Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Saksóknarar í Svíþjóð greindu frá því í gær að þeir teldu sig hafa komist að því hver myrti Olof Palme, þáverandi forsætisráðherra Sví- þjóðar, en hann var skotinn til bana á Svea- vägen í Stokkhólmi 28. febrúar 1986 þegar hann var á heimleið úr kvikmyndahúsi ásamt Lisbeth eiginkonu sinni. Krister Petersson, yfirsaksóknari í málinu, sagði að banamaður Palmes væri Stig Eng- ström, grafískur hönnuður sem stundum var kallaður „Skandia-maðurinn“ í sænskum fjöl- miðlum, þar sem hann starfaði hjá fjármála- fyrirtækinu þegar morðið var framið. Engström fyrirfór sér árið 2000, og sagðist Petersson því myndu loka málinu án þess að nokkur yrði sóttur til saka. „Hann hegðaði sér á þann hátt sem við teljum að morðinginn hefði hegðað sér,“ sagði Petersson á blaðamanna- fundinum í gær, þar sem hann og Hans Mel- ander, sem stýrði rannsókninni af hálfu lög- reglunnar, kynntu niðurstöður sínar. Petersson vildi þó ekki útiloka þann möguleika að Engström hefði notið aðstoðar við morðið. Mårten, sonur Palmes, sagði við sænska ríkisútvarpið að hann teldi ályktun Peterssons rétta. „Ég held að Engström sé hinn seki. Við núverandi aðstæður tel ég rétt að ljúka rann- sókninni.“ Ýmsar samsæriskenningar rannsakaðar Engström var yfirheyrður á sínum tíma, en hann var einn af þeim sem voru á vettvangi þegar morðið átti sér stað. Var hann um stund meðal þeirra sem grunaðir voru um morðið, en ekki var farið lengra með rannsókn á þætti hans á sínum tíma. Þá taldi lögreglan Eng- ström vera óáreiðanlegt vitni, sem breytti frá- sögn sinni ítrekað, og sem virtist sækjast eftir athygli í fjölmiðlum. Rannsókn sænsku lögreglunnar beindist því fljótlega í aðrar áttir, og hafa ýmsar samsæris- kenningar verið rannsakaðar í tengslum við morðið, svo sem að kúrdísku hryðjuverkasam- tökin PKK eða leyniþjónusta Suður-Afríku hafi verið að verki, en Palme var mjög virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Rithöfundurinn Lars Larsson vakti fyrst máls á því árið 2016 að Engström væri líklegur til þess að hafa myrt Palme, í bók sinni Nation- ens fiende, eða Óvinur ríkisins. Blaðamaðurinn Thomas Pettersson komst að sömu niðurstöðu í bókinni Den osannolika mördaren, eða Hinn ólíklegi morðingi, en þar birti Pettersson nokk- ur sönnunargögn sem ekki höfðu komið fram áður, eins og inn- og útstimplanir Engströms frá Skandia, en þær sýndu að hann hafði greint lögreglunni rangt frá um ferðir sínar fyrir og eftir morðið. Engström var 52 ára gamall þegar morðið var framið, en skrifstofa hans hjá Skandia var mjög nærri morðstaðnum. Vitað er að Engs- tröm var virkur í skotfélagi og að honum var mjög illa við Palme og stjórnmálastefnu hans. Engström er sagður hafa verið alkóhólisti, og vitað er að hann hafði aðgang að skamm- byssum áþekkri þeirri sem talið er að hafi verið notuð við morðið. Morðvopnið sjálft er hins vegar enn ófundið, þrátt fyrir að lögreglan hafi lagt allt í sölurnar til þess að finna það. Sænska lögreglan telur að .357 Magnum-skammbyssu af gerðinni Smith & Wesson hafi verið notuð, og hefur leitin und- anfarin 34 ár því snúist um að finna slíka byssu. Byssukúlurnar sjálfar báru hins vegar lítil ein- kenni, og hefur því reynt erfitt að bera þær saman við þær um það bil 800 skammbyssur sem hafa verið prófaðar. Sár sem