Morgunblaðið - 11.06.2020, Page 55

Morgunblaðið - 11.06.2020, Page 55
Starfsfólk í búsetuþjónustu Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir starfsfólki í sumaraf- leysingar og framtíðarstörf í búsetuþjónustu á Reyðarfirði. Um er að ræða sólarhringsþjónustu á heimilum fatlaðs fólks. Menntunar- og hæfniskröfur • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks. • Þjónustulund og jákvæðni í starfi. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi. • Mikilvægt er að starfsmenn tali og skilji íslensku. Fríðindi í starfi • Sveigjanlegan vinnutíma. • Starfshlutfall eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. júní en æskilegt er að starfsmenn geti hafið störf sem allra fyrst. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður búsetuþjónustu, Anna H. Árnadóttir anna.h.arnadottir@fjardabyggd.is 470-9000. Rafvirki í Garðabæ Kælismiðjan Frost ehf. óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa á starfstöð fyrirtækisins í Garðabæ. Um er að ræða fjölbreytt starf með öflugum og hressum vinnufélaögum. Hæfniskröfur: • Sveinspróf í rafvirkjun er skilyrði • Hafa góða reynslu í iðnstýringum og töflusmíði á stýri- og krafttölfum • Hafa góða tölvukunnáttu • Mikill kostur ef viðkomandi hefur þekkingu á kælikerfum • Geti unnið sjálfstætt • Sé stundvís, hafi góða þjónustulund og eigi auðvelt með að vinna með öðrum Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á frost@frost.is Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Nánari upplýsingar: Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) Umsóknarfrestur: 21. júní 2020. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem í stuttu máli er gerð grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Launakjör taka mið af kjarasamningi BHM við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt samþykktum um stjórn sveitarfélagsins ræður sveitarstjórn sviðsstjóra. Samkvæmt jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og er staðgengill hans. Um er að ræða 100% starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Leitað er að einstaklingi sem hefur frumkvæði og aðlögunarhæfni að síbreytilegum aðstæðum og fjölbreyttum verkefnum. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið vel í liði, ásamt því að vera sjálfstæður í starfi. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og hafa gott vald á íslenskri tungu. • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg • Reynsla af rekstri og stjórnun • Leiðtogahæfileikar • Frumkvæði og skipulagshæfileikar • Reynsla af opinberri stjórnsýslu • Góð færni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslensku í ræðu og riti • Hreint sakavottorð • Yfirmaður fjármála- og stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins • Staðgengill sveitarstjóra • Umsýsla fundarboða, fundargerða og afgreiðsla erinda byggðarráðs og sveitarstjórnar • Daglegur rekstur skrifstofu sveitarfélagsins • Ábyrgð á uppfærslum á samþykktum, reglum og gjaldskrám sveitarfélagsins • Fjármálastjórnun og úrvinnsla fjárhagsupplýsinga • Ábyrgð á fjárhagsáætlanagerð og vinnu við ársreikninga • Umsjón með menningar- og atvinnumálum í samstarfi við sveitarstjóra Sveitarfélagið var stofnað árið 1998 við sameiningu hinna sjö gömlu hreppa Vestur-Húnavatnssýslu og árið 2012 stækkaði það með sameiningu þess við fyrrum Bæjarhrepp í Strandasýslu. Íbúar sveitarfélagsins eru 1.222 talsins. Þéttbýliskjarnar eru þrír í sveitarfélaginu. Hvammstangi, Laugarbakki og Borðeyri. Hvammstangi er stærstur þeirra með ríflega 600 íbúa og þar er að finna alla helstu þjónustu og atvinnustarfsemi héraðsins. Um helmingur íbúa sveitarfélagsins býr í dreifbýli og er landbúnaður ein helsta meginstoð atvinnuuppbyggingar sveitarfélagsins. Húnaþing vestra er fjölskylduvænt samfélag með hátt þjónustustig og metnaðarfullt starf fer fram í leik-, grunn- og tónlistarskóla. Aðstaða til íþróttaiðkunar er mjög góð og er mikið framboð af íþrótta- og tómstundastarfi. Hjá sveitarfélaginu starfa 130 starfsmenn. Nánari upplýsingar má finna á: www.hunathing.is Menntunar- og hæfniskröfur: Helstu verkefni og ábyrgð: intellecta.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.