Morgunblaðið - 19.06.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 19.06.2020, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 Ég hefi aldrei verið hundaaðdáandi. Í mörg ár var ég reyndar skíthræddur við þá. Orsökin var sú að ég varð fyrir hundsbiti. Þegar ég var níu ára var ég sendur eitt sumar til ömmu á Flateyri. Það var bara einn hundur í plássinu, stór schä- fer-hundur, sem var í eigu lækn- isins, sem var sænskættaður mað- ur. Eitt sinn vorum við nokkrir strákar að leika við seppann niðri í fjöru. Leikurinn fólst í því að henda spýtu og hljóp þá hundurinn til og kom með hana til baka. Þeg- ar kom að mér og ég henti spýt- unni fór hundurinn ekki á eftir henni, heldur tók á rás eftir mér. Ég þaut eins og eldibrandur, en hann náði mér fljótlega og beit mig til blóðs í kálfann. Amma kom hlaupandi þegar hún heyrði í mér hljóðin og það tók hana langan tíma að róa mig niður. Sárið sjálft var ekki alvarlegt. Þegar ég var búinn með skóla- árin fór ég að vinna hjá SÍS, sem einu sinni var ríki í ríkinu en er nú dáið og að mestu gleymt. Eftir nokkur ár var mér boðin vinna við fiskréttastöð, sem hafði verið keypt í Ameríku. Skrifaði ég undir samning við Erlend Einarsson um að vera þar í fjögur til fimm ár. En hvað gerðist? Hérna er ég enn, meira en hálfri öld seinna. Ég segi stundum Ameríkönum í gríni að starfssamningur minn hafi týnst á Íslandi og ég hafi gleymst og orðið innlyksa í Ameríku. Þegar við yfirgáfum okkar ást- kæra land 1962 var hundahald bannað í Reykjavík. Það var álitið að hundum liði best í sveitinni. Nokkuð mörgum árum seinna var það þekktur þingmaður, sem feng- ið hafði flotta sendiherrastöðu í út- landinu, sem breytti öllu. Fjölskylda hans hafði nefnilega eignast tvo hunda og vildi nú koma með þá heim í Reykjavík þegar sendiferlinum væri lokið. Á dularfullan máta fékkst und- anþága frá borginni, og svo fylgdu aðrar á eftir og á endanum fór allt úr böndum og allir gátu fengið sér hund. Og þá varð Reykjavík eins og aðrar borgir í útlöndum, full af hundaskít. Á þeim tíma sem við fluttum af landi brott þótti mörgum eft- irsóknarvert að komast til Am- eríku. Á Íslandi var landlæg svo- kölluð óðaverðbólga og gengislækkanir með reglulegu millibili. Margs konar varningur var af skornum skammti. Húsnæð- ismálin voru í lamasessi, bílar rán- dýrir, ekkert sjónvarp komið og hvað þá heldur bjór. Hundahald var bannað í borginni eins og áður var sagt. Og nú vorum við heldur betur menn með mönnum úti í henni Ameríku. Við gátum gert allt sem ekki var hægt að gera á Íslandi: Keypt einbýlishús með 30 ára láni á lágum vöxtum, fengið okkur átta strokka tryllitæki fyrir bíl, auðvit- að sjónvarp og nægan bjór. Og líka hund! Samstarfsmaður vestra, Pálmi Þórðarson, hafði áhuga á því að eignast hund. Hann var búinn að finna tvo hvolpa undan sömu tík- inni og hvatti mig til að taka ann- an. Ég var fyrst andsnúinn og konan á báðum áttum, en ung dóttir voða spennt. Var loks slegið til og við Pálmi fórum heim hvor með sinn hvolpinn. Hans var kven- kyns og fékk nafnið Skotta og okk- ar karlhvolpur var auðvitað skírður Móri, bæði eftir frægum íslenskum draugum. Í fyrstunni var mikil lukka með litla sæta hvolpinn. Dóttirin