Morgunblaðið - 19.06.2020, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
✝ Árni BjörnJónasson fædd-
ist í Ási á Hverfis-
götu 35 í Hafnar-
firði þann 19. júlí
1946. Hann lést 31.
maí 2020. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Jónas Sigurðsson,
fv. skólastjóri
Stýrimannaskól-
ans, f. 1911, d.
2001, og Pálína
Árnadóttir, húsmóðir, f. 1914, d.
1993.
Eiginkona Árna er Guðrún
Ragnarsdóttir, menntaskóla-
kennari, f. 27.9. 1947. Foreldrar
hennar eru Ragnar Jóhann-
esson, fv. skólastjóri á Akra-
nesi, f. 1913, d. 1976, og Ragna
Jónsdóttir, kennari, f. 1916, d.
1987. Systkini Árna eru Jón
G.K. Jónsson, f. 1933, d. 1995,
Erla Lísa Sigurðardóttir, f.
1939, d. 2013, Sigurður Rúnar
Jónasson, f. 1939, Baldur Jón-
asson, f. 1949, Ebba Sigurbjörg
Jónasdóttir, f. 1952.
Börn Árna og Guðrúnar eru:
1) Ragna Árnadóttir, skrif-
stofustjóri Alþingis, f. 30.8.
1966, gift dr. Magnúsi Jóni
Björnssyni, tannlækni, f. 14.4.
1966. Dætur þeirra eru Bryn-
hildur, f. 26.10. 1993, og Agnes
Guðrún, f. 8.9. 2000. 2) Páll
höfn árið 1975 hóf Árni störf á
línudeild Landsvirkjunar. Árið
1979 stofnaði hann ásamt
Tryggva Sigurbjarnarsyni
verkfræðistofuna Línuhönnun
hf. Línuhönnun varð hluti af
EFLU þegar það fyrirtæki var
stofnað árið 2008. Árni starfaði
hjá EFLU til ársins 2010 en þá
lét hann gamlan draum rætast
og stofnaði ásamt fleirum ARA
Engineering í bílskúrum heima
hjá sér, sem síðar var selt til
Norconsult. Þar starfaði Árni til
dauðadags. Árni vann að verk-
efnum í rúmlega 40 löndum í
fjórum heimsálfum. Hann
gegndi jafnframt trúnaðar-
störfum í alþjóðasamtökunum
CIGRE.
Árni hreifst ungur af skák-
listinni og seinna varð silungs-
veiði hans helsta tómstundaiðja
utan lesturs góðra bóka. Auk
þess ferðaðist hann mikið. Árni
var einn af fyrstu nemendum á
námskeiðum Jóns Böðvarssonar
um fornsögur, sat í stjórn Skák-
sambands Íslands og var endur-
skoðandi þeirra samtaka um
skeið, var félagi í tveimur ár-
nefndum Stangaveiðifélags
Reykjavíkur og um tíma endur-
skoðandi þess félags, var fyrr-
verandi forseti Rótarýklúbbs
Kópavogs, félagi í fluguveiði-
félaginu Ármönnum, félagi í
lesklúbbi Sturlunga, félagi í
Vitringaklúbbi Verkfræðinga-
félags Íslands og handhafi heið-
ursmerkis félagsins.
Hann verður jarðsunginn frá
Lindakirkju 19. júní 2020
klukkan 13.
Árnason, kerf-
isstjóri, f. 28.5.
1974, í sambúð með
Sunnu Kristjáns-
dóttur, nema. Dæt-
ur þeirra eru Guð-
rún, f. 14.4. 2015,
og Kristín, f. 7.4.
2019. 3) Jónas
Árnason, tölv-
unarfræðingur, f.
9.8. 1978, giftur
Guðbjörgu Evu
Friðgeirsdóttur, upplýsinga-
fræðingi, f. 19.12. 1979. Dóttir
þeirra er Sunneva Rún, f. 12.8.
2013. Fyrir átti Jónas dótturina
Rakel Rán, f. 4.11. 2006, og fyr-
ir átti Guðbjörg soninn Sigurð
Magna, f. 14.9. 2000. Systur-
dóttir Guðrúnar er Ragna Páls-
dóttir, f. 5.9. 1978, í sambúð
með Þórmundi Hauki Sigur-
jónssyni, f. 15.12. 1975. Synir
þeirra eru Sigurjón Þorri, f. 9.
apríl 2001, Róbert Páll, f. 24.
