Morgunblaðið - 11.06.2020, Page 66

Morgunblaðið - 11.06.2020, Page 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 2-3ja mánaðaskammtur íhverju glasi „Ég upplifi enga verki í dag og er aftur farinn að njóta þess að styðja við heilsu mína með hreyfingu, þökk sé Nutrilenk.“ Kristófer Valdimarsson, 81 árs. Mest selda liðbætiefni á Íslandi LIÐVERKIR STIRÐLEIKI EÐA BRAK Í LIÐUM? Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fyrsta breiðskífa tónlistarkonunnar Bryndísar Jónatansdóttur, sem kall- ar sig Febrúar, kom út í lok maí og nefnist hún About Time. Titillinn hefur víða merkingu, getur bæði vís- að til þess að tími hafi verið kominn til að skífan kæmi út og einnig til þess að fjallað sé um tímann á henni. Á plötunni eru 13 lög en Febrúar hafði áður gefið út stök lög og samið tónlist frá unga aldri. Lög og texta á plötunni samdi hún sjálf að undan- skildu laginu „Engines Dead“ því textann við það samdi hún með Ewu Marc- inek. Um upp- tökustjórn og hljóðblöndun sá Daði Birgisson, að undanskildu fyrr- nefndu lagi sem Andri Ólafsson stýrði upptökum á og Kristinn Evertsson annaðist hljóðblöndun. Friðfinnur Oculus Sigurðsson sá hins vegar um hljóðjöfnun á plötunni allri. Febrúar er heldur óvenjulegt og forvitnilegt listamannsnafn og Bryn- dís er spurð hverju það sæti. Hvers vegna Febrúar? „Þegar ég var að ákveða með nafn var ég með tvö sem ég var að velta fyrir mér og þetta varð ofan á út af því að það tengist svo mikið tónlistinni sem ég er að gera. Tónlistin mín er oft melankól- ísk og aðeins í dekkri kantinum en það er það sem ég elska við þennan mánuð; myrkrið og eitthvað melan- kólískt hangir yfir öllu en á hlýjan hátt,“ svarar Bryndís. „Fyrir mér er þetta oft hlýrra tímabil en sumrin.“ – Þú ert líklega í minnihluta þar?! Bryndís hlær. „Ég er ekki mikil sumarmanneskja og þess vegna fíla ég það líklega svona vel að vera hérna á Íslandi.“ Þroskandi en erfitt Lögin á plötunni eru með píanó- leik í grunninn og Bryndís segist hafa lært á píanó í nokkur ár sem barn og samið lög á hljóðfærið. „Ég entist ekki lengi í náminu af því ég hafði ekki mikla þolinmæði þegar kom að því að læra ný verk. Ég byrj- aði að læra og fór svo að búa til eitt- hvað í kringum verkin,“ útskýrir Bryndís. Fyrir þremur árum hafi hún farið aftur í nám, í djasspíanó- deild FÍH. „Þetta hefur fylgt mér, píanóið og áhuginn á því, frá því ég var lítil og hefur alltaf verið stór hluti af mér,“ segir Bryndís og bætir við að hún hafi líka lært djasssöng í eitt ár. About Time, það var tími til kom- inn að platan kæmi út, eða hvað? „Já, ég var feimin þegar ég var yngri og er reyndar ennþá. Þegar ég var tvítug fór ég í lýðháskóla í Dan- mörku, listaskóla, og samdi fimm laga plötu þar. Þegar ég kom heim og ætlaði að fara að sýna fólki hana fór ég bara í baklás og endaði með því að sýna bara þremur vinum mín- um plötuna. Ég hélt allri tónlistinni sem ég bjó til fyrir sjálfa mig í lang- an tíma, allt þar til fyrir fimm eða sex árum. Þá fann ég að mig langaði til að sýna öðrum hvað ég væri að gera. About Time getur þýtt svo margt, bæði að loksins sé komið að þessu en líka að margt af því sem ég samdi plötuna um var um tímabil sem ég fór í gegnum sem var þroskandi en erfitt. Það tekur tíma að fara í gegn- um hlutina.