Morgunblaðið - 19.06.2020, Side 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
Fyrir nokkru birtist
ágæt grein á vefsíðu
Kjarnans eftir Jón
Baldvin Hannibalsson
um kvótakerfið. Þá
hefur það eflaust ekki
farið framhjá mörgum
að mikil reiði ríkir inn-
an samfélagsins vegna
eignatilfærslu hluta-
bréfa í fyrirtækinu
Samherja.
Í raun eru fáir fúlir yfir því að
Samherji gangi í arf. Hins vegar eru
það veiðiheimildir Samherja, sem
eru í þessu tilviki eignir Samherja,
eða höndlaðar sem slíkar, sem valda
hvað mestum titringi. Fiskurinn á jú
að vera eign þjóðarinnar en veiði-
heimildin gengur kaupum og sölum
eins og flestum er kunnugt.
Nú skildi ég ekki alveg þó hug-
mynd Jón Baldvins þegar hann vildi
að veiðiheimildirnar færu á uppboð.
Sú hugmynd hefur oft verið viðruð
til að fá það sem menn kalla „sann-
gjarnt markaðsverð“ fyrir veiði-
heimildirnar. Er að skilja sem svo
að Jón hafi talað fyrir því að veiði-
heimildirnar yrðu gerðar upptækar,
og seldar hæstbjóðanda? Fer þá
ekki allur kvótinn til
einhverra örfárra of-
urríkra? Eða til þeirra
sem hafa hæsta láns-
hæfismatið? Eða er
verið að fara fram á sí-
endurtekin uppboð, t.d.
á ársgrundvelli?
Það þykir mér skelfi-
leg hugmynd. Alaska-
módelið sem Jón Bald-
vin lofsamaði sýnir
hvernig Alaskamönn-
um tekst að hagnast á
olíunni. Hvað fiskveiðar
varðar voru veiðar á kóngakrabba
oft hættulegar í Alaska, þar til þeir
tóku upp veiðistjórnunaraðferðir að
íslenskri fyrirmynd. Þá var daga-
kerfið afnumið og því gátu menn
veitt þegar þeim hentaði. Ekki varð
að fresta viðgerðum vegna veiði-
daga, eða fara út í vonskuveður
vegna þess að annars hefðu aðrir
hugrakkari sjómenn veitt úr sam-
eiginlega pottinum. Sjónvarpsþátt-
urinn Deadliest Catch hvarf fyrir
vikið af skjánum.
Setjum upp einfalt dæmi. Ef
fyrirtæki á 50 ára gamlan togara og
þarf að kaupa kvótann á árs-
grundvelli á uppboði getur fyrir-
tækið gert tvennt. Fyrst getur það
eytt hluta af gróðanum í viðhald og
jafnvel endurnýjun á skipinu en ekki
átt fyrir uppboðinu (eða a.m.k. ekki
nóg til að verða hæstbjóðandi) og
situr uppi með skip sem ekki fæst
notað (nema í útleigu). Hinn kost-
urinn er að spara viðhald og end-
urnýjun á skipinu til að geta borgað
meira við útboðið á kvótanum. Eftir
20 ár þegar togarinn er orðinn 70
ára ferst hann úti á sjó með allri
áhöfn, en „þjóðin“ fékk a.m.k. sitt í
millitíðinni.
Traustar veiðiheimildir eru for-
senda fjárfestinga og endurnýjunar
í sjávarútvegi. Hins vegar er ekkert
því til fyrirstöðu að leggja auðlinda-
gjald við hæfi, hvort sem er í sjávar-
útvegi eða rafmagnsframleiðslu. Það
er ekki bara á Íslandi á 20.-21. öld-
inni þar sem traustur rekstar-
grundvöllur skilar sér í fjárfesting-
um og meiri lífsgæðum.
Í Englandi var lengi vel svokall-
aður almannaréttur, líkt og tíðkast
hérlendis með sauðféð. Landsfyrir-
komulagið var slíkt að aðalstétt átti
löndin og leigði þau út til bænda,
sem stunduðu sjálfsþurftarbúskap
og kindurnar voru reknar í al-
mannarétt. Almannarétturinn var
auðvitað illa hirtur enda taldi eng-
inn sig þurfa að hugsa um hann, og
á sama tíma var fjárfesting í land-
búnaði lítil því að ekki var öruggt að
menn héldu landinu á leigu til fram-
búðar. Seinna kom kerfi sem
tryggði leigurétt á landinu til erf-
ingja leigjandans, sem hvatti til
fjárfestingar og búbóta á landinu.
