Morgunblaðið - 03.07.2020, Page 12

Morgunblaðið - 03.07.2020, Page 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þýskir fjölmiðlar sýna ferðum til Ís- lands áhuga en markvisst er unnið að því að fá hingað þýska ferðamenn eftir að landið opnaðist á ný. Þjóðverjar eru í þriðja sæti á eftir Bretum og Bandaríkjamönnum sé litið til fjölda erlendra ferðamanna. Um 132 þúsund Þjóðverjar komu hingað um Leifsstöð í fyrra en um 139 þúsund árið 2018. Monika Maier-Albang skrifar um ferðalög í Süddeutsche Zeitung, eitt útbreiddasta dagblað Þýskalands. Þegar blaðamaður tók hana tali á Nordica-hótelinu var hótelið nær mannlaust. Það er mikil breyting frá því sem var. Maier-Albang segir Ísland vel þekktan áfangastað í Þýskalandi. Náttúra landsins og íslenski hestur- inn sé meðal þess sem laði að. „Ég þekki marga Þjóðverja sem hafa komið nokkrum sinnum til Ís- lands. Þjóðverjar vilja þetta sumarið forðast mannþröng og fara út í nátt- úruna. Nú er kjörið tækifæri til að sjá ferðamannastaði á Íslandi þar sem áður var ekki þverfótað fyrir fólki. Um leið gefst tækifæri til að hitta heimamenn,“ segir Maier-Alb- ang, sem er mikil hestakona og var hér á landi í þriðja sinn. Þægilegt að sleppa grímunni Vegna aðstæðna sé Ísland því ákjósanlegur áfangastaður. Hér upplifi hún frelsi eftir takmarkanir á samkomum í Þýskalandi undanfarna mánuði. „Það er þægileg upplifun að koma hingað og þurfa ekki að ganga með grímu,“ segir Maier-Albang. Hún sé búsett í Bæjaralandi en þar hafi reglur vegna faraldursins verið hvað strangastar. Að hennar mati ætti að skima fyrir kórónuveirunni fyrir brottför til Ís- lands. Slík skimum sé til að mynda nýhafin á flugvellinum í Frankfurt. Á hinn bóginn hrósar hún því hversu vel sé staðið að skimun fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli. „Vandamálið er flugið. Margir eru smeykir við að fljúga. Það er auð- veldara fyrir Þjóðverja að ferðast til Austurríkis eða Ítalíu. Þangað geta þeir ekið,“ segir Maier-Albang. Gengi krónunnar hefur gefið eftir. Evran kostar nú um 155 krónur en kostaði 142 kr. á sama tíma í fyrra og 116 kr. í júlíbyrjun 2017. Maier-Albang segir aðspurð að með gengislækkuninni sé orðið við- ráðanlegra að heimsækja landið. Það hafi spurst út að Ísland hafi verið orðinn dýr áfangastaður. Hinn dæmigerði Þjóðverji hafi ráð á Ís- landsferð, ekki síst með ráðdeild. „Á síðustu árum hefur þurft að bóka Íslandsferðina með góðum fyrirvara. Þetta sumar er hins vegar hægt að bóka hótelgistingu nærri áhugaverðum stöðum með skömm- um fyrirvara,“ segir Maier-Albang. Sýna Íslendingum velvilja Arthúr Björgvin Bollason starfar sem kynningarfulltrúi Icelandair í Þýskalandi samhliða ritstörfum. Ásamt því að sýna Maier-Albang landið tók hann í þessari ferð á móti Henryk M. Broder, blaðamanni frá Die Welt, einu stærsta dagblaði Þýskalands, sem vildi ferðast um landið án ferðamanna. Heimsóknirn- ar séu hluti af kynningarherferð til að kynna Ísland sem öruggan áfangastað. Það starf hafi gengið vel enda sé Þjóðverjum hlýtt til Íslands. Á svipuðu róli og Þjóðverjar En hvað skyldi vekja athygli Þjóð- verja á Íslandi þetta sumarið? „Í fyrsta lagi hversu vel hefur gengið að takast á við veiruna. Það hefur komist á framfæri að Ísland er öruggt land. Við sem erum í þessu kynningarstarfi höfum reynt að nýta öll okkar tengsl til að koma því á framfæri við Þjóðverjana hvernig hefur gengið að eiga við veiruna. Við höfum í áróðri okkar bent á að við séum á svipuðu róli og Þjóðverjar sjálfir. Sem kunnugt er hafa dauðs- föll vegna veirunnar verið margfalt færri í Þýskalandi en til dæmis á Spáni og Ítalíu. Þjóðverjar hafa ráð- ið mjög vel við þessar aðstæður með náttúrulega eitruðum aga. Maður var þarna sjálfur meira og minna innilokaður í þrjá mánuði,“ segir Arthúr sem er búsettur í Berlín. „Það var ekki eins og á Spáni að herinn biði á horninu. Það var hins vegar ljóst að ef maður sást úti á götu með fleiri en einni manneskju á gangi sá maður glitta í lögreglubíl.