Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI. JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA. Líkt og vorboðinn ljúfi mæt-ir Leikhópurinn Lottaávallt til leiks í byrjunsumars með nýja og metnaðarfulla sýningu til að skemmta börnum og fjölskyldum þeirra um land allt. Bak við glensið, litríku búningana og fjörlegu tónlist- aratriðin leynist mikilvægt erindi því leikhópurinn boðar samkennd, um- burðarlyndi, hugrekki, virðingu og vináttu. Bakkabræður, sem er sum- arsýning þessa árs, er þar engin undantekning. Mörg síðustu árin hefur Anna Bergljót Thorarensen sótt efnivið sinn til evrópskra ævintýra og snúið upp á þau á óvæntan og skemmti- legan hátt. Að þessu sinni leitar Anna Bergljót í íslenska þjóðsagna- arfinn og lætur stuttar kímnisögur af bræðrunum frá Bakka veita sér innblástur með góðum árangri. Fyrri hluta leikritsins sjáum við bræðurna Gísla, Eirík og Helga (Stefán Benedikt Vilhelmsson, Andrea Ösp Karlsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson) sömu augum og þeir birtast í Þjóðsögum Jóns Árna- sonar. Í frásögnum Gróu læknis (Andrea Ösp Karlsdóttir) frá bæn- um Leiti og óðalsbóndans (Sigsteinn Sigurbergsson) sem finnst fátt skemmtilegra en að bregða sér í hlutverk Þórs, föður bræðranna, til að skemmta dóttur sinni Lilju (Vikt- oría Sigurðardóttir) með Gróu- sögum, eru bræðurnir bæði einfaldir og auðtrúa. Gróa og óðalsbóndinn segja Lilju meðal annars sögurnar af því þegar Bakkabræður byrgðu fyrir alla glugga til að gera hús sitt hlýrra en lentu þá í vandræðum með skort á birtu innandyra sem leiddi til þess að þeir reyndu að bera sólskin inn í hús- ið í húfum sínum og trogum sam- tímis því sem þeir báru myrkrið út úr bænum; söguna af því þegar bræðurnir drápu hest sinn Brúnku með því að grafa hana lifandi undir steinum til að koma í veg fyrir að hún fyki burt í ofsaroki og söguna af því þegar þeir slógu sundur kerald til að eiga auðveldara með að ferja það heim til sín á Bakka en gleymdu botninum í Borgarfirði með þeim af- leiðingum að keraldið lak. Um miðbik verksins fær Lilja, og samtímis áhorfendur, hins vegar óvænt tækifæri til að kynnast bræðrunum í eigin persónu og þá kemur í ljós að þeir eru ekki jafn ein- faldir og henni hefur verið talin trú um. Fátækt, illt umtal og fordómar hafa sett mark sitt á bræðurna og í raun þröngvað þeim inn í ákveðið hlutverk sem þá langar ekkert endi- lega til að leika. Leiksýningar Lottu hafa iðulega lumað á skemmtilegum vísunum í samtímann en aldrei jafnmikið og í sumarsýningu ársins. Sögusvið Bakkabræðra er Ísland fyrri tíma þegar berklar geisuðu landsmönnum til skelfingar. Það er því persónum leiksins jafn eðlilegt og nútímafólki á tímum kórónuveirufaraldurs að fara í sýnatöku til að athuga með smit, heilsa engum með handabandi eða faðmlagi, fara í sóttkví, virða ýmsar samkomutakmarkanir til að hefta útbreiðslu og ruglast á orðunum samkomubanni og samgöngubanni. Anna Bergljót gerir sér mikinn og skemmtilegan mat úr þessum hlið- stæðum. Á sama tíma býr hún einnig til áhugaverða hliðstæðu milli slúðursagna fyrri tíma og fals- fréttanna sem tröllríða nútímanum með neikvæðum afleiðingum. Boð- skapur sýningarinnar er skýr: við ein berum ábyrgð á orðum okkar og höfum ávallt val um það hvort við veljum að bera áfram slúður og fara með fals. En þótt skilaboðin séu skýr er þeim blessunarlega ekki miðlað með predikunar- eða umvöndunar- tóni. Undir styrkri stjórn Þórunnar Lárusdóttur blómstrar persónugall- erí verksins. Óðalsfeðginin sem Sig- steinn Sigurbergsson og Viktoría Sigurðardóttir túlka fara í lengsta þroskaferðalagið þegar þeim lærist að slúður er ekki bara ábyrgðarlaust grín heldur getur verið verulega meiðandi. Samleikur Viktoríu og Júlís Heiðars Halldórssonar í hlut- verki Helga, þegar hún áttar sig á því að allt er ekki sem sýnist og hann á því hvaða augum samsveitungar hans líta íbúa Bakka, var áhrifaríkur og flutningur þeirra á laginu „Hvað er að mér?