Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 63

Morgunblaðið - 11.06.2020, Síða 63
EGILSSTAÐIR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Körfuknattleikskappinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson er tilbúinn að gera Hött að stöðugu úrvalsdeildar- liði en hann skrifaði undir samning við félagið í gær. Sigurður, sem er 31 árs gamall, hefur verið án félags síðan ÍR rifti samningi sínum við framherjann, en leikmaðurinn sleit krossband í byrjun nóvember á síðasta ári og lék því að- eins í níu mínútur á síðustu leiktíð. Hann er uppalinn hjá KFÍ á Ísa- firði en hefur leikið með liðum á borð við Keflavík, Grindavík og ÍR hér á landi ásamt atvinnumennsku í Grikk- landi og Svíþjóð, en hann hlakkar til að upplifa smábæjarlífið á nýjan leik. „Ég sé mikil tækifæri fólgin í því að skrifa undir hjá Hetti,“ sagði Sig- urður Gunnar í samtali við Morgun- blaðið. „Mér og fjölskyldu minni var boðið í heimsókn til Egilsstaða fyrir tveimur vikum og okkur leist mjög vel á allar aðstæður hjá félaginu og á fólkið fyrir austan. Þetta leit allt mjög vel út. Það voru einhver lið sem höfðu samband við mig en það sem réði úr- slitum var hvernig Hattarmenn stóðu að sínum málum. Mér fannst þeir gera mjög vel í að selja okkur það að koma til Egilsstaða, sem varð að lok- um raunin. Ég hef kannski ekki beint saknað smábæjarlífsins en ég er vissulega hrifinn af því að komast aftur inn í minna samfélag þar sem allir þekkja alla og annað slíkt. Það er ákveðin stemning sem myndast í þannig bæj- arfélögum og það verður gaman að upplifa það aftur.“ Á réttri leið Ákveðin óvissa hefur ríkt í kring- um leikmanninn undanfarna mánuði og viðurkennir Sigurður að það sé gott að geta horft fram á veginn. „Það er gott að vera búinn að klára þetta og skrifa undir því núna get ég einbeitt mér algjörlega að endurhæf- ingunni. Ég er þess vegna mjög spenntur fyrir komandi keppnis- tímabili og að hefja leik austur á Egilsstöðum.“ Ég æfi í þrjá til fjóra tíma á dag til þess að reyna að vera kominn af stað í ágústmánuði þannig að þetta er allt á réttri leið. Ég æfi í Spörtu þrisvar í viku og svo fæ ég líka að mæta upp í Smára hjá Breiðabliki með Ívari Ás- gríms þar sem ég æfi einn út í horni þannig að þetta mjakast.“ Skemmtilegt verkefni Sigurður hefur einu sinni orðið Ís- landsmeistari með Keflavík og tví- vegis með Grindavík. Þá varð hann bikarmeistari með Grindvíkingum árið 2014. „Markmiðið hjá mér hefur alla tíð verið að vinna titla en raunhæft markmið, eins og staðan er í dag, er að fara í úrslitakeppnina með þetta lið. Það hefur verið talað um að ég sé líka fenginn inn í þetta til þess að koma eitthvað að barna- og unglinga- starfinu þannig að það er skemmti- legt verkefni fram undan á Egils- stöðum. Ég tel mig alveg eiga sex til sjö góð ár eftir af ferlinum, ef maður helst heill það er að segja, þannig að ég er ekki farinn að leiða hugann neitt sér- staklega að þjálfun. Maður hefur upplifað ýmislegt á ferlinum og ég er nokkuð viss um að það væri ekki mik- ið mál fyrir mig að miðla af reynslu minni á einhverjum tímapunkti en það myndi þá bara koma síðar,“ bætti Sigurður við. Ákveðin yfirlýsing Þjálfarinn Viðar Örn Hafsteinsson hefur stýrt liði Hattar frá árinu 2011 en þrátt fyrir að vera einungis 35 ára gamall er þjálfarinn orðinn ansi reynslumikill. „Þetta er fyrst og fremst frábært fyrir íþróttafélagið Hött,“ sagði Viðar Örn. „Það tók ekki langan tíma að sannfæra hann og eftir einn dag á Egilsstöðum var hann heillaður. Með því að fá Sigga erum við að koma með ákveðna yfirlýsingu um að við ætlum okkur ákveðna hluti. Þetta þýðir að önnur lið þurfa að taka okkur alvarlega núna og við værum ekki að fá leikmann eins og Sigga ef planið væri að fara beint aft- ur niður um deild í enn eitt skiptið. Það er kominn tími fyrir félagið að taka næsta skref og að fá Sigga er skref í rétta átt.