Morgunblaðið - 11.06.2020, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Enn eruþeirstjórn-
málamenn til í
Bretlandi sem
uppfullir af
minnimáttar-
kennd hafa sann-
fært sjálfa sig
um að ríkið hafi ekki burði
til að fara með fullveldis-
hlutverk sitt. Og ennfremur
um að engu skipti að erlend-
ir búrókratar eigi lokaorðið
um allt sem skiptir máli, en
ekki innlendir menn með
lýðræðislegt umboð.
Bresku þjóðinni var feng-
ið það verkefni að útkljá
áratuga langa deilu um veru
Breta í ESB. Niðurstaðan
varð afgerandi og þvert á
það sem kannanir bentu til.
Og það varð eftir að þáver-
andi forsætisráðherra þótt-
ist hafa staðið í raunveru-
legum samningaviðræðum
og komið heim með samning
sem breytti stöðu Breta í
ESB til hins betra. Hann
hefur síðar viðurkennt að
hafa í raun fengið lítið út úr
sínu krafsi. Minna en ekkert
hafði Boris sagt réttilega.
En þjóðin hafði ekki fyrr
tekið sína ákvörðun en
nefndur hópur gerði allt
sem hugsanlegt var, og
margt annað að auki sem
átti að vera óhugsanlegt, til
að eyðileggja hana. Og þótt
hvert skrefið af öðru hafi
verið tekið í rétta átt láta
þeir sig ekki. Hvað sem
kemur upp er enn notað
sem átylla fyrir kröfu um að
nú verði að fresta útgöngu
um þetta eða þetta mörg
misseri eða ár. Það síðasta
var sjálf kórónuveiran sem
þótti ákjósanlegur banda-
maður fyrir ESB-sinna.
Boris Johnson vann stór-
sigur í þingkosningum í des-
ember þótt andstæðingar
hans, einnig í hans eigin
flokki, reyndu að hóta fólki
með því að Johnson væri
líklegur til að hlaupa úr
ESB, jafnvel þótt enginn
„útgöngusamningur“ feng-
ist. En það, sögðu þessir,
væri ígildi þess að Boris
vildi að keyra þjóðina í
bremsulausum bíl fram af
hæstu klettum og út í enda-
laust ólgandi haf.
En jafnvel slíkt tal hafði
ekki áhrif og flokkur for-
sætisráðherrans fékk fylgi
sem hvorki hann né aðrir
forystumenn flokksins höfðu
látið sig dreyma
um.
Þeir sem fylgj-
ast með umræð-
um á meginland-
inu um þróun eða
þróunarleysi
samningavið-
ræðna verða nú
margs vísari. Það á ekki síst
við Íslendinga sem það
gera. Því það vekur furðu
hversu fiskveiðimál eru of-
arlega á blaði í þreifing-
unum. Heath sem var for-
sætisráðherrann sem sveik
Breta inn í ESB var mikill
ákafamaður um þá inn-
göngu. Og því sást hann
ekki fyrir. Hann var tilbú-
inn til að borga með inn-
göngunni og það með hags-
munum sem hann hafði
lofað að bera aldrei fyrir
borð. En það gerði hann svo
sannarlega varðandi forræði
Breta í sjávarútvegsmálum.
Sú gjörð hans þoldi þó ekki
dagsins ljós. Það var honum
sjálfum best ljóst og því
beitti þáverandi forsætis-
ráðherra aðstöðu sinni til að
bregða hulu ríkisleyndar-
máls yfir sína gjörð og rík-
isstjórnar sinnar. Það þýddi
að enginn mátti kynna sér
hvernig staðið hafði verið að
því verki fyrr en 30 árum
síðar. Þá voru hagsmunir
fyrrverandi sjávarútvegs-
byggða að engu orðnir,
þvert á gefin loforð. Og
Heath fyrir löngu orðinn
aukanúmer í breskum
stjórnmálum.
Nú vekur hins vegar
mikla athygli hve tauga-
veiklun er áberandi á
meginlandinu vegna þess að
þar óttast menn að Bretar
ætli nú að heimta sín glöt-
uðu réttindi á nýjan leik.
Leiðtogar allmargra ríkja
ESB hafa hitann í haldinu
og fara flóttalega með stöðu
málsins.
Þegar misheppnaðasta
ríkisstjórn í sögu landsins,
Jóhönnustjórnin, var að
reyna að misnota banka-
áfallið til að koma þjóðinni
inn í ESB á móti vilja sín-
um, talaði hún algjörlega í
hinum gamalkunna anda
Edwards Heaths. Stefnan
var í öllum efnum tekin í
stórum sveig framhjá sann-
leika og staðreyndum. Það
rifjast upp á hverjum degi
um þessar mundir og ættu
þeir sem vilja málinu vel að
fylgjast af athygli með.
