Morgunblaðið - 03.07.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 03.07.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020 Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirtækið Stök gulrót ehf. vinnur að undirbúningi 40 herbergja gisti- álmu við gistiheimili fyrirtækisins í Fagralundi í Reykholti í Bláskóga- byggð. Framkvæmdir við sökkla hefjast síðsumars og forsmíðað timburhús verður sett saman í vetur. Stefnt er að því að taka á móti fyrstu gestunum um miðjan júní á næsta ári. „Við erum bjartsýnir. Við höfum fundið ánægju og áhuga hjá þús- undum gesta sem komið hafa til okk- ar á undanförnum árum og efumst ekki um að sá áhugi er ekki horfinn þrátt fyrir heimsfaraldurinn,“ segir Jóhann Guðni Reynisson, fram- kvæmdastjóri Stakrar gulrótar ehf., spurður hvort kórónuveirufaraldur- inn hafi sett strik í reikning áforma um uppbyggingu. Hann bendir á að aðstandendur verkefnisins og Arion banki hafi lokið fjármögnun þess sl. vetur, í heimsfaraldrinum miðjum. Tekur Jóhann Guðni fram að Reyk- holt sé vel staðsett með tilliti til ferða um Gullna hringinn og um svæðið fari margir þeirra erlendu ferðamanna sem sækja landið heim. „Við teljum að óhætt sé að fara í gang næsta sumar,“ segir Jóhann Guðni og er stefnt að opnun 15. júní 2021. Reykholt er þekkt fyrir öfluga garðyrkju. Jóhann vekur athygli á góðum veitingastöðum í Reykholti, meðal annars Friðheimum í næsta húsi við Fagralund, og annarri þjón- ustu við ferðafólk. Blár trjálundur Stök gulrót ehf. rekur sex her- bergja gistiheimili í Fagralundi og hefur á undanförnum árum verið að byggja sumarbústaði á Torfastöð- um, sem eru fáeina kílómetra frá Reykholti. Þar eru nú risnir tólf bú- staðir sem reknir eru undir vöru- merkinu Blue View Cabins. Nýja gistiheimilið í Reykholti mun heita Blue Grove Guesthouse – Fagri- lundur. Notuð eru vörumerki á enskri tungu vegna þess að erlendir gestir landsins eru markhópurinn. Blái liturinn sem einkennir bæði vörumerkin, Bláa útsýnið og Blái trjálundurinn, vísa einnig til heitis sveitarfélagsins, Bláskógabyggðar. Nýja gistiálman verður tveggja hæða timburhús sem flutt verður inn forsniðið frá Noregi og sett sam- an á staðnum. Í henni verða ein- göngu herbergi, auk vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk. Fagralundi verður breytt í morgunverðarstað fyrir gistiheimilið og mun þjóna því hlut- verki fyrst um sinn. Kenneth Petersen tekur þátt Jóhann Guðni segir áætlað að framkvæmdin kosti nærri hálfan milljarð króna. Bjarni Kristján Þorvarðarson, forstjóri lyfjafyrirtækisins Cori- pharma í Hafnarfirði, hefur verið aðaleigandi fyrirtækisins. Við upp- byggingu gistiheimilisins kom við- skiptafélagi hans, Kenneth Peter- son, eigandi Columbia Ventures sem byggði Norðurál á Grundartanga, inn í verkefnið. Jóhann Guðni á einn- ig hlut í fyrirtækinu. 40 herbergja gisti- heimili rís í Reykholti  Fjármagnað að fullu í miðjum kórónuveirufaraldri Reykholt Bjarni K. Þorvarðarson t.v. og Jóhann Guðni Reynisson á lóðinni þar sem nýja gistiheimilið mun rísa í Reykholti í Biskupstungum í vetur. Garðyrkjuþorp » Reykholt í Biskupstungum er þekkt fyrir öfluga ræktun á grænmeti og blómum í gróður- húsum og aðra garðyrkju. » Þar eru einnig vinsælir veit- ingastaðir, eins og Friðheimar og Mika, auk bensínstöðvar, verslunar, sundlaugar og fleiri þjónustuþátta. » Skipulagt er sælkerarölt um Reykholt alla föstudaga í sum- ar og hefst röltið klukkan 11. Alexander Kristjánsson Þór Steinarsson Þrír einstaklingar greindust með kór- ónuveiruna síðdegis