Morgunblaðið - 19.06.2020, Side 40
Leikrit unnið upp úr skáldsögu Virginíu
Woolf, Orlandó, verður sýnt í Borgarleik-
húsinu á komandi leikári og segir í því af
glæsilegum og töfrandi aðalsmanni sem
er elskhugi Elísabetar I Englandsdrottn-
ingar sem vaknar dag einn sem kona
eftir að hafa sofið í sjö sólarhringa. Þarf
hann bæði að aðlagast breyttum heimi
og nýju kyni. Konur verða áberandi í þessari uppfærslu
Borarleikhússins þar sem leikgerðin er eftir Kristínu Ei-
ríksdóttur og Arnbjörgu Maríu Danielsen og sá Kristín
einnig um þýðingu ásamt Soffíu Auði Birgisdóttur. Leik-
stjóri er Arnbjörg María Danielsen, hönnuður leikmynda
og búninga Ingibjörg Jara Sigurðardóttir og leikarar þau
Árni Þór Lárusson, Haraldur Ari Stefánsson, Jörundur
Ragnarsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Vala Kristín Ei-
ríksdóttir. Herdís Stefánsdóttir semur tónlistina og um
leikgervi sér Rakel María Hjaltadóttir. Arnbjörg María og
Ingibjörg Jara hafa starfað mikið í Berlín undanfarin ár
og Herdís Stefánsdóttir tónskáld býr og starfar í Los
Angeles í Bandaríkjunum.
Konur áberandi í uppfærslu á
Orlandó í Borgarleikhúsinu
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 171. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Fylkir er með sex stig við hlið Breiðabliks og Vals á
toppi úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu eftir að hafa
lagt KR-inga að velli í Vesturbænum í gærkvöld, 3:1.
Breiðablik vann útisigur á Selfyssingum, 2:0, í stórleik
umferðarinnar og Valur vann nauman sigur á nýliðum
Þróttar. Þá vann Stjarnan sannfærandi sigur á FH-
ingum, 3:0. »34
Fylkir er við hlið Breiðabliks
og Vals á toppnum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Svonefndur sólstöðuhópur undir
stjórn Þórs Jakobssonar veður-
fræðings hefur árlega á sumarsól-
stöðum frá 1985 staðið fyrir sól-
stöðugöngu og tíunda árið í röð
verður hún í Viðey í samstarfi við
Borgarsögusafn Reykjavíkur ann-
að kvöld.
„Við byrjuðum á þessu nokkrir
kunningjar,“ rifjar Þór upp, en
fyrsta gangan var frá Almannagjá
á Þingvöllum að Kjarvalsstöðum í
Reykjavík. Síðan tóku við göngur
víða á höfuðborgarsvæðinu og áður
en byrjað var að ganga í Viðey var
genginn hringur í Öskjuhlíð í ára-
tug. „Fyrsta gangan tók um sólar-
hring en síðan hefur þetta færst yf-
ir í létta kvöldgöngu við allra hæfi.“
Þór segist hafa haft góðan stuðn-
ing af Einari Egilssyni, þar til hann
féll frá, en Guðlaugur Leósson og
Halldór Kristinn Petersen hafi líka
verið í framvarðarsveitinni frá
byrjun. „Við kölluðum þetta með-
mælagöngu með lífinu og menning-
unni strax í byrjun og tilgangurinn
hefur verið sá sami síðan; dagur
sem fólk hvílist frá deiluefnum og
gleðst yfir því að vera til,“ segir
Þór og leggur áherslu á að
sólstöðugangan sé gleðistund.
Allt að 150 manns á öllum aldri
hafa tekið þátt í göngunni en Þór
segir að veðrið hafi gjarnan áhrif á
fjöldann. „Við höfum verið frá 30
og upp í 120 í Viðey, en fyrir margt
löngu voru um 150 manns í göngu
um Seltjarnarnes og víðar enda
skínandi gott veður þá,“ segir
veðurfræðingurinn. Hann leggur
áherslu á að fólk klæði sig eftir
veðri og taki með sér nesti ef vill.
Allir sameinist í þögn
Á morgun verður siglt frá
Skarfabakka kl. 20:00 og til baka
ekki síðar en kl. 23:00. Frítt er fyr-
ir sex ára og yngri og handhafa
gestakortsins. Árný Helgadóttir
hjúkrunarfræðingur stjórnar upp-
hitun fyrir gönguna. Gengið verður
umhverfis Kvennagönguhól, um-
hverfi hans skoðað og sögur sagðar
af staðnum. Ágústa Rós Árnadótt-
ir, verkefnisstjóri viðburða hjá
Borgarsögusafninu, skipuleggur
gönguna en auk hennar koma Guð-
mundur Hermann Guðmundsson,
viðburðastjóri í Viðey, og Guð-
brandur Benediktsson safnstjóri að
málum. Á völdum stað flytur gest-
ur sólstöðuhátíðarinnar, Jón Atli
Benediktsson, rektor Háskóla Ís-
lands, ávarp. Síðar, rétt fyrir „sól-
stöðumínútuna“, greinir Þór frá til-
gangi sólstöðugöngunnar.
Á norðurhveli jarðar er sólin
hæst á lofti um 21. júní og lægst um
21. desember. Þá eru sumar- og
vetrarsólstöður. Andartakið þegar
daginn hættir að lengja og styttist í
vetrarsólstöður er kallað „sólstöðu-
mínútan“ og í ár verður hún klukk-
an 21:44 annað kvöld, samkvæmt
útreikningum stjörnufræðinga. „Þá
stöldrum við við, höfum mínútu-
þögn og hugsum eitthvað hver fyrir
sig,“ segir Þór.
Draumur Þórs hefur lengi verið
að þögn verði í heiminum á „sól-
stöðumínútunni“. „Þetta er alls
staðar sama mínútan þannig að mig
dreymir um að koma þessari þögn
á víða um heim,“ segir hann. Í því
sambandi bendir hann á að hann
hafi verið í sambandi við samtökin
The Planetary Society, alþjóðleg
samtök um stjörnufræði, með
næsta ár í huga.
Ljósmynd/Jórunn Rothenborg
Í Öskjuhlíð Þór Jakobsson fræðir þátttakendur í sólstöðugöngu 21. júní 2008. Hann heldur stutta tölu annað kvöld.
Vill þögn í heiminum
Þór Jakobsson hefur staðið fyrir sólstöðugöngu frá 1985