Morgunblaðið - 19.06.2020, Síða 14

Morgunblaðið - 19.06.2020, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það sló íbrýnumilli Ind- verja og Kín- verja á mánu- daginn, en ríkin tvö hafa löngum deilt um hvar landamæri þeirra, sem eru um 3.500 kíló- metra löng, eigi að liggja. Hafa reglulega komið upp skærur á landamærunum vegna þessara deilna, en að þessu sinni brá svo við að mannfall varð í átök- unum í fyrsta sinn í ára- raðir. Í fyrstu fregnum af at- vikinu var talið að að minnsta kosti þrír hefðu fallið hjá Indverjum og fimm hjá Kínverjum, en eftir því sem frekari upp- lýsingar berast virðist sem mannfall beggja sé talið í tugum, sem vekur athygli þar sem landamæraerjur ríkjanna hafa verið háðar síðustu 45 árin með hnef- um, grjótkasti og bareflum frekar en skotvopnum. Hefur það verið með ráð- um gert til þess að koma í veg fyrir atvik af því tagi sem átti sér stað í byrjun vikunnar. Það er oft hægara sagt en gert að marka með lín- um á korti hvar landamæri eigi að liggja, sér í lagi þegar landslagið er með þeim hætti sem þekkist í hinum hrjóstrugu Himalajafjöllum. Það seg- ir sína sögu að Kína og Indland háðu styrjöld sín á milli árið 1962 vegna hinna umdeildu landa- mæra, en af þeirri styrjöld hlaust einungis landa- mæralína sem hvorugur aðilinn vill viðurkenna. Ríkin tvö hafa síðan þá reglulega lent í deilum, þar sem þau skiptast á að reisa mannvirki og tjöld, sem hinn aðilinn rífur jafnharðan niður. Mun það vera kveikjan að deilunum nú, að Indverjar hafi viljað leggja vegi og reisa önnur mannvirki í Galwan- dalnum svonefnda, sem aftur hafi fengið Kínverja til þess að senda herlið í dalinn til þess að verja hagsmuni sína. Þegar rýnt er í orð er- lendra sérfræðinga um deilur ríkjanna vilja marg- ir þeirra setja deilurnar nú í samhengi við það, að Kínverj- ar hafa á síðustu árum fundið sí- fellt meir og meir til krafta sinna, og um leið nýtt þá til þess að sýna mátt sinn og megin. Þeirr- ar tilhneigingar hefur ekki bara orðið vart í sam- skiptum þeirra við Ind- verja, heldur einnig í sam- skiptum þeirra við önnur ríki, líkt og á Suður- Kínahafi þar sem Kínverj- ar halda fram stórtækum yfirráðakröfum, sem og í samskiptum þeirra við Hong Kong og Taívan, sem hafa farið síversnandi á seinni árum. Indverjar, í forsætisráð- herratíð Narendra Modi, hafa einnig viljað láta meira til sín taka á al- þjóðavettvangi, en á sama tíma hefur kórónuveiru- faraldurinn komið illa við bæði indverskt efnahagslíf og vinsældir Modi. Hann má því lítt við því að virð- ast vera minni aðilinn í deilum sínum við kínversk stjórnvöld. Hann hefur því sagt að Indverjar séu ávallt viðbúnir að svara öllum ögrunum Kínverja á landamærunum, en um leið leggja indversk stjórnvöld áherslu á að ríkin séu að ræða saman til þess að reyna að leysa úr deilunum „á bak við tjöldin“. Það væri ákjósanlegt ef ríkin tvö gætu komið sér saman um betri leið til þess að leysa úr erjum sín- um en með þessum skrítna hætti, þar sem hnefarnir hafa fengið að ráða, ekki síst nú þegar alvarlegur mannskaði hefur hlotist af. Ofbeldi hefur tilhneigingu til að geta af sér frekara ofbeldi, og slíkt getur haft grafalvarlegar afleiðingar í för með sér þegar ríkin sem um ræðir eru bæði búin kjarnorkuvopnum. Sem betur fer bendir fátt til annars en að stjórnvöld í báðum ríkjum átti sig á þeirri ábyrgð sem því fylgir að vera kjarnorku- veldi, en þegar menn leika sér að eldi, er alltaf hætta á að blossi upp bál. Það er alltaf áhyggjuefni þegar tvö kjarnorkuveldi deila hart} Varhugaverðar skærur R eynslan sýnir að mörg börn missa niður lesfærni sína á sumrin, og þurfa að verja vik- um í upphafi nýs skólaárs til að ná upp fyrri getu. Það er slæm nýting á tíma, hún dregur úr sjálfsöryggi skólabarna og árangri þeirra í námi. Aftur- förin getur numið einum til þremur mán- uðum í námsframvindu, því getur uppsöfnuð afturför hjá barni í 6. bekk numið allt að einu og hálfu skólaári. Besta sumargjöfin sem foreldrar geta gefið börnum sínum er les- stuðningur og hvatning, í hvaða formi sem er. Börn í 1.