elti hann á rönd- um um allt húsið og konan fylgdi á eftir með tuskur því Móri sprændi hvar sem hann var. En brátt fór hundahaldið að ganga heldur skrykkjótt og ég sá að ég hafði verið einum of fljótfær að ráðast í það. Móri var erfiður í meira lagi, sjaldan til friðs, slæmur á taugum og sígeltandi. Svo lagði hann sér til flær, sem illa gekk að losa hann við. Einnig var hann sí- gubbandi. Eitt sinn gistu vinahjón hjá okkur. Maðurinn átti gamla uppáhalds flókainniskó sem hann skildi aldrei við sig. Eitt kvöldið, þegar við slöppuðum af eftir góða máltíð, smeygði hann sér úr öðrum flókaskónum augnablik. Móri, sem alltaf var snuðrandi og þefandi, tróð trýninu niður í skóinn og gubbaði fyrirvaralaust ofan í hann. Þegar tengdaforeldrarnir voru í heimsókn fórum við karlarnir út einn eftirmiðdag að ná okkur í kassa af öli, en kvenfólkið var heima. Konan var í baði en amman og barnabarnið voru eitthvað að stússa við Móra. Varð hann fljótt allbaldinn, svo þær hleyptu honum út í bílskúrinn. Eftir smástund fór hann að ýlfra og þegar að var gáð var hann búinn að festa hálsólina í gorminum á bílskúrshurðinni, sem opnaðist upp. Í einhverju fumi hleypti tengdamóðir mín hurðinni upp og tókst þá hundurinn Móri á loft eins og hengdur afbrotamaður. Skrækti nú dóttirin, konan stökk upp úr baðkarinu, kom niður sveipuð handklæði, var fljót að hugsa, greip garðskærin, sem þar voru, og skar niður dýrið. Rétt í því renndum við í hlaðið kampa- kátir með ölkassann, en aðkoman var ekki góð. Amman og barnið grátandi, en konan stumrandi yfir nýhengdum hundinum, sem nú virtist vera eitthvað að braggast. Hún var búin að hringja í dýra- lækninn og ók ég þangað strax í loftköstum, en tengdapabbi sat með Móra vafinn í handklæði. Dýralæknirinn skoðaði hann hátt og lágt og sagði að honum hefði ekki orðið meint af hengingunni. Svo brosti hann við og sagði að ef hann lenti í annarri hengingu skyldum við fara með hann til sál- fræðings. Eftir Þóri S. Gröndal »Nokkuð mörgum ár- um seinna var það þekktur þingmaður, sem fengið hafði flotta sendiherrastöðu í út- landinu, sem breytti öllu. Þórir S. Gröndal Höfundur er fyrrverandi fisksali og ræðismaður í Flórída. floice9@aol.com Hundar Eftir gosið í Heimaey 1973 var Viðlagatrygging sett á stofn til að bæta tjón eldgossins og koma lífinu aftur í gang í Vest- mannaeyjum. Síðar urðu mann- skæð og tjónamikil snjóflóð og jarð- skjálftinn 2008 þar sem Viðlagatrygging bætti tjón eins og mögulegt og eðlilegt var. Árið 2018 var Viðlagatryggingu Íslands breytt í Náttúruhamfara- tryggingu Íslands og var þar verið að leggja áherslu á að tryggingin væri eingöngu að bæta tjón vegna náttúruhamfara. Nú undanfarið hefur smitsjúk- dómurinn COVID-19 herjað á heimsbyggðina og við Íslendingar verið að rifja upp farsóttir liðinna tíma á Íslandi. Við þá upprifjun má sjá að far- sóttir í gegnum tíðina hafa verið meiri háttar hamfarir og valdið miklu tjóni. Nú er rætt um það að farsóttir eins og COVID-19 eigi eftir að herja á okkur mannfólkið öðru hvoru í framtíðinni. Því er spurt, af hverju ætti ekki okkar hamfarasjóður að bæta óvið- ráðanlegar hamfarir eins og COVID-19 er? COVID-19-farsóttin hefur í för með sér ótrúlega mikið