Morgunblaðið - 19.06.2020, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
✝ Sigríður Ein-arsdóttir fædd-
ist á Skúfslæk í Vill-
ingaholtshreppi 10.
apríl 1920. Hún lést
7. júní 2020.
Foreldrar hennar
voru Einar Sveins-
son frá Ásum í
Gnúpverjahreppi, f.
í Syðra-Langholti í
Hrunamannahreppi
24. apríl 1884, d. 4.
nóv. 1958, og Sesselja Loftsdóttir
frá Steinsholti í Gnúpverjahreppi,
f. þar 13. feb. 1891, d. 18. júní
1961. Systkini Sigríðar voru: 1)
Guðrún, f. 29. apríl 1921, d. 8. nóv.
1919 en fluttust að Efri-Gróf í
sömu sveit 1922. Árið 1929 settust
þau að í Brúnavallakoti á Skeið-
um og þar gekk Sigríður í skóla í
Brautarholti. Þau bjuggu í Skarði
í Gnúpverjahreppi 1935 til 1949
þegar þau reistu nýbýlið Lækjar-
brekku að mestu í landi Steins-
holts í Gnúpverjahreppi.
Sigríður og Sveinn bróðir
hennar voru bæði ógift og tóku
við búinu þegar faðir þeirra lést
og bjuggu í Lækjarbrekku til
1991. Þrátt fyrir stutta skóla-
göngu var Sigríður um árabil
handavinnukennari í Ásaskóla.
Þau systkinin settust að á Hörðu-
völlum 6 á Selfossi eftir að þau
brugðu búi en snemma árs 2017
fluttist Sigríður á Sólvelli, heimili
aldraðra á Eyrarbakka, þar sem
hún lést.
Útförin fer fram frá Stóra-
Núpskirkju í dag, 19. júní 2020,
klukkan 14.
2011, gift Knut Aa-
gestad, búsett í Risør
í Noregi, börn þeirra
Svanhild, f. 1946, d.
2014, Einar, f. 1948,
og Sævar, f. 1950; 2)
Guðbjörg, f. 29. apríl
1921, d. 8. des. 2015,
gift Ólafi Þorsteins-
syni, búsett í Reykja-
vík, börn þeirra Þor-
steinn, f. 1947, Einar,
f. 1949, og Sigrún, f.
1953, d. 1971; 3) Sveinn, f. 5. nóv.
1922, d. 28. feb. 2007, bóndi í Lækj-
arbrekku í Gnúpverjahreppi.
Foreldrar Sigríðar hófu búskap
á Skúfslæk í Villingaholtshreppi
Sigga í Lækjarbrekku var ekki
aðeins móðursystir mín heldur líka
fóstra. Öll sumur frá því ég man
eftir mér og þar til ég var 16 ára
dvaldist ég hjá henni og Sveini
bróður hennar og afa og ömmu
meðan þau lifðu. Og alla tíð var
Lækjarbrekka mér annað heimili.
Sigga ólst upp við fremur kröpp
kjör, foreldrar hennar voru á hrak-
hólum með jarðnæði, bjuggu á
fimm stöðum á sinni búskapartíð í
Flóa, á Skeiðum og í Gnúpverja-
hreppi og tvö ár, 1928 og 1929, þeg-
ar Sigga var átta og níu ára gömul,
voru þau til heimilis hjá föðursyst-
ur hennar, Guðrúnu, og manni
hennar, Ámunda Jónssyni frá
Minna-Núpi, fyrra árið í Háholti og
seinna árið á Minna-Núpi. Skóla-
gangan var ekki löng, hún gekk í
barnaskóla í Brautarholti á Skeið-
um en seinna var hún, eins og
margar sveitastúlkur, í vist í
Reykjavík að vetrinum, stundum
reyndar sem ráðskona. Þá nýtti
hún tækifærið og sótti tíma í kvöld-
skóla en frekari skólagöngu varð
henni ekki auðið. Hún lærði meðal
annars hannyrðir sem lét henni svo
vel að löngu seinna var hún, þrátt
fyrir þessa takmörkuðu skóla-
göngu, ráðin sem handavinnukenn-
ari við Ásaskóla í Gnúpverjahreppi
og gegndi hún því starfi allmarga
vetur. Þetta fór reyndar fram hjá
mér, sumardrengnum, en þeir
nemendur hennar sem ég hef heyrt
í bera henni ákaflega vel söguna,
eins og allt samferðafólk hennar,
jafnt börn sem fullorðnir. Á yngri
árum var hún eftirsótt til aðstoðar
á bæjum, t.d. ef húsmóðirin lá á
sæng.
