Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 ✝ Gísli Vigfússonfæddist á Húsavík 3. nóv- ember 1931. Hann lést 16. maí 2020. Foreldrar Gísla voru Vigfús Hjálm- arsson, f. 12. apríl 1908 á Húsavík, d. 15. ágúst 1982, bif- vélavirki, bílstjóri og slökkviliðsstjóri á Húsavík, og Freyja Kristjánsdóttir hús- freyja, f. 29. okt. 1910 á Húsa- vík, d. 26. okt. 1997. Systkini Gísla voru Björn Páll, f. 3. okt. 1930, d. 29. júlí 2006, Helgi Kristján, f. 9. okt. 1932, d. 12. des. 1997, Elísabet Guðlaug, f. 13. nóv. 1934, d. 6. des. 2016, Hjálmar, f. 1. júní 1944, Sigurður Jakob, f. 8. des. 1952, og samfeðra Ólafía Katrín Guðmundsdóttir, f. 17. okt. 1951. Gísli kvæntist 30.12. 1967 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Hrafn- hildi Ragnarsdóttur talsíma- verði, f. 12. mars 1936. Barn Gísla og Hrafnhildar er Ragnheiður, f. 12. júní 1956, m. Björn Matthíasson, f. 9. sept. 1953, d. 11. maí 1994. Börn þeirra eru Hrafn- hildur, Gísli Björn og Matthías. Barnabörn Ragn- heiðar og Björns eru sjö. Barnsmóðir Gísla er Hafdís Melstað Jóhannsdóttir, f. 12. maí 1934. Barn þeirra er Jó- hann, f. 18. júní 1952, m. Linda Einarsdóttir. Börn þeirra eru: Hafdís Magnea og Jóhanna Mjöll. Sonur Jóhanns og Stein- unnar Torfadóttur er Torfi Birkir. Sonur Lindu og stjúp- sonur Jóhanns er Einar Már Björgvinsson. Barnabörn Jó- hanns og Lindu eru þrjú. Gísli starfaði sem verkamað- ur á yngri árum, en vann lengst af sem bílstjóri og við smíðar hjá trésmiðjunni Fjalari síðustu ár starfsævi sinnar. Útförin fór fram frá Húsavík- urkirkju 30. maí 2020. Gamall kunningi og vinur, Gísli Vigfússon, oftast kenndur við Ásgarð á Húsavík, er látinn. Kynni okkar hófust við skíðaiðk- un í Húsavíkurfjalli en Gísli var mikill áhugamaður um skíða- íþróttina og góður skíðamaður. Á árunum upp úr 1960 komu snjó- þungir vetur sem glöddu unga og aldna skíðaáhugamenn á Húsa- vík, sem flykktust í brekkurnar og nutu skíðaiðkunar ríkulega við öll tækifæri. Gísli í Ásgarði hafði áhuga og góða tæknilega þekkingu á skíða- íþróttinni. Ábendingar hans og leiðsögn komu okkur strákunum vel við að ná tökum á íþróttinni. Þá var hann okkur iðulega hjálp- legur við skíðaþjálfun og fram- kvæmd skíðamóta, lagði brautir við æfingar og keppni og á skíða- mótum hvatti hann okkur til dáða. Á þessum árum áttum við strákarnir okkur uppáhalds er- lenda skíðakappa. Þá eins og oft síðan voru það annars vegar skíðamenn frá Frakklandi og hins vegar Austurríkismenn sem báru höfuð og herðar yfir aðrar skíðaþjóðir. Frá Austurríki var Karl Schranz fremstur meðal jafningja en hjá Frökkunum Jean Claude Killy. Við strákarnir skiptumst í tvo hópa í aðdáun á þessum goðum. Gísli var ekki mikill aðdáandi Killys en þeim mun eindregnari stuðningsmað- ur Karls Schranz. Á skíðaæfing- um fengum við títt útlistanir frá Gísla á stílnum hjá Schranz, bæði í hópum og einstaklingstilsögn, hvernig við áttum að bera okkur til á skíðunum til að ná stílnum hjá „Schranzaranum“. Sama átti við um skíðabúnaðinn. Að vera aðdáandi Austurríkismanna þýddi oftast að allur skíðabúnað- ur var austurrískur; Kästle-skíði og Marker-bindingar og tilheyr- andi, en aðdáendur Frakkanna á Rossignol- eða Dynamic-skíðum. Þessi