tjón og tekur mörg ár fyrir okkur að laga stöðuna. Í snjóflóðum, eld- gosum og jarðskjálftum á Íslandi verður stundum manntjón (að- allega í snjóflóðum), eignatjón verður oft mikið og fyrirtæki verða fyrir miklu tjóni. Er ekki þetta að gerast núna í COVID-19-ástand- inu? Undirritaður leggur því til að skoðað verði hvort ekki sé eðlilegt að Náttúruhamfara- tryggingu Íslands verði breytt þannig að hún tryggi líka tjón vegna farsótta sam- bærilegra við CO- VID-19. Tryggingin gæti þá t.d. verið að bæta tjónið/kostn- aðinn sem fellur á heilbrigðiskerfið (önd- unarvélar, skim- unarkostnað, álagskostnað o.fl.), hlutabótaleiðina og kostnað við að koma ferðamennskunni aftur í gang. Stærsta málið við að koma ferðamennskunni í gang er að lækka kostnað ferðamanna við að láta skima sig við komuna til landsins. Væri ekki upplagt að breytt hamfaratrygging væri að nið- urgreiða kostnaðinn við skimun, t.d. um helming, þannig að ferða- maðurinn væri að greiða 7.500 kr. (50 evrur) fyrir skimunina í stað- inn fyrir 15.000 kr.? Ég tel að svona lækkun á skimunargjaldinu myndi skipta sköpum fyrir ferða- menn sem hafa áhuga á að heim- sækja Ísland á næstu mánuðum. Hamfarir og COVID-19 Eftir Bjarna Gunnarsson Bjarni Gunnarsson » Væri ekki eðlilegt að Náttúruhamfara- tryggingu Íslands verði breytt þannig að hún tryggi líka tjón vegna farsótta sambærilegra við COVID-19? Höfundur er verkfræðingur og lífeyristaki. Stjórn Landssam- bands eldri borgara hefur samþykkt stefnumarkandi álykt- un varðandi baráttu- mál sín í kjaramálum. Stjórn LEB leggur á það höfuðáherslu að bæta kjör þeirra sem lökust hafa kjörin. Það eigi að vera hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins. Stjórn LEB telur að besta leiðin til þess sé að hækka almenna frítrekjumarkið úr 25 þús. kr. á mánuði í 100 þús. kr. á mánuði. Stjórn LEB getur fallist á að þeir sem hafa yfir 595.642 kr. á mánuði í tekjur, t.d. úr lífeyrissjóði, fái ekki bætur frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur frá lífeyrissjóðum skerðast ekki Á starfsævinni leggja launþegar hluta tekna sinna í lífeyrissjóð ásamt mótframlagi frá atvinnurek- anda. Launþegar ávinna sér þar með ákveðin réttindi til lífeyris- greiðslna eftir að starfsævi lýkur. Það getur verið misjafnt eftir líf- eyrissjóðum hve mikil þau réttindi eru. Því er nú haldið fram af sumum að stjórnvöld skerði þessi réttindi eftirlaunaþega og bent á að inneign í lífeyrissjóði séu stjórn- arskrárvarin réttindi. Rétt er að benda á að réttindi í lífeyrissjóði skerðast ekki. Allir sem hafa áunnið sér réttindi í lífeyrissjóði fá greiðslur úr lífeyris- sjóði í samræmi við þau réttindi sem menn hafa áunnið sér. Þetta er grund- vallaratriði í umræðunni. Hvert á hluverk Trygginga- stofnunar ríkisins að vera? Aftur á móti hafa greiðslur úr líf- eyreissjóði áhrif á það hversu háar greiðslur frá TR eru. Eins og stað- an er núna má lífeyrisþegi vinna sér inn 100 þúsund krónur á mán- uði án þess að það skerði greiðslur frá TR. Þessi tala hefur ekki tekið neinum breytingum síðustu árin. Það hlýtur að vera krafa frá LEB að þessi upphæð taki breytingum í samræmi við þróun launavísitölu. Almenna frítekjumarkið er nú 25 þúsund krónur á