Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020  Martin Hermannsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, var hvíldur í gær þegar lið hans Alba Berlín vann Göttingen auðveldlega, 93:68, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum um þýska meistaratitilinn í München. Martin meiddist í baki fyrr í vikunni og þjálfari liðsins ákvað að gefa honum aukadag til að jafna sig. Martin sagði við Morgunblaðið að hann ætti von á að spila eitthvað í seinni leiknum sem fer fram annað kvöld en samanlögð stigatala ræður þannig að Alba er nær öruggt með sæti í undanúrslitum.  Knattspyrnumaðurinn Örvar Egg- ertsson gekk í gær til liðs við Fjölni en hann hefur leikið með Víkingi í Reykja- vík undanfarin þrjú ár. Örvar er 21 árs sóknarmaður sem kom til Víkings frá FH árið 2017 og hefur leikið 36 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni þar sem hann hefur gert tvö mörk. Hann var í leikmannahópi Víkings gegn Fjölni í fyrstu umferðinni um síðustu helgi en kom ekki við sögu í leiknum.  Spænski varnarmaðurinn Pablo Marí leikur líklega ekki meira með Ars- enal á þessu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Marí meiddist snemma leiks gegn Man- chester City í fyrrakvöld og sam- kvæmt The Athletic eru meiðslin það alvarleg að ekki er reiknað með að hann spili meira. Hann gæti þurft að fara í uppskurð. Granit Xhaka, miðju- maður Arsenal, fór líka af velli snemma leiks vegna ökklameiðsla en hans meiðsli eru ekki talin eins slæm.  Opna bandaríska meistaramótið í tennis mun fara fram í New York í sumar en þetta tilkynntu forráðamenn bandaríska tennissambandsins í gær. Serena Williams, sigursælasta tenn- iskona heims, var fljót að tilkynna þátttöku sína á mótinu á samfélags- miðlum og sömu sögu er að segja um hina kanadísku Biöncu Andreescu sem á titil að verja á mótinu. Það er hins vegar ekki almenn ánægja með þessa ákvörðun bandaríska tennis- sambandsins því Novak Djokovic, Nick Kyrgios, Rafael Nadal, Ashleigh Barty og Simona Halep hafa öll gagn- rýnt ákvörðunina um að spila mótið í New York á meðan kórónuveirufarald- urinn er ennþá að gera Bandaríkja- mönnum lífið leitt.  Real Madrid missteig sig alls ekki í gærkvöld þegar liðið vann allöruggan sigur á Valencia, 3:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu og minnkaði þar með forskot Barcelona niður í tvö stig á nýjan leik. Leikurinn var þó markalaus í 60 mínútur en þá skoraði Karim Benzema fyrir Real. Marco Asensio bætti við marki á 74. mínútu og Benzema innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki undir lokin.  Chelsea staðfesti í gær kaupin á þýska knattspyrnumanninum Timo Werner frá RB Leipzig, með fyrirvara um að hann standist læknisskoðun. Chelsea greiðir 50 milljónir punda fyr- ir þennan 24 ára gamla sóknarmann sem hefur skorað 93 mörk í 157 leikjum fyrir þýska félagið. Hann kemur til liðs við Chelsea í júlí og leikur því ekki með Leipzig í Meist- aradeild Evrópu í ágúst en liðið er þar komið í átta liða úrslitin. Eitt ogannað 1. DEILDIN Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Fyrsta deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildin, hefst í kvöld þegar Þór tekur á móti Grindavík á Akur- eyri en tveir leikir fara fram í dag áð- ur en fyrsta umferðin klárast með fjórum leikjum á morgun. Eins og venjan er þykja liðin sem féllu úr efstu deild í fyrra líkleg til ár- angurs í sumar. Grindavík hefur skipt um þjálfara, Sigurbjörn Hreiðarsson er tekinn við, en þó haldið lykilleik- mönnum sínum innanborðs. ÍBV hef- ur sömuleiðis skipt um þjálfara þar sem Helgi Sigurðsson er kominn í brúna, og ef eitthvað er hefur