Aðalbreytingin varð hins vegar
sú þegar menn ráku leiguliðana af
landinu og sameinuðu ræktarlöndin
í stóra búgarða. Tekjurnar féllu all-
ar á einn haus, þ.e.a.s. að í stað þess
að landið borgaði t.d. uppihald á 50
fjölskyldum og arð til eigandans fór
allt féð til landeigandans. Vitaskuld
voru margir kolvitlausir yfir þessari
þróun, en hver varð langtímaafleið-
ing þessarar þróunar? Rekstr-
arhagnaður landsins gat verið nýtt-
ur í langtum meiri úrbætur á
landinu en áður, og fæðuframleiðsla
jókst. Fæðuframleiðsla sem var
nauðsynleg til að fóðra verkamenn-
ina sem knúðu áfram iðnbyltinguna.
Leiguliðarnir gömlu höfðu meiri
áhuga á að tryggja fjölskyldu sinni
fjölbreytt matarúrval en að spek-
úlera hvaða landskiki hentaði best
hverri plöntu, og hvaða matvæli
voru eftirsóttust í stórborgunum.
Þróun samhliða þessari varð á Ís-
landi eftir miðja síðustu öld, þegar
smábændurnir hurfu flestir á brott
og eftir stóðu stærri bújarðir. Hand-
verksmenn lentu einnig illa í því
þegar að fjöldaframleiddar verk-
smiðjuvörur ógnuðu lífsviðurværi
þeirra, og urðu margir þeirra vél-
brjótar, t.d. Luddítarnir.
Því er ekki að neita að kerfið er
ósanngjarnt, að stórir landeigendur
urðu ríkir en leigjendur þeirra urðu
öreigar, en kerfið virkar nokkuð vel.
Lengi vel var bankastarfsemi bönn-
uð í Evrópu vegna þess að það þótti
ósanngjarnt að menn gátu eignast
peninga fyrir það eitt að eiga pen-
inga, en staðreyndin er að banka-
starfsemi virkar og örvar hagkerfið.
Hægt er að reyna að auka sanngirni
með því að hreyfa til prósentutölur
og auðlindagjöld en ég tel hugmynd
um uppboð fiskveiðiheimilda til þess
fallna að auka á óvissu og því hrein-
lega skaðlega atvinnulífinu.
Ég tek undir hugmyndir Jóns
Baldvins um að reyna að koma ein-
hverju af arði sjávarútvegsins til
þjóðarinnar en útfærslan má ekki
vera letjandi fyrir atvinnulífið.
Eftir Arngrím
Stefánsson
Arngrímur Stefánsson
» Bollaleggingar varð-
andi hugmynd Jóns
Baldvins Hannibals-
sonar um kvótakerfið.
Höfundur er guðfræðingur.
Ekki arfavitlaus hugmynd
Eins og þið vitið,
kæru vinir, hef ég átt í
töluverðu heilsuleysi
frá 35 ára aldri, margar
aðgerðir vegna hjarta-
sjúkdóms og nú síðustu
ár vegna kviðverkja-
vandamála. Ég átti að
fara í aðgerð 2. júní en
vegna mikilla verkja og
bólgu í gallblöðru var
ég lagður inn og skor-
inn föstudaginn 29. maí.
Eitt af því sem mér finnst alltaf
erfitt er að þegar maður er útskrif-
aður hefur maður lítið tækifæri til að
þakka öllum þeim fjölda starfsmanna
sem hafa aðstoðað mann um lengri
eða skemmri tíma og á mörgum
deildum spítalans.
Fyrir um tveimur og hálfu ári var
ég á LSH á Hringbraut um töluverð-
an tíma vegna ristilvandamála. Ég
fékk frábæra lækningu og þjónustu;
allir gerðu manni veikindin sem létt-
ust og aldrei sá maður úrillan starfs-
mann. Batinn var alveg eins og hann
átti að vera.
Fyrir um ellefu mánuðum var kon-
an mín, nær dauða en lífi, flutt á LSH
í Fossvogi og flutt þaðan í hendings-
kasti á Hringbrautina, bráðaaðgerð
framkvæmd og í ljós kom að rof á
skeifugörn var búið að dæla 1,8 lítr-
um inn í kviðarholið og lífhimnubólga
á fullu. Þegar ég kvaddi hana fyrir
aðgerðina taldi ég að ég væri að
kveðja hana í síðasta skiptið á lífi.
Sem betur fer, með frábæru starfs-
fólki, var hægt að laga rofið og koma
henni á fætur. Hún er á lífi og þótt ef
til vill sé eitthvað í að hún jafni sig al-
veg gerir hún allt sem hana langar að
gera.
Frá 26. mars sl. hef ég verið að
glíma við gallblöðruvandamál og var
átta daga inni á 12G þar sem allt var
gert til að aðstoða mig, verkjastilla,
dren sett upp og bólga og sýking
keyrð niður. Á þessum tíma þurfti ég
að fara inn í Fossvog. Það var af-
skaplega öruggt að sjá allar var-
úðarráðstafanirnar sem voru þar við-
hafðar. Við komum t.d. að gangi þar
sem starfsmaður í hlífðarfötum bað
okkur að bíða á meðan sjúklingur var
fluttur um gang sem við þurftum að
fara um, stuttu seinna kom kall í tal-
stöð um að við mættum fara í gegn.
Ég hafði aldrei á tilfinningunni að
handan við vegginn væri
Covid-19 í gangi. Mið-
vikudaginn sl. var ég bú-
inn að kveljast mikið
sem endaði á bráða-
móttökunni í Fossvogi
þar sem tóku við miklar
rannsóknir og innlögn á
Hringbraut á deild 13G.
Þar var hver höndin
tilbúin að aðstoða; meta
hvort gefa mætti meira
af verkjalyfjum og hlúð
að manni bæði andlega
og líkamlega. Eins sýnir
það hvað sjúklingurinn er látinn njóta
þess, að þrátt fyrir að eiga tíma í að-
gerð 2. júní var tekin ákvörðun um að
framkvæma aðgerðina föstudaginn
29. maí til að lina þjáningar þess
sjúka. Daginn eftir fór ég heim og má
eiginlega segja að ég hafi þurft sí-
trónu til að ná af mér brosinu! Nei, ég
held ekki, ég mátti alveg brosa, vera
þakklátur og auðmjúkur yfir allri
hjálpinni sem staðið hefur yfir á
þriðja mánuð.
Í lokaviðtali mínu, stofugangi,
gerði ég mér grein fyrir hversu mikið
ég ætti spítalanum og öllu starfsfólk-
inu að þakka og af veikum mætti fór
ég yfir þakklæti mitt fyrir hversu vel
hefði tekist til hjá konunni minni og
mér. Fann ég að þetta stutta þakk-
arávarp mitt hafði áhrif á starfs-
mennina.
Því er það von okkar hjóna að LSH
geti komið slíku þakklæti til allra
starfsmanna Landspítalans – því það
má ekki gleyma að þakka fyrir sig og
geri ég mér alveg grein fyrir að þeim
finnst örugglega gott að heyra að
starf þeirra sé metið.
Bið ég góðan Guð að vernda og
vaka yfir störfum þeirra alla daga og
um komandi framtíð.
Með vinsemd og virðingu.
Að muna eftir að
þakka fyrir sig
Eftir Ásgeir Þór
Árnason
Ásgeir Þór Árnason
»Er það von okkar
hjóna að LSH geti
skilað þakklæti til allra
starfsmanna Land-
spítalans – því ekki má
gleyma að þakka
fyrir sig.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hjartaheilla.
asgeir@hjartaheill.is
Í Morgunblaðinu 9.6.
2020 birtist frétt Helga
Bjarnasonar undir
yfirskriftinni „Þeir
sitja eftir sem ekki
hafa næga orku“. Þar
er lýst áhrifum þess á
einstakar byggðir ef
ekki er þar nægt fram-
boð raforku á viðráð-
anlegu verði eða fram-
boð raforku er ekki
nægilega tryggt. Hér
er um mjög algilt efnahagslögmál að
ræða og víða má sjá hliðstæður.
Afleiðing hás orkuverðs og
ótryggs framboðs raforku lýsir sér
þannig að í viðkomandi byggðar-
lögum fækkar tækifærum fólks til
virðisaukandi starfsemi, fjárfestar
koma ekki með fé og verðmætasti
mannauður byggðanna, frumkvöðl-
arnir, leita annað. Þeim byggðum
hrakar og laun hækka minna.
Hvað er við þessu að gera? Því er
til dæmis lýst í umræðugrein í sama
blaði „Með fallvötnin í farteskinu“
eftir Viðar Guðjohnsen og Jónas
Elíasson sem hefst á lýsingu á „New
Deal“-stefnu Roosevelts Banda-
ríkjaforseta. Hann ákvað að virkja
fallvötn og selja raforkuna ódýrt en
taka hagnaðinn út í hin-
um endanum þegar raf-
orkan hafði farið gegn-
um alla
virðisaukakeðjuna. Sú
stefna virkaði til að ná
Bandaríkjunum upp úr
kreppunni miklu 1930.
Orkupakkalög ESB
sem hér hafa verið inn-
leidd gera okkur erfitt
fyrir að gera hlið-
stæðar ráðstafanir.
Þau lög hindra að þjóð-
in, eigandi auðlindafyr-
irtækjanna og flestra raforkufyr-
irtækjanna, geti ákveðið að arðurinn
af orkusölunni skuli koma fram á síð-
ari stigum virðisaukakeðjunnar og
skuli skattlagður þar. Að minnsta
kosti virðast raforkufyrirtækin túlka
lögin með þeim hætti að einhver skil-
greind jafnréttissjónarmið, sem þó
skapa ójöfnuð, skuli ráða verðlagn-
ingu raforku en eðlileg viðskipta-
sjónarmið verði að víkja. Garð-
yrkjubændur hafa fengið að finna
fyrir þessu og fá nú niðurgreiðslur á
rafmagni eftir hinni margfalt dýrari
leið gegnum ríkissjóð. Engum má
heldur vegna fjórfrelsisákvæða
EES-samningsins veita tækifæri
sem ekki standa til boða öllum þegn-
um Evrópska efnahagssvæðisins.
