Morgunblaðið - 11.06.2020, Side 39

Morgunblaðið - 11.06.2020, Side 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 Á sundi Elliðavatn var spegilslétt og fagurt eitt síðdegið í vikunni. Rónni var stuttlega raskað þegar álftin lenti á vatninu en hún var fljót að koma sér í ró og njóta kyrrðarinnar. Eggert Eitt helsta pólitíska markmið borgarstjór- ans er að koma Reykjavíkurflugvelli úr Vatnsmýrinni. En hvernig ber hann sig að? Hann vill ekki að borgarbúar fái að kjósa um þetta álitamál því fjöldi skoðanakannana og 70 þúsund undir- skriftir frá borg- arbúum og landsmönnum gefa ótví- rætt til kynna að þeir vilji hafa flugvöllum áfram í Vatnsmýrinni. Hann vill heldur ekki færa rök fyrir þessu markmiði sínu. Of marg- ir sérfræðingar í flugmálum og á sviði almennra samgangna hafa fært of veigamikil og sannfærandi rök gegn áformum hans. Hann er löngu kominn í rökþrot og forðast því alla opinbera umræðu um málið. Hann vill ekki þurfa að svara fréttamönn- um um flugvöllinn, skiptast á skoð- unum um hann í fjölmiðlum né ræða málið við borgarbúa. En hann beitir annarri aðferð. Hann hefur staðið fyrir linnulausum árásum á starfsemi Reykjavíkur- flugvallar um árabil og reynt að þrengja að vellinum og draga úr flug- og rekstraröryggi hans. Markmiðið er að gera flugvöllinn ónot- hæfan allri flugvall- arstarfsemi svo þar verði sjálfhætt. Jafnvel þótt engin staðsetning um nýjan flugvöll sé í augsýn. Tökum þrjú dæmi. Ríkisstjórnin fjárkúguð Íslendingar hafa sinnt flugumsjón yfir Norður-Atlantshafi frá 1946. Flug- stjórnarsvæðið er eitt það stærsta í heimi. Á annað hundrað Íslendingar hafa vel launuð störf af þessari þjón- ustu sem fram fer við Reykjavík- urflugvöll á vegum ISAVIA, en gjaldeyristekur af henni nema um sjö milljörðum króna á ári. Árið 2013 munaði hársbreidd að Alþjóðaflug- málastofnunin flytti þessa þjónustu til Skotlands. Ástæðan var sú að borgaryfirvöld drógu það úr hömlu, af ásettu ráði, að samþykkja bygg- ingarleyfi fyrir bráðnauðsynlega stækkun á húsnæði ISAVIA. Þegar þau samþykktu loks að afgreiða mál- ið var sú afgreiðsla háð því skilyrði, að ríki og flugmálayfirvöld staðfestu að NA-SV-braut Reykjavík- urflugvallar yrði lögð af innan þriggja ára. Þannig tókst borg- arstjóra að loka neyðarbrautinni með hótunum. Ef erlend yfirvöld hefðu beitt íslensk yfirvöld slíkum hótunum hefði það orðið að alvar- legu milliríkjamáli. Aðför að Fluggörðunum Sumarið 2014 samþykktu borgar- yfirvöld nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll sem gerði ráð fyrir að Fluggarðarnir við Njarðar- götu yrðu að víkja innan tveggja ára, sem og öll starfsemi kennslu- og einkaflugs sem þar hefur aðstöðu. Um er að ræða 8.000 fermetra af flugskýlum og öðrum byggingum en þar eru geymdar um 80 flugvélar. Þessi breyting á deiliskipulagi kom eins og þruma úr heiðskíru lofti gagnvart u.þ.b. 500 hagsmuna- aðilum. Ekkert samráð hafði verið haft við þá við skipulagsgerðina og engin önnur aðstaða var fyrir hendi fyrir þessa starfsemi. Þessi forkast- anlegu vinnubrögð voru kærð til úr- skurðarnefndar umhverfis- og auð- lindamála sem gerði borgaryfirvöld afturreka með þessa fólskulegu að- för. Mjög þétt byggð á Hlíðarenda- svæðinu var önnur aðför að flugvell- inum sem gerði endanlega út um neyðarbrautina. Og nú er komið að enn einni aðförinni; fyrirhugaðri mjög þéttri byggð austur af Stóra- Skerjafirði og auðvitað án