byrj- unarlið Eyjamanna orðið betra. Sóknarmaðurinn öflugi, Gary Martin, verður áfram með ÍBV og þá hefur kempan Bjarni Ólafur Eiríks- son fært sig frá Val til Vestmanna- eyja. Markvörðurinn Halldór Páll Geirs- son var drjúgur í marki ÍBV í fyrra, þó liðið hafi að lokum fallið úr deild- inni. Morgunblaðið sló á þráðinn til Halldórs sem tók undir að Eyjamenn séu með öflugt lið, það er þó ekki þar með sagt að þeir séu öruggir upp í sumar. Snúin deild með erfiðum útileikjum „Fyrst okkur er spáð svona góðu gengi þá vilja væntanlega öll lið sanna sig gegn okkur. Það verður ekki auðvelt verkefni að fara upp úr þessari deild. Við munum þurfa að hafa jafn mikið fyrir því og öll önnur lið. Þetta er snúin deild, með mikið af erfiðum útileikjum,“ sagði Halldór við Morgunblaðið. Eyjamenn mæta Magna í fyrstu umferðinni á Hásteinsvelli á morgun. Magnamenn frá Grenivík hafa bjarg- að sér frá falli með ævintýralegum hætti nú tvö ár í röð og reynst ólík- indatól í deildinni. Þeir verða líklega í fallbaráttunni aftur í sumar, ásamt nýliðum Leiknis frá Fáskrúðsfirði og Vestra. Afturelding, sem var nýliði í fyrra, verður líklega einnig í neðri hlutanum og þá er spurning með Þróttara úr Reykjavík. Í Laugardalnum björg- uðu menn sér frá falli í lokaumferð- inni á síðustu leiktíð en hafa síðan þá skipt um þjálfara, endurheimt sókn- armanninn Dion Acoff, sem varð Ís- landsmeistari í tvígang með Val, og fengið spænskan framherja, Esaú Rojo. Geti þeir skorað mörkin í sum- ar er aldrei að vita nema Þrótturum takist að lyfta sér hressilega upp töfl- una. Mörg lið sem vilja fara upp En hvaða lið telur Halldór líkleg til að berjast við ÍBV um toppsætin? „Maður horfir helst til Grindavíkur og Keflavíkur. Grindvíkingar verða ekki jafn slæmir í sumar og þeir voru í þessum bikarleik um daginn, þar sem við hittum á frábæran dag og þeir slakan. En svo eru alltaf 5-6 lið á hverju ári sem vilja fara upp,“ sagði Halldór. Leiknir úr Reykjavík varð í þriðja sæti í fyrra, tveimur stigum á eftir Fjölni, og hefur ekki tapað deild- arleik síðan 11. júlí á síðasta ári. Leiknismenn hafa þó misst tvo af sín- um bestu leikmönnum, Eyjólf Tóm- asson markvörð og Kristján Pál Jóns- son. Brynjar Hlöðversson er aftur á móti snúinn aftur í Breiðholtið eftir ævintýri í Færeyjum. Keflavík mistókst að fara strax aft- ur upp í fyrra eftir að hafa fallið ári áður en hefur síðan þá bætt við leik- mannahópinn. Þá ætla Þórsarar sér einnig betra mót, þeir voru á toppn- um eftir átta umferðir á síðustu leik- tíð en fataðist flugið eftir því sem leið á sumarið. Þar var það helst heima- vallarárangurinn sem varð Akureyr- ingum að falli, þeir unnu aðeins fjóra af 11 leikjum sínum á Þórsvelli. Framarar hafa svo haldið áfram að byggja upp í Safamýrinni og eru með skemmtilegt lið. Ekkert lið fékk fleiri stig á heimavelli síðasta sumar en Framarar. Stóra spurningin er hins vegar hver getur bætt upp fyrir mörkin fimmtán sem Helgi Guð- jónsson skoraði á síðustu leiktíð en hann skipti úr Fram í Víking í efstu deild í vetur. Alexander Már Þorláks- son, er snúinn aftur, en hann skoraði 28 mörk fyrir KF í 3. deild í fyrra og þá er Þórir Guðjónsson einnig kom- inn til Fram eftir að hafa spilað í efstu deild undanfarin ár. Víkingar í Ólafsvík eru svo oft óút- reiknanlegir, þeir hafa verið meðal efstu liða undanfarin tvö ár en eru nú þjálfaðir af Jóni Páli Pálmasyni, en ekki Ejub Purisevic sem hafði stýrt liðinu nær samfleytt frá árinu 2003. Skemmtilegt og íslenskt Halldór segir það frábært að vera kominn með gamalreynda kempu eins og Bjarna Ólaf inn í liðið en hann er orðinn 38 ára og var lykilleikmaður í Íslandsmeistaraliði Valsara 2017 og 2018. „Þetta er maður sem allir hlusta á þegar hann talar og hann er stanslaust gjammandi í leikjum, að stjórna mönnum fyrir framan sig. Það er frábært að hafa hann og alveg sérstaklega fyrir mig. hann stýrir vörninni fyrir framan mig.“ Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott og er það tilvikið hjá Eyjamönnum. Auðvitað vill enginn falla úr efstu deild en það gefur félag- inu aftur á móti tækifæri til að breyta um áherslur til lengri tíma. „Þó að það sé auðvitað grútleiðinlegt að falla þá reynum við að vinna sem best úr þessu á móti. Við viljum gefa ungum strákum séns, hafa þetta skemmti- legt og íslenskt. Það hafa verið, í gegnum tíðina, of margir útlendingar sem hafa svo ekkert getað. Þeir hafa verið að fá spiltíma á kostnað yngri stráka sem eru jafn góðir,“ sagði Halldór. Það felast tækifæri í þessu sumri fyrir stráka eins og Eyþór Orra Ómarsson, fæddur 2003 og hef- ur verið að banka á dyrnar hjá meist- araflokki, og Tómas Bent Magnússon sem er átján ára og var með U19 landsliði Íslands fyrr á árinu. Þá eru Gary Martin, José Sito og Telmo Castanheira einir útlendinga eftir, allt góðir leikmenn. Eyjamenn, eins og eflaust öll lið deildarinnar, eru komnir í starthol- urnar og iða í skinninu, enda hefst deildin loks í kvöld, tveimur mán- uðum seinna en vejulega. „Við erum búnir að vera æfa samviskusamlega og undirbúa okkur vel. Það eru allir spenntir, heilir og klárir í að byrja spila fótbolta,“ sagði Halldór við Morgunblaðið. Fyrsta deildin er strembin  Eyjamenn ætla sér að stoppa stutt  Mörg lið ætla sér stóra hluti í topp- baráttunni í ár  Ungir strákar fá tækifæri sem þeir hefðu annars ekki fengið Ljósmynd/Þórir Tryggvason Sigurstranglegir Halldór Páll Geirsson ver mark Eyjamanna sem þykja líklegir til afreka í 1. deildinni. Rúnar Arnórsson úr GK og Saga Traustadóttir úr GR eiga Íslands- meistaratitla að verja þegar Ís- landsmótið í holukeppni í golfi hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Flestir bestu kylfingar landsins eru með en 32 keppa í átta riðlum í karlaflokki og 27 í sjö riðlum í kvennaflokki. Fyrstu leikir áttu að hefjast kl. 7.30 í morgun en önnur umferð er leikin eftir hádegi og sú þriðja í fyrramálið. Átta manna úr- slit hefjast eftir hádegi á morgun og úrslitaleikir fara fram á Jað- arsvelli á sunnudaginn. Titilvörn hjá Rúnari og Sögu Ljósmynd/GSÍ 2019 Saga Traustadóttir og Rúnar Arnórsson sigruðu á síðasta ári. Jóhann Berg Guðmundsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, er enn ekki tilbúinn til að spila með Burn- ley en Sean Dyche knattspyrnu- stjóri félagsins staðfesti í gær að hann yrði ekki með liðinu gegn Manchester City í ensku úrvalds- deildinni á mánudagskvöldið. Það er fyrsti leikur liðsins eftir hléið. Jóhann lék síðasta deildaleik sinn fyrir hálfum sjötta mánuði, gegn Aston Villa á nýársdag, sinn sjö- unda á tímabilinu, en meiddist á ný í bikarleik gegn Peterborough þremur dögum síðar. Fjarvera Jóhanns nálgast hálft ár Ljósmynd/Burnley Meiðsli Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt mjög erfitt tímabil. ÍBV: Helgi Sigurðsson. GRINDAVÍK: Sigurbjörn Hreiðarsson. LEIKNIR R.: Sigurður Heiðar Höskuldsson. VÍKINGUR Ó.: Jón Páll Pálmason. KEFLAVÍK: Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson. ÞÓR: Páll Viðar Gíslason. FRAM: Jón Þórir Sveinsson. AFTURELDING: Magnús Már Einarsson. MAGNI: Sveinn Þór Steingrímsson. ÞRÓTTUR R.: Gunnar Guðmundsson. LEIKNIR F.: Brynjar Skúlason. VESTRI: Bjarni Jóhannsson. Þjálfarar liðanna í 1. deildinni KEPPNI Í DEILDINNI HEFST Í KVÖLD:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.