ágúst 2008, og Ragnar Egill, f.
11. janúar 2016.
Árni tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1967 og kláraði fyrri hluta
verkfræði frá Háskóla Íslands.
Við tók nám í byggingarverk-
fræði í Stokkhólmi og síðar
Danmörku. Hann sérhæfði sig í
hönnun háspennulína og eftir
útskrift frá DTH í Kaupmanna-
Opnunin í Laxá í Laxárdal í
Þingeyjarsýslu er tilhlökkunar-
efni allt árið. Veiðifélagar til
áratuga koma saman í einum
fallegasta dal landsins og kasta
vongóðir flugu fyrir urriða.
Pabbi gjörþekkti svæðið og hélt
mikið upp á það. Honum þótti
fátt skemmtilegra en að veiða,
hann óð um alla á og gafst ekki
upp fyrr en hann fann fiskinn –
og náði honum. Þessi elja og
metnaður einkenndi allar gerðir
föður míns eins og lífsverk hans
sýnir. Hann var baráttumaður
og vildi sigra. Að gera eitthvað
annað en sitt allra besta var
bara ekki nógu gott. Þessi krafa
náði líka til barna hans. Á bak
við hana var óbilandi trú á getu
okkar. Það hefur verið mjög
gott veganesti þótt ekki hafi
alltaf verið auðvelt að standa
undir væntingunum.
Pabbi gat verið harður í horn
að taka en hann var líka afar
hlýr maður. Hann bar hag fjöl-
skyldunnar fyrir brjósti og var
öflugur bakhjarl. Við feðginin
vorum góðir vinir og áttum
margt sameiginlegt, ekki bara
veiðiástríðuna heldur líka áhuga
á alls konar skrýtnum hlutum.
Pabbi var líka stuðbolti og hafði
góðan húmor. Oft gátum við
kútvelst af hlátri yfir einhverri
algjörri vitleysu. Það var oftar
en ekki í veiðinni en þar áttum
við okkar bestu stundir. Fyrir
þær þakka ég og munu minning-
arnar um frábæran pabba lifa.
Ragna Árnadóttir.
Árni tengdafaðir minn var
margbrotinn persónuleiki. Í
aðra röndina var hann nægju-
samur. Hann hafði alist upp við
sjómennsku á hvalbátum frá
unglingsaldri þar sem óhreinum
sokkum var stungið undir rúm
og nýir valdir úr sömu hrúgunni
næsta morgun. Maður sem henti
ekki mat þó hann væri kominn
„aðeins“ framyfir síðasta sölu-
dag og keyrði bílana sína út.
Í hina röndina var hann sann-
kallaður lífsnautnamaður sem
lifði fyrir líðandi stundu. Árni
elskaði að vinna. Hann gerði
ítrekaðar tilraunir til að hætta,
en án árangurs. Og það fyrsta
sem Árni sagði við mig, í okkar
fyrsta samtali, þegar ég var
byrja að dandalast með Rögnu
dóttur hans og tilkynnti honum
að við ætluðum í smá ferðalag
saman var: „Þarftu ekki að
vinna?“ Veiðin var sú ástríða
hans sem gerði okkur að vinum.
Hann fylgdist stoltur með mér
þroskast sem veiðmaður en
passaði sig á því að gefa ekki
allt of nákvæmar leiðbeiningar;
það væri engum hollt að fá allt á
silfurfati. Árni kunni að njóta
augnabliksins. Hver samveru-
stund var sú besta, hver réttur
sá ljúffengasti og hvert eðalvín
það besta í heimi. Hann var með
núvitundina á hreinu, löngu áður
en hún fékk nafn. Í því skyni
teymdi hann okkur stórfjöl-
skylduna í hverja ævintýraferð-
ina á fætur annarri, oftast með
orginölunum vinum hans, hvort
sem það var til að horfa á sólina
rísa í Sahara með Múhameð eða
keyra á öðru hundraðinu um
öngstræti Rómar klukkan þrjú
að morgni með Eduardo. Hann
var afi góði sem dekraði barna-
börnin og var ævinlega boðinn
og búinn að aðstoða ef eitthvað
bjátaði á, hvort sem var með
góðum ráðum eða aurum í tóma
vasa. Hann var sannur vinur
vina sinna og mátti ekkert aumt
sjá.