mánuði. Tekjur frá lífeyrssjóði og fjármagnstekjur umfram 25 þúsund kr. á mánuði skerða tekjur frá TR. Þessi upp- hæð hefur heldur ekki tekið breyt- ingum í samræmi við þróun launa- vísitölu. Það er nauðsynlegt að við ræð- um það hvert hlutverk TR á að vera. Í mínum huga er það grundvallaratriði að TR hafi það hlutverk að bæta þeim sem hafa lágar og miðlungstekjur til að ná því að hafa lágmarkslaun sem í gildi eru í landinu. Það er einnig eðlilegt að þeir sem hafa aflað sér tekna með atvinnu, lífeyristekjum og fjármagnstekjum fái ekki skerð- ingu við fyrstu 100 þúsund krón- urnar að viðbættum hækkunum sem komnar eru vegna þróunar launavísitölu. Aftur á móti er hægt að fallast á að þeir sem hafa yfir 595.642 krón- ur á mánuði fái ekki greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Með þeirri stefnu er meira fjármagn til staðar til að bæta kjör þeirra er verst hafa kjörin. Hvers vegna er valkosturinn hækkun á almenna frítekjumarkinu? Á það hefur verið bent að hækk- un almenna frítekjumarksins skilar sér mun betur til þeirra sem lægri hafa launin heldur en að prósentu- skerðingar verði lækkaðar. Við hækkun frítekjumarks í 50 þúsund á mánuði væri t.a.m. hækk- un ráðstöfunartekna allra tíunda um 7.094 kr. eftir skatt hjá sambýl- ingum og 8.070 kr. hjá einbýling- um. Lauslega áætlað yrði kostnað- ur ríkisins um 3.268 m.kr. (nettó). Margir hafa tekið undir þetta sjónarmið. Ég bendi á að Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins hefur ályktað í þessa átt, einnig Samtök eldri sjálfstæðismanna. Breytingar um áramót Alþingi gefur út fyrir hver ára- mót hverjar breytingar verða á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Síðustu ár hafa greiðsl- urnar hækkað í samræmi við hækkun neysluvístölu en ekki í samræmi við þróun launavístölu. Eldri borgarar sem fá greiðslur frá TR hafa þannig dregist aftur úr miðað við hækkanir á vinnumark- aðnum. Með þessum ákvörðunum stjórn- valda hafa lægstu tíundirnar verið skertar. Frá árinu 2017 hafa heild- artekjur þeirra tekjulægstu í 1- tíund lækkað um 6,7% og tekjur 5- tíundar um 5% miðað við lágmarks- laun, sem er það lágmarksviðmið sem Tryggingastofnun styðst við. Aðalbaráttumál Lands- sambands eldri borgara Það hlýtur að eiga að vera helsta baráttumál Landssambands eldri borgara að bæta kjör þeirra félaga sem verstu kjörin hafa. Við vitum að sem betur fer er stór hópur eldri borgara sem búa við ágætis kjör. Það er óþarfi að sá hópur sem best hefur kjörin geri kröfu á hendur Tryggingastofnun ríkisins að fá greiddar bætur að fullu án nokkurra skerðinga. Það á að nýta það fjármagn sem Trygginga- stofnun hefur til ráðstöfunar til að bæta kjör þeirra sem verstu kjörin hafa. Þeir sem bestu kjörin hafa eiga sem betur fer möguleika á að bjarga sér sjálfir án aðstoðar frá ríkinu. Það hlýtur að vera betri stefna að Landssamband eldri borgara leggi allan þunga sinn í að bæta kjör þeirra sem lélegri kjörin hafa. Þau verst settu þurfa bætur, ekki þau best settu Eftir Sigurð Jónsson »Hlutverk Trygg- ingastofnunar ríkis- ins er að bæta kjör þeirra verst settu, ekki þeirra best settu. Sigurður Jónsson Höfundur er formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.