Staðan í útgöngu-
viðræðum sem
snertir fiskveiðirétt-
indi dregur gamla
svikahrappa fram í
dagsljósið}
Fiskveiðiréttindi,
taka tvö
Á
Alþingi er allt vitlaust, á fleiri vegu
en einn, og Ísland er verra vegna
þess. Nóg hefur samt verið talað
um vitleysuna sem fólk lætur út
úr sér þar og minna er talað um
hversu vitlaus þingstörfin eru. Þar á ég ekki við
hversu vitlaus dagskráin er. Ég er að tala um
hlutverk þingsins og hversu vitlaust er farið
með það.
Hlutverk þingsins er þrískipt. Þingið setur
lög, ákveður fjárveitingar og hefur eftirlit með
framkvæmdavaldinu. Það sem þingið gerir að-
allega er að setja lög, og gerir það illa. Það er
ekki hægt að segja að þingið sé skilvirkt vegna
þess að sömu málin eru óafgreidd þing eftir
þing. Það er ekki hægt að segja að þingið sé
vandvirkt af því að reglulega er málum troðið í
gegn með tilheyrandi fjárhagslegum og rétt-
indalegum skaða. Það er ekki hægt að segja að þingið sýni
festu því í fyrradag afgreiddum við enn ein lögin um ein-
hvern sjóð þar sem breytingatillögu um fagráð, eins og var
gert í öðrum sjóði fyrir stuttu, var hafnað. Tveir sjóðir,
mismunandi fyrirkomulag.
Það má auðveldlega rökstyðja að lagasetningar-
hlutverkið ætti í raun að vera veigaminnsta hlutverk
þingsins. Að minnsta kosti það hlutverk sem minnstur
tími ætti að fara í. Það væri tiltölulega auðvelt að ná því ef
þingið væri skilvirkara í afgreiðslu þingmála. Þannig væri
hægt að vera með vel uppfært lagasafn sem væri aðgengi-
legra og skiljanlegra. Kerfið er hins vegar allt of svifaseint
og þegar þingið tekur við nýjum áskorunum
eru þær jafnvel orðnar úreltar þegar þingið
klárar loksins eitthvað.
Mestur tími þingsins ætti að fara í eftirlit
með framkvæmdavaldinu. Þegar maður áttar
sig á því skilur maður líka af hverju þingið er
fast í óskilvirkum lagasetningargír. Því að á
meðan þingið er fast í því fari eru ráðherrar
með „losnar frítt úr fangelsi“-spil á hendi. Ef
svo ólíklega vill til að eitthvað óhreint komi
upp úr pokanum, kannski út af þrotlausri
vinnu rannsóknarblaðamanna eða vegna þess
að fólk leitar réttar síns fyrir mannréttinda-
dómstól, er ráðherrann alltaf á bak við afsök-
unarskjaldborg þingflokka í meirihlutastjórn
sem er límd saman með samtryggingunni.
Þetta er alvarlegt mál því þegar ráðherra
hlutast til um skipun dómara, ráðningu í
fræðasamfélaginu eða skipar flokksgæðing umfram hæfn-
ismat þá verður Ísland verra en það gæti verið. Þetta þýð-
ir verri niðurstöður þegar borgarar leita réttar síns, lé-
legri vísindi og hlutdræga stjórnsýslu þar sem málefnaleg
rök skipta ekki máli heldur hvaða flokksskírteini fólk ber.
Afleiðingin af því eru glötuð tækifæri, ranglæti, leynd-
arhyggja til þess að fela ófaglegheitin og verra Ísland. Það
sem við þurfum er minnihlutastjórn svo framkvæmda-
valdið ráði ekki öllu og ný og betri stjórnarskrá með frum-
kvæðisrétti og málskotsrétti. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Vitlaust Alþingi
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Þótt ríkisstjórnin virðist ætlasér að fjárfesta í menntunmeð Menntasjóði náms-manna (MSN), sem sam-
þykktur var á Alþingi í gær, efast
stúdentar um að sú sé raunin vegna
þess að vextir í hinum nýja sjóði eru
breytilegir og eins háir og raun ber
vitni, að sögn Jóhönnu Ásgeirs-
dóttur, forseta Landssamtaka ís-
lenskra stúdenta. Vextirnir verða
aldrei hærri en 4% á verðtryggðum
lánum og 9% á óverðtryggðum,
samkvæmt frumvarpinu.
Stúdentaráð Háskóla Íslands
(SHÍ) hefur einnig tjáð sig um mál-
ið, en ráðið telur að stjórnvöld hafi
með sjóðnum glatað tækifæri til að
fjárfesta í menntun.
