Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 Fjós Kúabændur eru farnir að hleypa kúnum út í frelsi sumarsins. Þessir nautgripir bíða eftir að þeirra tími komi. Kristinn Magnússon Á Íslandi ríkir sá siður við útfarir að prestur er fenginn til að flytja minning- arorð um hinn látna. Gerist þetta með þeim hætti að prest- urinn hittir nánustu ástvini og fær hjá þeim upplýsingar um æviferil viðkom- andi manns og það sem verðugt er talið að taka með í minningarorðin. Prestar sinna þessu hlutverki oftast af kostgæfni og flytja hugþekka lýsingu á hinum látna við athöfnina. Lýsingin nær því hins vegar sjaldan að verða per- sónuleg. Þetta er meira eins og greinargerð í máli þar sem gera skal upp mannkosti hins látna. Hvers vegna gerum við þetta svona? Af hverju fáum við ekki einhvern sem þekkti hinn látna persónulega til að flytja um hann minningarorðin, jafnvel fleiri en einn hverju sinni. Þetta geta verið vinir, starfsbræður eða náin ættmenni hins látna. Við minnumst þeirra sem and- ast með ritun minningargreina í blöð. Sá siður er ágætur og hef- ur þýðingu við að varðveita minningarnar á sinn hátt. Þetta hefur hins vegar ekki bein áhrif á helgiathöfnina við útförina. Ég hef séð upptökur af útför- um í öðrum löndum þar sem sá háttur er hafður á sem hér er nefndur. Svona ræðuflutningur getur oft verið hjartnæmur og eftirminnilegur. Fræg dæmi eru um ræðu sem stórleikarinn Kevin Kostner flutti yfir æsku- vinkonu sinni Whitney Houston eða ræðu sem George W. Bush yngri flutti yfir föður sínum George H. W. Bush en báðir þessir menn höfðu gegnt emb- ætti forseta Banda- ríkjanna. Eða ræð- ur sem fluttar voru við útför Muham- mads Ali, þar sem m.a. vinir hans Billy Crystal og Bill Clinton fluttu fal- legar ræður. Það skiptir í raun engu máli hversu frægur svona ræðu- maður er og þá ekki heldur hinn látni. Aðalatriðið er að sá sem talar hafi þekkt hinn látna persónulega, þótt eitthvað til hans koma og þótt vænt um hann. Svona ræðuflutningur verður oftast miklu eftir- minnilegri en greinargerðir prestanna geta orðið. Verði svona hættir teknir upp hér yrði auðvitað ekki nauðsynlegt að haga öllum út- förum svona. Ef aðstandendum líkar gamla aðferðin betur geta þeir auðvitað viðhaft hana frek- ar. Prestar sem stýra útförum ættu að hugleiða hvort ekki sé orðið tímabært að breyta fyr- irkomulagi þeirra á þennan veg. Eins ættu aðstandendur að huga að þessu sjálfir, enda verður ekki séð að neitt mæli gegn því að haga útför ástvinar á þann hátt sem hér er nefnd- ur. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Aðalatriðið er að sá sem talar hafi þekkt hinn látna per- sónulega, þótt eitthvað til hans koma og þótt vænt um hann. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Útfarir Það er stundum nokkur raun að því að hlusta á útvarpsþætti og þá umræðu sem þar fer fram. Oft reyni ég að hlusta á slíka þætti til að bæta við þekkingu mína eða heyra sjónarmið ann- arra. Þá er oft fróð- legt að heyra nálgun viðmælenda í slíkum þáttum og heyra hvort þeir bæti við almenna þekkingu þjóðarinnar. Einn útvarpsþáttur af þessu tagi bætti ekki við þekkingu mannkyns en opinberaði vanþekkingu blaða- manna á læknisfræðilegum rann- sóknum og rekstrar- og efnahags- legum forsendum slíkra rannsókna. Þá er yfirgripsmikil vanþekking margra blaðamanna á rekstri og efnahagsmálum sjálfstætt efna- hagsvandamál, sem skilar sér í rangfærslum og rangtúlkunum, og er sjálfstætt vandamál í lýðræð- isríki. Lýðræði líður fyrir slíka vanþekkingu. Stundum má ætla að eigin efnahagsvandamál blaða- manna sé hvort í senn orsök og af- leiðing vanþekkingar. Orðskrípi Nýverið hefur verið fundið upp orðskrípið „óhagnaðar-“ í nokkrum orðasamböndum. Sá er þetta ritar er nokkuð vel að sér í reiknings- skilum og veit hvað er hagnaður og hvað er tap. Sömuleiðis veit sá er þetta ritar hvað er lán og ólán, og fer einnig nærri um hvað er ham- ingja og hvað er óhamingja. Af þessu tvennu verður aðeins dregin sú ályktun að óhagn- aðardrifinn rekstur sé drifinn áfram af tap- rekstri. Það er álíka viska, og að halda því fram að augljós tap- rekstur geti verið þjóðhagslega hag- kvæmur. Í samfélag- inu er sívaxandi eft- irspurn eftir óhagnaði. Á sama tíma fer skilningur á hagnaði, og þar með framförum, síminnk- andi. Umræða um hagnað Hagnaður er glæpur og gróði enn verri. Afleiðing af þeim glæp kann að verða greiðsla á arði, sem verður þá meiri glæpur en hagn- aðurinn sjálfur. Þó er þversögnin sú að samfélag, sem fer á mis við hagnað, fer jafnframt á mis við skatttekjur. Það er einnig mikil fylgni á milli launa í fyrirtækjum og hagnaðs fyrirtækjanna. Svigrúm fyrirtækja til launagreiðslna