Morgunblaðið - 03.07.2020, Qupperneq 10
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hjólreiðar Frá heimsókn hjólreiðahópsins Team Rynkeby til Bessastaða.
Hjólreiðahópurinn Team Rynkeby
leggur af stað á morgun í hringferð
um landið til styrktar Styrktarfélagi
krabbameinssjúkra barna, SKB.
Um góðgerðarhjólreiðar er að ræða
sem hafa árlega farið fram frá Dan-
mörku til Parísar, en vegna kórónu-
veirufaraldursins var ferðinni frestað
í ár og þátttakendur frekar hvattir til
að hjóla innanlands.
Lagt verður af stað frá Barnaspít-
ala Hringsins kl. 10 á morgun, í lög-
reglufylgd. Rósa Guðbjartsdóttir, for-
maður SKB, mun halda tölu áður en
hópurinn hjólar af stað.
Team Rynkeby á Íslandi mun hjóla
850 km í kringum landið til 11. júlí nk.
Team Rynkeby er stærsta evrópska
góðgerðarverkefnið, þar sem þátttak-
endur hjóla á hverju ári 1.200 km leið
frá Danmörku til Parísar til styrktar
langveikum börnum og fjölskyldum
þeirra. Team Rynkeby Ísland var
stofnað árið 2017 með það að mark-
miði að hjóla í söfnunarátaki Team
Rynkby til styrktar SKB. Á síðast-
liðnu ári söfnuðust 23,6 milljónir kr.
Alls söfnuðu öll Team Rynkeby-
liðin um 1,5 milljörðum kr. í fyrra.
Unnt er að heita 1.500 krónum á
Team Rynkeby með því að hringja í
styrktarnúmerið 907-1601, 3.000 kr.
með því að hringja í 907-1602 og 5.000
kr. í númerið 907-1603.
Hjóla hringinn í
kringum landið
Góðgerðarhjólreiðar Team Rynkeby
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Vefverslun
komin í
loftið!
mostc.is
Gerið verðsamanburð
FULL BÚÐ AF NÝJUM
G FALLEGUM VÖRUM
4.990 kr.
Túnika
7.990 kr.
Regnjakkar
O
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Kátur kvennahópur tók nýlega þátt í
skemmtilegu verkefni sem snerist
um það að borða góðan dögurð og
gefa honum síðan ítarlega umsögn.
Gestgjafarnir voru hjónin Hildur
Stefánsdóttir og Sigurður Guð-
mundsson í Holti í Þistilfirði þar sem
þau reka gistiheimilið Grástein auk
sauðfjárbúskapar.
„Nú langar okkur til að auka þjón-
ustuna og höfða líka til heimafólks í
byggðarlaginu og þá varð til sú hug-
mynd að bjóða upp á dögurð eða
„bröns“ á laugardagsmorgnum milli
klukkan 11 og 14. Við ákváðum að
prufukeyra dögurðinn fyrst á nokkr-
um konum og fá þær til að rýna ræki-
lega í alla framkvæmd og veitingar
og gefa okkur skriflega umsögn og
gagnrýni í lokin, því betur sjá augu
en auga,“ sagði Hildur kankvís.
Konurnar sem boðnar voru mættu
í brönsinn á laugardagsmorgni, til-
búnar að rýna til gagns í veiting-
arnar, og fengu höfðinglegar mót-
tökur hjá húsbændum. Boðið var upp
á vel útilátinn disk fyrir hvern gest,
hlaðinn góðgæti eins og heimabök-
uðu súrdeigsbrauði, eggjum og beik-
oni, forystupylsum, ostum og ávöxt-
um. Sultutau, pestó og fleira var á
borðum, að ógleymdu brennheitu
kaffi og tesopa. Sætur biti í lokin
setti svo punktinn yfir i-ið.
Girnilegur dögurður
Pakksaddar frúr fengu svo rýni-
seðil á borðin til sín þar sem þær fóru
rækilega yfir dögurðinn, gæði, magn
og tegundir og skráðu athugasemdir
sínar.
„Ég mun svo bregðast við umsögn
kvennanna í þessum rýniseðlum því
markmið okkar hér á Grásteini er
auðvitað að bjóða upp á hinn full-
komna dögurð og frábært að fá til
þess hjálp frá konum á ýmsum aldri,“
sagði gestgjafinn Hildur.
Næsta laugardag eftir prufu-
keyrslu rýnihópsins var svo opið í
dögurðinn og voru hjónin Hildur og
Sigurður ánægð með viðtökurnar og
aðsóknina. „Já, þetta fór vel af stað
þennan fyrsta laugardag, margir
nýttu sér þjónustuna og við munum
halda áfram næstu þrjá laugardaga,
sjáum svo hvað setur,“ sögðu hús-
bændurnir Hildur og Sigurður á
gistiheimilinu Grásteini í Þistilfirði.