í gær. Allir tengd- ust þeir konu sem kom frá Albaníu fyrir tíu dögum en greindist með veir- una á þriðjudag. Þetta staðfesti Run- ólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækn- ingadeild Landspítala, í samtali við mbl.is. Þrjú smit greindust einnig í fyrradag, en þar af voru tvö í landamæraskimun og óvíst enn hvort um virk eða gömul smit er að ræða. Þá var ársgamalt barn meðal þeirra sem greindist. Runólfur segir að fólkið sem greind- ist í gær hafi ekki verið alvarlega veikt og að það eigi í raun við um alla sem greinst hafi í „þessari seinni bylgju“. Ekki áfall heldur viðbúið „Síðan landamærin voru opnuð hafa náttúrulega fyrst og fremst Íslending- ar greinst. Þetta er ungt fólk að uppi- stöðu til og ég held að það spili ákveðið hlutverk. Það þolir þetta að því er virð- ist betur.“ Runólfur segir að viðbúið hafi verið að smitaðir einstaklingar myndu greinast eftir að landamærin voru opnuð og þegar slíkt gerist megi bú- ast við að þeir smiti sína nánustu. „Þetta er ekkert áfall. Það var við því að búast að það kæmi smit inn í landið og sem betur fer hefur það gerst í litlum mæli,“ segir Runólfur. Alls eru nú tíu virk kórónuveiru- smit í landinu og 440 manns eru í sóttkví. Af þeim smitum sem upp hafa kom- ið frá 15. júní er uppruni 28 erlendis, en inni í þeim tölum eru gömul óvirk smit. Átta smit eiga uppruna sinn inn- anlands, en uppruni fjögurra smita eru óþekktur. Tíu virk smit hafa greinst á landinu  Ársgamalt barn á meðal þeirra smituðu  440 manns í sóttkví Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Skimun Runólfur segir þá smituðu ekki alvarlega veika af veirunni. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vinna við lagningu Kröflulínu 3, á milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar, gengur vel, samkvæmt upplýsingum Landsnets. Byrjað er á nýjan leik að reisa möstur og vinna við að strengja vírana á þau hefst í ágúst. Línan er um 122 kílómetrar að lengd. Hún tengir saman raforku- kerfin á Norðurlandi og Austurlandi og á að auka stöðugleika og gæði orkuafhendingar. Jarðvinna á þremur svæðum Framkvæmdir hófust á síðasta ári. Nú er unnið að jarðvinnu á þremur svæðum, við Kröflu og í Jökuldal. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að jarðvinna sé langt komið á fyrsta svæðinu sem nær frá Kröflu að Jök- ulsá á Fjöllum og er stefnt að því að henni ljúki í mánuðinum. Á svæði 2, á milli Jökulsár á Fjöllum og Jökuls- ár á Brú, er um fjórðungur eftir. Á þriðja svæðinu, frá Jökulsá að Fljótsdalsstöð, er jarðvinna um það bil hálfnuð og stefnt að verklokum í september. Búið er að setja saman um 130 möstur og hóf verktakinn að reisa möstur í byrjun vikunnar, eftir hlé frá því í október. Steinunn segir að það gangi vel. Reist eru 4-6 möstur á dag. Á síðasta ári var reist 21 mastur. Búist er við að vinna við streng- ingu háspennuvíra hefjist í ágúst en hún hefur tafist vegna tafa á afhend- ingu stálmastra. Þrátt fyrir tafir vegna kórónu- veirufaraldursins og erfiðs tíðarfars í vetur til verklegra framkvæmda er stefnt að því að ljúka verkinu á þessu ári og koma línunni í notkun. Undirbúningur að Hólasandslínu sem tengir kerfið á Norðausturlandi við Akureyri stendur enn yfir. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Kröflulína Mastur í nýrri kynslóð byggðalínu á milli Norður- og Austur- lands reist á Mývatnsöræfum. Vinna við lagningu línunnar gengur vel. Byrjað að reisa möstur Kröflulínu  Enn stefnt að verklokum á árinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.