Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
✝ HerborgVernharðs-
dóttir fæddist 29.
janúar 1932 á
Atlastöðum í
Fljótavík. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Eyri á Ísa-
firði 1. júní 2020.
Foreldrar hennar
voru Þórunn
María Friðriks-
dóttir frá Efri-
Miðvík (1905-1996) og Her-
mann Vernharð Jósepsson
bóndi frá Atlastöðum í Fljóta-
vík (1906-1982). Systkini Her-
borgar eru Helga (1931-2016),
Þórunn Friðrika (1931), Bára
Freyja Ragna (1934-2011),
Sigrún (1940) og Jósef Her-
mann (1943). Á barnsaldri lét-
ust Ragnar Bjarni, Margrét og
Steinunn Selma.
Herborg giftist Ingólfi Egg-
ertssyni, skipasmið og raf-
eindavirkja, í maí 1950 og því
náðu þau platínubrúðkaupi.
Ingólfur, f. 16. desember 1927,
er sonur Eggerts Halldórs-
sonar (1903-1992) frá Mið-
dalsgröf í Strandasýslu og
Þorbjargar Jónsdóttur (1906-
moldargólfi og fóru þau ára-
tugi aftur í tímann hvað hús-
næði varðar.
Bogga og Ingi hófu búskap
í Sundstræti 29, en síðar í
Fjarðarstræti 19. Hún var
annáluð fyrir handverk sitt
svo ekki sé minnst á fyrsta
flugdrekann sem smíðaður
var á Íslandi. Bogga saumaði
seglið á drekann fyrir son
sinn og flaug honum líka.
Hún hafði samt tíma fyrir fé-
lagsstörf. Hún var m.a. í
kvenfélaginu Hlíf, kór og í
saumaklúbbi.
Hún vann árum saman í
fyrirtæki sem þau hjónin áttu
hlut í, Póls tækni, sem var
grein út frá fyrirtækinu Póll-
inn sem Ingólfur stofnaði
ásamt fleirum árið 1966.
Kjallarinn í Fjarðarstrætinu
er merkilegt fyrirbæri því
þar voru smíðaðar tvær flug-
vélar að maður minnist nú
ekki á allar þær hljómsveitir
sem æfðu þar með tilheyrandi
hávaða. Allir synir þeirra
hjóna léku í hljómsveitum.
Árið 1993 rættist draumur
Boggu um sumarhús á fæð-
ingarstað sínum. Margir
lögðu hönd á plóg og er Atla-
tunga í Fljótavík sælureitur
fjölskyldunnar.
Útför Herborgar verður
gerð frá Ísafjarðarkirkju í
dag, 19. júní 2020, og hefst
athöfnin klukkan 14.
1985) sem jafnan
er kennd við Búð í
Hnífsdal. Bogga
og Ingi eignuðust
sex börn, sem eru:
1) Hálfdán, f.
1950. Hann á
fimm börn og
fimm barnabörn.
2) Örn, f. 1951.
Hann er giftur
Guðnýju Þórhalls-
dóttur og eiga þau
þrjú börn, sex barnabörn og
eitt barnabarnabarn. 3) María,
f. 1954. Hún er gift Ásgeiri
Ásgeirssyni og eiga þau þrjú
börn og tvö barnabörn. 4)
Hörður, f. 1958. Hann á sjö
börn og 12 barnabörn. 5)
Ragnar, f. 1960. Hann á einn
son og tvö barnabörn.6) Lilja,
f. 1968. Hún er gift Bjarka S.
Karlssyni og eiga þau þrjú
börn og tvö barnabörn. Af-
komendur Boggu og Inga eru
alls 58.
