Morgunblaðið - 19.06.2020, Side 16

Morgunblaðið - 19.06.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 Lykilhlutverk líf- eyrissjóða er að ávaxta iðgjöld sjóð- félaga sinna á sem bestan hátt að teknu tilliti til áhættu. Það tel ég að sé flestum okkar sem greiðum í lífeyrissparnað efst í huga. Ég hef verið sjóð- félagi í Frjálsa líf- eyrissjóðnum lengi og á sínum tíma var sú ákvörðun mín að greiða í sjóðinn byggð á þeim ár- angri sem sjóðurinn hafði sýnt, því hvernig sjóðurinn er upp- byggður, því valfrelsi sem í sjóðnum felst og þeim möguleika að ég get sjálfur ákveðið að fara annað ef mér líkar ekki starfsemi sjóðsins. Enn sem komið er hefur ekki átt sér stað forsendubrestur í tengslum við þá ákvörðun mína. Ávöxtun Ávöxtun sjóðsins hefur verið góð og vænti ég ekki annars en að það verði raunin áfram. Oft getur þó gefið tíma- bundið á bátinn, en í mínum huga er lyk- ilatriðið í slíkum að- stæðum að ná hratt og örugglega til lands og að aflað sé vel. Ég tel að sú hafi verið raunin í starf- semi Frjálsa lífeyris- sjóðsins. Mér er í því samhengi minnisstæð setning sem einn frambjóðandi til stjórnar lét eitt sinn falla: „Gagnrýni á Frjálsa lífeyr- issjóðinn má líkja við að meta ár- angur knattspyrnuliða af því hversu mörg mörk þau fá á sig en ekki hversu margir leikir vinnast.“ Lýðræði Lýðræði á sér uppsprettu neð- an frá. Ég hef fullan skilning á því og tel í raun æskilegt að fólk geti haft ólíkar skoðanir, mis- munandi sýn sem endurspeglar fleiri en eina skoðun. Fólk þarf hins vegar að geta unnið saman sem ein heild að lokinni kosn- ingabaráttu og mikilvægt er að friður ríki um starfsumhverfi sjóðsins til að tryggt sé að lyk- ilhlutverk lífeyrissjóðsins sé ekki sett í aukahlutverk. Því miður hefur mér þótt hér nokkur brotalöm á síðustu miss- erum og sem sjóðfélagi tel ég það ekki mínum lífeyrissparnaði til framdráttar. Að staðinn sé vörður um gott starf Margt gott hefur áunnist síð- ustu ár. Stjórnarmenn eru kosnir af sjóðfélögum en ekki skipaðir. Niðurbrot fjárfestingamengis sjóðsins er birt reglulega á heimasíðu, rekstrarsamningur er birtur og reglulega eru upplýs- ingafundir haldnir. Á heimasíðu sjóðsins, sem og facebooksíðu, hefur verið greint frá fjárfest- ingum sjóðsins, hvort sem þær hafa gengið vel eða illa, og nú síðast einnig greint frá hvernig óhefðbundnari áhættumeiri fjár- festingar hafa gengið. Fram- kvæmdastjóri er nú starfsmaður sjóðsins. Að allt upplýsingaflæði til sjóð- félaga eigi að fara fram í gegnum ársreikning, umfram ýtrustu kröfur eftirlitsaðila, eins og gagnrýni hefur komið fram um í þessari viku, tel ég ekki nauðsyn- legt. Aðrir miðlar ná eflaust bet- ur augum og eyrum sjóðfélaga í dag í þeim efnum. Að mínu mati er hins vegar umræðu þörf um þá endurteknu spurningu hvort Frjálsi lífeyr- issjóðurinn eigi að vera í rekstri Arion banka, sem ég tel ekki sjálfgefið. Í dag er staðan sú að staðið er vel að starfsemi sjóðs- ins og um leið hag okkar sjóð- félaga. Ég tel því ekki sérstaka ástæðu til breytinga eingöngu breytinganna vegna. Framboð mitt til stjórnar 23. júní næstkomandi verður ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins haldinn í Hörpu. Á þeim stjórn- arfundi býð ég mig fram til stjórnarkjörs í starf aðalmanns. Ég er sannfærður um að menntun mín og reynsla muni nýtast sjóðnum vel en ég er lög- giltur endurskoðandi og starfaði við endurskoðun og ráðgjöf í tæpa tvo áratugi. Ég hef reynslu af stjórnarsetu og starfa í dag sem forstjóri Steypustöðvarinnar. Ég vil sem stjórnarmaður fylgja eftir því góða starfi sem hefur verið unnið hjá Frjálsa líf- eyrissjóðnum á undangengnum árum, ásamt því að leggja mitt af mörkum til að tryggja góða ávöxtun eigna, standa vörð um lýðræði og valfrelsi sjóðfélaga og að í starfi stjórnar sé starfað sem ein heild. Ég hvet sjóðfélaga sem telja sig sjá samhljóm í mínum áherslum, sem og bera traust til mín, til þess að mæta á