“ Arthúr segir aðspurður það hafa komið Þjóðverjum sem hann þekki þægilega á óvart að Íslendingar, sem hafi aldrei búið við kóng eða sterkt miðlægt vald, skuli hafa þjappað sér svona saman í faraldrinum og hlýtt fyrirmælum yfirvalda í einu og öllu. Vegna aðhalds síðustu ár sé þýska ríkið vel í stakk búið til að takast á við niðursveifluna. Almennt hafi Þjóðverjar ráð á því að ferðast þetta sumarið. Þeir hafi verið innilokaðir í borgunum og vilji útiveru. Upplifir frelsi á Íslandi Morgunblaðið/Eggert Blaðamaður Monika Maier-Albang starfar hjá Süddeutsche Zeitung.  Þýsk blaðakona segir Ísland kjörinn áfangastað í sumar  Þýskir fjölmiðlar sýna ferðalögum hingað áhuga  Kynningarherferð var sett af stað í Þýskalandi 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur 3. júlí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.88 Sterlingspund 172.32 Kanadadalur 102.28 Dönsk króna 20.879 Norsk króna 14.483 Sænsk króna 14.844 Svissn. franki 146.59 Japanskt jen 1.2916 SDR 191.25 Evra 155.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.9743 Hrávöruverð Gull 1787.4 ($/únsa) Ál 1602.0 ($/tonn) LME Hráolía 41.33 ($/fatið) Brent ● Stjórn Brims hf. ákvað í gær að fjárfesta í græn- lenska sjávarút- vegsfyrirtækinu Arctic Prime Fish- eries ApS (APF). Er ákvörðunin tek- in í framhaldi af stofnun dóttur- félags Brims í Grænlandi líkt og greint var frá fyrr á þessu ári. Þetta kom fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar í gær. Fjárfesting Brims er samtals um 85 milljónir evra, um 13,4 milljarðar króna, í formi hlutafjárkaupa, fjármögnunar og skipakaupa. Mun Brim eignast hlut í APF og koma að fjármögnun þess og selur því að auki nýsmíðaðan frystitog- ara, Ililiveq, sem afhentur var frá Astilleros Gijon-skipasmíðastöðinni á Spáni í maí. Í fréttatilkynningunni segir að mark- miðið með fjárfestingunni sé að breikka grundvöll starfsemi Brims, efla samstarf við APF á Suður-Grænlandi um veiðar, þróun á hátæknivinnslu og nýta reynslu Brims á sviði umhverfis- mála og samfélagslegrar ábyrgðar. APF er í meirihlutaeigu grænlenskra aðila, Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem heldur á 16,5% hlut og hefur verið hlut- hafi í félaginu frá árinu 2013, og Brims, sem eftir viðskiptin mun eiga 16,5% hlut í félaginu. „Við teljum það hag- stætt og til þess fallið að auka verð- mæti Brims, að taka þátt í því, ásamt Grænlendingum, að nýta þau tækifæri sem felast í þróun sjávarútvegs á Suður- og Austur-Grænlandi. Sú þekk- ing og reynsla sem starfsfólk Brims og Arctic Prime Fisheries búa yfir er vel til þess fallin að auka og efla samstarf þessara nágranna- og vinaþjóða á sviði sjávarútvegs,“ segir Kristján Þ. Davíðs- son, stjórnarformaður Brims. Fjárfesta í grænlensku sjávarútvegsfyrirtæki Grænland Fjárfest upp á 13,4 ma.kr. STUTT Við flestar verslanir Krónunnar er nú að finna svokölluð fjölskyldu- stæði sem eru liður í því að auðvelda viðskiptavinum verslunarinnar lífið að sögn Hjördísar Elsu Ásgeirs- dóttur, markaðsstjóra Krónunnar. Stæðin eru sérmerkt fyrir barna- fólk, eru gul á litin en fyrirmyndina er að finna hjá IKEA sem hefur boð- ið upp slík stæði um nokkurt skeið. „Okkar stærsti markhópur er fjöl- skyldufólk. Við vildum auka þjón- ustuna fyrir þá sem eru með börn og ófrískar konur og bæta aðgengið,“ segir Hjördís. „Við vorum búin að prófa þetta í verslun okkar í Garða- bæ og það gekk svo vel að við ákváðum að setja þetta í allar versl- anir þar sem við höfum bílastæði til umráða. Á sumum stöðum deilum við bílastæðum með öðrum fyrir- tækjum þar sem við höfum ekki mátt mála stæðin,“ segir Hjördís í samtali við Morgunblaðið. Fjölskyldustæði við verslanir Krónunnar Fjölskyldustæði Stæðin eru gulmerkt og bæta aðgengi fyrir barnafólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.