Herborg var 14 ára þegar
allir bændur í Fljótavík
brugðu búi. Bogga sagði oft
frá því hvernig allt var yf-
irgefið og í flutt í skemmu í
Hnífsdal, með lausum fjölum á
„Þú heldur bara á,“ sagði
Bogga og reyndi að vera ekki
pirruð. „Já Bogga, ég held á
þessu, en hvað á ég að gera?“
spurði 17 ára tengdadóttirin að
sunnan, sem hafði beðið Boggu
að rifja upp með sér Halldóru-
hælinn – og fattaði ekki alveg
leiðbeiningarnar frá prjóna-
snillingnum, sem prjónaði ægi-
fagra og flókna fullorðinskjóla
og borðdúka nánast með títu-
prjónum. Þegar við vorum báð-
ar búnar að anda djúpt áttaði
ég mig á því að hún var að
segja mér að halda áfram. Um
svipað leyti spurði hún mig nær
einhver kæmi. Ég velti smá-
stund fyrir mér hversu nálægt
hverju hann ætti að koma áður
en ég fattaði að hún meinti hve-
nær. Það fór ekki hjá því að ég
lærði vestfirskuna fljótt af
Boggu, því spjallstundirnar
okkar urðu vægast sagt margar
og langar.
Bogga lagði mér lífsreglurn-
ar með margt hversdagslegt,
eins og að hreinsa alveg af
berjalynginu og skipta bílnum
niður þegar hann rann niður
heiði. En í hvert sinn sem ég
verka rjúpurnar hugsa ég; af
hverju bað ég Boggu aldrei að
taka mig með sér þegar hún fór
að slátra kjúklingum? En ég
var víst betri í að passa Lilju
meðan Bogga slátraði.
Bogga kenndi mér líka að
sauma á gömlu Singer-vélina
sem að Boggu sögn gat allt
nema sniðið. En auðvitað gat
saumavélin ekki allt. Það var
Bogga sem gat allt. Ekki nóg
með að hún saumaði svefnpoka,
tjöld, skíðagalla, skíðahúfur og
skíðalúffur á okkur öll, heldur
saumaði hún svifdreka sem hún
vissi að sonur hennar mundi
nota til að fljúga fram af vest-
firskum fjallatoppum. Slík
snilld hlýtur að teljast eins-
dæmi í veraldarsögunni.
Lengi vel eftir að ég flutti til
Reykjavíkur sótti ég Boggu og
Inga alltaf á flugvöllinn þegar
þau komu suður, – þau gistu á
dýnum á gólfinu hjá mér og ég
skutlaðist með þau í alls kyns
erindi og í Mosó og Kef. „Af
hverju hún?“ spurðu þá sumir í
forundran. „Nú, hún skildi
aldrei við okkur,“ sagði Bogga
þá alltaf. Og það var líka satt
og rétt. Sá náni strengur sem
myndaðist milli okkar strax er
við kynntumst í Fljótavík ’71
slitnaði aldrei. Ég er einstak-
lega þakklát fyrir að hafa þekkt
og tengst svo náið þessari konu
sem var merkari en orð fá lýst.
Bogga sagði oft við mig:
„Mundu að fara alltaf á kjör-
stað. Ef þú veist ekki hvað þú
átt að kjósa, þá skilarðu auðu.
Það kostaði mikla baráttu að fá
kosningarétt fyrir okkur kon-
ur.“ Þess vegna þykir mér ein-
staklega vænt um að Bogga
skuli jörðuð á íslenska kven-
réttindadaginn.
Guð blessi minningu Boggu
Venna og styrki þá sem hennar
sakna. Sérstaklega Ingólf, en
ástfangnari hjón hef ég aldrei
vitað.
Laufey Waage.
29. janúar 1972 var heljar-
innar veisla í Fjarðarstræti 19
á Ísafirði, þegar 40 ára afmæli
húsmóðurinnar, Herborgar
Vernharðsdóttur, var fagnað
með pompi og prakt. Afmæl-
isveislan var vafalaust eftir-
minnileg fyrir þá sem voru þar
til að samfagna Boggu. Það átti
bara ekki við um mig, því þetta
kvöld var yngra fólkið með
partí annars staðar í húsinu, og
það var þetta kvöld sem ég og
Maja, dóttir Boggu, rugluðum
saman reytum. Rúmu ári
seinna var ég fluttur inn í
Fjarðarstrætið og fjölskyldan
hefur setið uppi með mig allar
götur síðan – og takk fyrir það!