“ Tónlist við sögur – Á Spotify segir að tónlistin þín beri keim af kvikmyndatónlist með píanó í forgrunni. „Já, ég er undir miklum áhrifum frá kvikmyndatónlist og allt sem ég geri er einhvers konar saga og hljóð- heimurinn gæti verið hluti af kvik- mynd. Það gerðist eiginlega bara óvart en það hefur verið draumur minn að búa til tónlist sem hægt er að nota við sögur, hvort sem það er leikhús, kvikmyndir eða sjónvarps- þættir,“ svarar Bryndís. Hvað helstu áhrifavalda varðar nefnir hún Nick Drake og Leonard Cohen og hin síðustu ár Agnesi Obel. „Ég hlusta líka mikið á lagalista með tónlist úr kvikmyndum og þá að mestu tónlist þar sem píanó er grunnurinn og við bætast strengja- hljóðfæri.“ En hvenær verður hægt að sjá Febrúar á tónleikum? Bryndís hlær og segir erfitt að svara því á tímum kórónuveirunnar. „Mig langaði að halda tónleika á Kornhlöðunni og var búin að hafa samband og þá brast á með Covid. Ég er farin að skoða þetta aftur en staðirnir eru færri og ekki allir farnir að taka við bókunum. Ég vona að eft- ir þrjár eða fjórar vikur verði ég komin með stað þar sem ég get ann- aðhvort spilað nokkur lög eða haldið heila tónleika. Það eru líka tvö mynd- bönd á leiðinni þannig að mig langar að tengja þetta saman. Ég er með alla anga úti að finna stað.“ Ljósmynd/Anna Maggý Vetrartýpa Bryndís kallar sig Febrúar og segist kunna vel við þann árstíma myrkurs og kulda hér á Íslandi. „Ekki mikil sumarmanneskja“  Tónlistarkonan Febrúar gefur út sína fyrstu breiðskífu, About Time  Hún segir tónlist sína oft melankólíska og í dekkri kantinum en þó alltaf hlýja  Undir miklum áhrifum frá kvikmyndatónlist Þjóðleikhúsið og Landsbókasafn Ís- lands – Háskólabókasafn hafa tekið upp samstarf í þeim tilgangi að varðveita merkar upptökur frá leiksýningum, allt frá opnun Þjóð- leikhúss til þessa dags, og gera þær aðgengilegar á stafrænu formi. Í þeim tilgangi hefur Þjóðleikhúsið afhent Landsbókasafni mikið magn af hljóð- og myndritum sem tekin hafa verið upp í leikhúsinu. Um er að ræða margvíslegar upptökur af leiksýningum og viðburðum á svið- inu, allt frá opnun Þjóðleikhússins árið 1950, sem og leikhljóð sem gerð hafa verið í gegnum árin fyrir sýningar. Hér má nefna segulbönd, geisladiska, VHS-spólur og staf- rænar upptökur, sem teknar hafa verið upp af tæknimönnum leik- hússins og geymd þar. Við afhendinguna undirrituðu Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri sam- starfssamning milli stofnananna sem kemur til framkvæmda á kom- andi árum. Í tilkynningu segir að sameignlegt markmið stofnananna sé að gera þennan hluta leiklistar- arfsins aðgengilegri í meira mæli til fræðimanna og almennings á komandi árum. Upptökur sem nú eru afhentar Landsbókasafni til varðveislu séu góð viðbót við það sem áður er komið í Lands- bókasafn. Þegar Leikminjasafn Íslands var lagt niður runnu gögn þess til Þjóð- minjasafns og Landsbókasafns. Þessi gögn, upptökur, ásamt skjala- söfnum leikara og leikfélaga, leik- handritum og leikskrám, svo eitt- hvað sé nefnt, mynda því heild í sögu sviðslista. Þá segir að í sumar vinni Þjóðleikhúsið sjálft einnig að mikilvægri skráningu gagna sem er að finna í söfnum leikhússins. „Það er vel við hæfi að á 70 ára afmæli leikhússins séu þessar dýr- mætu upptökur að komast í öruggt skjól í hendur færasta fagfólks landsins í varðveislu,“ segir Magn- ús Geir. „Ég hlakka til að móta áfram samstarf við Landsbóka- safnið og fá tækifæri til að líta aug- um eitthvað af perlunum sem þarna leynast.“ Og Ingibjörg bætir við: „Að gera þetta mikilvæga efni að- gengilegt rannsakendum í framtíð- inni og nýta upplýsingatæknina til að tengja við önnur gögn Lands- bókasafnsins er mikilvægt fyrir ís- lenska sviðslistasögu.“ Sagan flutt Kössum með ýmsum gögnum úr leikhúsinu komið í flutningabíl. Upptökur og fleira úr sögu Þjóðleik- hússins flutt á Landsbókasafnið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.