-4. bekk eru sérstaklega viðkvæm fyrir lestrarhléum á sumrin. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær, að ekki þarf mikið til að börn viðhaldi lesfærninni og taki framförum. Með því að lesa í 15 mínútur tvisvar til þrisvar í viku má koma í veg fyrir afturför, en með daglegum lestri á hæfi- lega krefjandi texta taka börn stórstígum framförum. Skemmtilegar bækur og hæfilega flókinn texti er besta hvatningin fyrir unga lesendur, hvort sem hann er í bók, á blaði eða skjá. Raunar má segja að sumarið sé sér- staklega skemmtilegur tími til að lesa, því þá má flétta lestur saman við frí og ferðalög, áhugamál og uppátæki. Það er til dæmis gaman að lesa um fugla og pöddur í miðnætursól í Þórsmörk, eða fótboltasögur á leiðinni á íþróttamót. Hvort sem ferðinni er heitið á fjall eða í fjöru, er viðeigandi að stinga bók í bakpokann og næra sálina með lestri hvenær sem tækifæri gefst til. Hvorki foreldrar né börn þurfa að finna upp hjólið í þessu samhengi, heldur geta þau nýtt leiðir sem öllum eru aðgengilegar. Mennta- málastofnun býður til dæmis upp á skemmti- legan sumarleik fyrir börn, Lestrarlandakort- ið, sem miðar að því að kynna börnum ólíkar tegundir bóka og hvetja þau til lestrar. Um er að ræða Íslandskort fyrir tvo aldurshópa, þar sem vegir tákna ákveðna tegund bóka sem börn eru hvött til að lesa. Á bakhliðinni geta þau skrifa niður titla bókanna sem þau lesa og smám saman fyllt út í kortið, eftir því sem líð- ur á sumarið. Sjálfar bækurnar má nálgast víða, bæði í bókabúðum og -söfnum, sem eru yfirfull af spennandi og áhugaverðum fjár- sjóðum fyrir alla aldurshópa. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Verum þeim góð fyrirmynd í sumarfríinu, gefum okkur tíma til að lesa og njóta, með bók í hönd eða hljóðbók við eyrað. Lesum blöð og bækur, í bílum og bátum. Höldum ævin- týraheimi bókanna að börnum, sem styrkja með lestri orðaforða sinn og auka þannig skilning sinn á heiminum og eigin hugsunum. Ég hvet ykkur til að aðstoða börnin við að finna lestrarefni sem hentar þeim og knýr rannsóknarviljann áfram. Betra veganesti inn í framtíð- ina er vandfundið. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Besta sumargjöfin Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Rúmlega fjórðungur starfs-manna Reykjavíkur-borgar telur sig hafa orð-ið vitni að fordómum eða skorti á virðingu í starfi á síðustu tólf mánuðum. Er algengast að fordóm- arnir snúi að starfsfólki af erlendum uppruna, en einnig er nefnt heilsu- far, kyn, aldur, holdafar, fötlun, trúarskoðanir og kynhneigð. Þetta er meðal fjölmargra atriða sem fram koma í viðhorfskönnun meðal starfsmanna borgarinnar. Slík könnun hefur verið gerð reglulega frá 2013. Tæp 14 prósent starfsmanna borgarinnar segja að þeir hafi á síð- ustu tólf mánuðum orðið fyrir áreitni frá þjónustuþegum borgarinnar og tæp fimm prósent nefna áreitni frá samstarfsmönnum. Fram kemur að 3,4 prósent telja sig hafa sætt einelti af hálfu sam- starfsfólks og 1,8 prósent orðið fyrir einelti af hálfu þjónustuþega. Þegar upplýsingar um þá sem telja sig hafa orðið vitni að fordóm- um eru skoðaðar nánar kemur í ljós að flestir þeirra (40 prósent) eru starfsmenn í ráðhúsinu. Næst- fjölmennasti hópurinn (tæp 30 pró- sent) starfar hjá íþrótta- og tómstundasviði. Í könnun sem birt var fyrir fimm árum nefndu tæp 10 prósent þátttak- enda að þeir hefðu orðið fyrir áreitni frá samstarfsfólki. Þetta hlutfall hef- ur lækkað verulega og er nú innan við 5 prósent. Áreitnin sem nefnd er birtist fyrst og