Morgunblaðið - 03.07.2020, Side 1
F Ö S T U D A G U R 3. J Ú L Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 155. tölublað 108. árgangur
STEFNIR Á AÐ
SPILA NÆSTA
TÍMABIL
STEINGERÐ TRÉ
OG STEYPU-
STYRKTARJÁRN
VEL ÚTILÁTNIR
DISKAR
Á GRÁSTEINI
NÝ SÝNING 28 DÖGURÐUR Í ÞISTILFIRÐI 10FÓTBROTINN 27
Sólin skein á höfuðborgarbúa í gær og miðborgin iðaði af lífi
þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar um, enda náði
hitinn rúmlega 15 gráðum. Engum bílum var fyrir að fara á
Laugavegi en þess í stað höfðu gangandi vegfarendur nægt
rými til að athafna sig. Sumir vildu þó komast hraðar yfir,
eins og þessi unga kona sem þeystist um á hjólabretti.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þeyst um miðborgina á hjólabretti í blíðunni
Mistök voru gerð
hjá Icelandair
þegar rann-
sóknarnefnd sam-
gönguslysa var
ekki samstundis
tilkynnt um alvar-
legt flugatvik á
Keflavíkurflug-
velli í október
2016. Þetta segir
Jens Þórðarson,
framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs
Icelandair. Fyrsta tilkynning um
slysið barst nefndinni morguninn
eftir, frá Isavia, en í skýrslu nefndar-
innar segir að vegna þess hve seint
tilkynning barst hafi ekki verið unnt
að tryggja hljóðupptökur hljóðrita
vélarinnar af atvikinu, og það hafi
haft áhrif á rannsóknina. „Við til-
kynntum þetta of seint,“ segir Jens.
„Það er einfaldast að segja að verk-
lagsreglur okkar með tilkynningar
svona alvarlegra atvika hafi ekki ver-
ið nægilega skýrar.“ Brugðist hafi
verið við þessu með því að skerpa á
verklagsreglum og brýna fyrir
áhöfnum og flugleiðsöguþjónustu,
flugmönnum og flugumferðarstjórum
að tilkynna alvarleg atvik tafarlaust.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rann-
sókn yfirvalda gerir athugasemd við
hve langan tíma hafi tekið Icelandair
að tilkynna um alvarlegt flugatvik. Í
skýrslu rannsóknarnefndar sam-
gönguslysa í Noregi um alvarlegt
flugatvik vélar Icelandair á Garder-
moen-velli í Noregi árið 2002 var bent
á að engin tilkynning hefði borist frá
Icelandair eftir lendingu í Ósló, held-
ur hefði vélin haldið áfram til Stokk-
hólms og þaðan til Keflavíkur áður en
íslenskum yfirvöldum hefði verið gerð
grein fyrir atvikinu. Segir í þeirri
skýrslu að vélin hefði þurft á kyrr-
setningu og nákvæmri skoðun að
halda strax eftir lendingu í Ósló.
Mistök að tilkynna alvar-
legt flugatvik ekki strax
Áður gerð athugasemd við seinagang Verklagi breytt
M Icelandair gripið til ... »6
Flug FI431 frá Glasgow
19. október 2016
» Jarðvari vélarinnar fór í
gang í 152 metra hæð.
» Tólf sekúndum seinna hófu
flugmenn að hækka flugið.
» Lægst náði vélin 67 metra
hæð áður en brugðist var við.
» Aðeins munaði átta sek-
úndum að vélin brotlenti.
Jens
Þórðarson
Kenneth Peterson,
eigandi Columbia
Ventures sem
byggði upp álver
Norðuráls á
Grundartanga,
tekur þátt í upp-
byggingu 40 her-
bergja gistiheim-
ilis í Reykholti í
Biskupstungum.
Hann gekk til liðs við viðskipta-
félaga sinn, Bjarna Kristján Þor-
varðarson, forstjóra lyfjafyrirtæk-
isins Coripharma, um uppbygging-
una. Saman eiga þeir félagið Stök
gulrót ehf. ásamt Jóhanni Guðna
Reynissyni.
Framkvæmdin var fullfjár-
mögnuð í miðjum kórónuveiru-
faraldrinum og verður húsið byggt í
haust og vetur. Stefnt er að opnun
15. júní á næsta ári. »4
Kenneth
Peterson
Peterson
í gistingu
Tekur þátt í upp-
byggingu í Reykholti
„Mér finnst
sjálfri ósköp
leiðinlegt og dá-
lítið sorglegt að
bókaútgáfan,
bæði prentun og
allt sem við kem-
ur bókum, sé
komin á hendur
erlendra aðila.
Við erum í góðu
sambandi við
Forlagið en höfum lítið um þetta að
segja,“ segir Guðný Halldórsdóttir,
kvikmyndagerðarkona og dóttir
nóbelsskáldsins Halldórs Laxness.
Bent hefur verið á að með sölu á
70% hlut í Forlaginu til Storytel AB
í Svíþjóð færist höfundarverk Lax-
ness í erlenda eigu. Sjálf kveðst
Guðný þó ekki hafa miklar áhyggj-
ur af því.
Boðað hefur verið til fundar í
stjórn Rithöfundasambands Íslands
í dag þar sem ræða á fyrirhuguð
kaup Storytel á Forlaginu. „Þeir fé-
lagsmenn sem við höfum heyrt í eru
mjög óöruggir,“ segir Ragnheiður
Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri
Rithöfundasambandsins. »14
Höfum lítið um
þetta að segja
Guðný
Halldórsdóttir