vonandi fær nú að gróa Rúmlega 10.000 manns hafa verið yfirheyrð- ir á þeim 34 árum sem rannsóknin stóð yfir, og 134 hafa gengist við morðinu. Meðal þeirra var smáglæpamaðurinn Christer Pettersson, sem upphaflega var sakfelldur fyrir morðið í júlí 1989. Sú sakfelling byggðist hins vegar nær eingöngu á sakbendingu Lisbeth Palme, en mistök við sakbendinguna gerðu það að verk- um að málinu var vísað frá á efra dómsstigi. Pettersson notfærði sér frægðina sem fylgdi málinu óspart allt þar til hann lést árið 2004, meðal annars með því að játa á sig morðið, en játningar hans voru ekki taldar trúverðugar. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði að gærdagurinn hefði verið tilfinninga- ríkur. „Þegar forsætisráðherra þjóðar er myrtur er það reiðarslag fyrir þjóðina. Ég vona að þetta sár geti nú farið að gróa,“ sagði Löfven en vildi annars ekki leggja mat á niður- stöður saksóknaranna. Segja Engström hafa myrt Palme AFP Sveavägen Þessi ljósmynd var tekin 1. mars 1986, degi eftir morðið, en lögreglan girti morð- staðinn ekki almennilega af í byrjun og kann það að hafa spillt mikilvægum sönnunargögnum.  Petersson segir „Skandia-manninn“ vera morðingjann  Engström lést árið 2000 og málið fer því ekki fyrir dómstóla  Umfangsmestu sakamálarannsókn í sögu Svíþjóðar lokið, 34 árum eftir morðið Philonise Floyd, bróðir George Floyd, bar í gær vitni fyrir dóms- málanefnd fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings, en nefndin boðaði til vitnaleiðslnanna til þess að ræða fyrirhugað frumvarp demókrata um umbætur á lögreglustörfum í Bandaríkjunum. Philonise hvatti nefndina og þingheim allan til þess að „stöðva sársaukann“ með því að reyna að draga úr lögregluofbeldi. Lýsti hann tilfinningum sínum er hann horfði á upptökuna af því þegar bróðir hans var myrtur af lögreglu- manni í Minneapolis, og sagði að löggjafinn yrði að taka á þeim kerfisbundna vanda sem væri í lög- gæslumálum í Bandaríkjunum. „Hann átti ekki skilið að deyja vegna 20 Bandaríkjadala,“ sagði Philonise, en George var sakaður um að hafa borgað fyrir vörur með fölsuðum tuttugu dollara peninga- seðli. „Ég spyr ykkur: Er það virðið sem líf blökkumanns er metið á, tuttugu dalir?“ sagði Philonise. Frumvarpið miðar að því m.a. að gera það auðveldara að lögsækja lögregluþjóna sem gerast brotlegir í starfi og að lögreglumenn verði þjálfaðir gegn kynþáttahyggju. AFP Vitnisburður Philonise Floyd, bróðir George Floyd, var á meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hvetur þingið til að stöðva sársaukann Olof Palme fæddist 30. janúar 1927. Fjölskylda hans tilheyrði efri stéttum Svíþjóðar, en hann gekk í sænska Jafnaðarmannaflokk- inn 1949 og komst fljótt í forystusveit hans. Palme tók við for- sætisráðuneytinu af Tage Erlander árið 1969 og sat þar til 1976 er hann var felldur í kosningum. Palme sneri svo aftur í embætti forsætis- ráðherra 1982 og sat þar til dauðadags. Í leiðara Morgunblaðsins 2. janúar 1986 var Palme lýst sem heimskunnum stjórnmálamanni sem væri í senn „hug- sjónamaður og harðskeyttur pólitíkus, sem lét að sér kveða hvar sem hann kom, hvort heldur í Svíþjóð eða utan“. OLOF PALME Olof Palme Harðskeyttur hugsjónamaður Skandia-maðurinn Stig Engström sýnir ljós- myndara aðstæður við Sveavägen árið 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.