fer eftir hagnaði og ávöxtun í rekstri. Það er hrein raun að hlusta á eftirsókn eftir óhagnaði og á hvern veg á að bregðast við óhagnaði á efsta degi. Óhagnaður getur aðeins endað á tvo vegu, með gjaldþroti eða ríkisframfæri, og þá framfæri þeirra sem greiða skatta af hagn- aði og skatti af launum þeirra sem vinna hjá fyrirtækjum sem skila hagnaði af rekstri sínum. Það kann að vera að óhagnaður sé tímabund- inn og þá reyni á þolinmæði. Sam- kvæmt viðurkenndum reiknings- skilareglum er þróunarkostnaður gjaldfærður í varúðarskyni, en það er alls ekki viðurkenning á því að þróun á vöru og þjónustu geti ekki skilað af sér tekjum og þar með hagnaði í framtíð. Erfðagreining og skimun Í framangreindum útvarpsþætti virtist eiga að ræða aðkomu Ís- lenskrar erfðagreiningar að skim- un í Covid-19-faraldri. Sú varð ekki raunin. Áhyggjuefni þeirra blaðamanna sem tóku þátt í um- ræðunni var hvar hugsanlegur fjárhagslegur hagnaður af rann- sóknum Íslenskrar erfðagrein- ingar lenti, en ekki var rætt um læknisfræðilegan ávinning. Sá er þetta ritar lét af hendi sýni í skimun vegna hugsanlegrar Covid-19-sýkingar. Jafnframt var spurt hvort vilji væri til að láta af hendi blóðsýni til mótefnamælinga og hugsanlegra annarra lækninga- rannsókna. Ekki var beðið um gjald fyrir skimun en á móti kom afsal á fjárhagslegum hagnaði af rannsóknum. Framlagið, sýnishorn til skimunar og blóðsýni, eru fyrir gefandann um margt lík frjálsum gæðum, verðlaus, en verða að verðmætum við rannsókn á kostn- að þiggjandans, Íslenskrar erfða- greiningar. Vonandi verður gef- andinn þátttakandi í læknis- fræðilegum ábata af rannsókninni, eins og allt mannkynið. Íslensk erfðagreining hefur þolinmæði og bolmagn til að bíða fjárhagslegs ávinnings af rannsóknum sínum. Aðkoma Íslenskrar erfðagrein- ingar að skimun við leit að Covid-19-sýkingum hefur skipt sköpum í viðlögum gegn heimsfar- aldri. Þetta hefur Íslensk erfða- greining gert án gjaldtöku fyrir þátttakendur og fyrir íslensk heil- brigðisyfirvöld, þ.e. íslenskra skattborgara, þeirra sem greitt hafa gjöld af launum og hagnaði, og neyslu sinni. Sá er þetta ritar, vonar að Ís- lensk erfðagreining endurheimti fjárhagslegan óhagnað sinn af skimun og rannsóknum í framtíð- artekjum, sem falla til vegna auk- innar þekkingar á veirusjúkdóm- um. Íslendingar hafa tekið þá af- stöðu að hafna áhættu af þessum rannsóknum, sem erlendir eig- endur hafa tekið. Hagnaður lendir ávallt hjá þeim sem taka áhættu. Svo er einnig um óhagnað. Fræði- legur ávinningur og hagnaður kemur í hlut mannskyns. Sá er þetta ritar heldur alltaf svefni þegar öðrum vegnar vel.Það er heiður fyrir Íslending ef Ís- lenskri erfðagreiningu vegnar vel. Það er ávinningur fyrir mann- kynið. Velferð mannkyns Lækningarannsóknir snúast í grunninn að því að bæta velferð mannkyns. Til þess að hægt sé að stunda læknisfræðilegar rann- sóknir þurfa sjúklingar að láta af hendi gögn, jafnvel persónugrein- anleg en eftir atvikum dulkóðuð. Það er alvarlegt mál að fólk án grundvallarþekkingar skuli dregið fram til álitsgjafar í máli sem er jafn sérhæft og rannsóknir Ís- lenskrar erfðagreiningar. Fjöl- miðlun hefur skyldur. Ef blaða- menn hafa áhuga á óhagnaði og hafa áhyggjur af hagnaði, þá er nauðsynlegt að auka grunnþekk- ingu blaðamanna. Ósjálfbær óhagnaður getur aðeins haft í för með sér tortímingu. Viðbrögð Ís- lenskrar erfðagreiningar björguðu því sem bjargað varð í viðlögum Covid-19-faraldurs. Það er verk- efni Íslenskrar erfðagreiningar að vinna úr sínum rannsóknum til hagnaðar. Áhugi blaðamanna á að beinast að miðlun þekkingar á skimun og rannsóknum. Það kann að vera verkefni að greina frá fjár- málum Íslenskrar erfðagreiningar. Það er ekki verkefni blaðamanna að kveða upp gildishlaðna dóma um fjármál Íslenskrar erfðagrein- ingar eða annarra fyrirtækja eða félaga, sérstaklega þegar þekkingu skortir. Eins og Jón Hreggviðsson sagði; „mér er sama hvort ég er sekur eða saklaus, ég vil aðeins hafa bát- inn minn í friði“. Það er von mín að Kári Stefánsson fái að hafa sinn bát í friði. Þeir sem vilja mega segja hann dálítið ruglaðan. Senni- lega er það gott að vera lítillega ruglaður. Því eins og skáldið sagði í Sjálfsmat; Ef þú leggur lag við þá sem líkjast þér of mikið færðu leiða ugglaust á þeim öllum fyrir vikið. Og sannlega sýnist mér, á sjálfum þér. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Í samfélaginu er sí- vaxandi eftirspurn eftir óhagnaði. Á sama tíma fer skilningur á hagnaði, og þar með framförum, síminnk- andi. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. (Ó)hagnaður og Erfðagreining

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.