Morgunblaðið - 11.06.2020, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 11.06.2020, Qupperneq 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 ✝ Eggert Vigfús-son var fæddur 27. apríl 1932 á Sel- fossi. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 2. júní 2020. Foreldrar: Guðrún Jónsdóttir og Vigfús Guð- mundsson. Synir þeirra: Eggert, Guðni, f. 1934, Guðmundur Þór, f. 1936, Jón, f. 1938, Örn, f. 1941. Börn Vigfúsar og Jóhönnu Stefánsdóttur af seinna hjóna- bandi: Stefán Guðmundur, f. 1953, Guðmunda, f. 1955. Eggert kvæntist Huldu Vil- hjálmsdóttur frá Laugarbökkum í Ölfusi 20. september 1952. Þeim varð þriggja barna auð- ið: Guðrún, f. 1956, átti tvö börn og fjögur barnabörn. Helgi, 1956, kvæntur Helgu Rögnu Pálsdóttur, eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Vilhjálmur Einar, 1962, kvæntur El- ísabetu Herberts- dóttur, eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Eggert lauk námi í bifvélavirkjun 1955 hjá Kaupfélagi Ár- nesinga og starfaði við iðnina og skyld störf þar og hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Hann var ráðinn slökkviliðs- stjóri Brunavarna Árnessýslu 1975 við stofnun þeirra og gegndi því starfi til ársins 1994 er hann fór á eftirlaun. Hann var virkur félagi í Slysa- varnafélagi Íslands til margra ára og í stjórn þess. Einnig var hann einn af stofn- endum og fyrsti formaður Björg- unarsveitarinnar Tryggva á Sel- fossi. Útförin hefur farið fram. Eggert Vigfússon mágur minn var Selfyssingur, elstur fimm bræðra sem voru stórir og sterkir og ef trúa má sögum létu ógjarnan hlut sinn í slagsmálum við aðra stráka. Þeir misstu á unglingsárunum móður sína sem var Eyrbekkingur, komin af hafnsögumönnum í tvo ættliði, svo hún gat stjórnað stráka- genginu en Eggert hlaut að ein- hverju leyti að ganga í hennar stað eftir að hún lést. Faðir þeirra tók snemma að sér flutn- inga og eignaðist fyrst vörubíl og svo fleiri bíla og strákarnir lærðu að keyra um leið og þeir voru nógu stórir til að sjá út um framrúðuna. Eggert lærði síðan bifvélavirkjun enda verkkunn- átta honum í blóð borin. Eggert vissi allt um bíla en þótt honum væri eðlislægt að hjálpa öðrum setti hann mörk og maður vissi að það var ekki vit- urlegt að abbast upp á hann með óþarfa þótt hann væri alltaf til staðar þegar á reyndi. Það var heldur ekki keyptur bíll án þess að leita ráða hjá Eggerti og mér er minnisstætt þegar Þór, bóndi minn, fór með bróður sínum í bílakaup. Það átti að efna í nýj- an eftir heiftarlegan árekstur. Bíllinn sem hafði verið klesstur var blár og þeir fóru í umboðið og Eggert sagði að nú ætluðu þeir að kaupa annan og það væri Þór sem réði þótt hann segði hvaða módel væri heppilegast. En litnum skyldi Þór þó fá að ráða svo lengi sem hann væri rauður. En það var ekki bara farar- tækið heldur ferðalagið sjálft sem heillaði Eggert og okkar samskipti voru fyrst og fremst á því sviði. Þeir bræður tóku svo upp á því að fara að hjóla áður en það var komið í tísku. Það tók nokkurn tíma að fá mig að til að taka þátt í þessu sem mér fannst fáránleg iðja. En ég lærði að skilja að ferðalag er ekki bara að keyra á einhvern stað heldur er það ákveðin list að vera á ferð. Að hjóla Suðurlandið alla leið austur á Hornafjörð er hreyf- ilistaverk sem maður tekur þátt í. Eggert og Hulda, kona hans, lögðu líka land undir fót í bók- staflegri merkingu. Eitt sinn fæddist sú hugmynd að klífa sjálfan Öræfajökul. Þetta var nokkru áður en reglulegar ferðir hófust á tindinn. Og þar kom að búið