Haft er fyrir satt að maður
velji ekki foreldra. Sennilega á
það líka við um tengdaforeldra,
því ástin er því yfirsterkari. En
þegar ég lít yfir þessi 48 ár
sem ég hef átt þau Boggu og
Inga að sannfærist ég sífellt
betur um að ég hefði ekki getað
valið betri tengdaforeldra.
En nú er hún tengdamamma
farin í Sumarlandið. Ég reikna
með að hennar líti út eins og
Atlatunga í Fljótavík. Ó jú, ég
held það.
Ég er meðal þeirra heppnu
sem hafa náð því að snúa sólar-
hringnum við í Fljóti. Vaka og
ræða við tengdó langt fram
undir morgun og drolla svo til
hádegis. Heyra um gamla tíma
í Fljóti, örnefnin og sögur. Til
dæmis um slagsmál með spýtu
við bola sem vildi fara frá
Tungu yfir að Atlastöðum til að
hitta kýrnar þar. Ég hef verið
með Boggu í píslargöngu yfir í
Tunguland. Ég hef gengið með
Boggu yfir Kjöl á milli Fljóta-
víkur og að Látrum í Aðalvík.
Ég hef verið í leiðindaveðri
með Boggu þar sem hún pass-
aði alltaf að renna úlpunni nið-
ur ef hún varð vör við mynda-
vél – það skyldi sko enginn sjá
annað en að það væri alltaf gott
veður í Fljóti, og því voru not-
uð orð eins og „grófdropa
þoka“ yfir rigningu, og svo var
talað um lognhraðamælinn. Ég
hef setið með Boggu í bústaðn-
um Atlastöðum og fylgst með
mönnum berja Ósinn klukku-
stundum saman án þess að fá
fisk, og sjá svo Boggu rölta nið-
ur eftir, stilla sér upp mitt á
milli þeirra og plokka upp það
sem þurfti í kvöldmatinn og
rölta svo aftur upp í bústað.
Mennirnir veiddu ekkert, en
Bogga vissi um hylinn á milli
þeirra.
Þegar maður hugsar um
liðnar stundir með Boggu áttar
maður sig á því að sögur um
hana eru gersemar. Það er eins
og hún hafi getað allt sem hana
langaði að gera, ja nema að
sigra elli kerlingu. Við færumst
víst öll í átt til foldar. Við hjón-
in syrgjum mæður okkar og
börnin báðar ömmurnar, því
þær létust með 36 klukku-
stunda millibili. Dóttir okkar
ber nöfn þeirra beggja. Far þú
í friði, elsku tengdamamma, og
takk fyrir mig og mína.
Ásgeir Ásgeirsson.
„Herborg Vernharðsdóttir,
velkominn.“ Þannig tók Bogga
Venna á móti mér, tilvonandi
tengdasyni sínum, þegar við
hittumst fyrst og var mikil
áhersla lögð á errin í báðum
nöfnunum. Þar með var það á
hreinu og ekkert vesen.
Og velkominn var ég, alla-
vega hef ég ekki fundið annað
öll þessi ár. Einn merkilegasti
karakter sem ég hef haft heið-
ur af að kynnast á lífsleiðinni.
Náttúrubarn, móðir, eiginkona,
vinur, frumkvöðull og meira að
segja hrekkjusvín en henni
leiddist nú aldrei að hrekkja
tengdasoninn ef hún hafði tæki-
færi til.
Hafsjór af fróðleik var hún
og þreyttist aldrei á að miðla
þeim fróðleik m.a. til mín og ég
held að ég hljóti að hafa verið
uppáhaldsnemandi hennar í
ættfræði því hún gat alltaf
byrjað aftur á byrjuninni í
hvert skipti sem hún reyndi að
fræða mig um ættir, ég var
alltaf jafn mikill byrjandi.