nokkurs samráðs við íbúana þar. Samningsbrot Í nóvember sl. gerðu ríki og Reykjavíkurborg með sér sérstakan samning sem kveður m.a. á um að rekstraröryggi Reykjavíkur- flugvallar verði tryggt, m.a. með eðlilegu viðhaldi og endurnýjun mannvirkja, svo að völlurinn geti þjónað innanlandsflugi á fullnægj- andi hátt á meðan rannsóknir á möguleikum á nýjum flugvelli fari fram. Borgarstjóri stóð ekki lengi við þennan samning. Hinn 30. apríl sl. var Herði Guðmundssyni, for- stjóra flugfélagsins Ernis, tilkynnt á fundi með borgaryfirvöldum að við- haldsstöð félagsins á Reykjavíkur- flugvelli yrði rifin á næstunni, bóta- laust! Þar ætti að leggja veg vegna framkvæmda við nýja 5.000 manna íbúðabyggð austan Skerjafjarðar. Hér átti að fara fram eignaupptaka sem stenst ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Ósannindi borgarstjóra Þegar borgarstjóri var gagn- rýndur af fréttastofum, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, Eyþóri Arnalds, og samgöngu- ráðherra bætti hann gráu ofan á svart með vísvitandi ósannindum: Hann sagði þetta allt „óþarfa upp- hlaup og að þetta væri allt á mis- skilningi byggt“ – það hefði aldrei verið ætlunin að rífa skýlið. En fund- argerðin frá 30. apríl segir annað. Þar segir orðrétt: „Fyrir liggur að rífa þarf flugvélaverkstæði Ernis að óbreyttu, þ.e. flugskýli #6 vegna fyrirhugaðrar veglagningar í gegn- um flugskýlið.“ Það þarf ótrúlegan hroka og óheil- indi til að beita fyrir sig pukri, furðu- legum afbrigðum stjórnsýslu, hót- unum, samningsbrotum og ósann- indum til að koma fram ætlunar- verki sínu. Ekki síst ef maður veit mætavel að það er gert í andstöðu við hagsmuni, vilja og röksemdir mikils meirihluta samfélagsins. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur »Markmiðið er að gera flugvöllinn ónothæfan svo þar verði sjálfhætt. Jafnvel þótt engin staðsetning um nýjan flugvöll sé augsýn. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Árásir borgarstjóra á Reykjavíkurflugvöll Í Morgunblaðinu í gær fer Ingimar Jóns- son, forstjóri Pennans, vísvitandi með rang- færslur varðandi fram- ferði Pennans við Uglu útgáfu. Hann gerir sér mat úr villandi fyrirsögn á frétt Morgunblaðsins þar sem sagði að „all- ar“ bækur Uglu hefðu verið teknar úr sölu. Ég hef aldrei haldið því fram að allar bækur Uglu hefðu verið teknar úr sölu heldur aðeins „nýjar og nýlegar bækur“ sem voru komnar í streymi hjá Storytel. Um það snýst málið sem Samkeppniseftirlitið ætlar að taka til athugunar. Endursendingar Pennans á splunkunýjum útgáfubókum Uglu eru ekki hluti af eðlilegum endur- sendingum á bókum sem eru hættar að seljast. Nýjar bækur hafa hingað til fengið að vera á búðarborðunum í a.m.k. 3-6 mánuði og lengur ef þær seljast vel. Þrátt fyrir að nýjustu bækur Uglu hefðu raðað sér á met- sölulista Eymundsson undanfarna mánuði voru þær teknar fyrirvara- laust úr sölu og öllum ummerkjum um þær eytt í vefversl- un Pennans. Þetta eru alveg nýir við- skiptahættir. Meðal bókanna sem voru endursendar í byrjun maí eru eft- irfarandi titlar sem gefnir voru út á tíma- bilinu febrúar til apríl á þessu ári: Mons Kallentoft: Brennuvargar Heine Bakkeid: Ég mun sakna þín á morgun Kjersti Sandvik: Undir yfirborðinu Ann Cleeves: Bláleiftur Ninni Schulman: Bara þú Barbara Pym: Gæðakonur Shaun Bythell: Dagbók bóksala Marilynne Robinson: Lila Múmínsnáðinn og vorundrið Þá voru eftirfarandi