Isabel Alejandra Díaz, forseti
SHÍ, segir að grunnhugsunin á bak
við MSN sé að sjóðurinn standi und-
ir sér. „Við höfum ítrekað bent á
það að sú hugsun er ekki réttmæt
heldur ættu stjórnvöld frekar að
fjárfesta í menntun með því að fjár-
festa í kerfinu,“ segir Isabel.
Samkvæmt útreikningum sem
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið lét gera vegna sjóðsins er
þjóðhagslegur ávinningur MSN 1-3
milljarðar árlega.
Enn hægt að bregðast við
Bæði SHÍ og LÍS fagna því að
MSN boði 30% niðurfellingu á
höfuðstól námslána að ákveðnum
skilyrðum uppfylltum, sem og því að
foreldrar fái styrk vegna fram-
færslu barna taki þeir námslán.
Í nýjum lánasjóði hafa náms-
menn sömuleiðis meira val en áður,
en þeir geta valið hvort þeir taka lán
á óverðtryggðum eða verðtryggðum
vöxtum, hvort afborganir þeirra eru
tekjutengdar og hvort þeir fá
greiðslur frá MSN mánaðarlega eða
í lok hverrar annar.
Þrátt fyrir að ýmsum kröfum
stúdenta hafi ekki verið mætt með
sjóðnum er enn hægt að bregðast
við þeim, að sögn Jóhönnu.
„Það eru enn tækifæri til þess
að taka mið af sjónarmiði stúdenta
með því að vanda til verks við það
að koma sjóðnum af stað.“
Spurð hvort fyrri lánasjóður,
LÍN, hafi verið hagstæðari stúd-
entum segir Jóhanna að MSN hafi
möguleika á að verða hagstæðari.
„En það er ekki öruggt vegna
þess að það var ekki tryggt nægi-
lega vel í lögum hver framfærslan
er, sveigjanleiki í námstíma og
námsframvindu er ekki nægur og
það er ekki tryggt í lögum að vext-
irnir éti ekki upp þann ávinning sem
hlýst af því að fá niðurfellingu á höf-
uðstól.“
Isabel telur að MSN sé ekki
hagstæður stúdentum á meðan
grunnframfærsla sem nægir stúd-
entum sé ekki tryggð.
Fyrsti og annar minnihluti alls-
herjar- og menntamálanefndar Al-
þingis lagði til að framfærsla stúd-
enta yrði tryggð með því að sett
væri í lög að námslán þyrftu að fela
í sér að lágmarki dæmigerð neyslu-
viðmið. Sú tillaga var felld.
„Við hefðum gjarnan viljað sjá
slíkt og þarna glataðist það tæki-
færi. Það þarf að tryggja stúdentum
nægilega framfærslu svo þeir lendi
ekki í vítahring fjárhagserfiðleika
sem skapast vegna þess að stúd-
entar vinna samhliða námi vegna of
lágrar grunnframfærslu en síðan
fara tekjur þeirra umfram frí-
tekjumark, sem leiðir til þess að
námslánin skerðast,“ segir Jóhanna.
„Þetta er heildarendurskoðun
og forsenda þess að farið sé í breyt-
ingar er að betrumbæta eitthvað.
Við spyrjum okkur því hvers vegna
tilhögun framfærslulánsins er ekki
betrumbætt, þar sem hún hefur
bersýnilega ekki virkað síðustu
ár,“ segir Isabel.
Efast um fjárfest-
ingu stjórnvalda
Námsmenn sem eru í verk-
námi á framhaldsskólastigi
geta tekið námslán hjá MSN,
rétt eins og hjá LÍN, en ekki
þeir sem stunda bóknám til
stúdentsprófs.
Þetta gagnrýnir Samband
íslenskra framhaldsskólanema
(SÍF) í tilkynningu en þar kem-
ur fram að SÍF hafi ítrekað
kallað eftir breytingu á þessu
í nýju frumvarpi.
Hildur Björgvinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri SÍF, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að með
þessu sé nemendum mis-
munað á grundvelli námsvals
og það séu vonbrigði. SÍF mun
halda áfram að kalla eftir
stuðningi við
nemendur
sem stunda
bóknám til
stúdents-
prófs, sér-
staklega við
endurskoðun
sjóðsins.
Engin lán
fyrir bóknema
FRAMHALDSSKÓLANEMAR
Hildur Björgvinsdóttir
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Lán 30% niðurfelling er í boði fyrir þá sem klára nám á tilsettum tíma en
eitt ár er gefið í svigrúm. Er þessi niðurfelling að norrænni fyrirmynd.