Við höfum átt margar góðar
stundir saman og minningarnar
streyma inn. Það væri hægt að
fylla marga Mogga með sögum
af henni. Ég hélt í upphafi að
Fjarðarstræti 19, 400 Ísafjörð-
ur væri nafli alheimsins en eins
og með segulpólinn og norð-
urpólinn komst ég fljótlega að
því að naflinn væri norður í
Sléttuhreppi, nánar tiltekið í
Fljótavík eða eins og tengda-
pabbi Ingólfur segir: „Norður í
Horngrýti.“ Þar var, og ég
reikna með að sé enn, hennar
paradís og þangað stefna marg-
ir ættingjar og vinir dagana
eftir athöfnina og halda áfram
að heiðra minningu hennar.
Bjarki S. Karlsson.
Náttúruaflið hún amma mín,
Fljótavíkurmóran Bogga
Venna, er farin norður. „Ætli
amma þín hafi verið fyrirmynd-
in að Míu litlu í Múmínálfabók-
unum?“ var ég eitt sinn spurð.
Ef Mía litla hefði á endanum
orðið amma hefði hún eflaust
orðið jafn einstök í því hlut-
verki og amma mín var í sínu.
Það var í það minnsta ekkert
venjulegt við ömmu Boggu.
Amma gat vissulega klætt
sig í hefðbundinn húsmæðra-
búning sinnar kynslóðar þegar
þörf var á, þótt það hafi ekki
verið hennar uppáhalds hlut-
verk. Hún gat galdrað fram
kransakökur á pari við fag-
menn og gerði bestu ýsu í raspi
í heimi en sagði það hverjum
sem heyra vildi að henni þætti
hundleiðinlegt að elda mat.
Þrátt fyrir að hún hefði að eig-
in sögn haft alveg jafn lítið
gaman af börnum þegar hún
var ung kona var hún engu að
síður ein skemmtilegasta amma
sem sögur fara af. Amman sem
fíflaðist og kjánaðist og asn-
aðist en kenndi okkur líka
nöfnin á hverri jurt og kenni-
leiti norður í Fljótavík, svo vel
að við getum öll farið með sög-
una af Ingunnarklettum í
svefni.
Náttúran bjó í ömmu og
fylgdi henni að norðan þegar
byggðin á þessum undursam-
lega hjara veraldar lagðist af.
Öll tilvera ömmu var mörkuð
þessum magnaða uppruna, eins
og hún hafi vaxið inn í jörðina
með geldingahnöppum og ljóns-
löppum og aldrei viljað losa um
ræturnar. Hún var ekki amma
sem kom heim úr utanlands-
ferðum með minjagripi heldur
fallega steina, skeljar og kuð-
unga. Steinahillan í stofunni
var ævintýraland og í minning-
unni var það amma sem sagði
mér að steinarnir væru göldr-
óttir og að sjórinn niðaði ennþá
í stóru kuðungunum.
Kannski kom hún líka að
norðan, sköpunargáfan sem
fylgdi ömmu. Til að máta sköp-
unarkraftinn í viðurkenndar
umbúðir varð amma konan sem
gat saumað og prjónað feg-
urstu flíkur á heilar kynslóðir.
En þessi skarpgreinda kona
saumaði ekki bara buxur og
kjóla, hún saumaði líka svefn-
poka og tjöld, svifdreka og
flugvélar sem hún treysti fyrir
sínum ofvirku afkomendum í
viðureignum þeirra við náttúru-
öflin. Hin eina sanna amma
dreki hikaði ekki við að fram-
kvæma skrýtnustu hugdettur
og kenndi okkur í leiðinni að
láta vaða.
Það bjó hamslaus gleði í
ömmu, eins og ósjálfrátt við-
bragð. Það var engu líkara en
hún væri með auka líffæri fullt
af kátínu sem dró alla að
henni. Af öllum sem elskuðu
ömmu var þó líklega enginn
sem heillaðist jafn mikið af
fölskvalausri gleðinni og afi.