ársfund- inn og nýta atkvæðisrétt sinn. Frjálsi lífeyrissjóðurinn – Ávöxtun, lýðræði og að staðinn sé vörður um gott starf Eftir Björn Inga Victorsson »Ég vil sem stjórnar- maður fylgja eftir því góða starfi sem hefur verið unnið hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum á undangengnum árum… Björn Ingi Victorsson Höfundur er forstjóri Steypustöðv- arinnar og löggiltur endurskoðandi. Hann er sjóðfélagi og frambjóðandi til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins. bjorn.ingi.victorsson@gmail.com Plágur hafa gengið yfir heiminn fyrr þeirri sem nú stend- ur. Ein sú fyrsta sem menn vita af mun hafa herjað í Kína í kringum 3000 fyrir Krist. Um hana er lít- ið vitað annað en það, sem fundist hefur með fornleifaupp- greftri. Án efa hafa aðrar gengið á forsögulegum tíma, þó að ekki hafi fundist merki um þær. Að menn vissu og þekktu til slíkra atburða og ótt- uðust þá, má þó ráða af ýmsu, svo sem frásögn Gamla testa- mentisins af viðskiptum Mósesar við Faraó í Egyptalandi, þegar Ísraelsmenn vildu komast á braut. Plágur á sögulegum tíma Af skráðum frásögnum af plág- um er einna fyrst að nefna plágu í Aþenu um það bil árið 630 f. Kr., en um hana ritaði gríski sagnfræðingurinn Thucydides (460-400 f. Kr.), og einnig er til ritað efni um Antoninusar- pláguna, sem herjaði í Rómar- veldi árin 165-180 og lagði að því að talið er yfir 5 milljónir manna að velli innan heimsveldisins. Þessi plága átti mikinn þátt í veikingu þess og reyndar líka, að því að talið er, í auknum fram- gangi og áhrifum kristni. Allt fram undir okkar daga hafa menn verið ráðalitlir í við- fanginu við mannskæðar pestir. Læknisfræðin var lengi skammt á veg komin og lyfjafræðin jafn- vel enn skemmra. Menn sáu þó, að margar pestanna smituðust manna á milli og gripu því til ýmissa ráð, svo sem þeirra að forða sér eða afmarka svæði, sem voru nokkurs konar sóttkví- ar. Þetta dugði þó gjarnan lítið. Víða voru mikil þrengsli, svo sem í borgum. Þar var hreinlæti tíð- um lítið: opin skolpræsi, rusl á götum, músa- og rottugangur mikill, matur ekki hollur og vatn tæpast drykkjarhæft. Þetta átti við til dæmis í plágu (250-261) kenndri við Cyprian, biskup í Karþagó, sem lýsti henni, en talið er, að dáið hafi á tímabili allt upp í 5.000 manns dag hvern í Róm. Hið sama er um plágu, sem kennd er við Justinian, keisara í Austur-rómverska ríkinu (541-542). Þessi plága náði um heiminn sem næst allan. Hún tók sig upp aftur og aftur og er talin hafa lagt að velli um 10% íbúa heimsins. Just- inians-plágan mun hafa verið af- brigði Svarta dauða, en það heiti er þó einkum notað um plágu, sem barst frá Asíu til Evrópu árið 1346 og herjaði af miklum þunga allt til ársins 1353. Á þessu tímabili er talið að um helmingur íbúa Evrópu hafi fall- ið fyrir plágunni. En hún var ekki úr sögunni. Hún tók sinn toll af íbúum Lundúna árin 1665- 1666 og er talin hafa lagt að velli um 100.000 manns og innan þeirrar tölu 15% íbúa Lundúna. Enn mætti áfram telja, því að plágur hafa væntanlega fylgt mannkyninu allt frá upphafi þess og eru mun fleiri á sögulegum tíma en hér hefur verið rakið. Frá seinni tíð má nefna þann inflúensufaraldur, sem gekk 1889-1890 og drap um 1 milljón manna; inflúensufaraldurinn, sem kenndur er við Spán og lagði um 500.000 manns að velli árin 1918-1920; asísku flensuna árin 1957-1958, sem drap um 1,1 milljón manna; AIDS-faraldur- inn, sem upp kom árið 1981, stendur enn og er talinn hafa lagt velli um 35 milljónir manna á heimsvísu; svínaflensuna, sem herjaði 2009-2010 og drap að tal- ið er yfir 500.000 manns og ebólu-faraldurinn í Afríku árin 2014-2016, en við þessum sjúk- dómi er enn ófundin lækning. COVID-19 og önnur vá Nú stendur yfir faraldur, sem nefndur er COVID-19, og er ekki að baki. Enn sem komið er hefur hann ekki lagt að velli við- líka marga og ýmsir fyrri tíða faraldrar, einkum ekki, ef talið er í hlutfalli af íbúafjölda á hverjum