“ kröftugur. Sem fyrr leikur tónlistin stórt hlutverk í því að miðla upplifunum persóna. Af- bragðslög úr smiðju þeirra Baldurs Ragnarssonar, Rósu Ásgeirsdóttur og Þórðar Gunnars Þorvaldssonar munu án vafa óma í spilaranum næstu vikur og mánuði, því líkt og síðustu sumur stendur leikhúsáhorf- endum til boða að eignast hljóð- upptöku af sýningunni sem njóta má heima. Andrea Ösp Karlsdóttir dró Gróu skýrum dráttum í stuttum inn- komum sínum og fór skemmtilega með hlutverk Eiríks. Stefán Bene- dikt Vilhelmsson fór vel með hlut- verk Gísla og tókst líkt og Andreu og Júlí að búa til skýra aðgreiningu á sýnd og reynd í tilviki bræðranna þriggja. Huld Óskarsdóttir var yndisleg í hlutverki Freyju, ömmu bræðranna, og framkallaði ásamt bræðrunum auðveldlega samúðartár með söng sínum í „Þór kveður“. Leikmynd Andreu og Sigsteins er þénug og býr til skýra sjónræna að- greiningu milli heimilanna tveggja þar sem annað einkennist af vellyst- ingum og hitt af skorti. Á sama tíma býður leikmyndin upp á snögg skipti milli staða sem nýtist vel þegar óðalsbóndinn stekkur fyrirhafnar- lítið yfir í hlutverk Þórs í frásögnum sínum. Sérstök ástæða er til að hrósa skemmtilegri útfærslu á veiðiferð- inni. Búningar Kristínu R. Berman þjónuðu persónum vel og útfærslan á hestinum Brúnku var flott. Dans- arnir úr smiðju Viktoríu Sigurð- ardóttur virkuðu vel og gæddu söng- atriðin góðu lífi. Enn einu sinni hefur Leikhópur- inn Lotta skapað leiksýningu sem óhætt er að mæla með. Sýningu sem gleður augað, hreyfir við hjartanu, kitlar hláturtaugarnar og fær áhorf- endur jafnframt til að velta hlut- unum fyrir sér með gagnrýnum huga. Það er varla hægt að hugsa sér betri uppskrift. Vonandi gefst sem flestum leikhúsgestum færi á að sjá sýninguna á ferð hennar um landið í sumar, þótt kórónuveirufaraldurinn með tilheyrandi samkomutakmörk- unum hafi leitt til þess að færri kom- ast að á hverri sýningu en í venju- legu ári. Sannleikurinn er sagna bestur Morgunblaðið/Árni Sæberg Góð uppskrift „Enn einu sinni hefur Leikhópurinn Lotta skapað leiksýningu sem óhætt er að mæla með. Sýningu sem gleður augað, hreyfir við hjartanu, kitlar hláturtaugarnar og fær áhorfendur jafnframt til að velta hlutunum fyrir sér með gagnrýnum huga. Það er varla hægt að hugsa sér betri uppskrift,“ segir í rýni um Bakkabræður. Elliðaárdalur og víðar um land Bakkabræður bbbbn Eftir Önnu Bergljótu Thorarensen. Leik- stjórn: Þórunn Lárusdóttir. Höfundar tónlistar: Baldur Ragnarsson, Rósa Ásgeirsdóttir og Þórður Gunnar Þor- valdsson. Höfundar lagatexta: Anna Bergljót Thorarensen og Baldur Ragn- arsson. Hljóðhönnun og útsetningar: Þórður Gunnar Þorvaldsson. Búninga- hönnun: Kristína R. Berman. Danshöf- undur: Viktoría Sigurðardóttir: Leik- myndahönnun: Andrea Ösp Karlsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson. Leikmunir: Hópurinn. Leikarar Andrea Ösp Karls- dóttir, Huld Óskarsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Vikt- oría Sigurðardóttir. Leikhópurinn Lotta frumsýndi á Lottutúni í Elliðaárdalnum miðvikudaginn 3. júní 2020. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.