörunaralgrími fyrir íklæðanleg smátæki sem um 300 manns bera er eiga verulega hættu á að veikjast af kórónuveirunni. Meðal þeirra sem fjármagna það viðfangs- efni eru bandarísk stjórnvöld og stofnunin Bill & Melinda Gates Foundation. Luca Foschini, tölfræðingur og annar stofnandi Evidation, segir rannsóknina miða að því að finna skilvirkari leið til að segja fyrir um hvar og hvenær fólk gæti sýkst af COVID-19. Vonast er til að það geti auðveldað í rauntíma aðgerðir til að draga úr dreifingu veirunnar og fylgjast með árangrinum. Sams kon- ar rannsókn er í gangi í Þýskalandi. Frá skokki til læknisrannsókna Þessar nýju rannsóknir varpa skæru ljósi á hvernig ýmis beranleg smátæki, sem þróuð voru fyrir lík- amsrækt og íþróttaþjálfun, má laga að mikilvægum læknisfræðilegum rannsóknum. Apple hefur hafið athuganir á því hvernig fá megi snjallúrið smart- watch til að greina vandamál tengd hjartanu. Þá hefur Fitbit átt í sam- starfi við um 500 mismunandi rann- sóknarverkefni sem snúast um krabbamein, sykursýki, öndunar- erfiðleika og fleiri læknisfræðileg vandamál. Vísindamenn segja að smátækin íveranlegu geti veitt upp- lýsingar um líkamshita, hjartsláttar- og öndunartíðni, svefn- og hreyf- ingamynstur og fleiri breytur sem nýtast við heilsufarsgreiningu. Rannsóknarteymi við Stanford- háskólann í Kaliforníu sagðist í apríl ætla hefja þátttöku í rannsóknum á smátækjum gegn kórónuveirunni og fleiri og fleiri sjúkdómum í samstarfi við Scripps-stofnunina. „Smartwatches og önnur beranleg mælitæki framkvæma urmul mæl- inga á dag, að minnsta kosti 250.000, sem gerir þau að svo öflugum eftir- litstólum,“ segir Michael Snyder, yf- ir erfðafræðingur læknisfræðideild- ar Stanford, við AFP. Hann segir tólin geta aðvarað notendur um breytingar á hjartsláttartíðni, líkamshita og fleiri þætti sem gætu vísað á sýkingu eða annan kvilla. „Þú gætir spurt: „Er þetta nef- rennsli vegna ofnæmis eða er ég að verða veikur“?“ Algrímin gætu auð- veldað fólki að ákveða hvort það heldur sig heima við ef líkaminn er að glíma við sýkingu,“ segir Snyder. Mæling Snjallúr framkvæma ýmsar mælingar við- stöðulaust er nýst geta í læknisfræðilegum tilgangi. Úr Snjallúrið fitbit hefur gagnast við rannsóknir á veirusjúkdómum. Hringur Oura-hringurinn var þróaður til svefnrannsókna en hefur einnig getað greint veirusýkingar nokkrum dögum áð- ur en hinn sýkti sýndi merki þess. Íverutól til forvarna gegn veirum  Vísindamenn rannsaka möguleika á að nota snjallsíma og önnur smától til að greina kórónuveir- una nokkrum dögum áður en sjúkdómseinkenni kæmu ella í ljós  Notast við gervigreindarforrit Tækni Lítil snjalltæki nýtast ekki bara við heilsurækt. 30 FRÉTTIRTækni/Vísindi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.