metingur setti jákvæðan kraft í hóp okkar strákanna. Gísli var einnig mjög liðtækur golfari og eins og á skíðunum komu menn ekki að tómum kof- unum hjá honum varðandi tækni- lega útfærslu á golfhöggi. Kom- inn á áttræðisaldur sveiflaði Gísli golfkylfunni sem ungur maður væri. Naut hann þess að leika golf á fögrum Katlavelli við Húsavík ekki síður en að svífa niður skíðabrekkurnar í Stöllum við Ásgarð í Húsavíkurfjalli í góðu skíðafæri. Með þessum línum þakka ég Gísla Vigfússyni fyrir ánægjuleg kynni um árabil og skemmtilegan og uppbyggilegan félagsskap, hvort heldur var í skíðabrekkun- um eða á golfvellinum. Eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum votta ég hluttekn- ingu. Björn St. Haraldsson. Gísli Benedikt Vigfússon ✝ Guðjón Gests-son fæddist 7. maí 1934 í Hraun- gerði í Hraungerð- ishreppi. Hann lést 1. júní 2020. Foreldrar hans voru Gestur Jóns- son, bóndi í Hró- arsholti í Flóa, f. 14. desember 1901, d. 1. maí 1993 og Guðrún Arnfríður Tryggvadóttir, húsfrú í Hró- arsholti, f. 13. september 1900, d. 26. janúar 1988. Guðjón var þriðji í röðinni af sex systkinum. Systkini Guð- jóns eru Ragnheiður, f. 12. febrúar 1932, d. 14. nóvember 2019, Tryggvi Kristinn, f. 8. maí 1933, Hólmfríður Salóme, f. 20. febrúar 1937, d. 3. mars 2018, Haraldur, f. 8. ágúst 1938, d. 25. nóvember 2004 og Kristín, f. 6. ágúst 1941. Guðjón kvæntist Rannveigu J. Einarsdóttur 30. desember 1967. Börn þeirra eru Rúnar, f. 26. apríl 1965, sonur hans er Arnór Gauti, f. 11. janúar 2007, Ingunn, f. 22. júlí 1971, dóttir hennar er Rannveig Harpa Jónþórsdóttir, f. 4. apríl 1998 og Gest- ur Guðjónsson, f. 3. nóvember 1980, sambýliskona hans er Aðalbjörg Egg- ertsdóttir, saman eiga þau Ragn- heiði Emblu, f. 22. apríl 2013 og Kor- mák Breka, f. 6. júní 2017. Dóttir Gests úr fyrra sambandi er Eyrún Erla, f. 4. apríl 2006. Guðjón og Rannveig hófu sinn búskap að Smáratúni 20b, Selfossi, en fljótlega byggði Guðjón húsið að Stekkholti 30 þar sem hann bjó fram á síð- asta dag. Guðjón vann lengi vel í byggingarvinnu, sláturhúsinu Höfn og sá um kjötbúðina þar. Síðustu árin var hann yfirmað- ur Pakkhússins. Guðjón stund- aði hestamennsku í mörg ár. Hann var virkur félagi í ung- mennafélaginu Vöku, formað- ur félagsins og stundaði einnig frjálsar íþróttir af kappi. Útför Guðjóns fer fram í Sel- fosskirkju í dag, 11. júní 2020, og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Nonni minn. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (SHL) Þín Veiga. Rannveig J. Einarsdóttir. Elsku besti pabbi minn. Hvernig má að það vera að þú sért farinn? Þú svona frískur og vel á þig kominn. Ef þú bara vissir hvað ég sakna þín mikið. Það er sárara en orð fá lýst. Bara að ég hefði eitt tækifæri til að vera með þér í garðinum mínum eða að dytta að húsinu, bara að ég gæti fengið eitt faðmlag í viðbót. Þennan örlagaríka dag ætlaðir þú að skreppa í sund en þú elsk- aðir þá iðkun, koma svo heim og borða steikina sem mamma var með tilbúna og slá svo blettinn. Allt svo skipulagt. En þú komst aldrei heim. Mamma beið og beið og var farin að átta sig á að ekki væri allt með felldu. Það var því erfið raun þegar dyrabjallan hringdi og fyrir utan stóðu lög- reglumenn með hörmulegar fregnir. Pabbi, þú varst besti pabbi sem hægt er að hugsa sér. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa mér, varst nýbúinn að koma og bera á pallinn og aðstoða mig við að mála stofuna og eldhúsið. Næsta sem við ætluðum að gera voru framkvæmdir innanhúss og bera á húsið, þú varst ómögulegur að hafa ekki gert það einn góð- viðriðsdaginn í maí. Viðkvæðið hjá þér var alltaf að geyma það ekki til morguns sem hægt væri að gera í dag. Þú varst kletturinn í lífi mínu og það var alveg sama hvað ég þurfti að fá aðstoð við þú gast allt. Það var ekki bara ég sem naut kunnáttu þinnar því þú þekktir marga og hafðir komið á flesta bæi í nágrenninu og þar hafðir þú líka tekið til hendinni. Þú varst alltaf að og þú elskaðir að dytta að húsinu þínu og garð- inum og margir sem dáðust að honum. Þú varst ekki bara dug- legur að vinna úti við en eftir að þú hættir að vinna varstu liðlegur í öllum heimilisverkum nema kannski að setja í þvottavélina sem þér fannst nú oft á tíðum óþörf. Þú þvoðir t.d. lopasokkana þína í höndunum og stoppaðir í þá ef á þurfti að halda. Þú skúraðir, þreifst baðið og þurrkaðir af. Á laugardagskvöldið fyrir daginn örlagaríka hafði mamma ekki nennt að vaska upp leirtauið eftir gestagang og sagst ætla að bíða með það til morguns. Þegar hún kom fram morguninn eftir var allt orðið hreint og fínt. Þú hafðir vaskað upp og gengið frá öllu. Þetta var þér líkt, vildir hafa allt svo hreint og fínt í kringum þig ásamt því að gleðja og auðvelda mömmu verkin. Þrátt fyrir sáran missi reynum við að bera höfuðið hátt og ylja okkur við fallegar og góðar minn- ingar, ferðalögin sem við fórum í með allt dótið á „toppgrind“ og segl yfir, allar ferðirnar í hesthús- in, stundirnar okkar þegar við spiluðum saman, greiðviknina, hjálpsemina og svona gæti ég haldið lengi áfram. Það er mikill missir hjá barna- börnunum, þú hændir þau að þér. Lagðist á gólfið með þeim og lékst við þau. Það er ekki bara ég sem elska jólin því þú elskaðir þau líka og þá sérstaklega pakkana. Gerð- ir jólin eftirminnileg fyrir okkur hin og við varðveitum og höldum í hefðirnar og minningarnar. Elsku bestu pabbi minn, mig langar ekki að hætta að minnast þín en við reynum að finna styrk í sorginni, pössum upp á mömmu og hvert annað. Sjáumst svo í sumarlandinu þar sem þú ert örugglega núna önnum kafinn í sveitastörfunum. Þín Ingunn. Elsku pabbi. Þessi tvö orð eru búin að standa auð lengi lengi á skjánum. Hvernig á ég að koma því í orð hversu mikið ég lít upp til þín og sakna þín? Það er erfitt að trúa því að þú sért ekki lengur hér. Í sorginni flæða minningar sem ylja manni aðeins í tómarúm- inu; útilegurnar með gamla A- tjaldið, ferðirnar í Hróarsholt, veiði í Vola og bíltúrarnir í Reykjavík. Alltaf varstu mættur á körfuboltaleikina hjá mér og á eft- ir fylgdi skemmtilegt spjall um leikinn. Þú hafðir einstakt lag á barnabörnunum, áður en Kor- mákur Breki sagði hæ sagði hann „afi, viltu koma að leika“ og þú hljópst skellihlæjandi á eftir hon- um. Greiðviknari og vinnusamari manni hef ég aldrei kynnst, aldrei nokkurn tíma hef ég heyrt þig kvarta undan vinnu, þreytu eða verkjum. Eftir stendur þakklæti og góð- ar minningar, ég elska þig pabbi minn og mun alltaf sakna þín. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér og ég veit að þú munt elska mig, geyma mig og gæta hjá þér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Gestur. Elsku besti afi minn, mikið er skrítið að þú skulir ekki vera hér lengur. Ég hélt hálfpartinn að þú værir eilífur, ekkert gæti stöðvað þig. Þetta er allt svo skrítið, þú sem varst svo hraustur og hress, hálfskokkaðir um með glott á vör. Hvernig geturðu verið farinn svona skyndilega? Það stingur í hjartað og er mun sárara en ég nokkurn tímann gerði mér grein fyrir. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem við áttum saman, ég var svo lánsöm að fá að búa hjá ykkur ömmu ásamt mömmu fyrsta árið mitt og hef verið með annan fót- inn inni á heimilinu eftir það. Ég á óteljandi minningar um þig og fyrir þær stend ég í mikilli þakk- arskuld við þig. Þú varst með ein- dæmum góður maður, vildir allt fyrir alla gera og það sem þú gerðir gerðir þú vel. Þú hafðir alltaf nóg fyrir stafni, hvort sem það var að vera í hest- húsinu, heimsækja fólkið þitt, mála húsið, dunda þér í garðinum eða fara í sund. Því jú, eitt af því sem þú elskaðir mest var að fara í sund. Sitja í pottinum, fara í gufu og synda jafnvel smá. Þennan ör- lagaríka dag var það einmitt það sem þú ætlaðir að gera, rétt skreppa í sund. Það er skrítið að hugsa til þess að þú verðir ekki lengur til staðar þegar ég kem í daglegu heim- sóknina í Stekkholtið en við amma munum eiga góðar stundir saman og heiðra minningu þína. Þegar ég horfi til baka koma upp óteljandi minningar sem ylja hjartanu á þessum erfiðu tímum. Allar sundferðirnar, útilegurnar, lúdóspilin og öll hin spilin, töflin og hesthúsaferðirnar okkar. Þú leyfðir mér svo oft að koma með í hesthúsið til þess að gefa mömmu og ömmu smá frið frá eilífu mas- inu í mér. Við skemmtum okkur alltaf svo vel saman innan um hestana. Þær stundir þegar ég kom hlaupandi ef tölvan eða sjón- varpið tók völdin af þér og ég kippti því í lag fyrir þig. Þessi tæki áttu það nefnilega stundum til að vera með sjálfstæðan vilja. Sú minning sem er mér efst í huga þessa stundina er eitt af síð- ustu skiptunum sem við hittumst, þú komst í heimsókn eins og þú gerðir reglulega en í þetta skiptið komstu inn og varst svo rólegur, spjallaðir um daginn og veginn og við rifjuðum saman upp gamlar minningar og hlógum og göntuð- umst saman. Virkilega góður dag- ur og ég mun halda lengi í þessa gæðastund okkar. Þú átt stóran sess í hjarta mínu, þar sem þú tókst mér sem þínu eigin barni, agaðir mig til og kenndir mér ásamt mömmu og ömmu að greina rétt frá röngu. Það er svo margt sem ég hef lært af þér. Takk fyrir allt elsku afi minn, ég er þér óendanlega þakklát. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín Rannveig Harpa. Það hefur margt breyst í sveit- um landsins síðustu áratugina eins og þeir vita sem fæddir eru fyrir miðja síðustu öld. Nonni bróðir eins og hann var oftast kallaður er einn af þeim. Foreldr- ar okkar byrjuðu sinn búskap í Hraungerði og þar erum við þrjú elstu systkinin fædd. Á fardögum 1934 festu þau kaup á jörðinni Hróarsholti 1 og bjuggu þar allan sinn búskap. Það var mikil vinna þegar allt var gert með höndun- um, ekkert rafmagn, engar vélar og enginn bíll, einu hjálpartækin í þá daga voru hestar sem komu sér vel bæði til dráttar og ef eitt- hvað þurfti að fara frá bæ. Skóla- ganga í þá daga var yfirleitt ekki nema hefðbundinn barnaskóli, við vorum svo heppin að skólinn fór fram í húsi foreldra okkar og þurftum því ekki að ganga á milli bæja eins og aðrir þurftu að gera. Þegar við vorum að alast upp voru um 30 manns í Hróarsholtshverf- inu á fjórum bæjum og var oft far- ið í alls konar leiki því ekki var sjónvarpinu fyrir að fara. Nokkru eftir að Nonni og Veiga fóru að búa byggðu þau sér hús á Selfossi og bjuggu í því alla tíð síðan. Einnig byggði hann hesthús og stundaði hesta- mennsku í mörg ár. Nonni vann mörg ár við verslunina Höfn hf. Síðan vann hann við byggingar- vinnu og sama var hvort það var múrverk eða trésmíðavinna, því hann virtist geta allt. Hann var snyrtilegur í um- gengni, sama hvort það var utan- húss eða innan. Við sendum fjölskyldu hans okkar bestu samúðarkveðjur. Tryggvi Kr. Gestsson og fjölskylda. Áralöng vinátta er dýrmæt og henni átti ég að fagna með Guðjóni Gestssyni frá Hróarsholti og var vinátta hans við foreldra mína enn lengri, bæði var hann samstarfs- maður móður minnar í versluninni Höfn og viðskiptamaður hefur hann síðan verið hjá okkur á rak- arastofunni um áratugaskeið. Gaui eins og við kölluðum hann – þekkt- um þó minna Nonnanafnið hans sem þekkt var úr hans sveit og inni á heimilinu í Stekkholti 30 á Selfossi – var einstaklega traustur maður í gerðinni og höfum við átt síðan sterka samstöðu í gegnum pólitíkina í áraraðir. Gaui var einstaklega hjálpsam- ur maður, fór hér um nágranna- sveitir og hjálpaði vinum sem áttu erfitt vegna heilsu með að sinna bústörfum og lét sig ekki muna um það þótt kominn væri á níræð- isaldur að keyra og vinna bústörf til að létta undir. Stakt snyrtimenni var hann svo eftir var tekið og aldrei leið langt á milli klippinga og var þá gjarnan tekin staðan á pólitíkinni og hin síðari ár fyrst og fremst rædd bæjarpólitíkin. Ég mæli fyrir hönd okkar feðga þegar við þökkum honum traustið og stuðninginn fyrir okk- ur persónulega í bæjarmálunum og var hann meðal þeirra fremstu í bakvarðasveitinni í gegnum árin og vil ég einnig fyrir hönd sjálf- stæðismanna í Óðni og bæjar- stjórnarflokknum þakka honum áralangan stuðning og samfylgd. Gaui skammaði mig einu sinni svo ég muni og það var fyrir að smita yngsta son hans, Gest, af „Arsen- alveikinni“ og taldi Gaui hann taka þetta „fótboltakjaftæði“ full- mikið inn á sig. Ég var þó löngu farinn að skynja að hann var glað- ari ef þeir unnu því þá lá betur á Gesti og var það vel. Gaui var eins og unglingur á skrokkinn enda stundaði hann reglulega sundið og hreyfði sig mikið og eftirtektarvert gat verið í sundinu á köldum vetrarmorgn- um þegar hann tók „mullersæf- ingar“ á sundbakkanum. Margs er að minnast en fyrir samfylgd- ina vil ég þakka um leið og ég votta Rannveigu sem misst hefur sinn trausta lífsförunaut, skóla- bróður mínum Rúnari, Ingunni og Gesti og fjölskyldum innilega samúð. Kjartan Björnsson. Guðjón Gestsson Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.