Árni lék á als oddi í síðustu
veiðiferðinni og var upp á sitt
allra besta. Ég sakna þín elsku
Árni og þakka fyrir allar stund-
irnar sem við áttum saman. Ég
efast ekki um að þú sért í
stjörnuskapi þar sem þú röltir
með árbakkanum með stöng í
hendi. Tölvan er ekki langt und-
an og sennilega gægist eitthvert
góðgæti og jafnvel einn sporður
upp úr veiðitöskunni.
Magnús Jón Björnsson.
Fallinn er frá drengur góður,
Árni Björn Jónasson, Ármaður,
fluguveiðimaður og Laxárvinur.
Hann varð bráðkvaddur við þá á
sem hann undi sér hvað best
við, Laxá í Þing. Urriðasvæðin í
Laxá voru hans heimavöllur og
þar leið honum vel.
Undirritaður átti þess kost að
veiða með Árna og Ebbu systur
hans, sem nú syrgir bróður, og
veiðifélaga í Laxárdal fyrir ein-
hverjum árum og það var gæða-
stund. Þau voru ófá skiptin sem
ég hitti Árna Björn við Laxá og
þar var hann höfðingi heim að
sækja, opnaði gjarnan skottið á
jeppanum og færði þreyttum
veiðimönnum „hressingu“. Fyrir
nokkru hringdi Árni Björn í mig
og var einmitt þá staddur í Mý-
vatnssveit í árnefndarstörfum,
erindið var að bjóða mér að
veiða með sér í lokaholli í Mý-
vatnssveit í sumar.
Það er skammt stórra högga
á milli, í fyrra féll frá vinur og
veiðifélagi Árna í urriðaveiðinni,
Bjarni Kristjánsson, og það er
ég nokkuð viss um að þeir fé-
lagar eru búnir að finna sinn
Laxárdal og farnir að setja sam-
an.
Blessuð sé minning þeirra.
Aðstandendum Árna Björns
votta ég samúð mína.
Stefán Eiríksson.
„Ég kem strax til ykkar þeg-
ar allsherjareinangrun í Hrafn-
istu verður aflýst.“
Þegar þessi orð Árna Björns
hljómuðu í símanum vissum við
ekki að þetta yrðu síðustu orðin
sem við heyrðum frá honum. Og
í stað boðaðrar heimsóknar bár-
ust okkur sorgarfréttir um
ótímabært andlát hans hinn 31.
maí 2020.
Samstarf og vinátta Tryggva
og Árna Björns hófst um 1970
þegar þeir unnu báðir á línu-
deild Landsvirkjunar. Síðan áttu
þeir eftir að vinna saman að
mörgum viðfangsefnum. En það
var ekki bara vinnan sem tengdi
þá saman heldur líka áhugamál
og ber þá hæst Íslendingasög-
urnar og námskeið og ferðir
þeim tengdar. Það voru ekki
ófáar ferðir sem þeir fóru saman
og margir undirbúningsfundir
sem haldnir voru sem þeir báðir
nutu til hins ýtrasta. Einnig
myndaðist fjölskylduvinskapur í
gegnum þeirra vináttu og oft
vorum við Gunna með í ferðum
og svo auðvitað í gagnkvæmum
heimsóknum og veislum.
Árni Björn var sannur vinur
vina sinna. Það sýndi sig greini-
lega þegar heilsan hjá okkur
hjónum bilaði. Þrátt fyrir að
Árni Björn væri verkefnum
hlaðinn sem eftirsóttur ráðgjafi
víða um heim kom hann reglu-
lega í heimsókn til okkar og
sinnti Tryggva alúðlega í hans
veikindum. Þeir fóru saman í
göngutúra og á fundi Vitring-
anna, félags eldri verkefnis-
stjóra. Auk þess las hann reglu-
lega fyrir Tryggva, m.a. úr
Njálu. Og ekki má gleyma öllu
góðgætinu úr fjarlægum löndum
sem hann kom með og gaf okk-
ur að smakka. Nú síðast frá
Indlandi. Við gleymum seint
heimsóknum hans til okkar á
Hrafnistu, þegar hann birtist í
dyragættinni, ávallt brosandi,
og spurði um leið og hann var
búinn að heilsa: „Á ég ekki að
fara fram og sækja kaffi?“
Það er margt fleira sem hægt
væri að rifja upp um mannkosti
og vináttu Árna Björns og þær
mörgu góðu minningar sem við
eigum frá samvistum við hann
og Gunnu. Þær minningar
geymum við í hjarta okkar.
