Morgunblaðið - 19.06.2020, Síða 33
Foreldrar Bergsveinu voru hjónin
Gísli Bergsveinsson, f. 11.6. 1894, d.
20.3. 1971, skipstjóri og útgerðar-
maður í Neskaupstað, og Eyleif Jóns-
dóttir, f. 2.3. 1908, d. 2.4. 1989, hús-
móðir.
Sonur Geirs og Bergsveinu var
Gísli Sigurður Geirsson, f. 26.12.
1957, fisktæknir og framkvæmda-
stjóri í Hafnarfirði, var kvæntur
Kristínu Þóru Eðvarðsdóttur, f. 23.6.
1959, búsett í Garðabæ. Þeirra börn
eru a) Eðvarð Þór, f. 13.4. 1982, bú-
settur á Sauðárkróki. Börn hans eru
Gísli Berg, f. 29.10. 2004, Victor Berg,
f. 30.12. 2006, Oliver Breki, f. 24.10.
2009, Athena Marín, f. 14.2. 2012 og
Víkingur Berg, f. 27.1. 2018; b) Berg-
lind Sveina Gísladóttir, f 19.12. 1984,
búsett í Hafnarfirði, gift Viktori
Reinholdssyni, 29.10. 1987. Börn
þeirra eru tvíburarnir Adrían Evan
og Amelía Eva, f. 7.8. 2012; c) Geir
Sigurður, f. 25.4. 1991, búsettur í
Hafnarfirði, í sambúð með Zivile
Vaisyte, f. 16.11. 1993.
Systkini Geirs eru Guðrún Sigur-
jónsdóttir, f. 30.5. 1925, d. 19.12. 2013,
skrifstofumaður í Neskaupstað; Mar-
grét Sigurjónsdóttir, f. 20.10. 1927, d.
22.9. 2017, húsfreyja í Reykjavík; Páll
Sigurjónsson, f. 3.5. 1935, d. 15.1.
2014, sjómaður og bifreiðarstjóri í
Hafnarfirði; Sigurjóna Sigurjóns-
dóttir, f. 13.8. 1940, fv. skrifstofu-
maður hjá Icelandair, búsett í Garða-
bæ; Sigurður Sigurjónsson, f. 25.4.
1945, d. 1.7. 2003, byggingarmeistari í
Hafnarfirði.
Foreldrar Geirs voru hjónin Sigur-
jón Jónsson, f. 3.9. 1901, d. 29.3. 1984,
múrarameistari í Hafnarfirði, og Vil-
borg Pálsdóttir, f. 1.9. 1907, d. 31.10.
1999, húsmóðir.
Geir Sigurjónsson
Vilborg Einarsdóttir
húsfreyja á Þrándarstöðum
Grímur Þorsteinsson
bóndi á Þrándarstöðum
í Eiðaþinghá
Margrét Grímsdóttir
húsfreyja á Borg
Páll Sigurðsson
búfræðingur og b. á Borg í
Njarðvík á Borgarfirði eystra
Vilborg Pálsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
ElínbjörgArnbjörnsdóttir
húsfreyja á Ósi
Sigurður Jakobsson
bóndi á Ósi í Hjaltastaðaþinghá
Guðný Pálsdóttir
úsfreyja í Reykjavíkh
Kjartan Sveinsson
húsahönnuður
Rannveig Ólafsdóttir
húsfreyja í Ásakoti
Þórarinn Sigurðsson
bóndí í Ásakoti í Flóa
Sigurveig Þórarinsdóttir
húsfreyja á Minni-Ólafsvöllum
Jón Þorleifsson
bóndi á Minni-Ólafsvöllum á Skeiðum
Gróa Þorleifsdóttir
húsfreyja á Efri-Brúnavöllum
Þorleifur Jónsson
bóndi á Efri-Brúnavöllum á Skeiðum
Úr frændgarði Geirs Sigurjónssonar
Sigurjón Jónsson
múrarameistari í Hafnarfirði
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ VERA EKKI AÐ HAKKA Í
ÞIG POPP Á MEÐAN ÞÚ ERT MEÐ HIKSTA.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að búa til góðar
minningar þá og þegar.