fremst í ummælum (77,6 prósent) en einnig eru dæmi um annars konar áreitni, þar á meðal kynferðislega. Algengast er að starfsfólk þjónustu- og nýsköpunar- sviðs og starfsfólk íþrótta- og tóm- stundasviðs nefni þetta. Einelti hefur aukist Einelti frá samstarfsfólki hefur lít- illega aukist frá síðustu könnun 2019, úr 2,8 prósentum í 3,4 prósent. Mest var kvartað yfir slíku 2015 þegar 4,2 prósent nefndu það. Eineltið birtist oftast í illu umtali (56,3 prósent) en einnig í niðurlægingu, útilokun, stríðni og aðkasti eða að upplýs- ingum er haldið frá viðkomandi. Al- gengast er að starfsfólk íþrótta- og tómstundasviðs nefni þetta. Reykjavíkurborg hefur markað stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi og er hún kynnt í bæklingi sem gef- inn var út árið 2017. Þar segir m.a. að borgin taki skýra afstöðu gegn ein- elti, kynferðislegri áreitni, kynbund- inni áreitni og ofbeldi. Vitnað er í starfsmannastefnu borgarinnar: „Starfsmaður, sem með orðum, lát- bragði eða atferli, ógnar, truflar eða ögrar öðrum á vinnustað, leggur starfsmann í einelti eða sýnir honum kynferðislega áreitni, telst brjóta grundvallarreglur samskipta á vinnustað.“ Fram kemur að slík hegðun getur leitt til áminningar og eftir atvikum starfsmissis. Í bæklingnum segir að mannrétt- indastefna Reykjavíkurborgar nái til fjögurra þátta; Reykjavíkurborgar sem stjórnvalds, sem atvinnurek- anda, sem þjónustuveitanda og sem samstarfsaðila. „Miðar stefnan að því að allir starfsmenn njóti jafns réttar án tillits til uppruna, þjóð- ernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kyn- hneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu.“ Reykjavíkurborg leggur áherslu á að skapa og viðhalda starfsumhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heilindi og fagmann- legt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum. Til þess að undirstrika þær áherslur hefur skýr stefna ásamt verkferlum verið sett fram sem felur í sér nauðsynlegar aðgerð- ir til að koma í veg fyrir og uppræta háttsemi sem teljast má einelti, áreitni eða ofbeldi. Fleiri opinberir aðilar hafa verið að huga að þessum málum að undan- förnu. Í fyrrahaust var kynnt rann- sókn Félagsvísindastofnunar Há- skólans fyrir félagsmálaráðuneytið, þar sem fram kom að rúmlega tveir af hverjum tíu hafa orðið fyrir einelti á vinnustað og konur eru líklegri til að greina frá einelti. Fram kom að fatlaðir og einstaklingar með skerta starfsgetu væru mun líklegri til að hafa reynslu af einelti en einstak- lingar án skerðingar eða fötlunar. Rúmlega 15 prósent þátttakenda í rannsókninni greindu frá því að þeir hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni einhvern tíma á starfsævinni. Í ljós kom að fatlaðir og einstakling- ar með skerta starfsgetu eru líklegri til að hafa orðið fyrir slíkri áreitni. Þá eru þeir sem eru með erlent ríkis- fang síður líklegir til að greina frá áreitni í sinn garð. Þá var í vor kynnt skýrsla Félags- vísindastofnunar um vinnustaða- menningu á Alþingi, jafnt á meðal al- þingismanna sem starfsfólks. Þar kom m.a. fram að 20 prósent þátttak- enda höfðu orðið fyrir orðið einelti, þar af 37,7 prósent þingmanna. Alls sögðust 18,4 prósent allra þátttak- enda í könnuninni hafa orðið fyrir kynbundinni áreitni. Af þeim 28 svarendum sem höfðu upplifað ein- elti á starfstíma sínum voru 35,7 pró- sent sem höfðu orðið fyrir því á síð- ustu sex mánuðum. Fjórðungur orðið vitni að fordómum 5% 14% 3% 2% 26% Áreitni, einelti og fordómar sl. 12 mánuði Viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 25% 20% 15% 10% 5% 0% Áreitni Einelti Fordómar Heimild: Reykjavíkurborg Hafa orðið fyrir áreitni/einelti Frá samstarfsfólki Frá þjónustuþegum Hafa verið vitni að fordómum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.