Morgunblaðið - 19.06.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 19.06.2020, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 ✝ KristbjörgMagnea Gunn- arsdóttir fæddist í Reynisdal í Mýrdal 16. febrúar 1941. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 30. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Gunnar Kristinn Magn- ússon frá Reyn- isdal í Mýrdal, f. 20. janúar 1912, d. 4. júlí 1976, og Sigríð- ur Finnbogadóttir frá Prest- húsum í Mýrdal, f. 4. janúar 1918, d. 26. september 1999. Börn þeirra, auk Kristbjargar Magneu: Sigurlaug Auður, f. 1939, d. 1985; Sigurður Páll, f. 1942, d. 1985; Símon, f. 1944; Finnbogi Baldur, f. 1947, d. 2010. Theodóra, f. 1998, b) Elísabet Auður, f. 2001, c) Benjamín, f. 2004. 4) Auður, f. 1972, maki Kristinn Kristófersson, f. 1967, börn þeirra a) Sigurjón, f. 1999, b) Kristín, f. 2002, c) Kári Steinn, f. 2008. 5) Ágúst, f. 1974, maki Sigrún Hreiðars- dóttir, f. 1970, barn þeirra Margrét Lin f. 2005. Kristbjörg Magnea ólst upp í Reynisdal til tólf ára aldurs er hún flutti að Suður-Fossi í Mýr- dal með móður sinni og systk- inum. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Varma- landi veturinn 1958-59. Um 1960 kom hún að Skógum und- ir Eyjafjöllum og tók við starfi ráðskonu í mötuneyti Skóga- skóla. Æ síðan bjó hún og starfaði á Skógum. Í yfir tutt- ugu ár var hún heimavinnandi húsmóðir og þegar börnin kom- ust á legg vann hún við Barna- skólann í Skógum, Skógaskóla, Skógasafn og Hótel Eddu við matreiðslu og ræstingar. Útför Kristbjargar Magneu fer fram frá Selfosskirkju í dag, 19. júní 2020, klukkan 14. Kristbjörg Magnea giftist 1. janúar 1965 Sig- urjóni Guðna Sig- urðssyni frá Ey- vindarhólum, f. 27. maí 1924. Hann lést 24. júní 1994. Börn þeirra: 1) Sigríður, f. 1965, maki Magnús Skúlason, f. 1962. Dætur þeirra a) Ásrún, f. 1990, sambýlismaður Kristinn Högnason, f. 1994, þeirra sonur Snorri, f. 2017. b) Magnea, f. 1993, sambýlis- maður Hafþór Ingi Ragn- arsson, f. 1995. 2) Sigrún, f. 1966, maki Öyvind M. Edv- ardsen, f. 1969, barn þeirra Anton, f. 2002. 3) Dýrfinna, f. 1971, maki Guðni Sveinn Theo- dórsson, f. 1967, börn þeirra a) Mig langar að minnast Magn- eu tengdamóður minnar með nokkrum orðum. Þegar ég hugsa til hennar Magneu reikar hug- urinn til þess tíma er ég sá hana fyrst. Það var á Hótel Eddu á Skógum og mér var bent á að hún væri móðir Dýrfinnu en við vorum þá byrjuð að hittast. Mér er það minnisstætt hvað mér fannst hún létt á fæti og hversu kvik hún var. Hún hljóp upp og niður stigana í gamla Héraðs- skólanum, gjarnan með fangið fullt af taui, en í því húsi þekkti hún hvern krók og kima eftir langan starfsaldur. Andartakið er horfið inn í eilífðina en þessi fyrsta minning finnst mér lýsa Magneu svo vel, mikil vinnu- semi, ósérhlífni og hröð og fum- laus handtök. Magnea ólst upp í Mýrdalnum og sagði hún mér oft frá ýmsu í uppvextinum. Hún var af kynslóð sem upplifði mikl- ar breytingar á okkar þjóðfélagi og var áhugavert að hlusta á það sem hún hafði upplifað. Hún tal- aði alltaf fallega um Mýrdalinn og átti þetta svæði stað í hjarta hennar. Ég minnist hve vel mér var tekið er ég fór að venja komur mínar á heimili hennar og Sig- urjóns að Skógum. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Ég skynjaði hversu samrýnd þau voru og að þau voru samstíga í orði og verki. Það var alltaf til- hlökkunarefni að fara á Skóga. Hún var einstakur gestgjafi og aðdáunarvert var hvað hún reiddi fram góðar veitingar og matreiddi nánast allt frá grunni. Umhyggja hennar fyrir fjöl- skyldunni var mikil, hún fylgdist vel með og í seinni tíð var spjaldtölvan aldrei langt undan. Það gaf Magneu mikið að ferðast. Hún var dugleg að drífa sig á flakk, bæði innanlands og erlendis. Ég veit samt að henni leið alltaf best heima á Skógum, þar vildi hún helst vera. Á heim- ilinu sem þau Sigurjón stofnuðu og ólu upp sín börn. Blessuð sé minning Kristbjargar Magneu Gunnarsdóttur. Guðni Sveinn Theodórsson. Elsku tengdamamma. Óþægileg tilfinning hríslaðist um hugann þegar við fengum þær fréttir að verið væri að reyna að ná sambandi við okkur þar sem við vorum á hálendinu og í lélegu símasambandi. Okkur brá við að heyra að þú hefðir kvatt okkur án nokkurs fyrir- vara. Ég kom inn í líf þitt fyrir 22 árum þegar ég kynntist Ágústi þínum. Frá fyrstu stundu kom okkur vel saman og var það kannski vegna þess að við vorum ótrúlegar líkar í því að koma hreint fram og liggja ekki á skoðunum okkar. Þú varst áhugasöm um fólkið þitt og hvetjandi við það í því sem það tók sér fyrir hendur bæði með ástúð þinni og hlýju. Margar minningar koma upp í hugann eins og allar frábæru jólaferð- irnar sem við höfum farið í sam- an á þessum árum og var ferðin um síðustu jól alveg ógleyman- leg þar sem við vorum eins og drottningar. Gott er að hafa þessar góðu minnigar í huga okkar núna og gott fyrir Mar- gréti Lin okkar að eiga þær. Heimilið þitt í Skógum ber held- ur betur merki um dugnað þinn og þrautseigju hvort sem inn er komið eða úti verið. Þú varst meistari í að gera veislu úr engu þegar gesti bar að garði. Margt hefur þú kennt mér sem ég mun halda áfram að nýta mér í mínu fjölskyldulífi. Elsku Magnea nú ertu farin frá okkur aðeins of snemma og munum við ylja okkur við hlýjar minningar sem við eigum í hjarta okkar. Minning lifir um góða konu, takk fyrir að vera okkar fyr- irmynd. Þín tengdadóttir, Sigrún Hreiðarsdóttir. Hér sitjum við systkinin og skrifum minningarorð um okkar elsku ömmu í Skógum. Ekki átt- um við von á því í nánustu fram- tíð en svona er víst lífsins gang- ur. Skógar eru okkar paradís, þetta er fallegasti staður á Ís- landi í okkar huga, jafnvel í öll- um heiminum, og í Skógum bjó amma. Hjá henni leið okkur allt- af vel og við vorum alltaf vel- komin, hvort sem kærleikurinn var sýndur með hrósi eða mat- arveislu. Amma var smekkleg kona og fór aldrei út úr húsi ótil- höfð, það var síðasta sort. Hún hafði góðan fatasmekk og var dugleg að hrósa okkur þegar við vorum í fínum fötum og líka þeg- ar við mættum í gallabuxum sem voru smá rifnar, það fannst ömmu reyndar ekki flott og spurði hvort hún ætti ekki að bæta þær. Theodóra og amma áttu sama afmælisdag og hún mun svo sannarlega sakna þess að heyra í henni á þessum degi ár hvert og segja „til hamingju með daginn“ í kór. Við munum aldrei gleyma þeirri sælu að koma í sveitina til ömmu og sjá hana í dyrunum að taka á móti okkur. Þá búin að baka flatkökur, skinkuhorn, kan- ilsnúða og kleinur. Allt var þetta staðalbúnaður í kistunni hjá henni. Matargerð var hennar fag og hún lagði sig fram um að gera öllum til hæfis. Henni fannst t.d. mjög spennandi að gefa Elísabetu Auði grænkera að borða, það var eitthvað nýtt. Benjamín var vanur að hringja í ömmu þegar hann vantaði ráð í eldhúsinu. Núna verða upp- skriftabækurnar hennar að duga. Öll barnabörnin voru svo hænd að þér elsku amma. Góða nótt, hvíldu í friði og megi engl- arnir geyma þig elsku amma