var að útvega skó, reipi, ax- ir og brodda. Það var tjaldað í Skaftafelli og beðið eftir að birti á jökulinn. Undir öruggri for- ystu Eggerts klifum við fjögur upp um nóttina meðan snjórinn var þéttur en mér fannst eins og sumar öryggisreglurnar væru óþarfar eins og það að pikka leiðina með stöfunum. Allt hafði þetta þó sinn tilgang. Reipið var nauðsynlegt þegar þurfti að þvera sprungur og án brodda og ísaxa hefðum við ekki komist upp efsta hjallann. Á leiðinni niður skall á niðadimm þoka og við fetuðum okkur eftir götunum sem skíðastafirnir höfðu pikkað í snjóinn. Þarna, eins og endra- nær, sýndi það sig að ef Eggert lagði á ráðin þá fór allt að ósk- um. Svo einfalt var það. Ég er því viss um að honum muni farnast vel á þessu síðasta ferðalagi og að hann muni hafa undirbúið sig eins og fyrir aðrar ferðir þótt nú stefni hann inn á ókunnar lendur og óvíst sé hvaða farartæki gefist þar best. En ég vil með þessum orðum þakka honum samfylgdina hérna megin. Auður Hildur Hákonardóttir. Elsku afi. Það er skrítið að sitja hér og skrifa um þig minn- ingarorð, hugsandi til þess að þú sért farinn og að ég muni aldrei framar halda í höndina þína og reyna að hlýja henni. Þú varst alltaf til staðar fyrir alla í kring- um þig og ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Það var hægt að stóla á þig í einu og öllu, sama hvert vandamálið var. Gott dæmi um óbilandi traust mitt á þér við að bjarga mér úr klandri var í ökuprófinu mínu þegar ég var spurð hvað ég myndi gera ef það spryngi dekk á bílnum mín- um. Svar mitt var einfaldlega: „Hringja í afa.“ Talandi um akstur. Þegar ég fékk æfingaakstursleyfi var það flokkað sem áhættuatriði að setjast upp í bíl með mér. Þú varst sá eini sem hafðir taugar í að sitja í hjá mér og fórum við á þeim tíma oft í langa bíltúra saman. Pössuðum þó alltaf að það væri einhvers staðar hægt að fá tertusneið á leiðinni, það var aðalatriðið. Einnig held ég að þú hafir skutlað mér í Reykjavík í nánast hvert einasta próf sem ég tók á menntaskóla- árunum og beðið eftir mér. Þér fannst ótækt að ég væri að keyra stressuð í prófið og svo uppgefin úr því heim. Þar kom líka þín einstaka stundvísi að góðum notum, þú varst aldrei of seinn og vissir upp á mínútu hvað við værum lengi að keyra í MR og beiðst alltaf eftir mér á sama stað og búinn að fara í bakaríið fyrir okkur. Ég er þér svo óendanlega þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér. Þú varst alltaf svo skipulagður og laghentur og samkvæmt þér var bara ein rétt leið til að gera hlut- ina; þín leið. Og það var alveg rétt hjá þér, mögulega var hægt að gera hlutina á annan veg, en þín leið var alltaf einföldust og þægilegust að lokum. Takk afi fyrir alla hjólat- úrana, bíltúrana, ferðalögin, gönguferðirnar, örnefna- og landafræðikennsluna. Það er erfitt að kveðja þig en ég veit að þinn tími var kominn og að þér líður miklu betur núna. Ég vildi að við hefðum getað eytt meiri tíma saman síðustu mánuði en því miður var það ekki hægt vegna aðstæðna. Hins vegar var dýrmætt að fá að vera með þér síðustu dagana og vorum við af- komendur þínir sammála um að þú hefðir verið að bíða eftir því að gætum verið hjá þér og kvatt þig. Hvíldu í friði elsku afi. Ragna Helgadóttir. Það er komið að kveðjustund. Tengdafaðir minn, Eggert Vig- fússon, er fallinn frá. Ég hef átt því láni að fagna að njóta sam- vista við hann og Huldu í rúm- lega fjörutíu ár. Tengsl þeirra og fjölskyldunnar í Kjarri hafa alla tíð verið náin. Þegar ég kynntist Edda stýrði hann