LEIÐ NÁTTÚRUNNAR TIL
ÞESS AÐ SEGJA ÞÉR AÐ ÞÚ
SÉRT EKKI NÓGU FEITUR
MANSTU
GÖMLU GÓÐU
DAGNA?
HVORT ÉG
GERI!
MAMMA MÍN BREIDDI
ALLTAF YFIR MIG OG
SÖNG FYRIR MIG ÞAR
TIL ÉG SOFNAÐI OG MIG
DREYMDI UM LEIKFÖNG,
NAMMI OG KETTLINGA!
EFTIR HVERJU MANST
ÞÚ?
SKIPTIR
EKKI MÁLI!
„… GÆSIN GARGAÐI BRA-BRA-BRA,
HANINN GALAÐI GAGGALAGÚ,
BÓNDI VINUR VAKNA ÞÚ OG VER ÞITT
HÆNSNABÚ.”
EGGJAPÚNS…
Það hafa verið umhleypingarundanfarið. Ólafur Stefánsson
orti á Leir á þriðjudag:
Fellur regn á runna’ og strá,
ryðjast lækir býsna frekt.
Út í suddann seggir gá,
sunnanlands er rekjan þekkt.
Í búmannslúr er lagst á ný;
látin amboð kyrr um hríð.
Enginn kraftur aftrar því,
uns það kemur skárri tíð.
Það var vinalegri tónn í Pétri
Stefánssyni þegar hann orti þennan
sama dag um „veðrið snemma í
morgun“:
Hylja skýin himinsvið,
horfinn sólarljóminn.
Sunnangola gælir við
gróðurinn og blómin.
Friðrik Steingrímsson skrifar úr
Mývatnssveit: „Mikið bitmý í sveit-
inni þótti fréttnæmt og fólk hræðist
að koma hér vegna flugnanna“:
Um lífríki er löngum rætt
og lína svört er dregin,
nú er blessað mýið mætt,
mikið er ég feginn.
Allt er nú með ógnar skrið
af mér léttir sálar drunga.
Hvað er mýbit miðað við
magran fisk og dauða unga?
Davíð Hjálmar svarar:
Þótt selkjöt ég salt í mig rífi
og sviðin úr hnefa ég stýfi
og magál af á
er munurinn sá
að mý étur ketið á lífi.
„17. júní á Reykhólum 2020“ er
yfirskrift þessarar stöku hjá Jóni
Atla Játvarðssyni á Boðnarmiði:
Ung er gæs með gamlan stegg
sem giska litlu nennir.
Sólin undir suðurvegg
sína vini brennir.
Hannes Pétursson yrkir heima
hjá sér á Álftanesi „Til skóg-
arþrastar“:
Ég get boðið þér tré, ekki laufgan lund,
þótt líkast til væri það meira gaman.
Vertu samt hjá mér vorbjarta stund
og við skulum taka lagið saman!
Vel fer á að þessu fylgi „Þunga-
rokk á sólmánuði“:
Mig þreytir rómuð athöfn ungra guða:
að orga glenntir stef í míkrófón.
Ég þrái að heyra fiskiflugur suða,
þær flytja gömlu hjarta sumartón.
Gömul vísa í lokin:
Mikið gengur Melstað á,
margir lúa hrinda:
10 að raka, 12 að slá,
20 hey að binda.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Umhleypingar, bitmý og
magur fiskur
Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS
Öruggur og nettur verðmætaskápur fyrir heimili. 3 - 8 stafa aðgangskóði ásamt lyklum
ef rafhlöður skildu klárast. Innbyggð 130 dB bjalla fer í gang ef rangur aðgangskóði
er notaður oftar en þrisvar.
VERÐMÆTASKÁPUR
Hæð (cm) Breidd (cm) Dýpt (cm)
Ytra mál 25 35 25
Innra mál 24,2 34 20