í Skógum. Minningin þín lifir í hjörtum okkar að eilífu. Við elskum þig til tunglsins og aftur heim. Theodóra, Elísabet Auður og Benjamín. Þrátt fyrir mikla sorg síðustu daga er fyrir margt að þakka og margs er að minnast. Það er sárt að hafa ekki fengið að kveðja þig í síðasta sinn. Þetta var allt svo skyndilegt. Við syst- ur, og reyndar við öll, vorum viss um að við ættum eftir að njóta fleiri ára saman. Við vor- um farin að hlakka til sumarsins, að sjá fallega garðinn þinn fara úr vetrarklæðunum og verða að lystigarðinum sem þú sinntir með þinni einstöku natni. Þér féll aldrei verk úr hendi og allt sem þú snertir varð ein- hvern veginn fallegra. Plönturn- ar, maturinn, kökurnar, lopinn. Þú varst mikill fagurkeri í ein- faldleikanum. Þú varst alltaf glæsileg og óaðfinnanleg en við minnumst þess vart að hafa séð þig ótilhafða. Við vorum lánsam- ar að fá að vinna undir hand- leiðslu þinni og munum búa að þeirri reynslu það sem eftir er. Þú hafðir ótakmarkaða þolin- mæði fyrir okkur barnabörnun- um og siðaðir okkur aldrei til eða gagnrýndir það sem við tók- um okkur fyrir hendur. Við bár- um öll djúpa virðingu fyrir þér og þú varst á einhvern hátt heil- ög. Það er engu líkara en að þú hafir verið yfirnáttúruleg, ein- hvers konar náttúruafl, barn náttúrunnar, jarðtengdari en flestir. Þó svo að þér hafi ekki þótt mikið til þess koma að fá titilinn sem aðeins „gamlar konur“ bera var gefandi að fá að fylgjast með sambandi ykkar Snorra. Því verður þú ævinlega amma L. Amma, þú varðst aldrei gam- almenni, og fyrir það vitum við að þú ert þakklát. Minning um góða konu lifir í hjörtum okkar og sögum sem við munum aldrei þreytast á að segja. Takk fyrir allt, amma á Skóg- um. Þínar ömmustelpur Ásrún og Magnea. Ungur gerði ég mér grein fyr- ir því, að fyrir föður mínum, Bárði Óla Pálssyni, voru Skógar undir Eyjafjöllum heilagur stað- ur, þar sem forfeður okkar höfðu búið mann fram af manni. Árið 1944 höfðu amma mín, Margrét Oddsdóttir, og synir hennar úr Vesturbænum og ábúendurnir í Austurbænum gefið stærstan hluta jarðarinnar Ytri-Skóga til sýslunefnda Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu til þess að þar yrði reistur skóli og skólabú. Öll sumur dvaldi amma í litla sumarhúsinu sem synir hennar höfðu byggt fyrir hana 1945 og á hverju sumri var farið nokkrar ferðir í Skóga til að heimsækja hana þar til hún lést árið 1958. Eftir búsetu erlendis árið 1979 urðu ég og fjölskylda mín tíðir gestir í Skógum og árið 1984 tók ég við sumarhúsinu af föður mínum. Öll þessi ár hefur verið mjög gott samfélag flestra þeirra, sem bjuggu fyrir „austan girðingu“, og fyrir mér eru Skógar heilagur staður. Skóga- skóli var byggður og tekinn í notkun 1949. Ég hef heyrt, að Sigurjón Guðni Sigurðsson, þá kornungur maður, hafi starfað þar, en á 7. áratugnum vann hann þar sem smiður og þar kynntist hann verðandi eigin- konu sinni, Kristbjörgu Magneu Gunnarsdóttur. Þau reistu þar hús og eignuðust fimm börn á árunum 1965 til 1974. Árið 1977 tók hann við sem staðarráðs- maður í Skógum. Hann dó árið 1994, en Magnea hefur búið í Skógum allt til þess að hún veiktist og háði stutta banalegu á Landspítalanum. Þegar við fórum að iðka kom- ur okkar í sumarhúsið voru þau Sigurjón og Magnea góðir grannar án þess að mikil sam- skipti væru á milli okkar í byrj- un. Segja má bæði um mig og Magneu, að við gátum verið seintekin til vináttu, en með tím- anum urðum við mjög góðir vinir og gagnvart vinum sinum var