“ Erfiður markaður Viðar vonast til þess að aðrir ís- lenskir leikmenn séu tilbúnir að feta í fótspor Sigurðar einn daginn og skrifa undir á Egilsstöðum. „Félagið hefur eflst mikið á undan- förnum árum þótt við höfum vissu- lega fallið tvisvar um deild. Á meðan 4+1 reglan var við lýði vorum við ein- faldlega í miklum vandræðum með að styrkja okkur. Markaðurinn með ís- lenska leikmenn er bara mun erfiðari fyrir liðin út á landi og þannig er það bara. Hann var enn erfiðara þegar 4+1 reglan var í gildi en hvort sem um ræðir erlenda eða íslenska leikmenn viljum við einfaldlega fá góða leik- menn sem geta híft liðið á hærri stall. Siggi var tilbúinn að koma og þetta eru í raun langstærstu félagaskipti í sögu Hattar og vonandi byrjunin á einhverju góðu fyrir körfuboltann á Egilsstöðum,“ bætti Viðar við í sam- tali við Morgunblaðið. Stærsti samningur Hattar  Sigurður Gunnar Þorsteinsson spilar með Hetti á Egilsstöðum á næstu leiktíð  Viðar Örn Hafsteinsson setur stefnuna á úrslitakeppnina á komandi tímabili Morgunblaðið/Eggert Höttur Sigurður Gunnar Þorsteinsson vonast eftir að geta hjálpað Hattar- mönnum að festa sig í sessi sem úrvalsdeildarlið. ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 Eftir að þættirnir The Last Dance, sem fjalla um lið Chicago Bulls á tíunda áratugnum, fóru í loftið hefur maður aftur orðið áþreifanlega var við hversu of- boðslega þekktur Michael Jor- dan er. Einhvern veginn nær það út fyrir raðir íþróttaáhugafólks. Eftir að þættirnir voru sendir í loftið hef ég heyrt „ótrúlegasta fólk“ tala um þættina. Umrædd- ir einstaklingar teljast ótrúlegir í þessu samhengi því þau fylgjast ekki grannt með íþróttunum. Sem er ábyggilega blessun. Maður verður var við ýmsar vangaveltur um persónu Jor- dans og hvort hann myndi flokk- ast sem góð manneskja. Ég veit reyndar ekki um staðlaða mæli- kvarða til að nota í slíkri dóms- uppkvaðningu. En sem persóna er hann greinilega mjög sér- stakur. Hvernig má svo sem annað vera? Öll hans tilvera var hálfgerður sirkus og vonlaust fyrir fólk að átta sig á hvernig sé að lifa við slíkar aðstæður nema kynnast því á eigin skinni. Líklega eru fáir í íþróttaheim- inum sem orðið hafa jafn þekktir og Jordan í öllum heimshornum. Tiger Woods er einn þeirra sem koma upp í hugann. Hann var þekktur svo gott sem alls staðar í heiminum og það áður en hann endaði á síðum allra slúðurblaða vegna hegðunar utan vallar. Lík- lega var Muhammad Ali í svip- uðum sporum og þó var heim- urinn ekki eins lítill þegar hann var upp á sitt besta. Michael Jordan var snillingur á sínu sviði. Eins og svo margir aðrir sem skara fram úr á heimsvísu á sínu sviði þá verður hans ekki helst minnst fyrir mannleg samskipti. Það er örugglega ekki hans sterkasta hlið. Ekki frekar en hjá Picasso, Michaelangelo, Beethoven eða Bobby Fischer. