Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
Hraðfrystihús Hellissands
– stoltur þátttakandi í atvinnulífi Snæfellsbæjar
Þegar Lilja Hrund Jóhannsdóttir út-
skrifaðist sem matreiðslumeistari
árið 2017 hefði hún hæglega getað
fundið sér gott og vel launað starf í
Reykjavík enda var þá mikill upp-
gangur í veitingastaðasenu höfuð-
borgarsvæðisins, m.a. vegna fjölg-
unar erlendra ferðamanna. Hún
vildi samt miklu frekar snúa aftur
heim á Snæfellsnesið. „Ég er bara
þannig að mér finnst best að vera á
skrilljón og hafa brjálað að gera. Að
reka veitingastað í Ólafsvík hefur
verið heilmikið ævintýri og mikil
vinna en það hefur líka verið gef-
andi að byggja upp eigin rekstur og
gott að búa á þessu svæði,“ segir
Lilja en hún á og rekur í dag veit-
ingastaðinn Sker við Ólafsvíkur-
höfn í húsi þar sem Sparisjóður
Ólafsvíkur var áður til húsa.
Foreldrar og bróðir Lilju hjálp-
uðu henni að gera drauminn að
veruleika. Þau keyptu húsið haustið
2017 og tók þá við langt og strembið
framkvæmdatímabil þar sem
sparisjóðsútibúið umbreyttist í
huggulegan og rúmgóðan veitinga-
stað. „Við þurftum til dæmis að
koma bankahvelfingunni út úr hús-
inu og tók tvær vikur að brjóta
henni leið. Einnig gerðum við gat á
bakhlið hússins, sem snýr að höfn-
inni, og komum þar fyrir stórum
glugga svo gestir geti notið út-
sýnisins.“
Metnaður í matseldinni
Gaman er að upplýsa að heima-
menn eru mjög duglegir að sækja
veitingastaðinn. „Á sumrin er rekst-
urinn einkum borinn uppi af er-
lendum og innlendum ferðamönn-
um en á veturna eru íbúar
Ólafsvíkur og nærsveita bestu
viðskiptavinir okkar og leggjum við
okkur fram við að koma til móts við
þau með góðum tilboðum og mat-
seðli sem endurspeglar óskir heima-
manna.“
Þannig ákvað Lilja, að áeggjan
bróður síns, að bjóða upp á pítsur og
hamborgara í bland við sjávarrétti
sem jafnast á við það fínasta sem
finna má á veitingastöðum í Reykja-
vík. „Í fyrstu þótti mér það af og frá
að baka pítsur, verandi nýkomin úr
matreiðslunámi, en fyrst vöntun var
á góðum pítsum á svæðinu ákvað ég
að við skyldum þá bjóða upp á allra
bestu pítsur sem völ væri á,“ segir
Lilja sem greip m.a. til þess ráðs í
kórónuveirufaraldrinum að bregða
á leik með hamborgaramatseðilinn.
„Við útbjuggum sérstakan matseðil
og buðum upp á ólíka borgara sem
nefndir eru eftir bátunum hér í
höfninni. Svo fylgdumst við vel með
hver yrði „aflahæstur“ og fór fram
óformleg keppni um hvaða borg-
arar seldust best. Vinsælustu borg-
ararnir hafa núna fengið sitt pláss á
matseðlinum til frambúðar og munu
áfram bera nöfn báta sem má sjá út
um glugga veitingastaðarins.“
Pítsurnar og hamborgararnir á
Skeri eru herramannsmatur en
Lilja leggur alveg sérstakan metnað
í fiskréttina. Gott sjávarfang er
henni mikið hjartans mál enda kom-
in af sjómönnum og gerir fjöl-
skyldan út lítinn línubát. „Ég rak
mig á það að þrátt fyrir blómlega
útgerð á svæðinu var lítið annað í
boði en frosinn fiskur og þurfti að
gera sérstakar ráðstafanir svo að
bjóða mætti matargestum okkar
upp á fiskrétti úr fersku hráefni ár-
ið um kring.“ ai@mbl.is
Gerir sælkerarétti í sparisjóðshúsinu
Á veitingastaðnum Skeri í Ólafsvík er hlustað á óskir heimamanna
Nöfnin á hamborgurunum voru fengin að láni frá bátunum í höfninni
Vandað Lilja þykir sýna mjög
mikinn metnað í eldhúsinu.
Þægindi Sker rúmar fjölda gesta.
Framboð Lilja þurfti að gera sérstakar ráðstafanir svo að bjóða mætti
matargestum upp á fiskrétti úr fersku hráefni árið um kring.
MVið elskum Ísland »47
Menn og tröll
Þeir sem heimsækja þjóðgarðinn
ættu endilega að lesa sér til um nátt-
úruna sem þar er að finna, og heim-
sækja gestastofuna á Malarrifi. Sak-
ar heldur ekki að þekkja sögu
byggðarinnar á svæðinu og stendur
þar upp úr Bárðar saga Snæfellsáss.
Bárður átti mennska móður en hálf-
tröll fyrir föður og segir sagan að
hann hafi numið land í Djúpalóni og
hafa ótal sögur spunnist um Bárð og
hans ætt. „Ein sagan segir að nafn
Dritvíkur komi til af því að þegar
Bárður og félagar lögðu skipum sín-
um utan við Snæfellsnes gengu þeir
örna sinna út fyrir borðstokkinn.
Næsta dag ganga þeir á land í vík-
inni og þurfa þá að vaða í gegnum
það sem þeir skiluðu í hafið daginn
áður, og kölluðu svæðið því Dritvík
en sú vík átti síðar eftir að skipa
stóran sess í útróðrarsögu þjóð-
arinnar,“ segir Jón. „Það er líka ein
sérstaða Bárðar sögu að hún hefur
haldist lifandi allt fram til okkar
daga og eru nýjar sögur enn að
verða til, enda Bárður n.k. heitguð
heimamanna.“
Ljósmynd / Snæfellsbær
Útsýni Aðeins
ætti að ganga
á jökulinn með
vönu fólki.