Þótt öll hús í Lækjarbrekku
væru nýleg þegar ég var þar sem
barn skorti þó mikið upp á þau
þægindi sem við þekkjum nú. Raf-
magn kom ekki í sveitina fyrr en
eftir 1960, þangað til var eldað á
kolaeldavél, ísskápur var enginn né
önnur rafknúin eldhúsáhöld, hvað
þá sjálfvirk þvottavél. En fótstigin
saumavél var þar og prjónavél og
voru þessi tæki notuð þegar um
hægðist eftir haustverkin. Eins og
hjá öðrum húsmæðrum í sveit var
yfrið nóg að gera. Yfir sumarið
voru yfirleitt tvö eða fleiri börn í
sumardvöl og kaupamaður auk
fleiri sem þar áttu athvarf um
lengri eða skemmri tíma. Borið var
á borð fyrir þetta fólk fjórum eða
fimm sinnum á dag, hún sinnti
mjöltum kvölds og morgna og hríf-
an stóð aldrei ónotuð lengi meðan á
heyskap stóð. Nær allur matur var
verkaður heima, stundum jafnvel
strokkað smjör. Hér er of langt
mál að telja upp öll þau verk sem
þurfti að sinna, en aldrei varð ég
samt var við neinn asa á Siggu, allt
var þetta unnið eins og ekkert
væri, en eflaust hefur hún oft verið
þreyttari en ég gerði mér grein fyr-
ir þegar hún fór síðust allra í rúmið
á kvöldin.
Veturinn 1943 skrifaði Sigga
móður minni, systur sinni, sem þá
var í Húsmæðraskólanum á Laug-
arvatni: „Ég býst við að þú verðir
vel búfær þegar þú kemur að hafa
meir að segja lært uppeldisfræði.“
Ég hef ekki tölu á öllum þeim börn-
um og unglingum sem voru um
lengri eða skemmri tíma í Lækj-
arbrekku og nutu hlýju og umönn-
unar. Þar þurfti Sigga enga tilsögn.
Þær eru bjartar minningar mínar
um bernskusumrin í Lækjar-
brekku og Siggu er gott að minn-
ast.
Einar Ólafsson.
Einar faðir Sigríðar var sonur
hjónanna Sveins Einarssonar frá
Miðfelli í Hrunamannahreppi og
Guðbjargar Jónsdóttur frá Tortu í
Biskupstungum sem bjuggu í
Syðra-Langholti í Hrunamanna-
hreppi fram til 1907 er þau fluttust
að Ásum í Gnúpverjahreppi.
Systkini Einars voru Jón, dó
ungur, Sigþrúður í Steinsholti,
Guðrún á Minna-Núpi, Ágúst í Ás-
um og Kristján í Geirakoti í Sand-
víkurhreppi.
Sesselja móðir Siggu var dóttir
Lofts Loftssonar frá Austurhlíð í
Gnúpverjahreppi bónda í Steins-
holti og konu hans Sigríðar Eiríks-
dóttur frá Hömrum.
Systkini Sesselju er upp komust
voru þau Eiríkur í Steinsholti,
Bjarni á Eyrarbakka og Þóra á
Grafarbakka í Hrunamanna-
hreppi.