Elsku Gunna og fjölskylda,
missir ykkar er mikill en smá
huggun er að hann dó við uppá-
haldsiðju sína.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur sendum við ykkur öll-
um og erum með ykkur í huga.
Ykkar vinir,
Siglinde og Tryggvi.
Genginn er góður og dáður
félagi í Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur, veiðimaðurinn
Árni Björn Jónasson. Af honum
er mikill sjónarsviptir. Árni
Björn var mikil félagsvera sem
var ávallt reiðubúinn að leggja
eitthvað á sig fyrir aðra án þess
að gera kröfur um endurgjald.
Þrátt fyrir að Árni Björn
gegndi mörgum trúnaðar- og
ábyrgðarstörfum, var hann
ávallt hógvær og lítillátur, enda
var viðmót hans og dagfar afar
hlýtt og opið.
Árni Björn var um áratuga-
skeið einn af lykilmönnum í
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur.
Árni Björn sat í árnefndum
Stangaveiðifélagsins í hartnær
þrjá áratugi. Hann tók fyrst
sæti í árnefnd Hítarár árið 1993
og sat í nefndinni allt til ársins
2018. Þá tók Árni Björn jafn-
framt sæti í árnefnd urriða-
svæðanna í Laxá í Þing, þ.e. Í
Mývatnssveit og Laxárdal í árs-
byrjun 2009. Var Laxárdalurinn
honum sérstaklega hugleikinn
enda lýsti hann veiði í Lax-
árdalnum sem „ævintýraheimi“
sem margir veiðimenn hefðu
ekki hugmynd um að væri til.
Laxárdalurinn býður enda upp
á einstaka umgjörð um menn og
fiska. Sat Árni Björn í árnefnd-
inni á urriðasvæðunum allt til
dánardags. Árni Björn var auk
þess skoðunarmaður reikninga
fyrir Stangaveiðifélagið um ára-
bil. Þau voru raunar mörg fleiri
verkin sem hann vann fyrir fé-
lagið enda var Árni Björn ávallt
reiðubúinn að koma til skrafs
og ráðagerðar þegar þörf var á.
Á árinu 2012 var Árni Björn
sæmdur silfurmerki félagsins
fyrir ómetanleg störf í þágu
þess.
Við félagar í Stangaveiði-
félagi Reykjavíkur getum í raun
aldrei fullþakkað Árna Birni hið
mikla og fórnfúsa starf sem
hann vann í þágu félagsins.
Samfélag stangaveiðimanna er
fátækara við fráfall Árna
Björns. Við minnumst hans sem
einstaks félaga, náttúruunnanda
og ljúfmennis. Við kveðjum
Árna Björn Jónasson með virð-
ingu og þakklæti og óskum hon-
um velfarnaðar og guðsbless-
unar á veiðilöndunum fyrir
handan. Við kveðjum Árna
Björn með ljóðlínum Einars
Georgs Einarssonar um ánna í
hrauninu;
Í bláum draumi hún unir ein
með ærslum leikur á strengi og flúðir
og glettin skvettir á gráan stein.
Í hyl og lygnu er hægt á ferð
með hæverskum þokka
áin niðar sí-endurfædd og undraverð.
Hún fremur þá list sem fegurst er
úr fornum eldi er hljómbotn gerður
ég heyri óminn í hjarta mér
ég heyri óminn í hjarta mér.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
sendir fjölskyldu Árna Björns
innilegar samúðarkveðjur.
Jón Þór Ólason formað-
ur Stangaveiðifélags
Reykjavíkur.
Við Árni Björn rákum saman
verkfræðistofu í 27 ár en þá
seldum við stofuna og ég gerðist
verktaki og fór að byggja Hörpu
en Árni hélt áfram ráðgjafa-
störfum á verkfræðistofunni.