Brunavörnum Ár- nessýslu. Mér fannst hann alltaf vera á vakt, hann var ávallt viðbúinn næsta útkalli. En þann- ig var hann í raun; ávallt viðbú- inn því að takast á við það sem að höndum bar. Allt frá upphafi í búskapartíð okkar Helga hér í Kjarri var Eddi okkur einstaklega hjálpleg- ur. Hann málaði inni og úti, hélt vélunum gangandi, dyttaði að þessu og hinu og sá um ýmsar útréttingar. Og þegar hann hætti að vinna hafði hann meiri tíma og þá var hann enn meira hér í Kjarri. Hvernig hefði lífið gengið hér á bæ ef þín hefði ekki notið við, kæri tengdapabbi? Allt sem þú hefur kennt Palla, Rögnu og Eggert. Þú fórst með þau í hjólaferðir, fjallgöngur, vannst það þrekvirki að kenna Rögnu að keyra bíl, kenndir þeim sjálfsbjargarviðleitni og svo þetta mikilvæga; að takast á við lífið og tilveruna. Ævinlega sýndir þú ótrúlega þolinmæði. Ég gleymi aldrei þegar þú bjóst upp á fjórhjólin með strákunum og þið keyrðuð norður Kjöl og suður Sprengisand. Og allir komuð þið heilir heim, breið- brosandi og drengirnir reynsl- unni ríkari. Eddi og Hulda ferðuðust mik- ið alla tíð, innanlands og utan, gangandi, hjólandi og akandi. Þegar langferðum þeirra á hús- bílnum fækkaði fékk bíllinn það hlutskipti að vera dvalarstaður þeirra hér í Kjarri. Bíllinn stóð á planinu, þar áttu þau sér afdrep. Ef þau vildu var ávallt hægt að finna sér eitthvað við að vera og hægt að hvíla sig þegar hvíldar var þörf. Í húsbílnum var vel tekið á móti gestum, þangað var gott að koma. Þegar heilsu Edda hrakaði og hann gat ekki lengur sinnt öllum verkefnum fann hann sér það hlutskipti að hafa til hálftíukaffið í garðyrkjustöðinni á morgnana. Þessu verkefni sinnti hann af kostgæfni eins og öllu öðru, kaffið var til á slaginu og allir hlutir í föstum skorðum. Þegar þín naut ekki lengur við í vor á kaffistofunni varð ég að fá mér sjálfvirka kaffikönnu. Hver tek- ur við því að brytja rabarbarann og sjá til þess að hann komist í kistuna? Það verður jú að vera til rabarbarasulta. Kæri Eddi, við höfum átt mik- ið saman að sælda í gegnum tíð- ina og ég held aldrei borið skugga á. Síðustu mánuðirnir hafa verið erfiðir, það var dap- urlegt að mega ekki vera í návist við þig þegar þú varst á spít- alanum. En síminn hjálpaði, við gátum talað um allt milli himins og jarðar. Þú hafðir alltaf áhuga á að vita hvað við værum að fást við og þegar ég sagði þér að Av- antinn hefði bilað hvattirðu mig til að fá mér bara nýjan, ef tæk- in fara að bila þá er eina vitið að fá sér nýtt. Þú varst ekki af baki dottinn, hugurinn var á sínum stað. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín verður sárt saknað. Helga Ragna Pálsdóttir. Eggert Vigfússon Elsku afi. Þú sem gafst okkur svo margt hefur nú kvatt þennan heim. Það er sárt að kveðja í hinsta sinn en þakk- lætið fyrir að hafa átt þig að og ljúfar minningar sefa sorgina. Minning þín, lífsviðhorf og gildi munu fylgja okkur áfram veginn og vísa okkur góða leið í lífinu. Ingólfur Eyjólfsson ✝ Ingólfur Eyj-ólfsson fæddist 11. október 1925. Hann lést 28. maí 2020. Útförin fór fram 9. júní 2020. Þegar mikið reynir á þykir mér oft gott að staldra við og hugsa: hvað myndi afi gera í þessum aðstæðum? Fyrstu æviárin var ég þess aðnjót- andi að búa á neðri hæðinni á Boga- slóðinni hjá ykkur ömmu. Þangað kom langafi í mat til ykkar á hverju kvöldi og ég var ávalt velkomin. Þau gæði að alast upp í faðmi þriggja kyn- slóða munu fylgja mér út í gegn um lífið. Ég lærði svo margt af ykkur öllum, en þú elsku afi minn kenndir mér í verki að