Hildur segir að júnímánuður hafi
verið nokkuð góður í ferðaþjónust-
unni og bókanir núna fleiri en á sama
tíma í fyrra.
Dömur rýna í dögurð
Kvennahópur hittist í Holti í Þistilfirði og snæddi dögurð
Einnig í boði fyrir íbúa og ferðafólk á laugardögum
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Dögurður Konur skála fyrir góðum dögurði. Hjónin Sigurður Guðmundsson og Hildur Stefánsdóttir fyrir miðju.
Pétur Magnússon
petur@mbl.is
„Auðvitað stefnum við á að komast í
fyrsta flokkinn,“ segir Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra,
en á þriðjudaginn greindi Morgunblað-
ið frá því að Ísland væri í öðrum flokki
af þremur í skýrslu bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins um aðgerðir gegn
mansali. Þetta þýðir að ekki sé talið að
stjórnvöld uppfylli
lágmarksskilyrði
um aðgerðir gegn
mansali, en hafi
sýnt viðleitni við að
uppfylla þau.
„Það er þó já-
kvætt að skýrslan
fjalli með mjög já-
kvæðum hætti um
það sem hefur ver-
ið gert hér á landi
undanfarið, bæði
hvað varðar fjárveitingu, eflingu lög-
reglunnar, áherslur stjórnvalda í að-
gerðum gegn mansali og fleira,“ segir
Áslaug Arna.
Hún segir það hafa ráðið úrslitum að
enginn hafi verið ákærður fyrir mansal
á síðustu árum, en mikilvægt sé að
kanna hvort megi styrkja rannsókn
mansalsmála og leita skýringa hvers
vegna þessi mál komist ekki inn á borð
ákæruvaldsins. „Það er mikilvægt að
fá það allt upp á yfirborðið,“ segir
Áslaug.
Ýmsar aðgerðir
Áhersluskjal stjórnvalda gegn man-
sali var kynnt í mars 2019, en í kjölfarið
samþykkti ríkisstjórn að stofna form-
legan samráðshóp til að bera ábyrgð á
framkvæmd aðgerða á þessu sviði.
Samhliða því voru settir af stað
aðgerðarhópar til að útfæra ýmsa
hluta aðgerðarinnar. Hóparnir eru
þrír, sá fyrsti snýr að forvörnum, annar
að aðstoð, stuðningi og vernd fyrir
fórnarlömb, og sá þriðji að rannsókn og
saksókn.
Ríkisstjórnin hefur þá varið fimm
milljónum í Rauða krossinn, til stuðn-
ings við forvarnir og fræðslu um man-
salsmál.
Þá hafa stjórnvöld samið við
Bjarkarhlíð um að vera miðstöð sem
þolendur ofbeldis og mansals geti leitað
til, og verði falið það hlutverk að sam-
eina verklag og viðbrögð þegar grunur
kemur upp um mansal, auk þess að
sinna forvörnum og fræðslu, og stuðla
að vitundarvakningu um málaflokkinn.
„Síðan er í gangi vinna við endur-
skoðun á ákvæði hegningarlaga þegar
litið er að mansali. Það er á þingskrá
minni fyrir næsta þing,“ bætir Áslaug
við.
Í skýrslunni segir að erfitt sé að átta
sig á umfangi mansals á Íslandi, þar
sem erfiðlega hafi gengið að útvega
opinbera tölfræði um slík mál. Áslaug
segist vona að það sé til bóta, en
áhersla sé á að ná að halda utan um mál
sem koma upp hérlendis og geta
brugðist við atvikum með réttum hætti
þegar þau koma upp.
„Fyrst og fremst er það mjög mik-
ilvægt að hérna sé einn aðili sem ber
ábyrgð þegar þetta kemur upp svo
heildarviðbrögðin séu heildstæð.
Bjarkarhlíð mun gegna hlutverki þess
aðila, sem samhæfingarmiðstöð á sviði
ofbeldis- og mansalsmála.“
Að lokum segir Áslaug að stofnað
hafi verið teymi innan Útlendinga-
stofnunar með það að markmiði að
skýrt greiningarferli verði til staðar og
verklag verði endurbætt til að grípa til
aðgerða til að aðstoða hugsanleg
fórnarlömb mansals. „Ég bind vonir við
að vegna þessa teymis getum við enn
frekar borið kennsl á fórnarlömb,“
segir Áslaug.
Stefnt að því
að komast í
fyrsta flokk
Dómsmálaráðherra bregst við nýrri
mansalsskýrslu Bandaríkjamanna
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir