Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 62
Breiðablik hefur styrkinn og hópinn
til þess að gera tilkall til titilsins á
nýjan leik. Það fer ekki á milli mála.
Líf eftir Margréti Láru?
Valskonur töpuðu ekki leik í fyrra
og unnu langþráðan meistaratitil
eftir mikið einvígi við Breiðablik þar
sem tvö stig skildu liðin að. Valur
virðist vera með enn sterkari leik-
mannahóp í ár eftir að hafa fengið
þrjá bráðefnilega leikmenn til liðs
við sig í vetur. En á móti kemur að
eini fastamaðurinn sem er horfinn á
braut skilur eftir sig gríðarstórt
skarð. Margrét Lára Viðarsdóttir,
sem skoraði eða lagði upp 23 af
mörkum liðsins í fyrra, lagði skóna á
hilluna í vetur.
Spurningin verður því fyrst og
fremst hvernig Pétur Pétursson
lagar lið sitt að brotthvarfi hennar,
þótt vissulega séu nægilegir hæfi-
leikar í leikmannahópnum til að
halda sínu striki. Þær Elín Metta
Jensen og Hlín Eiríksdóttir skoruðu
16 mörk hvor í deildinni í fyrra og
Valsliðið er einfaldlega með svo
mikla reynslu og hæfileika í leik-
mannahópi sínum að það ætti að
eiga góða möguleika á að halda Ís-
landsbikarnum á Hlíðarenda. Þó að
Margrét Lára sé hætt.
Skýr skilaboð á Selfossi
Eru Selfyssingar tilbúnir í slaginn
um Íslandsmeistaratitilinn og geta
þeir ógnað Breiðabliki og Val? Liðið
sendi skýr skilaboð með sigrinum á
Val í Meistarakeppni KSÍ á dög-
unum og eftir að hafa unnið fyrsta
stóra titilinn á síðasta ári, þar sem
Selfoss lagði KR í úrslitaleik bikar-
keppninnar, er mikill hugur í leik-
mönnum og forráðamönnum liðsins.
Selfoss jafnaði besta árangur sinn
í fyrra með því að ná þriðja sætinu,
en það verður ekki auðvelt fyrir Al-
freð Elías Jóhannsson og hans kon-
ur að taka næsta skref. Verkefnið er
að ryðja stórveldunum Val og
Breiðabliki úr vegi.
Landsliðskonurnar Dagný Brynj-
arsdóttir og Anna Björk Kristjáns-
dóttir eru liðinu gríðarlegur liðs-
styrkur og Hólmfríður Magnús-
dóttir virðist koma frísk til leiks á
21. tímabili sínu í meistaraflokki. Ef
þessar þrjár ná að sýna bestu hliðar
sínar í búningi Selfyssinga er ým-
islegt hægt.
Þá er framherjinn Tiffany
McCarty greinilega öflugur liðsauki
og markvörðurinn Kaylan Marckese
lofar góðu. Eyjastúlkan unga Clara
Sigurðardóttir styrkir líka liðið og
fyrir eru öflugar heimastúlkur með
Barbáru Sól Gísladóttur, fyrirliðann
Önnu Maríu Friðgeirsdóttur og
vinnuþjarkinn Karitas Tómasdóttur
fremstar í flokki.
Það er spennandi tímabil fram
undan á Selfossi.
Verður þetta besta ár Fylkis?
Fylkir hefur aldrei komist ofar en
í fimmta sætið á Íslandsmótinu en
gangi spáin eftir nær Árbæjarliðið
besta árangri sínum í sumar.
Fylkir hefur á bestu árum sínum
verið um miðja deildina en oftar
þurft að berjast fyrir lífi sínu. Nú
virðast bjartir tímar fram undan í
Árbænum en liðið stóð sig vel sem
nýliði í fyrra, endaði í sjötta sæti, og
virðist í ár hafa alla burði til að bæta
ofan á þann árangur því hópurinn
hjá Kjartani Stefánssyni er orðinn
mun sterkari.
Ungir leikmenn sem hafa sannað
sig með öðrum liðum og leikið með
yngri landsliðum Íslands hafa bæst
við, svo sem systurnar og varnar-
mennirnir Katla María og Íris Una
frá Keflavík, og þá er María Eva
Eyjólfsdóttir líka styrkur fyrir
varnarleik liðsins. Sólveig Larsen
kemur frá Breiðabliki og hin þraut-
reynda Vesna Elísa Smiljkovic, fyrr-
verandi landsliðsfyrirliði Serbíu,
kemur með gríðarlega reynslu inn í
liðið, enda með langan og glæsilegan
feril að baki.
Tveir erlendir leikmenn eru farn-
ir, sem og systurnar Ída Marín og
Thelma Lóa Hermannsdætur sem
fóru í Val og KR. Ída var marka-
hæsti leikmaður Fylkis í fyrra og nú
verður helsta spurningin hver eigi
að skora mörkin. Þar þarf Marija
Radojicic, landsliðskona Serbíu, að
taka meiri ábyrgð en hún gerði þó
sex mörk í fyrra.
Lendir Stjarnan í vandræðum?
Stjarnan er að hefja 29. tímabil
sitt í röð í deildinni og félagið vann
sjö stóra titla á árunum 2011 til 2016.
Í fyrra urðu mikil umskipti á leik-
mannahópnum, segja má að liðið
hafi gert vel að halda fimmta sætinu,
en viðbúið er að það verði enn erfið-
ara í ár.
Fjórir leikmenn sem spiluðu mik-
ið í fyrra hafa lagt skóna á hilluna
eða farið í barneignarfrí, þar á meðal
Sóley Guðmundsdóttir fyrirliði og
Sigrún Ella Einarsdóttir, en á móti
kemur að miðjumennirnir Betsy
Hassett frá KR og Ingibjörg Lúcía
Ragnarsdóttir frá ÍBV eru komnar í
staðinn. Betsy á eflaust eftir að
reynast liðinu vel, enda með gríðar-
lega reynslu sem leikmaður á þrem-
ur heimsmeistaramótum og á tvenn-
um Ólympíuleikum og með á annað
hundrað landsleiki fyrir Nýja-
Sjáland.
Nái Kristján Guðmundsson að
halda Stjörnunni á lygnum sjó um
miðja deild verður það líklega enn
betri árangur en í fyrra, miðað við
hópinn. Það má ekki mikið út af
bregða til að Garðabæjarliðið lendi í
vandræðum í neðri hluta deildar-
innar í ár.
Ógnar Sel-
foss stór-
veldunum?
Öflugur liðsauki fyrir austan fjall en
dugar það til að skáka firnasterkum
liðum Breiðabliks og Vals?
Morgunblaðið/Sigurður
Uppleið Selfoss byrjaði tímabilið vel með því að sigra Val í Meistarakeppni
KSÍ. Getur liðið veitt Val og Breiðabliki keppni um Íslandsmeistaratitilinn?
KONURNAR 2020
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Heyja Valur og Breiðablik annað
einvígi um Íslandsmeistaratitil
kvenna í fótbolta eða er breiddin í
Pepsi Max-deildinni orðin meiri
þannig að fleiri lið blandi sér í bar-
áttuna?
Stórveldin tvö eru eftir sem áður
líkleg til að skipa sér í tvö efstu sæt-
in og þar settu sérfræðingar
Morgunblaðsins þau í spánni sem
birt var á þriðjudaginn. Samkvæmt
henni verða Breiðablik, Valur, Sel-
foss, Fylkir og Stjarnan í fimm efstu
sætum deildarinnar í ár.
Í fyrra skildu fjórtán stig að
Breiðablik og Selfoss í öðru og
þriðja sætinu, þannig að bilið sem
þarf að brúa er stórt.
Meistaraefni í Kópavogi
Breiðablik missti af meistaratitl-
inum til Vals með minnsta mun í
fyrra og varð að sætta sig við silfrið
þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik á
Íslandsmótinu.
Sérfræðingar Árvakurs spá Kópa-
vogsliðinu titlinum í ár og það fer
ekki á milli mála að Þorsteinn Hall-
dórsson gæti hæglega náð þriðja
meistaratitli sínum sem þjálfari liðs-
ins á sex árum.
Rakel Hönnudóttir er komin aftur
í Kópavoginn eftir atvinnumennsku
erlendis og Sveindís Jane Jóns-
dóttir, einn besti leikmaður Íslands-
mótsins í fyrra, er komin frá Kefla-
vík. Með Berglindi Björgu
Þorvaldsdóttur, Öglu Maríu Al-
bertsdóttur, Alexöndru Jóhanns-
dóttur, Hildi Antonsdóttur og Karól-
ínu Leu Vilhjálmsdóttur einnig
framarlega á vellinum er Breiða-
bliksliðið einfaldlega ógnvænlega
sterkt.
Varnarmennirnir Kristín Dís
Árnadóttir, Heiðdís Lillýjardóttir og
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
voru meðal þeirra bestu í sínum
stöðum í deildinni í fyrra og Sonný
Lára Þráinsdóttir hefur verið einn
traustasti markvörður landsins
undanfarin ár.
Ásta Eir Árnadóttir og Fjolla
Shala eru í barneignarfríi og Selma
Sól Magnúsdóttir er að jafna sig af
alvarlegum meiðslum og það munar
vissulega um þessar þrjár. En
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
Þýskaland
Bikarkeppni kvenna, undanúrslit:
Wolfsburg – Arminia Bielefeld.............. 0:5
Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á hjá
Wolfsburg á 74. mínútu og skoraði fimmta
markið á 88. mínútu.
Leverkusen – Essen ................................ 1:3
Sandra María Jessen lék allan leikinn
með Leverkusen.