Þetta einkenndi störf hans alla
tíð, gífurleg staðfesta eftir að
stefnan var mótuð. Það var eng-
in íhaldssemi í því, því fór fjarri,
heldur viljinn til að halda sig við
sína sérgrein og þróa hana
áfram. Hann var einn af örfáum
raunverulegum sérfræðingum í
verkfræðingastétt hérlendis.
Flestir eru að gaufa við alls kon-
ar hluti og sjálfsagt hefur það
vissa kosti í fámennu landi. En
það er líka dálítið ávísun á með-
almennsku og þú nærð aldrei
þeim stalli að geta rætt við þá
bestu í heiminum á jafnréttis-
grunni. Þeim stalli náði Árni
Björn hins vegar og notaði hann
til að þróa sig og fag sitt áfram
og ná svo langt að verða kall-
aður til sem alþjóðlegur dómari
í faglegum deilumálum erlendis
og aðilar málsins undirgengust
það fyrir fram að hlíta hans
dómi.
Starfssvið Árna Björns mót-
aðist þegar á námsárunum í
Kaupmannahöfn þegar Júlíus
Sólnes, þá prófessor í Dan-
mörku, var beðinn um að greina
alvarlega bilun og hrun í Búr-
fellslínu 1 sem varð um jólin
1972. Árni Björn fékk það verk-
efni sem lokaverkefni í verk-
fræði að reikna mastrið sem féll
í Hvítá og greina af hverju það
hrundi. Honum tókst það og
heillaðist svo algjörlega af við-
fangsefninu að hann fékkst alla
tíð við þetta viðfangsefni sem
stofan hans hét líka eftir; Línu-
hönnun.
Ríkharður Kristjánsson.
Það er erfitt að kveðja góðan
vin, dauðinn er svo óþolandi
endanlegur. Að hugsa til þess að
eftir 11 ára vinskap og ótal
gleðistundir þá hafi vorferðin
verið okkar síðasta samveru-
stund, er í senn sorglegt og inni-
legt. Árni var í sínu besta formi,
kátur og hress, gleði og góðar
sögur réðu ferðinni. Alvarleg-
asta hjalið var um ástæðu þess
að ferðin hafði ekki verið farin
fyrr, Covid-19. Árni tók þá um-
ræðu og lauk henni orðum sem
þá sögð í hálfkæringi fá allt í
einu dýpri merkingu og sitja nú
eftir greypt í huga okkar: „Ég
hef lifað góða ævi, ég gæti farið
á morgun, það skiptir mig engu
máli,“ sagði hann og hló dátt
sínum einkennandi og smitandi
hlátri. Skipti svo yfir í umræðu
um stóru veisluna sem halda átti
að ári, á 75 ára afmælinu hans.
„Ykkur verður öllum boðið!“
Þetta hljómaði reyndar ein-
kennilega, komandi frá manni
sem vildi ekkert kannast við það
að hafa orðið sjötugur, rétt eins
og hann kannaðist aldrei við að
vera hættur að vinna.
Ein allra skemmtilegasta
hefðin okkar var árlegur aðal-
fundur árnefndarinnar í skúrn-
um hans Árna, en Árni var ör-
látur og skemmtilegur gestgjafi.
Formfesta einkenndi ekki fund-
ina, við fórum yfir verkefni
næstu vinnuferðar á milli þess
að Árni fræddi okkur um upp-
runa vel valinna vína og lítt
þekktar en óvefengjanlegar
staðreyndir eins og að maður
verður aldrei þunnur af góðu
rauðvíni. Þá átti hann alltaf til
svör við kjánalegum spurning-
um sem bornar voru fram á
kvöldum sem þessum. „Hvað
kostar eiginlega svona flaska,
Árni?“ Það stóð ekki á svari hjá
Árna sem svaraði að bragði
brosandi: „Það skiptir engu
máli, þú færð hvergi svona
flösku.“
Á borðum voru alltaf veiting-
ar úr veiðiferðum síðustu vertíð-
ar, en þeir sem þekktu Árna
vita að hann veiddi í matinn.
Hann hafði ekkert á móti því að
sleppa fiski, það var bara ekki
fyrir hann. Eitt skiptið kom einn
okkar félaganna að Árna á fal-
legu haustkvöldi sitjandi í laut-
inni við Vörðuflóa, einum af
hans uppáhaldsveiðistöðum.