hún einstakt tryggðatröll. Hún vann löngum í Skógaskóla, Skógasafni og Hótel Eddu. Eng- inn rækti sín störf eins vel og hún, sama hvað hún tók sér fyrir hendur og er garðurinn hennar gott vitni þar um. Mér fannst ég ekki vera kominn í Skóga fyrr en ég var búinn að heimsækja Magneu og við áttum margar góðar stundir við eldhúsborðið hjá henni. Það kom oft fyrir í sumar- verkunum, að við lögðum niður störf, hittumst og ræddum um heima og geima. Eitt sinn kom Magnea til Ingibjargar Styr- gerðar eiginkonu minnar og þær voru að ræða um trjáræktina okkar. Hún hafði mjög gaman af gullregninu og þegar þær stóðu við hlyninn og voru að dásama hann sagði Inga: „Ég tala oft við hann og segi honum hvað hann sé fallegur.“ Þá svaraði Magnea: „Ó, ég geri það líka!“ – og þá var mikið hlegið. Fyrir nokkrum dögum gengum við um með Magneu og skoðuðum hvernig trén okkar höfðu komist af eftir óvenju harðan vetur. Askurinn leit ekki vel út og höfðum við áhyggjur af því að hann væri skemmdur. Nokkrum dögum seinna tók hann við sér. Inga ætlaði því að fara að segja Magneu frá því, en þá fengum við þær fregnir að hún hefði lát- ist kvöldið áður. Það er stórt skarð fyrir skildi að missa Magneu úr okkar litla samfélagi í Skógum og við mun- um sakna hennar mjög mikið. Aðstandendum hennar vottum við innilega samúð okkar. Smári og Ingibjörg (Inga). Góðir vinir eru guðsgjöf. Kristbjörg Magnea Gunnars- dóttir er vikin á þann veg er allra bíður. Æviárin voru orðin æðimörg en í engu bar hún blæ þess og kallið kom vinum hennar mjög að óvörum. Við nefndum hana jafnan Magneu og hún var okkur kær nágranni og vinur um áratugi, alltaf jafn notalegt að fá hana í heimsókn og eiga með henni rabb um lífið og líðandi stund. Hún var af góðu og traustu bergi brotin, úr Reyn- ishverfi í Mýrdal, af Austursveit- um og víðar að. Ég á góðar minningar um afa hennar, Magnús Finnbogason bónda í Reynisdal. Skrifað fræðasafn hans er varðveitt í öskjum í Skógasafni. Gunnar faðir Magn- eu var ritfær vel. Hann gaukaði ýmsu góðu að okkur Jóni R. Hjálmarssyni er við gáfum út tímaritið Goðastein. Sigríður móðir Magneu var mæt og merk kona, vel verki farin og hugþekk í öllum kynnum. Magnea nam í Húsmæðra- skólanum í Varmalandi og svo lá leiðin að Skógum þar sem ævi- starfið var unnið fyrir eigin fjöl- skyldu, Héraðsskólann og Skógasafn. Hún veitti um mörg ár forstöðu mötuneyti skólans með miklum ágætum. Hamingj- an beið hennar í góðum eigin- manni og efnilegum börnum. Sigurjón Sigurðsson var hús- vörður Héraðsskólans, þar sem ábyrgð var ærin dag hvern og mörgu að sinna. Fjölskyldunni bjó hann heimili í traustu og góðu húsi og saman stóðu þau Magnea að fögru, gestrisnu heimili þar sem börnin fimm, Sigríður, Sigrún, Dýrfinna, Auð- ur og Ágúst, risu á legg. Alls þessa er nú gott að minnast. Eiginmaðurinn ágæti, Sigurjón, féll frá mjög fyrir aldur fram. Magnea var kirkjukær, trú- rækin og bókhneigð og vandfýs- in í bókavali, skemmtun og fræði fylgdust að. Við búum áfram að góðum minningum um Magneu og það sem kynnin við hana létu í té. Heilsteypt og sönn er hún horfin á braut. Hún var ekki allra, sem sagt er, hreinskiptin, dró ekki dul á skoðanir sínar, brá fyrir sig góðlátri glettni ef því var að skipta. Veri hún bless- uð fyrir allt sem við höfum af henni þegið í atlæti og vinfestu. Börnum hennar og fjölskyldu allri sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Þórður Tómasson og fjölskylda, Skógum. Kær vinkona og samstarfs- kona