titlar sem komu út í maímánuði ekki teknir í sölu: Mary Higgins Clark: Það er fylgst með þér – kilja Ann Cleeves: Hafnargata Alls eru þetta því ellefu splunku- nýir bókartitlar sem undir eðlilegum kringumstæðum hefðu fengið að vera á borðum Eymundsson- búðanna meðan á kiljuvertíðinni stendur eða fram á haust. Til við- bótar voru bækur útgefnar fyrir síð- ustu jól teknar úr sölu og fjarlægðar úr vefverslun Pennans. Meðal þeirra eru: Liza Marklund: Svört perla Jill Mansell: Þú og ég, alltaf Paul McCartney: Hæ, afi gæi Steve Sem-Sandberg: Óveðrið Caroline Kepnes: Þú Camilla & Viveca Sten: Endurfundirnir Evelyn Waugh: Endurfundir á Brideshead Camilla & Viveca Sten: Sæþokan Julian Clary: Bold- fjölskyldan kemur til hjálpar Mary Higgins Clark: Það er fylgst með þér – innbundin Erla Dóris Halldórsdóttir: Þeir vöktu yfir ljósinu Með öðrum orðum: rúmlega 20 „nýjar og nýlegar“ bækur voru end- ursendar fyrirvaralaust. Skýringin sem var gefin var að nýjar bækur sem væru komnar í streymi hjá Storytel yrðu ekki til sölu í Ey- mundsson-búðunum. Um þetta snýst ámælisverð háttsemi Pennans gagnvart Uglu. Ósannindi Ingimar Jónsson staðhæfir að samskipti mín við starfsfólk Penn- ans hafi ekki verið „til fyrirmyndar á undanförum árum“. Þetta er alger fjarstæða. Ég hef átt mjög góð sam- skipti við starfsfólk Pennans allt frá árinu 2004 þegar Ugla hóf starf- semi. Raunar hef ég átt meiri sam- skipti við starfsfólk Pennans en flestir útgefendur þar sem ég hef dreift bókum mínum sjálfur í 15 ár. Aðeins einu sinni hefur kastast í kekki svo mig reki minni til. Það var fyrir þremur árum, árið 2017. Þá barst ekki greiðsla frá Pennanum á réttum tíma. Það var mér að kenna þar sem ég hafði gleymt að senda reikning tímanlega, en svo dróst greiðslan í fimm daga eftir að reikn- ingur barst sem mér mislíkaði því að ég þurfti á peningunum að halda til að standa í skilum við lánardrottna mína. Þegar greiðslan dróst á lang- inn hreytti ég úr mér skætingi í tölvupósti, en þau samskipti enduðu þó vel, samanber þessi lokaorð Borgars Jónsteinssonar, rekstrar- stjóra verslunarsviðs Pennans, til mín: „Hef alveg skilning á því að mönnum geti hitnað í hamsi og veit svo vel að það skiptir miklu máli að fá greiðslur á þeim dögum sem menn gera ráð fyrir. Ég er ánægður með að þú átt góða samvinnu við starfsfólkið hér og því best að setjast niður ef hnökrar verða á frekar en að skjóta á samstarfsaðiljann þótt eitthvað komi upp á. Við erfum þetta að sjálfsögðu ekki við þig enda ert þú einn af þeim góðu birgjum sem færa okkur þær vörur sem við þurfum á að halda.“ Síðan (og alla tíð áður) hefur eng- an skugga borið á samskipti mín við starfsfólk Pennans. Fullyrðingar Ingimars Jónssonar um annað eru því tilhæfulausar, rétt eins og sú makalausa staðhæfing hans að nýj- ustu bækur Uglu hafi alls ekki verið teknar úr sölu! Vonandi leiðir yfirvofandi athug- un Samkeppniseftirlitsins til þess að nýjar útgáfubækur Uglu verði til sölu hjá hinu góða starfsfólki Ey- mundsson-búðanna og að neytendur eigi þess kost að njóta nýútkominna bóka jafnt á prenti sem í vönduðum upplestri í hljóðbókastreymi. Eftir Jakob F. Ásgeirsson »Ég hef átt mjög góð samskipti við starfsfólk Pennans allt frá árinu 2004 þegar Ugla hóf starfsemi. Jakob F. Ásgeirsson Höfundur er útgefandi og rithöfundur. Rangfærslur Ingimars Jónssonar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.