Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
SMÁRALIND – WWW.DÚKA.IS
COMPONIBILI
hirsla
Frá 13.900,- stk.
JELLIES glös
Frá 2.190,-stk
DUNE Crystal bakki
46x32 cm – 10.900,-
CINDY lampi
32.900,- BATTERY lampi
Frá 21.900,- stk.
BOURGIE mattur
Limited Edition
borðlampi
54.900,-
TAKE lampi
12.900,- stk
MASTERS stóll
Frá 29.900,-
PLANET borðlampi
28cm 54.900,- stk.
KABUKI
borðlampi
52.900,-
MOON skál – fleiri litir
Ø 45 cm 13.900,-
Gefðu
í útskriftargjöf
Freyr Bjarnason
Hallur Már
Tekin voru sýni úr um 540 farþeg-
um sem komu til Íslands á mið-
vikudag. Greindist einn þeirra með
veiruna. Beðið er eftir mót-
efnamælingu til að skera úr um
hvort smitið er nýtt, og þar með
smitandi, eða gamalt, sagði Þór-
ólfur Guðnason sóttvarnalæknir á
blaðamannafundi almannavarna í
gær.
Frá því skimanir hófust við
landamærin á mánudag hafa sýni
verið tekin úr um 2.400 manns.
Sex manns hafa greinst með veir-
una og tveir þeirra eru taldir vera
smitandi. Þeir eru í einangrun.
Þórólfur tók fram að of snemmt
væri að draga víðtækar ályktanir
út frá skimuninni á landamær-
unum. Auðveldara yrði að gera það
eftir um tvær vikur. Fram-
kvæmdin hefði gengið nokkuð vel
þó einhverjir hnökrar hefðu komið
upp. Helst tengdust þeir tækni-
legum vandamálum við að koma
upplýsingum til einstaklinga um
niðurstöður skimana.
Fram kom í máli Páls Þórhalls-
sonar, skrifstofustjóra í forsætis-
ráðuneytinu, að landamæraeftirliti
á innri landamærum Schengen-
ríkjanna yrði hætt á mánudag. Þó
svo vegabréfseftirlit falli niður á
milli þessara ríkja mun lögreglan
áfram styðja við bakið á þeim sem
vinna við sýnatöku.
Atburðarás vikunnar hefur verið
hröð fyrir starfsfólk Sóttvarna-
hússins á Rauðarárstíg. Þar eru nú
sautján erlendir gestir, eða tveim-
ur fleiri en var þegar mest lét á
hápunkti faraldurs kórónuveir-
unnar hér á landi. Yfirleitt eru
fimm til tíu starfsmenn við störf í
húsinu, þar sem 72 herbergi eru til
reiðu.
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjón-
armaður hússins, segir hlutina
hafa gerst fullhratt fyrir sinn
smekk í vikunni. Starfsfólkið sé
samt sem áður tilbúið að bregðast
hratt við.
„Ég held að það komi einhverjar
sjö vélar í dag [til landsins] til
dæmis,“ sagði Gylfi við mbl.is í
gær.
„Við vitum ekkert hvort einhver
þar þurfi að koma hingað eða ekki.
Þannig að við erum alltaf viðbúin
því að þurfa að bregðast við.“
Spurður út í öryggisgæslu í hús-
inu segir Gylfi að öryggi sé alltaf í
forgangi til að tryggja sóttvarnir
og öryggi starfsfólks og sjálf-
boðaliða. Myndavélar séu á öllum
göngum og öryggisverðir séu alltaf
til staðar, og sú hafi alltaf verið
raunin.
Of snemmt að draga ályktanir
Sýni höfðu í gær verið tekin úr um 2.400 komufarþegum Sex greinst með veiruna Vandamál
komið upp við miðlun upplýsinga um niðurstöður skimana 72 herbergi til reiðu í Sóttvarnahúsinu
Nýtt aðkomutákn Garðabæjar sem
markar aðkomu að bænum hefur
verið sett upp vestan megin við
Hafnarfjarðarveg á Arnarneshálsi.
Verkið er fléttað saman úr þremur
jafnstórum flötum römmum í þrívítt
verk. Aðkomutáknið var valið í hug-
myndasamkeppni Garðabæjar og
Hönnunarmiðstöðvar Íslands á með-
al hönnuða og myndlistarmanna árið
2016 þegar Garðabær fagnaði 40 ára
kaupstaðarafmæli.
Vinningstillagan sem nú er risin
kom frá Teiknistofunni Tröð og var
unnin af Sigríði Magnúsdóttur, arki-
tekt FAÍ, Hans-Olav Andersen,
arkitekt FAÍ, Magnúsi Andersen
ljósmyndara og Nínu Solveigu And-
ersen.
Á næstu misserum verður að-
komutákninu komið upp í mismun-
andi stærðum á fleiri stöðum í bæn-
um, en hægt er að útfæra táknið úr
mismunandi efnum og ólíkum stærð-
um eftir því hvað hentar best á
hverjum stað.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Skipt út Gamla merki Garðabæjar víkur fyrir nýja aðkomutákninu.
Nýtt aðkomutákn á bæjar-
mörkum Garðabæjar
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu hefur birt ellefu Rúmenum
sektarboð að upphæð 150 til
200 þúsund krónur fyrir brot á
sóttkví, auk þess sem tveimur
af þeim hefur verið birtur úr-
skurður Útlendingastofnunar
um vísun úr landi.
Eftir er að koma í ljós hvort
fleiri úr hópnum verður vísað úr
landi, að sögn Ásgeirs Þórs Ás-
geirssonar, yfirlögregluþjóns
hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu.
Fyrir utan þessa ellefu sem
birt hefur verið sektarboð fer
lögreglan á Suðurlandi með mál
Rúmenanna þriggja sem voru
handteknir fyrst hér á landi
grunaðir um þjófnað og fyrir að
hafa brotið lög um sóttkví.
Tveimur vísað
úr landi
ELLEFU SEKTAÐIR
Ljósmynd/Lögreglan
Blaðamannafundur Almannavarnir boðuðu til fundar í Katrínartúni í gær. Páll Þórhallsson var með þríeykinu.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 6 19
Útlönd 1 0
Austurland 8 18
Höfuðborgarsvæði 1.322 322
Suðurnes 77 54
Norðurland vestra 35 3
Norðurland eystra 46 31
Suðurland 180 41
Vestfirðir 97 26
Vesturland 44 19
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands
Óþekktur
Erlendis
65.801 sýni hafa verið tekin
10 einstaklingar eru látnir
Enginn á
sjúkrahúsi
eða á
gjörgæslu
5 einstaklingar eru í einangrun
Fjöldi smita frá 28. febrúar til 17. júní
Heimild: covid.is
1.816
5
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
þeirra sem
hafa greinst
voru í sóttkví
81%
57%
8,6% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,51% sýna tekin hjá ÍE
22.030 hafa lokið sóttkví533 manns eru í sóttkví
Staðfest smit
Virk smit
apríl maí júnímars
1.816 smit voru staðfest í gær kl. 13.00
5 eru með virkt smit
1.801 einstaklingar hafa náð bata