Það var unun að horfa á ömmu
og afa horfa hvort á annað,
með skot í auga sem hvorki
tíminn né hringiða uppátækja-
samrar fjölskyldu í sjötíu ár
gat slegið fölva á.
Já, amma Bogga var ein-
stök. Þessi pínulitla kona með
risastóru nærveruna var gagn-
rýnin, rökföst og þrætin og lét
ekki pakka sér inn í neina
kassa. Hún var hörkutól og
húmoristi, hrekkjaskítur og
rugludolla af bestu sort. Sagði
óviðeigandi brandara við full-
orðna og skáldaði sögur ofan í
börn. Ég skal gera mitt besta
til að halda vitleysunni gang-
andi amma mín og vera aðeins
duglegri að ulla á fólk.
Elsku afi, pabbi, systkinin
öll og þið hin. Við skulum vera
þessi í pottinum. Við vitum
hver fylgist með.
Berglind.
Amma Bogga var með allt
undir kontról. Ég get ekki
vottað um ca fyrstu fimmtíu
árin, en ætla bara að gera ráð
fyrir að svoleiðis hafi það alltaf
verið. Í óreiðukenndu umhverfi
þar sem jöfnurnar voru vægast
sagt breytilegar virtist hún
hafa hlutina á hreinu. Það var
alltaf hægt að treysta á hana
og afa og sum okkar gerðu það
kannski óþarflega mikið á köfl-
um. Mörgum vitleysingnum,
þar á meðal mér, hefur hún
komið til aðstoðar löngu áður
en við áttuðum okkur á því að
við þyrftum á aðstoð að halda.
Hún var beinskeytt en blíð,
umhyggjusöm, áreiðanleg,
stórskemmtileg og barngóð.
Það var gaman að spjalla við
hana og alltaf var hún tilbúin í
alls konar verk og oft á tíðum
alls konar fíflagang sem mörg-
um á hennar aldri og í hennar
stöðu hefði þótt vera fyrir neð-
an sína virðingu. Sama hvað
var í gangi, það var alltaf hægt
að treysta á ömmu Boggu.
Hvíl í friði elsku amma mín.
Hálfdán Bjarki.
Herborg
Vernharðsdóttir
Ég sit hér á bókasafninu í
Vestmannaeyjum og með hug-
ann hjá þér pabbi minn og þar
sem þú færð tvær útfararat-
hafnir, þá færðu tvær minning-
argreinar frá mér. Það var
skrítið og erfitt að geta ekki
haft þetta allt saman hefðbund-
ið þann 15. apríl, þegar kistu-
lagning og fyrri útför þín fór
fram og aðeins 20 manns sam-
tals, máttu kveðja þig vegna
samkomubanns. Það er einnig
skrítið að hugsa til þess að eng-
in kista verður á altarinu, held-
ur verður duftker, mynd af þér
og blóm. Duftker sem ég á svo
erfitt með að hugsa um því ég
er svo alfarið andsnúin því að
Vilhjálmur
Vilhjálmsson
✝ Vilhjálmur Vil-hjálmsson
fæddist í Reykjavík
29. nóvember 1940.
Hann lést á Land-
spítalanum 30.
mars 2020.
Minningarat-
höfn, erfidrykkja
og jarðsetning fer
fram frá Digra-
neskirkju í dag, 19.
júní 2020, klukkan
13. Allir sem vilja kveðja hann
eru velkomnir.
fólk sé brennt þótt
látið sé. Þessu sinni
mega allir koma
sem vilja og nú
verður einnig hægt
að hafa glæsilega
erfidrykkju á eftir.
Ég hef átt verulega
erfitt með að af-
bera þessa hugsun
og hefur dreymt
þig, að þú hafir
ákveðið að hætta
við að deyja og standir upp, að
sjálfsögðu vel til hafður í flott-
um jakkafötum.
