Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
www.gilbert.is
J S
WA
TCH
CO . REYK JAVK
Haust Vorið
Sími 552 2018
info@tasport.is
Erum að setja inn ferðir
ogmeiri upplýsingar á
tasport.is
reiðu og hefur verið komið fyrir
1.617 kílóvatta batteríi. „Um er að
ræða stærsta batterí sem komið hef-
ur verið fyrir í fiskiskipi í heimi,“
segir Remøy og bendir á að stærstu
batterí sem komið hefur verið fyrir í
fiskiskipum til þessa séu um 350
kílóvött.
Þá sé hugsunin að batteríið geti
hlaðist þegar skipið er í höfn og þeg-
ar vindur eru í notkun. Hann út-
skýrir að á skipinu eru rafmagns-
vindur sem eru hannaðar til þess að
safna bremsuorkunni sem myndast
þegar trolli er kastað og þannig sé
batteríið hlaðið. Þá verður þetta til
þess að nánast ekkert orkutap verði
við notkun á vindunum, andstætt því
sem gerist þegar hefðbundnar vind-
ur eru notaðar.
Sveigjanleg orkunotkun
Auk batterísins eru þrjár dísel-
vélar um borð, tvær aðalvélar af
mismunandi stærð og ein smærri
hjálparvél. Þessi samsetning á að
gera það að verkum að hægt sé að
hagnýta orkuna mun betur en í
hefðbundnum skipum með því að
bjóða sveigjanleika sem tryggir að
aðeins það afl sem þörf er á hverju
sinni sé í notkun og mun rafmagn
nýtast þegar rekstur skipsins kallar
á aukna orku, til að mynda þegar
verið er að hífa.
Nordbas mun nota fleiri aðferðir
við veiðar, dragnót, troll og tvíbura-
troll. „Þú getur verið með skip með
einni stórri vél, en þá geturðu ekki
með skilvirkum hætti dregið úr
díselnotkuninni þegar þú þarft
minnstu orkuna, sem er þegar veitt
er með dragnót,“ útskýrir Remøy
sem bætir við að allt í skipinu sé
hannað með hagkvæma orkunotkun
í huga. Bendir hann á að toghler-
arnir verði færanlegir og að stefnu
skipsins verði stýrt með sérhæfðri
lausn um skrúfu þess (e. nozzle), en
skrúfan er sögð stór til þess að auka
afköst (e. peakshaving).
Sigurbjörg haldi áfram að sigla
Remøy segir tengiltvinntæknina í
skipinu ekki því til fyrirstöðu að allir
helstu nýjungar verði um borð með
tilheyrandi orkuþörf. „Þetta verður
allt af nýjustu gerð. Eitt af elstu ís-
lensku skipunum verður það nýj-
asta,“ segir hann og hlær. „Þetta
eru nýjar vélar, nýtt framdrif, nýjar
innréttingar, ný vinnslulína, ný lest
og endurbætur á skrokknum.“
Nordbas-verkefnið er tilraun út-
gerðarinnar til þess að stuðla að
þróun nýrrar þekkingar og tækni-
lausna á sviði orkunotkunar og
draga úr losun í sjávarútvegi og er
það skipasmíðastöðin Kleven Verft í
Ullsteinvik sem vinnur að fram-
kvæmdinni. „Við höfum einnig feng-
ið mikla og góða aðstoð frá Þóri Jóni
Ásmundssyni sem tók þátt í hönnun
skipsins [Sigurbjargar] hjá skipa-
smíðastöðinni á Akureyri 1978.
Hann hefur veitt okkur klasateikn-
ingar fyrir endursmíðina og er
hönnuður í samstarfi við Nordnes,“
segir verkefnisstjórinn.
Þá er stefnt að því að deila með
öðrum útgerðum þekkingunni sem
verður til við framkvæmdina.
„Markmiðið með verkefninu er að
aðrir fái innsýn í það hvernig þetta
hafi gengið. Togaraflotinn stundar
orkufrekustu veiðarnar og ef við
ætlum að minnka kolefnisfótsporið
okkar verður að draga úr losun. Við
viljum sanna að það sé hægt að
spara orku í togara og vonum að
aðrir í greininni geti einnig bætt
sig.“
Prófanir skipsins hefjast í ágúst
og afhending Nordbas verður í sept-
ember, en áætlað er að veiðar geti
hafist um mánaðamótin september/
október. „Ég vona að Íslendingar
líti á þetta sem jákvæðan hlut að
endurnýta skip í stað þess að farga
því og þeir geta hugsað til þess að
Sigurbjörg haldi áfram að sigla,“
segir Remøy að lokum.
Framkvæmdastjórarnir Geir Asle Årseth og Tormund Grimstad hjá Nord-
nes-samsteypunni, ásamt verkefnisstjóranum Chris Remøy.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Ég held þetta hafi sloppið ágæt-
lega,“ svarar Alexander Kristins-
son, framkvæmdastjóri Sjávariðj-
unnar á Rifi, spurður um stöðu
fyrirtækisins eftir mikinn samdrátt
í útflutningi á ferskum fiski í kjölfar
þess að stjórnvöld víða um heim
settu á takmarkanir til þess að
hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
En Sjávariðjan, sem stofnuð var
1994 og gerir út línubáta, hefur sér-
hæft sig í útflutningi á ferskum
sjávarafurðum til Evrópu og
Bandaríkjanna.
„Hvað varðar flutning með flug-
inu fór það allt í burtu og var nátt-
úrulega sjálfdautt,“ útskýrir hann
og bætir við að þetta hafi verið
högg fyrir greinina. Þá hafi einnig
reynst fyrirtækjum erfitt að glíma
við að fisk-
borðum í versl-
anakeðjum í Evr-
ópu, sem seldu
ferskar afurðir,
hafi verið lokað.
„Salan breyttist,
það liggur alveg
fyrir.“
Þrátt fyrir að
markaðir fyrir
ferskar afurðir
hafi nánast horfið hefur eftirspurn
eftir frosnum afurðum í dag-
vöruverslunum aukist nokkuð er-
lendis, að sögn Alexanders.
Verð gæti lækkað
við opnun markaða
Þá hafi smæð Sjávariðjunnar ver-
ið mikill styrkur þegar þurfti að
bregðast við ástandinu og tókst að
breyta framleiðslunni í frystar af-
urðir. Einnig tókst að halda öllum
24 starfsmönnum fyrirtækisins í
vinnu. Hins vegar hafi kostnaður
hækkað, bætir hann við. „Kostn-
aður við flugið jókst, vinnulagið
breyttist, allur kostnaður varð
meiri. Þannig að afurðin er búin að
taka hækkunum og það er ljóst að
einhver verður að greiða það, sá
skellur á eftir að koma til baka.“
Spurður hvernig framhaldið verði
í ljósi þess að verið sé að aflétta
takmörkunum víða í sumar svarar
Alexander að hann telji ákveðna
hættu á því að óreiða skapist þegar
markaðir verði opnaðir á ný, þar
sem óljóst sé hvort og hvernig
neysluvenjur hafi breyst. Auk þess
muni margir þeirra sem selja ferskt
sjávarfang hefja leit að kaupendum,
sem um sinn geti orðið til þess að
þrýstingur verði á mörkuðum og
verð taki að lækka.
Styrkur Sjávariðjunnar
sagður falinn í smæðinni
Alexander
Kristinsson