Hliðstæðu má sjá í sjávarútvegi,
þegar við af illri nauðsyn urðum að
taka upp vernd fiskistofna um leið og
við urðum að hætta styrkveitingum
og gera sjávarútveginn samkeppn-
ishæfan við niðurgreiddan sjávar-
útveg annarra landa. Bæði markaðs-
væðing kvótans og ekki síður
tæknivæðing sjávarútvegsins fóru
þá að þrengja virðisaukakeðjuna
niður á nokkra stóra útvegsstaði og
mörg smá sjávarpláss urðu út und-
an. Hætt er við að með tíð og tíma
muni orkupakkarnir og önnur
ákvæði EES-samningsins setja Ís-
land í þá sömu aðstöðu gagnvart hin-
um stóru iðnaðarsvæðum ESB eins
og mörg afskekkt sjávarpláss eru nú
í gagnvart stóru útgerðarstöðunum
hér á landi. Stjórnvöld verða að
horfa á þessa hættu og vinna landið
út úr orkupökkunum þannig að þjóð-
in hafi fullt sjálfræði yfir orkuauð-
lindum sínum og ráðstöfun þeirrar
raforku sem frá þeim fæst.
Eftir Elías Elíasson » Þeim byggðum
hrakar og laun
hækka minna.
Elías Elíasson
Höfundur er sérfræðingur
í orkumálum.
eliasbe@simnet.is
Öngstræti orkupakkanna
Heilt yfir hljóta jú
einstaklingar auðvitað
líkt og að horfa til
þeirra áskorana, sem
koma á þeirra borð og
eru jú auðvitað á pari
við nýju sviðsmyndina
í stóra samhenginu, og
auðvitað haddna að
taka þessa umræðu
gagnvart aðilum; mis-
kunnsami einstakling-
urinn stoppaði nú einu sinni til þess
að redda einstaklingnum, sem lá
særður við veginn; enda er Látra-
bjarg jú staðsett hérna og bráðum
verður auðvitað óhætt að knúsast
pínu, en addna vera samt ekki alveg
að fatta mikilvægi sóttkvís, með
utanumhaldi um þennan farald með
tilliti til þess að einstaklingar horfi
jú í átt til innviðanna og tjekki á
hvað er að valda þessum áskorunum,
sem eru náttúrlega í
augum einstaklingsins
auðvitað líkt og haddna
eitraður kokkteill í átt
til feisbúkk, svo því sé
haldið til haga, ókei?
Klárlega. Og horfa jú
líka til haddna ákvarð-
anatökufælni fjár-
málastöðugleikasviðs
bankanna, basically, þú
veist, þegar horft er til
framtíðar einstakling-
anna í átt til þeirra
áskorana, sem addna einstaklingar
auðvitað þurfa jú líkt og að horfast í
augu við, skilurðu? You bara name
it. Algjörlega. Þetta meikar ekki
sens. Það er ekki flóknara en það.
En það er jú náttúrlega líkt og
addna heit kartafla, sem líkt og núna
er auðvitað í pípunum og héddna
kemur auðvitað á borð einstakling-
anna sko, sem eru jú í stafrænu
textavinnunni og þeir eru jú ekki að
fatta framtíðarsýnina gagnvart
sögulega samhenginu, sem er auð-
vitað líkt og galið og grafalvarlegt.
Héddna auðvitað pínu líkt og snaut-
legt haddna fyrir einstaklinga að
þurfa samt að stíga fram, en það er
jú bara ekki annað í boði en fíllinn í
stofunni. Segðu! Ekki að ræða það.
Ókei? Það er jú bara þannig, skil-
urðu? Kven-einstaklingar standa
auðvitað líkt og frammi fyrir þeirri
áskorun, þú veist, að versla sér
þungunarrof á vettvangi með að-
komu forsætisráðherra og biskups.
Skilurðu? So be it. Og málið auðvitað
líkt og dautt á ímeil. Þú meinar?
Segðu! Nákvæmlega.
Og þangað til bless! Og njótiði
dagsins!
Haddna! Eigum við ekki að fá lag?
Eftir Gunnar
Björnsson
Gunnar Björnsson
»Heilt yfir hljóta jú
einstaklingar auðvit-
að líkt og að horfa til
þeirra áskorana sem
koma á þeirra borð.
Höfundur er pastor emeritus.
Íslenskt mál núna