Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Grayline hefur áformað að hefja
akstur með ferðamenn í byrjun júlí.
Þórir Garðarsson stjórnarformaður
segir að nú sé ákveðið tilrauna-
tímabil í ferðaþjónustunni og end-
anleg ákvörðun um það hvenær
byrjað verður eða í hversu miklum
mæli verði tekin í næstu viku.
Fólksflutningafyrirtækin af-
skráðu flestar rútur sínar vegna
verkefnaleysis í byrjun kórónu-
veirufaraldursins og nýttu sér úr-
ræði stjórnvalda um lækkun starfs-
hlutfalls starfsfólks eða sögðu því
upp.
Þórir segir að hægt sé að ræsa
rúturnar með skömmum fyrirvara
og afturkalla uppsagnir þess starfs-
fólks sem þurfi til verkefna, ef
ferðamannastraumurinn eykst aft-
ur.
Segir Þórir að ferðamenn haldi
nokkuð að sér höndum um bókanir í
júlí en aðeins sé að lifna yfir bók-
unum í ágúst og fram eftir vetri.
Stærri ferðaskrifstofur séu að taka
við sér og reyni að færa viðskipta-
vini á milli áfangastaða. Þar sé Ís-
land ofarlega á blaði.
Þetta séu þó ekki margir ferða-
menn, miðað við það sem áður hafi
verið. „Það er tilraunarinnar virði
að sjá hvernig markaðurinn tekur
við þessu. Kannski opnast flóðgátt í
júlí og ágúst og þá verðum við fljótir
að setja í gang,“ segir Þórir en vill
þó hafa fyrirvara á um þróunina.
Halda 1% af tekjunum
Sem dæmi um tekjufallið sem
fyrirtækið varð fyrir vegna farald-
ursins nefnir Þórir að tekjurnar hafi
verið tæpar 700 milljónir á þriggja
mánaða tímabili frá desember til
febrúar en farið niður í 680 þúsund
krónur á þriggja mánaða tímabili
eftir að faraldurinn skall á. Tekj-
urnar á seinna tímabilinu voru því
aðeins 1% af tekjum fyrra tímabils-
ins.
Hægt að ræsa rúturnar með skömmum fyrirvara
Grayline athugar
með að hefja akstur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stöðvun Sjá má margar númerslausar rútur á stæðum rútufyrirtækjanna.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
og formaður Framsóknarflokks,
hyggst áfram
gefa kost á sér
sem formaður
flokksins. Hann
tilkynnti þetta á
miðstjórnarfundi
flokksins í gær.
„Næsta vetur
byrjar upptakt-
urinn að kosn-
ingum sem verða
einar þær mikil-
vægustu í sögu
þjóðarinnar því að sú ríkisstjórn
sem þá fer með stjórn landsins þarf
að takast á við eftirmál þeirrar
kreppu sem við berjumst nú við,“
sagði Sigurður í ræðu sinni á fund-
inum.
Standi í stafni í baráttunni
„Þá verður mikilvægt að Fram-
sókn sé sterk og nýti reynslu sína og
styrk við stjórn landsins með öfga-
leysi sínu og samvinnuhugsjónum.
Ég ætla mér að standa í stafni í
þeirri baráttu og leiða flokkinn til
aukins styrks og áhrifa.“
Sigurður tók við formennsku í
flokknum snemma árs 2017.
Hann gerði einnig að sérstöku
umtalsefni að handan við hornið
væri glænýtt Framsóknarapp og um
leið uppfærð heimasíða flokksins.
snorrim@mbl.is
Vill áfram
leiða
Framsókn
Mikilvægar kosn-
ingar fram undan
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Rætt hefur verið hvort rifta eigi
samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna
og stjórnarandstöðunnar er kveður á
um að stjórnarandstaðan fari með
formennsku í þremur fastanefndum
Alþingis. Þetta herma heimildir
Morgunblaðsins innan úr ríkis-
stjórnarflokkunum. Þingnefndirnar
sem um ræðir eru stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd, umhverfis- og sam-
göngunefnd og velferðarnefnd.
Er þetta jafnframt ekki í fyrsta
sinn sem framangreind tillaga hefur
komið til tals, en töluverðrar
óánægju hefur gætt meðal þing-
manna ríkisstjórnarflokkanna með
fyrirkomulagið. Telur fjöldi þing-
manna meirihlutans að formennska
viðkomandi flokka hafi ekki gefið
góða raun. Þá voru sömuleiðis mikl-
ar efasemdir um fyrirkomulagið
strax frá upphafi.
Alls eru fastanefndirnar átta tals-
ins og því er ljóst að stjórnarand-
staðan fer með formennsku í nær
helmingi allra þingnefnda. For-
mennska í framangreindum nefnd-
um hefur fallið í hlut þriggja stærstu
stjórnarandstöðuflokkanna; Mið-
flokksins, Pírata og Samfylkingar.
Eins og áður hefur komið fram
sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir,
þingmaður Pírata, sig úr embætti
formanns stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar nú á mánudag. Sagði hún
ástæðu afsagnarinnar vera linnu-
lausar árásir og valdníðslu meiri-
hluta nefndarinnar.
Óvíst með stöðu Jóns Þórs
Í kjölfar afsagnarinnar steig Jón
Þór Ólafsson, þingmaður Pírata,
fram og sagðist gera ráð fyrir að
taka við formennsku af Þórhildi. Að
sögn Jóns Þórs var það samkvæmt
samningi sem gerður var við upphaf
þings.
Að því er heimildir Morgunblaðs-
ins herma er þó alls óvíst að Jón Þór
njóti stuðnings meirihluta nefndar-
manna. Nú þegar hefur Brynjar
Níelsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks og nefndarmaður, lýst því yfir
að hann hyggist ekki styðja Jón Þór
til formennsku. Sagði Brynjar að
hugmyndir hans væru með þeim
hætti að ekki væri hægt að styðja
hann til formennsku í nefndinni. Þá
eru fleiri þingmenn mjög efins eða
mótfallnir því að Jón Þór taki við for-
mennsku í stjórnskipunar- og eftir-
litsnefnd. Njóti Jón Þór ekki stuðn-
ings meirihluta nefndarmanna er
óljóst hver taka mun við hlutverki
formanns.
Formennska fari frá minnihluta
Óánægja innan ríkisstjórnarflokkanna með fyrirkomulagið á formennsku í nefndum Hafa rætt
riftun samkomulags við stjórnarandstöðuna Samfylking, Píratar og Miðflokkur með formennsku
Morgunblaðið/Eggert
Nefnd Þórhildur var formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Ný flokkunarlína fyrir úrgang var tekin í notkun
í gær í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Hefjast
þar með prófanir á flokkun úrgangs frá heim-
ilum. Nýja línan er í tilkynningu Sorpu sögð
veigamikið skref í aðdraganda þess að hafin
verði tilraunavinnsla í nýrri gas- og jarðgerð-
arstöð í Álfsnesi. Stefnt er að því að tilrauna-
vinnsla hefjist í þeirri stöð, sem bera mun nafnið
Gaja, í júlímánuði.
Flokkar úrgang fyrir gas- og jarðgerðarstöð
Morgunblaðið/Eggert