Wolfsburg og Essen mætast í úrslitaleik
keppninnar 4. júlí.
Bikarkeppni karla, undanúrslit:
Bayern München – Eintracht Fr............ 2:1
Bayern mætir Leverkusen í úrslitaleik
keppninnar 3. júlí.
C-deild:
Kaiserslautern – Duisburg..................... 1:3
Andri Rúnar Bjarnason lék ekki með
Kaiserslautern vegna meiðsla.
Danmörk
Bikarkeppnin, undanúrslit:
SönderjyskE – Horsens .......................... 2:1
Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á hjá
SönderjyskE á 73. mínútu en Ísak Óli
Ólafsson var ekki í leikmannahópnum.
AaB – AGF................................................ 3:2
Jón Dagur Þorsteinsson lék síðari hálf-
leikinn og lagði upp seinna mark AGF.
AaB og SönderjyskE mætast í úrslitaleik
keppninnar.
Pólland
LKS Lódz – Jagiellonia........................... 0:3
Böðvar Böðvarsson var ekki í leik-
mannahópi Jagiellonia.
KNATTSPYRNA
Knattspyrnukonan Thelma Lóa Her-
mannsdóttir er gengin til liðs við KR,
en hún kemur til félagsins frá
uppeldisfélagi sínu Fylki. Thelma Lóa
er tvítug en hún á að baki 34 leiki í
efstu deild þar sem hún hefur skorað
tvö mörk. Hefur hún stundað háskóla-
nám í Bandaríkjunum undanfarin ár og
kom því aðeins við sögu í sex leikjum
með Fylki í efstu deild síðasta sumar.
Ragna Lóa Stefánsdóttir, móðir
Thelmu, er aðstoðarþjálfari KR.
Thelma á að baki sjö landsleiki fyrir
yngri landslið Íslands.
Knattspyrnumaðurinn Ari Sigur-
pálsson er á leið til ítalska A-deildar-
félagsins Bologna samkvæmt heim-
ildum mbl.is. Kaupin eru ekki gengin í
gegn en vonast er til þess að mál Ara
verði klárað í vikunni. Þessi 17 ára
gamli sóknarmaður fór á láni til Bo-
logna síðasta vetur og hrifust for-
ráðamenn félagsins af frammistöðu
hans. Ari mun hins vegar spila með HK
í sumar í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-
deildinni, þar sem Bologna ætlar að
lána hann aftur í Kópavoginn.
Roger Federer, sá sigursælasti í
einliðaleik karla á risamótunum í tenn-
is frá upphafi, er úr leik vegna meiðsla
og missir af næstu tveimur risa-
mótum. Federer fór í aðgerð í febrúar
og talið var að hann yrði búinn að ná
sér í sumar en það hefur ekki gengið
eftir. Hann segist nú setja stefnuna á
að verða leikfær í upphafi næsta árs,
en eitt risa-
mótanna
Opna
ástralska
meist-
aramótið
fer iðulega
fram í jan-
úar. Áætl-
að er að
Opna
banda-
ríska meist-
aramótið og Opna
franska meist-
aramótið verði þegar
líður á sumarið.
Eitt
ogannað
Tveimur leikjum í fyrstu umferð
Pepsi Max-deildar karla í knatt-
spyrnu hefur verið frestað, öðrum
um sólarhring en hinum um nokkra
klukkutíma. KSÍ greindi frá því í
gær að ósk Víkinga í Reykjavík um
sólarhrings frestun á leik þeira við
Fjölni hefði verið samþykkt. Því
verður leikið á Víkingsvellinum kl.
18 á mánudaginn, en leika átti á
sama tíma á sunnudaginn. Í fram-
haldinu var leik HK og FH í Kórn-
um á sunnudag seinkað um nokkra
klukkutíma og hann hefst kl. 18 í
staðinn fyrir 13.30.
Tilfærslur í fyrstu
umferðinni
Morgunblaðið/Íris
Meistarakeppni Frá leik KR og
Víkings á dögunum.
Þrír fengu afhent gullmerki ÍSÍ
fyrir störf sín í þágu íþróttahreyf-
ingarinnar á ársþingi HSÍ í gær.
Voru það Einar Þorvarðarson, Vig-
fús Þorsteinsson og Þorbergur
Aðalsteinsson.
Forysta HSÍ er óbreytt en endur-
kjörin í stjórn voru: Arnar Þorkels-
son, Reynir Stefánsson, Kristín
Þórðardóttir og Guðríður Guðjóns-
dóttir en fyrir í stjórn eru þau Guð-
mundur B. Ólafsson formaður, Dav-
íð B. Gíslason varaformaður, Jón
Viðar Stefánsson, Magnús Karl
Daníelsson og Páll Þórólfsson.
Þrír fengu
gullmerki ÍSÍ
Morgunblaðið/Golli
HSÍ Einar Þorvarðarson hlaut gull-
merki ÍSÍ á ársþingi HSÍ í gær.