Frændgarðurinn var fjölmenn-
ur og náinn. Hópur frændsystkina
hefur búið á Minna-Núpi, í Eystra-
Geldingaholti, Steinsholti, Lækjar-
brekku og Ásum, og fólkið frá
Steinsholti og Lækjarbrekku er
auk heldur systkinabörn bæði í
móður- og föðurætt.
Einar og Sesselja hófu búskap á
Skúfslæk í Villingaholtshreppi
1919 og áttu þar heima í tvö ár. Þar
fæddust þeim þrjár dætur, Sigríð-
ur og tvíburarnir Guðrún og Guð-
björg. Frá Skúfslæk fóru þau hjón
búnaði sínum að Efri-Gróf í sama
hreppi og bjuggu þar í fimm ár og
þar fæddist sonur þeirra Sveinn
sem síðar bjó í Lækjarbrekku með
Siggu systur sinni. Hann lést árið
2007.
Eftir að þau brugðu búi í Efri-
Gróf var Einar í lausamennsku, fór
til sjós og vann á ýmsum bæjum. Á
meðan var Sesselja með þau Sig-
ríði og Svein á Minna-Núpi. Guð-
rún var eitt ár hjá vinkonu Sess-
elju, Kristínu Gunnlaugsdóttur í
Gröf í Hrunamannahreppi, en Guð-
björg fór að Ásum, til hjónanna
Ágústar Sveinssonar og Kristínar
Stefánsdóttur, og ólst upp hjá þeim
eftir það. Guðbjörg átti Ólaf Þor-
steinsson frá Háholti; Guðrún
Knut Ågestad frá Noregi.
Fyrir aldamótin 1900 keypti
Ágúst í Birtingaholti Brúnavalla-
kot á Skeiðum og fór því á flot við
Einar að hann gerðist ráðsmaður
sinn þar og átti fjölskyldan því þar
heima frá 1929 til 1935.
Nú tóku hjónin sér bólfestu í
Skarði í Gnúpverjahreppi, fengu
aðra hálflenduna á leigu hjá sókn-
arpresti Stóra-Núpsprestakalls
sem bjó sjálfur á helmingi jarðar-
innar.
Eftir 14 ár í Skarði stofnuðu þau
nýbýlið Lækjarbrekku, keyptu
hundrað hektara úr landi Steins-
holts og spildu úr Hömrum. Bær-
inn stendur á fögrum stað í
brekkurótum Ásgeirsholts með út-
sýn til Búrfells, Heklu, Tindfjalla,
Eyjafjallajökuls og Þríhyrnings.
Hér stóð hjáleiga frá Steinsholti,
hét Gata. Kom til greina að nefna
býlið svo, og þótti of skammt til
Götu í Hrunamannahreppi; en
bæjarlækurinn heitir Götulækur.
Það sem mér þótti miklu skipta í
fari Siggu í Lækjarbrekku var
trútt minni og eðlisgreind og hve
vel hún var máli farin. Danir kalla,
að menn séu ekki „med fulde fem“,
en það orðaði Sigga svo, að þeir
væru „með pörtum“.
Guð verndi ástvinina alla. Hann
blessi minningu Sigríðar Einars-
dóttur.
Gunnar Björnsson,
fv. kaupamaður í
Eystra-Geldingaholti.
Hún Sigga í Lækjarbrekku náði
því að verða 100 ára fyrr á þessu
ári. Á þeim tímamótum fór margt
um hugann. Ég fór að hugsa til fjöl-
skyldunnar í Lækjarbrekku, þess-
ara næstu nágranna okkar á Hæli,
um góðu móttökurnar sem við
krakkarnir á Hæli fengum í sendi-
ferðum eða ekki sendiferðum um
nágrennið. Ég man hlýjuna og góð-
mennskuna sem stafaði frá henni
Sesselju í þá daga. Við krakkarnir
fórum iðulega gangandi heim úr
skólanum fyrir helgarnar. Sigurð-
ur í Austurhlíð hafði kannski ferjað
okkur yfir Kálfá sem oft var á ís
eða ekki. Það kom fyrir að hann
bar okkur á bakinu yfir ána. Og svo
var lagt á brattann yfir hlíðina. Þá
var gott að koma við í Lækjar-
brekku og hvíla sig fyrir síðasta
spölinn heim. Viðtökurnar voru
hlýjar hjá öllu heimilisfólkinu.