tíma. Hann er þó grimmur og illvígur og hefur, eins og fyrri tíða stórfaraldrar, sannað, hve viðkvæmt mannlegt samfélag er, þegar náttúrunni þóknast að senda því nýjar ham- farir. „Náttúrunni“, vegna þess, að faröldrum má sannarlega líkja við ýmsa náttúruvá, sem mað- urinn á ekki önnur ráð við, eink- um í byrjun, en að forða sér með einhverjum hætti. Í slíkum tilfellum kemur fram, hve skammt mannleg geta nær, þegar náttúran lætur til sín taka. Nefna má til þess að gera stað- bundin fyrirbæri svo sem jarð- skjálfta, eldgos, stórrigningar, fellibylji og stórviðri önnur, en líka þær breytingar, sem í allri sögu veraldarinnar hafa gengið yfir í til dæmis reki jarðskorpu- fleka og þá landslagi – eða oftslagi og þá jafnt til kólnunar sem hins gagnstæða. Staða mannsins Manninum er hollast að gera sér grein fyrir því, hver staða hans í rauninni er. Hann, eins og allt annað skapað, er að fullu á valdi náttúrunnar og kenja henn- ar. Hann getur nýtt hana sér til viðurværis rétt eins og önnur dýr, sem á jörðinni er að finna. Hann ræður hins vegar ekki gangi náttúruaflanna. Það er því ekki annað en fávíslegur ofmetn- aður, þegar menn telja sér trú um slíkt. Maðurinn er sem lífsfyrirbæri engu æðri maurunum. Þeir eru á sinn hátt engu síðri sköpun. Maðurinn er hins vegar gæddur skynsemi umfram önnur dýr. Hana á hann að nýta ekki síst til þess að gera sér grein fyrir smæð sinni innan sköpunarverksins og temja sér auðmýkt frammi fyrir því. Sú auðmýkt á ekki að birtast sem aðgerðaleysi, heldur í við- urkenningu þess, að ekki er allt í valdi mannsins, heldur eru öfl á jörðu – og himni - máttugri hon- um. Þeim hlýtur hann að lúta. Eftir Hauk Ágústsson » Geta mannsins er lítil þegar náttúran lætur til sín taka. Haukur Ágústsson Höfundur er fv. kennari. Plágur og mannleg geta Í heildina hefur rík- isstjórnin – með stuðn- ingi stjórnarandstöð- unnar – gripið til skynsamlegra ráðstaf- ana til að bregðast við efnahagsáföllum af völdum heimsfarald- ursins. Nýjasta úrræð- ið er án vafa það sem mestu máli skiptir fyr- ir ferðaþjónustuna. Með nýsamþykktum lögum gefst fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir al- gjöru tekjuhruni kostur á að komast í greiðsluskjól. Að öðrum kosti blasir við flestum ef ekki öllum þeirra að fara í þrot. Á því myndu allir tapa. Verðmæti eigna ferðaþjónustu- fyrirtækjanna felst í því að þær gefi af sér tekjur. Þó svo að mesta hætt- an vegna COVID-19 sé liðin hjá, þá liggur fyrir að tekjufall fyrirtækja í ferðaþjónustu verður nær algjört á þessu ári. Þess vegna er svo mikil- vægt að fyrirtækin fái það úrræði sem felst í greiðsluskjólinu gagnvart lánveitendum, veðhöfum, sjóðum og hinu opinbera. Flest önnur viðbrögð ríkisstjórn- arinnar við efnahagsáfallinu hafa heppnast vel. Sum kannski óþarf- lega seint á ferðinni en birtust á end- anum. Hlutabótaleiðin kom í raun í veg fyrir algjöra upplausn í rekstri fyrirtækja í upphafi faraldursins. Aðstoð við hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti er afar skynsamleg aðgerð. Fyrirhugað kynn- ingarátak erlendis mun án vafa skila fleiri ferðamönnum en ella. Fimm þúsund króna ferðagjöfin mun hvetja landsmenn til að ferðast innanlands og taka þannig þátt í end- urreisninni. Sum önnur úrræði skipta minna máli. Stuðningslánum, brúarlánum og frestun skattgreiðslna hefur verið tekið hikandi, enda frekar frestun en lausn á vandanum. Sérstaklega hafa brúarlánin gengið illa upp af hálfu bankanna. Margt bendir til þess að breyta þurfi lögum um fjármálafyr- irtæki þannig að bankarnir geti ver- ið virkari þátttakendur í því að leysa vandamálin sem verða vegna virð- isrýrnunar eigna sem engum tekjum skila. Stjórnvöld hafa staðið sig vel Eftir Þóri Garðarsson Þórir Garðarsson »Með nýsamþykktum lögum gefst fyrir- tækjum sem hafa orðið fyrir algjöru tekjuhruni kostur á að komast í greiðsluskjól. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.