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson og Keflvíkingurinn Ísak Óli Ólafsson eru komnir í úrslit í dönsku bikarkeppninni í knatt- spyrnu. SönderjyskE vann Horsens 2:1 í undanúrslitum í gær eftir spennuleik. Eggert kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í stöðunni 1:1 en Ísak var ekki í leikmanna- hópnum. Jón Dagur Þorsteinsson komst ekki í úrslit en lið hans AGF tapaði 3:2 fyrir AaB. Jón lék síðari hálf- leikinn og lagði upp síðara mark AGF á 90. mínútu. Íslendingaliðin mætast ekki Danmörk Eggert Gunnþór Jónsson í búningi SönderjyskE. Sara Björk Gunnarsdóttir leikur til úrslita með Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni fjórða árið í röð eft- ir auðveldan sigur á Arminia Biele- feld, 5:0, í undanúrslitunum í Biele- feld í gær. Sara skoraði fimmta markið eftir að hafa komið inn á sem varamaður en margir lykil- manna Wolfsburg voru hvíldir. Sara hefur orðið bikarmeistari, sem og þýskur meistari, öll þrjú ár- in hjá Wolfsburg. Sandra María Jessen náði ekki að komast í úr- slitaleikinn því Leverkusen tapaði fyrir Essen í hinum leiknum. Sara skoraði og enn í úrslitum Ljósmynd/@vfl.wolfsburg.frauen Úrslit Sara Björk Gunnarsdóttir á enn einn stórleikinn fyrir höndum. Knattspyrnu- tímabilið í karla- flokki í Banda- ríkjunum verður með óvenjulegu sniði í ár en MLS- deildin tilkynnti í gær hvernig stað- ið yrði að því að koma því aftur af stað. Tvær umferðir höfðu verið leiknar í MLS-deildinni í mars þegar allri keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins sem enn herjar talsvert á Bandaríkin. Keppnin verður á þann veg að öll 26 liðin koma saman í Orlando á Flórída, nánar tiltekið í Disney World, rétt eins og NBA-körfubolta- liðin. Leikið verður frá 8. júlí til 11. ágúst. Liðunum verður skipt í riðla og leikin riðlakeppni og síðan útsláttar- keppni. Sigurliðið vinnur sér sæti í Meistaradeild Norður- og Mið- Ameríku. Leikirnir í riðlakeppninni verða síðan taldir með í hefðbundnu deildakeppninni, sem á að halda áfram á hefðbundinn hátt þegar þessari törn lýkur á Flórída. Einn Íslendingur leikur í MLS- deildinni, en Guðmundur Þórarins- son gekk til liðs við New York City fyrir þetta tímabil. sport@mbl.is Guðmundur í félagsskap með Mikka Mús Guðmundur Þórarinsson Þrjú Íslendingafélög eru í hópi þeirra tíu liða sem hafa fengið stað- fest sæti í riðlakeppni Meistara- deildar karla í handknattleik næsta vetur, 2020-21. Það eru Aron Pálmarsson og samherjar í Barcelona, danska liðið Aalborg þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari og svo pólsku meistararnir Kielce sem fá Sigvalda Björn Guðjónsson og Hauk Þrastar- son til liðs við sig í sumar. Sigvaldi kemur þangað frá Elverum í Noregi og landsliðsmaðurinn ungi Haukur beint frá Selfyssingum. Hin sjö liðin eru Kiel og Flens- burg frá Þýskalandi, París SG frá Frakklandi, Zagreb frá Króatíu, Veszprém frá Ungverjalandi, Vard- ar Skopje frá Makedóníu og Porto frá Portúgal. Sex liðum verður bætt við deild- ina í næstu viku en fjórtán koma til greina. Í þeim hópi eru Pick Szeged frá Ungverjalandi sem Stefán Rafn Sigurmannsson leikur með, GOG frá Danmörku sem Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með og Kadet- ten Schaffhausen frá Sviss en nýr þjálfari liðsins er Aðalsteinn Eyj- ólfsson. Hin liðin sem koma til greina í þessi sex sæti eru Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi, Dinamo Búk- araest frá Rúmeníu, Besiktas frá Tyrklandi, Elverum frá Noregi, Celje Lasko frá Slóveníu, Motor Zaporozhye frá Úkraínu, Ademar León frá Spáni, Wisla Plock frá Pól- landi, Nantes frá Frakklandi, Pel- ister frá Makedóníu og Sporting frá Portúgal. vs@mbl.is Beint frá Selfossi í Meistaradeildina Morgunblaðið/Árni Sæberg Kielce Haukur Þrastarson fer beint í leiki gegn stórliðum Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.