Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 36

Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 36
36 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 AUÐVELT, FLJÓTLEGT OG ÖFLUGT BYGGINGAKERFI Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is Bestu undirstöðurnar fyrir: SÓLPALLINN SUMARHÚSIÐ GIRÐINGUNA NÝ VEFVERSLUNdvergarnir.is Fáðu Dvergana senda heim að dyrum DVERGARNIR R 11. júní 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 132.8 Sterlingspund 167.96 Kanadadalur 98.66 Dönsk króna 20.077 Norsk króna 14.219 Sænsk króna 14.35 Svissn. franki 139.13 Japanskt jen 1.2293 SDR 183.37 Evra 149.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.1069 Hrávöruverð Gull 1707.5 ($/únsa) Ál 1569.5 ($/tonn) LME Hráolía 41.1 ($/fatið) Brent ● Tap flugfélaga á heimsvísu er áætlað 84 milljarðar dala vegna útbreiðslu kór- ónuveirunnar og þeirra ráðstafana sem ríki heimsins hafa gripið til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta nemur um 11.250 milljörðum króna á gengi dags- ins í dag. Verða tekjur félaganna aðeins um helmingur þess sem var á síðasta ári og árið hið versta í sögu fluggreinarinnar. Þetta kemur fram í nýrri spá Alþjóða- sambands flugfélaga (IATA). Samkvæmt spánni er áætlað að tekjur flugfélaga á árinu verði 419 milljarðar dala, en voru 838 milljarðar í fyrra. „Hver dagur þessa árs eykur tap geir- ans um 230 milljónir dala,“ er haft eftir Alexandre de Juniac, formanni sam- bandsins. Þýðir þetta að miðað við 2,2 milljarða farþega tapa flugfélögin að meðaltali rúmlega 37,5 dölum á hverjum farþega. Á heimasíðu sambandsins segir að gert sé ráð fyrir að tekjur flugfélaga muni hækka upp í 598 milljarða dala á næsta ári og að tap flugfélaga verði 15,8 milljarðar dala. De Juniac segir jafnframt að að því gefnu að ekki komi önnur stærri bylgja faraldursins sé líklega það versta af- staðið. Segir hann að lykillinn að því að koma greininni aftur á fætur sé sam- hæfðar aðgerðir og viðmið við að hefja flug að nýju á alþjóðavísu. Tap flugfélaga gæti numið 84 milljörðum STUTT Meðal niðurstaðna er að netversl- un með fatnað jókst mikið milli ára. Samanlögð fataverslun minnkaði hins vegar milli ára, sem Árni Sverr- ir telur skýrast af því að margar fataverslanir voru lokaðar og buðu ekki upp á netverslun. Það eigi ekki síst við smærri fataverslanir. Þá margfaldaðist netsala hjá byggingarvöruverslunum en margir nýttu tækifærið í faraldrinum til að sinna viðhaldi heima og í garðinum. Veltan sjaldan verið meiri Samanlögð velta byggingarvöru- verslana, þ.e. í netsölu og í verslun- um, jókst mikið milli ára og telur Árni að hún hafi sjaldan verið meiri. Sömu sögu má segja af raf- og heimilistækjaverslunum. Netsalan margfaldaðist milli ára og heildar- salan sömuleiðis. Sú aukning er skyld aukinni sölu byggingarvöru- verslana, enda notuðu margir tæki- færið og endurnýjuðu raftæki. Netsala með heimilisbúnað marg- faldaðist einnig og nam tæpum 700 milljónum í aprílmánuði í ár. Þá jókst heildarsalan milli ára. Að sögn Árna Sverris falla hús- gögn, til dæmis rúm, í þennan flokk sem og til dæmis gardínur. Aukin lyfsala á netinu Þá jókst netsalan hjá lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslunum. Hún raun- ar fimmfaldaðist milli ára í apríl en þá héldu margir sig innandyra. Hins vegar var um þreföldun að ræða í maí sem Árni Sverrir telur kunna að skýrast af slökun á samkomubanni. Heildarsala í þessum flokki jókst þó óverulega milli ára en á það ber að líta að gengið veiktist milli ára, sem aftur gæti hafa haft áhrif á verð. Gjafa- og minjagripaverslun jókst einnig á netinu en undir þann flokk heyrir sala á ýmsum varningi, þar með talið mögulega á fatnaði. Skýringin er ekki ljós Velta bóka-, blaða- og hljómplötu- verslana jókst mikið í apríl milli ára. Árni Sverrir segir aðspurður að skýringin á því sé ekki ljós. Á hinn bóginn kom fram að sala bóka á net- inu jókst mikið í upphafi faraldurs- ins, venjulegra bóka og rafbóka. Loks jókst netsala í flokknum önn- ur verslun en þar er ýmis sérvara. Í þennan samanburð vantar hins vegar veltu dagvöruverslana, þar með talið stórmarkaða, en framboð á netsölu í þeim