Sigga og Sveinn voru líka hinir
bestu nágrannar, einstaklega bón-
góð. Þegar bærinn á Hæli brann
1959 nutum við heimilisfólkið mik-
illar velvildar sveitunganna. Þá
sýndu systkinin í Lækjarbrekku
mömmu og pabba það vinarbragð
að taka Lása vinnumann og skjól-
stæðing mömmu og pabba að sér
allt til þess að hægt var að dvelja í
nýja húsinu. Allir sem til þekkja
vissu að Lási var ekki allra og
kannski ekki óskaheimilismaður.
Þetta víluðu þau ekki fyrir sér,
tóku því eins og öðru með jafnaðar-
geði. Lási gekk svo á hverjum
morgni fram að Hæli og upp að
Lækjarbrekku á kvöldin. Mamma
átti alltaf hauk í horni þar sem
Sigga var. Alltaf tilbúin að rétta
hjálparhönd. Hún var flink sauma-
kona og hjálpaði oft mömmu með
slíka hluti. T.d. man ég að hún
saumaði kápu á mig krakka, kjóla á
mömmu og mig fleira þegar flest
var heimasaumað.
Seinna áttum við Sigga ýmislegt
saman að sælda. Í stjórn kven-
félagsins í mörg ár og ekki síst þeg-
ar ég fékk hana til að taka að sér
handavinnukennslu í skólanum.
Allt gerði hún af stakri trú-
mennsku. Ég veit að líf Siggu var
ekki alltaf auðvelt þótt hún gerði
það yfirleitt ekki að umtalsefni,
enda léttlynd og brosmild að eðl-
isfari.
Sigga átti góða að sem sýndu
henni umhyggju og ástúð þegar
hún þurfti þess mest við eins og
hún átti svo sannarlega skilið þessi
ágæta heiðurskona.
Ég kveð mína gömlu vinkonu og
nágranna með þökkum. Hún á
góða heimvon.
Jóhanna Steinþórsdóttir.
Hún Sigga í Lækjarbrekku var
fastur póll í tilveru okkar mæðgna
frá því sú elsta varð fósturbarn
hennar veturinn 1944 til þessa
dags. Við dvöldum hjá henni heil
sumur og vetrarparta sem börn og
unglingar í nær samfellt fjóra ára-
tugi en áttum síðan stöðugt sam-
band með heimsóknadvölum á há-
tíðum og hversdags.
Í minningunni er Sigga stór þótt
hún væri lágvaxin. Hún var kær-
leiksrík og það fór ekki á milli mála
þótt hún flíkaði því ekki mikið.
Henni féll sjaldan verk úr hendi.
Allt fór fram af hægð, yfirvegun og
að því er virtist fyrirhafnarlaust.
Og hún bjó til besta matinn.
Margt kemur upp í hugann þeg-
ar hugsað er til Siggu. Æðruleysi,
stóísk ró, ræktun úti og inni,
handavinna, gestrisni, þolinmæði,
kímni, gæska við dýr og menn,
þekking á ótal hlutum og einstakt
verksvit.
Það var gott og lærdómsríkt að
vera í nærveru Siggu, þess naut
fjöldi barna sem voru í hennar
umsjá. Hún hafði sérstaklega gam-
an af að kveðast á og kunni ótal vís-
ur og ljóð. Dæmi um kímnigáfu og
æðruleysi Siggu er þessi vísa, eftir
Matthías Jochumsson, sem hún fór
með fyrir okkur stuttu fyrir 100 ára
afmæli sitt:
Bráðum kveð ég fólk og Frón
og fer í mína kistu.
