Morgunblaðið - 19.06.2020, Page 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan – FH........................................... 3:0
Selfoss – Breiðablik.................................. 0:2
Þróttur R. – Valur .................................... 1:2
KR – Fylkir............................................... 1:3
Staðan:
Breiðablik 2 2 0 0 5:0 6
Valur 2 2 0 0 5:1 6
Fylkir 2 2 0 0 4:1 6
Þór/KA 1 1 0 0 4:1 3
ÍBV 1 1 0 0 4:3 3
Stjarnan 2 1 0 1 4:4 3
Þróttur R. 2 0 0 2 4:6 0
Selfoss 2 0 0 2 0:3 0
KR 2 0 0 2 1:6 0
FH 2 0 0 2 0:6 0
Lengjudeild kvenna
Afturelding – Tindastóll .......................... 0:2
3. deild karla
Álftanes – Elliði ........................................ 0:0
Ægir – Vængir Júpíters .......................... 2:0
Danmörk
Midtjylland – Bröndby............................ 0:0
Mikael Anderson kom inn á hjá Midt-
jylland á 13. mínútu.
Hjörtur Hermannsson hjá Bröndby var í
leikbanni.
Staðan:
Midtjylland 28 22 3 3 44:14 69
København 28 19 3 6 50:30 60
AGF 28 15 6 7 44:29 51
Brøndby 28 13 5 10 47:37 44
Nordsjælland 28 12 6 10 50:38 42
AaB 28 11 5 12 44:37 38
Fallkeppnin, 1. riðill:
OB – SönderjyskE ................................... 2:0
Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn
með OB.
Eggert Gunnþór Jónsson lék fyrstu 58
mínúturnar með SönderjyskE en Ísak Óli
Ólafsson sat á bekknum allan tímann.
Lyngby – Silkeborg................................. 0:0
Frederik Schram var varamarkvörður
Lyngby og kom ekki við sögu.
Staðan: OB 36, Lyngby 33, SönderjyskE
30, Silkeborg 19.
Svíþjóð
Häcken – Malmö ...................................... 1:1
Oskar Tor Sverrisson kom inn á hjá
Häcken á 75. mínútu.
Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá
Malmö á 61. mínútu.
Þýskaland
B-deild:
Arminia Bielefeld – Darmstadt ............. 1:0
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Darmstadt sem er endanlega úr
leik í toppbaráttunni.
Efstu lið: Arminia Bielefeld 64, Stuttgart
55, Hamburger SV 54, Heidenheim 52,
Darmstadt 46, Bochum 45, Hannover 45.
Spánn
Alavés – Real Sociedad ............................ 2:0
Real Madrid – Valencia ........................... 3:0
Staða efstu liða:
Barcelona 29 20 4 5 69:31 64
Real Madrid 29 18 8 3 55:20 62
Sevilla 29 14 9 6 42:30 51
Atlético Madrid 29 12 13 4 37:22 49
Getafe 29 13 8 8 38:27 47
Real Sociedad 29 14 5 10 46:36 47
Villarreal 29 13 5 11 46:38 44
Þýskaland
8-liða úrslit, fyrri leikur:
Göttingen – Alba Berlín ..................... 68:93
Martin Hermannsson lék ekki með Alba
Berlín vegna meiðsla.
Liðin mætast aftur annað kvöld og sig-
urliðið samanlagt kemst í undanúrslit.
Spánn
Úrslitakeppnin, B-riðill:
Zaragoza – San Pablo Burgos ........... 86:92
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 10 stig
og tók 2 fráköst fyrir Zaragoza en hann lék
í tæpar 16 mínútur.
Valencia vann Andorra, 90:74, og Real
Madrid vann Gran Canaria, 91:73, í hinum
leikjunum í fyrstu umferð B-riðils. Allir
leikirnir fara fram í Valencia.
KNATTSPYRNA
1. deild karla, Lengjudeildin:
Þórsvöllur: Þór – Grindavík ..................... 18
Nettóvöllur: Keflavík – Afturelding ... 19.15
Eimskipsv.: Þróttur R. – Leiknir R.... 19.15
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Víkingsvöllur: Víkingur R. – ÍA .......... 19.15
Vivaldi-völlur: Grótta – Fjölnir ................ 20
Ásvellir: Haukar – Augnablik .................. 20
3. deild karla:
KR-völlur: KV – Reynir S ........................ 20
GOLF
Íslandsmótið í holukeppni hefst á Jaðars-
velli á Akureyri í dag en fyrsta umferð
byrjar kl. 7.30 og önnur umferð eftir há-
degi.
Í KVÖLD!