Ég græt í hjarta mínu og er
miður mín að hafa ekki spurt
þig um þessi mál á meðan ég
hafði tækifæri til, þá hefði ég
spurt hvort þú myndir vilja láta
jarða þig í kistunni. Vona bara
að ég renni ekki á bossann með
að mæta, ég veit að þau spor
verða mér mjög erfið og þung
en ég mun taka á honum stóra
mínum eins kröftuglega og mér
er unnt og fylgja þér og því
sem eftir er af þér og bið þig
um að vera mér ekki sár þótt ég
muni ekki geta horft á kerið.
Sonardóttir mín spurði mig
hvort það væri ekki sárt að láta
brenna sig og svo hvernig þú
eigir að geta gengið um og
hreyft þig á himnum, þegar þú
ert orðinn að dufti. Erfið spurn-
ing en börn eru oft svo klár og
koma okkur fullorðna fólkinu
oft í opna skjöldu. Ég sagði að
þú myndir ekki finna til og veit
ekki hvernig þú átt að geta gert
það en svaraði henni á þann veg
að þú munir samt geta hreyft
þig um og talað og ég vona að
það sé rétt hjá mér, því vil ég
trúa. Ég er mikið og oft búin að
hugsa til þín alla daga. T.d. um
öll símtölin og heimsóknirnar.
Það hefur enginn hringt eins oft
og mikið í mig eins og þú, hvort
sem við höfum búið á Íslandi,
BNA eða í Svíþjóð. Og enginn
hefur heimsótt mig og okkur
fjölskyldu mína eins oft og þú
gerðir. Þess sakna ég og mun
sakna þess áfram, þarna er
stórt tómarúm í lífi mínu, hjarta
og sál. Þú varst almennt róleg-
ur og þögull og með þægilega
nærveru, en gast líka spjallað
heilmikið. Með því að hringja
og koma, varstu að segja að þér
þætti vænt um mig og mína
fjölskyldu. Og þegar ég var
barn og eins þegar synir mínir
voru börn, þá hnusaðir þú í hár-
ið á okkur og straukst með
hendi þinni. Það var þín leið að
tjá þig um kærleik þinn til okk-
ar. Síðustu árin leið þér stund-
um ekki mjög vel, orðinn ekkill
og hjartveikur og svo bættist
krabbameinið við. Að tjá tilfinn-
ingar var ekki þín sterkasta hlið
og er það ekki heldur hjá mér
og svo mörgum fleirum. Þú
kunnir það ekki heldur þau
skipti sem þér leið illa og mér
líður svo illa yfir því að hafa
ekki áttað mig á því að vegna
þess að þú treystir mér, leyfðir
þú þér að líða stundum illa í ná-
vist minni og í síma. Ég tók
ekki rétt á því og er leið að hafa
ekki áttað mig á því fyrr en of
seint, þegar séra Karen Lind
útskýrði það eftir að þú kvaddir
þennan heim. Þú varst bara
hræddur, skiljanlega. Táknmáli
þínu átti ég að átta mig á. Þú
komst ávallt til dyranna eins og
þú varst klæddur og sýndar-
mennska var ekki til í þér.
Að ég hafi samt ekki áttað
mig, segir mér aðeins það eitt
að það er ég sem þarf að vinna í
sjálfri mér að læra að umbera
betur þegar fólk sem treystir
mér, sýnir mér sínar veikustu
og sárustu hliðar í sorg sinni,
veikindum, óöryggi, ótta og
hræðslu. Öll eigum við margar
hliðar og við eigum ekki að
þurfa að sýna okkar nánustu
einungis sparihlið okkar. Þarna
komu mínir brestir vel í ljós.
Ég óska þess að hafa áttað mig
betur á alvarleika veikinda
þinna, þú varst alltaf svo
hraustur og dauðinn mér því
svo fjarlægur, ég var líka bara
hrædd. Ég elska þig og sakna
og mun varðveita og vernda
minningu þína. Þú varst sann-
leikans maður, heiðarlegur, laus
við allt „feik“ og alveg ekta í
gegn, jafnt í sól sem regni og
ég er stolt af því að þú varst
pabbi minn.
Þín dóttir,
Hjördís (Hjödda).