okkar er látin. Andlát hennar bar brátt að og kom öll- um á óvart. Nú þegar leiðir skil- ur er okkur þakklæti efst í huga. Það voru forréttindi að fá að kynnast henni og það var okkur dýrmætt að eiga vináttu hennar vísa. Kristbjörg Magnea, eða Magnea eins og hún var ávallt kölluð af vinum og samstarfs- fólki, var heilsteypt manneskja og góðum gáfum gædd. Magnea var trygg og trú vinum sínum, samviskusöm og vandvirk og dugnaðarforkur til vinnu. Hún vann erfiðisstörf allt sitt líf, starfaði lengi við ræstingar í Skógaskóla og Hótel Eddu þar sem hún var ræstingastjóri um árabil. En af Hótel Eddu í Skóg- um fór það orð að það væri snyrtilegasta hótelið á hringnum á meðan hún starfaði þar. Síð- ustu starfsárin vann hún við matreiðslu og ræstingar í Skógasafni. Eftir að hún lét af störfum fékk hún loksins tíma til að sinna áhugamálum sínum sem voru m.a. ferðalög, bæði innanlands og utan. Hún naut þess í ríkum mæli að ferðast og fræðast. Hún ferðaðist til yfir tuttugu landa á nokkrum árum og naut þess að segja frá því sem hún hafði upplifað þegar heim var komið. Þá tók hún virkan þátt í félagsstörfum eldri borgara á svæðinu. Eiginmaður Magneu var Sig- urjón Sigurðsson frá Eyvindar- hólum. Hann var staðarráðs- maður í Skógum frá 1977 þar til hann lést árið 1994. Þau hjón voru að mörgu leyti lík. Sigurjón var einstakur verkmaður og það virtist allt leika í höndunum á honum. Hann var traustur starfsmaður og vinur vina sinna. Þau hjón byggðu sér fallegt heimili hér í Skógum. Magnea hafði mikinn áhuga á garðrækt eins og garður þeirra hjóna ber glöggt vitni um. Hún hafði græna fingur eins og sagt er, hjá henni óx allt sem henni datt í hug að gróðursetja. Magnea og Sigurjón eignuðust fimm mynd- arleg börn. Barnabörnin eru orðin tíu talsins, auk eins barna- barnabarns. Hún var því rík að afkomendum, enda var hún mjög stolt af þessum föngulega hópi og fylgdist grannt með þeim vaxa úr grasi. Þeirra miss- ir er mikill. Við Margrét vottum þeim okkar dýpstu samúð. Það er erfitt að hugsa til þess að hún Magnea vinkona okkar og velgjörðakona sé horfin á braut. Við hugsum til hennar á hverjum degi. Megi minningin um einstaka manneskju lifa um ókomin ár, því orðstír deyr aldr- egi hveim er sér góðan getur. Margrét og Sverrir, Skógum. Kristbjörg Magnea Gunnarsdóttir Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi, afi, sonur og tengdasonur, FINNBOGI SÆVAR KRISTJÁNSSON Breiðalæk, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum við Hringbraut 14. júní. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju mánudaginn 22. júní klukkan 13. Ólöf Sigríður Pálsdóttir Guðrún Finnbogadóttir Steinar Ríkharðsson Páll Finnbogason Dagný Helga Ísleifsdóttir Kristján Finnbogason Elín Eyjólfsdóttir Hafþór Finnbogason Ólöf Ósk Guðmundsdóttir Sesselja, Ólöf, Almar, Hafdís, Maren, Hafsteinn Finnbogi, Agnes Heiða og Guðmundur Ari Kristján Þórðarson Valgerður Kristjánsdóttir Guðrún Jóna Jónsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN ÁRMANN EYJÓLFSSON, fyrrv. skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, sem andaðist 16. mars, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 23. júní klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnaskóla sjómanna. Anika Jóna Ragnarsdóttir Ragnheiður Ármannsdóttir Leifur Björnsson Ragnar Ármannsson Kristín Axelsdóttir Eyjólfur Ármannsson Kristín Rósa Ármannsdóttir Jón Heiðar Ólafsson barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.