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Fylkiskonur hafa framlengt sigur-
göngu vetrarins og byrjað Íslands-
mótið eins og þær luku keppni fyrir
kórónufríið langa. Árbæingar voru
óstöðvandi í vetrarmótunum og
unnu í gær sinn annan sigur í jafn-
mörgum sumarleikjum, lögðu KR-
inga að velli í Vesturbænum, 3:1.
„Fylkisliðið er hægt og rólega að
spila sig í gang og liðið á ennþá eitt-
hvað í land með að ná upp alvöru
jafnvægi en það er allt á réttri leið í
Árbænum. Eins ber að hrósa liðinu,
sem er ekki reynslumikið í árum,
fyrir að halda út gegn sterku og
reyndu KR-liði sem setti mikla
pressu á stórum köflum leiksins,“
skrifaði Bjarni Helgason um leikinn
á mbl.is.
Vesna Elísa Smiljkovic kom inn
á hjá Fylki gegn KR og er komin í
11.-13. sæti yfir leikjahæstu leik-
menn deildarinnar frá upphafi.
Vesna lék sinn 216. leik og jafnaði
við þær Rakeli Logadóttur og
Kristrúnu Kristjánsdóttur.
Þórdís Elva Ágústsdóttir skor-
aði sitt fyrsta mark í efstu deild
þegar hún kom Fylki yfir gegn KR
á fyrstu mínútu leiksins.
Nýtt vopn hjá Breiðabliki
Breiðablik vann stórleik umferð-
arinnar, knúði fram 2:0 sigur á Sel-
fossi í gærkvöld, og bikarmeist-
ararnir hafa því hvorki fengið stig
né skorað mark.
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur
mætt með nýtt vopn í Kópavoginn
því bæði mörk Blika í gærkvöld,
sem Agla María Albertsdóttir og
Alexandra Jóhannsdóttir skoruðu,
komu eftir gríðarlöng innköst henn-
ar.
„Þetta var fyrsti heimaleikur Sel-
fyssinga í sumar og það var vel
mætt á völlinn frá báðum liðum.
Stuðningsmennirnir eru greinilega
þyrstir í fótbolta eftir langt hlé. Og
þeir fengu líka að sjá falleg tilþrif á
köflum þó að greinilegt sé að bæði
lið þurfi enn að slípa leikskipulagið
sitt,“ skrifaði Guðmundur Karl m.a.
um leikinn á mbl.is.
Hvar ætlar FH að fá stig?
Stjarnan vann nokkuð öruggan
sigur á FH, 3:0, í Garðabæ þar sem
Shameeka Fishley kom inn á sem
varamaður og tryggði sigurinn með
tveimur mörkum.
„Miðað við leikinn í kvöld er erfitt
að sjá hvar FH ætlar að fá stig í
sumar. Stjarnan er númeri of stór
fyrir FH og það verður spennandi
að sjá Stjörnukonur í næstu leikj-
um,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórs-
son um leikinn á mbl.is.
Þróttur stóð í meisturunum
Valskonur lentu í óvæntu basli
með nýliða Þróttar í Laugardalnum
en knúðu fram 2:1 sigur eftir að
fyrsti klukkutíminn var markalaus.
„Fyrirliðinn Álfhildur Rósa
Kjartansdóttir stóð sig frábærlega
á miðjunni og tók miðjumenn Vals
hálfpartinn út úr leiknum. Hin ástr-
alska Laura Hughes lék einnig gríð-
arlega vel í kvöld og var áberandi á
vellinum,“ skrifaði Lilja Hrund Ava
Lúðvíksdóttir m.a. á mbl.is.
Elín Metta Jensen jafnaði við
Kristínu Ýri Bjarnadóttur á tveim-
ur markalistum með marki sínu
gegn Þrótti. Hún gerði sitt 104.
mark í efstu deild og þær Kristín
eru nú jafnar á listanum frá upphafi
en þær eru í 13.-14. sæti yfir þær
markahæstu í sögu deildarinnar.
Elín og Kristín hafa gert öll sín
mörk fyrir Val og eru því líka jafnar
þar, í 2.-3. sæti hjá Hlíðarendaliðinu
frá upphafi, með 104 mörk. Aðeins
Margrét Lára Viðarsdóttir er fyrir
ofan þær með 159 mörk fyrir Val í
deildinni.
Linda Líf Boama skoraði mark
Þróttar gegn Val og það var hennar
fyrsta mark í efstu deild. Linda
skoraði hinsvegar 22 mörk fyrir
Þrótt í 1. deildinni í fyrra.
Fjórir leikmenn léku sinn
fyrsta leik í efstu deild í gærkvöld.