bera augsýnilega umhyggju fyr- ir mínum nánustu, dugnað, þrautseigju og jafnrétti. Þú tókst ávallt virkan þátt í heim- ilisstörfunum sem öðrum störf- um. Fyrir þér var þetta einfalt; sá sem hafði til þess tíma sinnti verkunum. Að því leyti varst þú kannski á undan þínu samferða- fólki en þessu lífsviðhorfi komst þú áfram til okkar sem yngri er- um. Það breytti engu hvort við mokuðum úr hesthúsinu, kembdum, tókum upp kartöflur, klifum fjöll eða bökuðum klein- ur. Ávallt sýndir þú þolinmæði, hvattir okkur áfram og sagðir okkur til. Því var eins farið ef við flugum af hestbaki. Með um- hyggju studdir þú okkur áfram, hjálpaðir okkur á bak á ný og kenndir okkur að gefast ekki upp. Þú varst ávallt til staðar og nærvera þín var okkur svo mik- ils virði. Í morgun áttum við Þór yngsti sonur minn góða stund saman við að baka perutertur. Hann talaði mikið um þig og rifjaði meðal annars upp þegar við bökuðum síðast perutertu. Hún var handa þér, við færðum þér hana þegar þú varðst níutíu og fjögurra ára, hinn 11. októ- ber síðastliðinn. Við ákváðum að baka perutertu aftur í haust þegar þú hefðir orðið níutíu og fimm ára. Þór minnir mig stund- um á þig elsku afi minn, ekki bara vegna þess að hans uppá- hald er peruterta, heldur er hann alltaf ánægður og þakk- látur fyrir það sem hann fær. Þú átt heilmikið í honum og okkur öllum. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, minning þín lifir í hjörtum okk- ar. Ragnheiður, elsta afa- stelpan þín. Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN Á. FJELDSTED, fyrrv. skólastjóri, sem lést 30. maí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. júní klukkan 15. Útförinni verður streymt á livestream.com/luxor/sigurjonfjeldsted Við þökkum öllu starfsfólki á líknardeild Landspítalans umönnun og hlýhug. Ragnheiður Óskarsdóttir Fjeldsted Ragnhildur Fjeldsted Einar Sveinn Þórðarson Júlíus Fjeldsted Áslaug Salka Grétarsdóttir Ásta Sigríður Fjeldsted Bolli Thoroddsen og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN FANNEY MAGNÚSDÓTTIR, Nanna, Valhúsabraut 27, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 30. maí. Útför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. júní klukkan 13. Ingibjörg Svava Ásgeirsd. Ásgeir Ásgeirsson María Ingólfsdóttir og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVI BÖÐVARSSON bakari, dvalarheimilinu Hlíð, lést mánudaginn 8. júní. Böðvar Ingvason Sigríður Jenný Hrafnsdóttir Heimir Ingvason Guðrún Hulda Heimisdóttir Sigurbjörg Ingvadóttir Vignir Þorgeirsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR MATTHÍAS INDRIÐASON, fv. matreiðslumaður, Víðigerði 13, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 12. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Esther Ævarr Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar systur okkar og mágkonu, GRÉTU HALLDÓRSDÓTTUR, Orrahólum 7, Reykjavík, sem lést á Vífilsstöðum 10. maí. Björn Halldórsson Auður Gilsdóttir Sigrún Halldórsdóttir Hafþór E. Byrd Guðmundur Halldórsson Hólmfríður Rögnvaldsdóttir Hrafnhildur Halldórsdóttir John DeMarco og systkinabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR BLOMSTERBERG, áður til heimilis á Fjarðargötu 19, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. maí. Útför Valgerðar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 16. júní klukkan 15. Birna Blomsterberg Ingvar J. Viktorsson Hrafnhildur Blomsterberg Birgir Finnbogason Valur Blomsterberg barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.