Hann hafði veitt vel, mikið líf í
ánni og fiskur út um allt. „Af
hverju siturðu hér, er kallinn
búinn á því?“ „Nei, nei, ég er
búinn með kvótann,“ svaraði
Árni hlæjandi. „Af hverju
veiðirðu ekki bara og sleppir?“
Því var fljótsvarað með stóru
brosi og einlægu svari: „Til
hvers, þetta er búið vera að vera
alveg meiriháttar!“
Vitanlega var það rétt hjá
Árna að dauðinn hefur minnst
áhrif á þann sem fer yfir móð-
una miklu, fyrir utan það hvað
hann er endanlegur. Áhrifin
verða öll eftir hjá okkur hinum
sem sitjum eftir með söknuðinn
og sorgina. Hvað ætli Árni
myndi segja við því? Eflaust
eitthvað einstaklega raunsætt
eins og að það þýði ekkert að
dvelja við þetta, lífið heldur
áfram. Við vitum það auðvitað,
en við munum samt sakna þín.
Nú ríður á að halda utan um all-
ar minningarnar sem fá enn
meira vægi, þær verða gullið
okkar. Allar ánægjulegu stund-
irnar við bakka Laxár, öll góðu
ráðin, stuðningurinn og hugul-
semin sem Árni sýndi okkur,
rétt eins og öllum öðrum sem
hann umgekkst.
Takk fyrir okkur, Árni, þetta
er búið að vera alveg meirihátt-
ar!
F.h. Árnefndar
Laxár í Mývatnssveit,
Ásgeir Helgi Jóhannsson.
Hér er stutt þakkarkveðja til
góðs leiðbeinanda og vinar,
Árna Björns Jónassonar. Árni
tók frumkvæði fyrir hönd eig-
enda Línuhönnunar að því að
við stofnuðum félag saman fyrir
30 árum. Þetta gerðum við
ásamt Pétri Þór Gunnlaugssyni.
Allir höfðum við áhuga á að
flytja út verkfræðiþekkingu í
formi hugbúnaðarlausna. Á upp-
hafsárum félagsins naut ég
þeirra forréttinda að sitja viku-
lega fundi með þeim félögum
Ríkharði Kristjánssyni, Oddi
Hjaltasyni og Árna Birni og
ræða verkefni, fjármál, vanda-
mál og lausnir. Þarna naut ég
reynslu mér eldri og reyndari
manna sem ég hef búið að síðan.
Ég ferðaðist töluvert um Norð-
urlönd með Árna og hann
kynnti mig fyrir félögum sínum
sem hann átti víða. Þetta voru
afar skemmtilegar og lærdóms-
ríkir ferðir. Svona ræktaði Árni
viðskiptasambönd sín, þetta
voru allt vinir hans. Tíu árum
eftir stofnun okkar félags skildu
leiðir, en undirritaður óskaði
eftir að fara sínar eigin leiðir.
Við héldum samt sambandi og
stundum hringdi Árni þegar
hann var á ferðalagi um Norður-
lönd og ég var fluttur til Nor-
egs. Ég minnist Árna með hlýju
og þökk í hjarta.
Gunnlaugur B. Hjartarson.
Árni Björn Jónasson verk-
fræðingur er fallinn frá. Hann
markaði mikilvæg spor í þróun
verkfræðigeirans á Íslandi og
mótaði margan manninn á lífs-
leiðinni. Árni Björn nam bygg-
ingarverkfræði við Háskóla Ís-
lands og DTU í
Kaupmannahöfn. Hann var einn
af stofnendum verkfræðistof-
unnar Línuhönnunar árið 1979,
en hún var einn af forverum
EFLU verkfræðistofu. Upphaf-
legt markmið með stofnun Línu-
hönnunar var eins og nafnið ber
með sér að færa þekkingu á
hönnun flutningskerfa raforku
til Íslands, og var hönnun há-
spennulína upphaflegt verksvið
fyrirtækisins. Með tilkomu Rík-
harðs Kristjánssonar verkfræð-
ings og síðar fleiri lykilmanna
færði fyrirtækið út kvíarnar yfir
á breiðan grundvöll fagsviða
verkfræði og tengdra greina.
Árni Björn var framkvæmda-
Árni Björn
Jónasson