Lea Björt Kristjánsdóttir og Andr-
ea Magnúsdóttir úr Þrótti, Sara
Dögg Ásþórsdóttir úr Fylki og svo
Taylor Sekyra frá Bandaríkjunum
sem lék sinn fyrsta leik fyrir FH.
Sigurganga
vetrarins
framlengd
Fylkir við hlið Breiðabliks og Vals á
toppnum Bikarmeistarar skora ekki
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Vesturbær Thelma Lóa Hermannsdóttir leikur nú með KR og eltir hér fyrr-
verandi samherja í Fylki, Berglindi Rós Ágústsdóttur, fyrirliða Árbæinga.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Laugardalur Arna Eiríksdóttir úr Val í baráttu við Þróttarana Stephanie
Ribeiro og Mary Vignola á Eimskipsvellinum í gærkvöld.
Harry Kane, framherji og fyrirliði
enska knattspyrnufélagsins Totten-
ham, hefur jafnað sig af meiðslum
sem hann varð fyrir um áramótin
og er hann því klár í slaginn fyrir
stórleikinn gegn Manchester Unit-
ed í ensku úrvalsdeildinni sem fram
fer í London í kvöld.
Um er að ræða fyrsta leik liðanna
í deildinni í rúma þrjá mánuði eftir
langt hlé vegna kórónuveirunnar
en José Mourinho, stjóri Totten-
ham, staðfesti á blaðamannafundi
sínum í gær að Kane yrði í byrj-
unarliðinu í kvöld.
Kane klár í stór-
leik kvöldsins
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Langþráð Harry Kane spilar sinn
fyrsta leik síðan um áramótin.
Norska kvennalandsliðið í hand-
knattleik, undir stjórn Þóris Her-
geirssonar, fékk tvö afar erfið lið
með sér í riðil í lokakeppni EM
kvenna sem fram fer í Noregi og
Danmörku 3.-20. desember. Nor-
egur, Rúmenía og Þýskaland eru
saman D-riðli, rétt eins og á síðasta
Evrópumóti fyrir tveimur árum, og
Pólland er fjórða liðið. Í A-riðli eru
Frakkland, Danmörk, Svartfjalla-
land og Slóvenía, í B-riðli eru Rúss-
land, Svíþjóð, Spánn og Tékkland
og í C-riðli eru Holland, Ungverja-
land, Serbía og Króatía.
Hörkuriðill hjá
norska liðinu
AFP
EM 2020 Þórir Hergeirsson og
norska liðið verða á heimavelli.
SELFOSS – BREIÐABLIK 0:2
0:1 Agla María Albertsdóttir 3.
0:2 Alexandra Jóhannsdóttir 83.
M
Clara Sigurðardóttir (Selfossi)
Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi)
Áslaug Dóra Sigurbjörnsd. (Selfossi)
Karitas Tómasdóttir (Selfossi)
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðabliki)
Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki)
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðabliki)
Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki)
Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki)
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 8.
Áhorfendur: 417.
KR – FYLKIR 1:3
0:1 Þórdís Elva Ágústsdóttir 1.
0:2 Bryndís Arna Níelsdóttir 70.
1:2 Kristín Erna Sigurlásdóttir 71.
1:3 Margrét Björg Ástvaldsdóttir 85.
MM
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Fylki)
M
Katrín Ómarsdóttir (KR)
Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
Ana Cate (KR)
Thelma Lóa Hermannsdóttir (KR)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki)
Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki)
Íris Una Þórðardóttir (Fylki)
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki)
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason – 8.
Áhorfendur: 363.
ÞRÓTTUR R. – VALUR 1:2
0:1 Elín Metta Jensen 61.
0:2 Diljá Ýr Zomers 68.
1:2 Linda Líf Boama 78.
MM
Laura Hughes (Þrótti)
M
Linda Líf Boama (Þrótti)
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þrótti)
Elín Metta Jensen (Val)
Málfríður Anna Eiríksdóttir (Val)
Diljá Ýr Zomers (Val)
Dómari: Helgi Ólafsson – 6.
Áhorfendur: Um 350.
STJARNAN – FH 3:0
1:0 Betsy Hassett 35.
2:0 Shameeka Fishley 62..
3:0 Shameeka Fishley 68.
M
Birta Guðlaugsdóttir (Stjörnunni)
Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni)
Betsy Hassett (Stjörnunni)
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni)
Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjörnunni)
María Sól Jakobsdóttir (Stjörnunni)
Shameeka Fishley (Stjörnunni)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (FH)
Andrea Mist Pálsdóttir (FH)
Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Dómari: Steinar Berg Sævarsson – 7.
Áhorfendur: 210.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.