flokki jókst. Netsala í ýmsum flokkum margfaldaðist í apríl og maí  Skýr áhrif samkomubanns  Fulltrúi RSV segir verslun sjaldan hafa verið meiri Netverslun í apríl og maí 2019 og 2020 Öll verslun í apríl og maí 2019 og 2020, m.kr. Apríl Maí 2019 2020 2019 2020 Stórmarkaðir og dagvöruverslanir 14.070 16.599 14.842 17.835 Áfengisverslanir 1.879 2.985 2.128 3.110 Fataverslun 2.068 1.481 2.749 3.278 Byggingavöruverslanir 2.148 2.842 3.208 4.411 Raf- og heimilistækjaverslanir 1.459 2.072 1.758 2.453 Verslanir með heimilisbúnað 1.962 1.890 2.399 2.905 Lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslanir 1.479 1.378 1.579 1.761 Gjafa- og minjagripaverslun 197 218 223 322 Bóka-, blaða- og hljómplötuverslanir 364 331 377 380 Tollfrjáls verslun 717 12 744 21 Önnur verslun 4.854 4.926 5.497 7.087 Verslun samtals 31.197 34.735 35.503 43.561 Þar af netverslun 882 3.174 1.062 2.288 Hlutfall netverslunar í % 2,8% 9,1% 3,0% 5,3% 2019 2020 m.kr. 2019 2020 Apríl 2019 2020 Maí Fataverslun 81 309 97 268 Byggingavöruverslanir 24 112 34 116 Raf- og heimilistækjaverslanir 127 508 163 415 Verslanir með heimilisbúnað 79 694 108 261 Lyfja-, heilsu- og snyrtivöruversl. 13 66 17 49 Gjafa- og minjagripaverslun 19 60 15 52 Bóka-, blaða- og hljómplötuversl. 11 101 87 91 Önnur verslun 403 673 407 552 Heimild: Rannsóknasetur verslunarinnar BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Netverslun tók kipp í apríl og maí en lungann af tímabilinu var samkomu- bann vegna kórónuveirunnar. Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) tekur saman tölfræði um verslun á Íslandi eftir greinum. Greiningin leið- ir í ljós að hlutur netverslunar af allri verslun jókst úr 2,8% í apríl 2019 í 9,1% í apríl 2020. Hlutfall netverslunar í maí þessi ár fór úr 3% í 5,3%. Árni Sverrir Haf- steinsson, fram- kvæmdastjóri RSV, segir þetta benda til að áhrif faraldursins á net- verslun hafi minnkað þegar slakað var á samkomubanninu. Mun hafa varanleg áhrif Hins vegar sé útlit fyrir að farald- urinn muni hafa varanleg áhrif á net- verslun á Íslandi til aukningar. „Fyrir marga verslunarmenn var þetta mjög gott tímabil,“ segir Árni. Heildarverslun hafi aukist milli ára en sala á þjónustu minnkað. „Þetta endurspeglar það aukna neyslusvigrúm sem skapast hér- lendis þegar Íslendingar spara millj- arða í utanlandsferðir,“ segir hann. Þótt hlutfall netverslunar sé á uppleið sé það mun lægra en til dæmis í Svíþjóð. Þar sé það 10-13%. Hér fylgir með graf sem sýnir þró- un í netverslun þessa mánuði árin 2019 og 2020, skv. greiningu RSV. Árni Sverrir Hafsteinsson Eignir íslenskra lífeyrissjóða námu 5.173 milljörðum króna í lok apríl- mánaðar. Hækkuðu þær um 171,4 milljarða króna frá fyrri mánuði og jafngildir það 4,5% aukningu milli mánaða. Eignirnar hafa aldrei verið jafn miklar og raunar aðeins einu sinni áður mælst yfir 5.000 milljarða markinu. Það gerðist í lok janúar síð- astliðins þegar þær skriðu rétt yfir markið. Innlendar eignir sjóðanna jukust raunar aðeins um 1,5% milli mánaða og stóðu þá í 3.516 milljörð- um króna. Erlendar eignir upp um 11,5% Hins vegar jukust erlendar eignir um 11,5% og stóðu í 1.656 milljörðum í lok apríl miðað við 1.485 milljarða í lok marsmánaðar. Hina miklu eigna- aukningu erlendis má að hluta til rekja til þess að krónan veiktist gagnvart helstu gjaldmiðlum í apríl- mánuði. Þannig hækkaði gengisvísi- talan um 2,69% í mánuðinum og doll- arinn styrktist t.d. um 1,95% í mánuðinum. Líkt og fjallað var um í Morgun- blaðinu á þriðjudag dró mjög úr nýj- um sjóðfélagalánum í aprílmánuði. Námu þau aðeins 893 milljónum króna, samanborið við 6,6 milljarða í marsmánuði. Hins vegar námu úti- standandi útlán sjóðanna og eignar- leigusamningar 551,7 milljörðum króna í lok apríl. Hefur sá eigna- flokkur sjóðanna aldrei verið stærri og nam í lok apríl 10,7% af heildar- eignum sjóðanna. Er hlutfallið svip- að og um nýliðin áramót. ses@mbl.is Morgunblaðið/Golli Söfnun Íslenska lífeyrissjóðakerfið hefur aldrei verið meira að vöxtum. Eignir sjóðanna jukust um 4,5%  Erlendar eignir lífeyrissjóðanna uxu mikið í apríl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.