Rétt að segja sama flón
sem ég var í fyrstu.
Vísurnar voru af ýmsum toga og
í dag minnumst við Siggu okkar
með kvöldbæn sem hún kenndi
okkur. Kveðjum en vitum að hún
fylgir okkur ævinlega í hjarta, hug
og höndum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Hlédís Guðmundsdóttir,
Sigríður Líba Ásgeirsdóttir,
Embla Dís Ásgeirsdóttir.
Sigríður
Einarsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR
Heiðarseli 21, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í
faðmi fjölskyldunnar 15. júní.
Útför hennar fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 25. júní
klukkan 15.
Pétur Haraldsson
Haraldur Pétursson
Guðný Pétursdóttir Michael Refstrup
Sigrún Pétursdóttir Jón Anton Jóhannsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir og afi,
KRISTINN DANÍELSSON
vélfræðingur,
lést á heimili sínu föstudaginn 17. apríl.
Útför hans fer fram frá Lindakirkju 23. júní
klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
Vilhelmína Ólafsdóttir
Helgi Kristinsson Molly Lynn Smith
Davíð Freyr Albertsson Tinna Þorvaldsdóttir
Ísabella Ösp, Börkur Elí, Aníta Eik, Birkir Leó
María Albertsdóttir
Berglind, Elísabet Freyja
Yndislega móðir okkar, dóttir, systir,
mágkona og frænka,
KRISTÍN ANNA ERLENDSDÓTTIR
Vogatungu 22, Kópavogi
varð bráðkvödd á heimili sínu fimmtudaginn
11. júní.
Karl Aðalsteinn Aron Smári
Anna Karlsdóttir Erlendur Erlendsson
Sigrún Edda Erlendsdóttir Ársæll Aðalsteinsson
Erlendur Snær Fannar Karl
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
RAGNHEIÐUR JÚLÍA GÍSLADÓTTIR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði
21. mars, verður jarðsungin frá
Súðavíkurkirkju laugardaginn 20. júní
klukkan 14. Streymt verður frá útförinni í sal Kaupfélagsins.
Sigurgeir Garðarsson Jónína Hansdóttir
Þráinn Ágúst Garðarsson Sawai Sara Kham
Gísli Garðarsson Kristín Jónsdóttir
Hansína G. Garðarsdóttir Finnbogi Hermannsson
Gerður Ragna Garðarsdóttir Ægir Sigurgeirsson
Smári Garðarsson Karítas Halldórsdóttir
Björn Jónsson
Elsku besta mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Þórisdal í Lóni,
Kópavogsbraut 1a,
lést sunnudaginn 14. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Knútsson
Signý Knútsdóttir Hannes Ingi Jónsson
Kristín Knútsdóttir Guðmundur Atlason
barnabörn og barnabarnabörn
Hinn 20. júní munum við koma saman í
Ísafjarðarkirkju klukkan 14 og minnast
elskulegrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁGÚSTU RAGNHILDAR
BENEDIKTSDÓTTUR,
Eyrargötu 6, Ísafirði,
sem lést 1. apíl. Minningarathöfnin er öllum opin.
Bjarni Líndal Gestsson
Kristján Þór Bjarnason
Auður Bjarnadóttir Ingibjartur Anton Ingvarsson
Jóna Símonía Bjarnadóttir Þorsteinn Traustason
Guðný Kristín Bjarnadóttir Jónas Hallur Finnbogason
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
DOROTHY SENIOR
Bláskógum 3a
Hveragerði,
lést sunnudaginn 14. júní.
Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju miðvikudaginn
24. júní klukkan 14.
Gísli Garðarsson
Garðar G. Gíslason Heiðrún Perla Heiðarsdóttir
Steinunn Svanborg Gíslad. Ólafur Jósefsson
Vigfús Örn Gíslason
Soffía Eðvarðsdóttir Einar S. Kristjánsson
Þórunn Ólafsdóttir Marteinn Sigurðsson
barnabörn og langömmubörn