Morgunblaðið - 03.07.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Filippus Belgíu-konungur rit-aði á þriðju-
daginn bréf til Felix
Tshisekedi, forseta
Austur-Kongó, þar sem hann
harmaði hátterni Belga á ný-
lendutímanum í Kongó. Tilefni
bréfsins var það að sextíu ár voru
þá liðin frá því að Austur-Kongó
lýsti yfir sjálfstæði sínu frá Belg-
íu, en ljóst er að þau sár sem ný-
lendutíminn skildi eftir sig eru
enn ógróin.
Bréf Filippusar var virðingar-
verð viðleitni í þá átt, en konung-
urinn sagðist harma framferði
Belga gagnvart Kongó-búum á
nýlendutímanum, án þess þó að
hann bæði íbúa Austur-Kongó
formlega afsökunar á henni.
Rétt er að geta þess, að rík
ástæða hefði verið fyrir slíkri af-
sökunarbeiðni, en nýlendan var á
sínum tíma alræmd fyrir þá illu
meðferð sem innfæddir íbúar
Kongó máttu þola. Átti það sér-
staklega við um tímann frá 1885
til 1908, en þá var Kongó einka-
eign Leópolds 2. Belgíukonungs.
Talið er að milljónir manna hafi
dáið í nýlendunni á þeim tíma, og
má beinlínis rekja þau til þess
harðræðis sem Leópold lét beita
innfædda Kongó-búa, á sama tíma
og hann sjálfur auðgaðist gríðar-
lega á gúmmíframleiðslu nýlend-
unnar.
Aðrar hryllingssögur, líkt og
tilhneiging nýlenduherranna til
þess að saga hendur af þeim sem
fylgdu ekki fyrirmælum þeirra út
í ystu æsar, vöktu almenna
hneykslan og fordæmingu ann-
arra Evrópuríkja á þeim tíma, og
urðu ásakanirnar að lokum til
þess að Leópold 2. var neyddur til
þess að láta nýlend-
una af hendi. Skánaði
hin illa meðferð eitt-
hvað við það, en þó
ekki mikið.
Það er ekki algjörlega að ófyrir-
synju, sem að sumir hafa viljað
nota hugtakið þjóðarmorð um
framferði Belga í Austur-Kongó,
jafnvel þó að hið mikla mannfall
hafi frekar verið hliðarafurð
þrælkunarinnar, heldur en sér-
stakt markmið nýlenduherranna.
Þessi fortíð Belga hefur ekki oft
verið rifjuð upp, jafnvel þótt hún
hafi stöku sinnum skotið upp blóð-
ugum kollinum. Bréf Filippusar er
því mikilvægt skref í þá átt, að
Belgar endurskoði sögu sína og
þau áhrif sem þeir höfðu á nýlend-
ur sínar í Afríku, sem nú mynda
ríkin Austur-Kongó, Rúanda og
Búrúndí.
Í Austur-Kongó hafa við-
brögðin við bréfi konungsins þó
verið blendin, þar sem sumir telja
„iðrun“ konungins engan veginn
vera næga yfirbót, þó að hún sé
vissulega skref í rétta átt. Hafa
nokkrir stjórnmálamenn landsins
kallað eftir því að Belgar geri gott
betur, og samþykki að greiða bæt-
ur til Austur-Kongó í formi bæði
fjárfestinga og beinna skaðabóta.
Fyrir sitt leyti hyggst belgíska
þingið setja á fót rannsóknar-
nefnd, sem muni fara í saumana á
nýlendusögu Belga. Það er vel og
löngu tímabært. Hvort Belgar
reynist jafnfúsir til þess að ganga
skrefinu lengra og greiða bætur
fyrir löngu liðna tíð, er hins vegar
annað mál. Hitt er ljóst að það
mun þurfa meira en einfalda
viðurkenningu, iðrun eða
afsökunarbeiðnir til þess að bæta
að fullu fyrir nýlendutíð Belga.
Belgar horfast í
augu við fortíð sína}Dugar iðrun konungs?
Samfélagsmiðill-inn Facebook
hefur átt undir högg
að sækja í um-
ræðunni síðustu
daga, þar sem mörg af helstu stór-
fyrirtækjum heims hafa ákveðið
að hætta að kaupa auglýsingar á
miðlinum tímabundið, eða þar til
Facebook gerir meira til þess að
berjast gegn svonefndum „hat-
ursáróðri“ eða annars konar orð-
ræðu sem gerir út á mismunun.
Fregnir af þessari sniðgöngu
auglýsendanna höfðu þau áhrif í
síðustu viku að hlutabréfaverð í
Facebook féll mjög skarpt á stutt-
um tíma, og var talað um að allt að
fimmtíu milljarðar Bandaríkja-
dala hefðu horfið af markaðsvirði
Facebook. Sú lækkun reyndist þó
tímabundin og hefur hlutabréfa-
verð Facebook sjaldan eða aldrei
verið hærra en einmitt nú.
Ef til vill má rekja „upprisu“ fé-
lagsins á mörkuðunum til þess að
stjórnendur Facebook lofuðu
fljótt bót og betrun, þar á meðal að
betur yrði fylgst með því efni sem
birt er á vefnum, og að „haturs-
færslur“ yrðu annaðhvort fjar-
lægðar eða sérmerktar sem slíkar,
ef aðstæður kölluðu á að þær yrðu
að vera áfram uppi á vefnum.
Þessi viðleitni
Facebook til þess að
hafa meiri stjórn á
því efni sem birtist á
miðlinum er góðra
gjalda verð, svo langt sem hún
nær. Engu að síður gæti hún haft í
för með sér varhugaverðar afleið-
ingar. Hatursáróður á engan rétt
á sér, og brýnt er að tekið sé á
slíku af festu, en það er allt annað
en einfalt mál fyrir miðil á borð við
Facebook að gera það. Hættan er
sú, að þeir sem sjái um að fjar-
lægja þann áróður nýti sér völd
sín einnig til þess að þrengja að
sjónarmiðum, sem viðkomandi eru
einfaldlega ósammála.
Hefur nú þegar þótt bera á
slíku og ásakanir komið fram um
verulega hlutdrægni samfélags-
miðla sem ákveða hvað sé óæski-
leg umræða. Tilhneigingin er sögð
í þá áttina að þeir sem teljast með
hægrisinnaðar skoðanir eigi í vök
að verjast, jafnvel þó að skoðan-
irnar séu í engu tengdar þeim
öfgafullu skoðunum sem eftirlitið
á að halda frá vefsíðunni. Haldi sú
þróun áfram óhikað, er hætt við
því að helsta niðurstaða auglýs-
ingasniðgöngunnar verði sú, að
sjónarhorn neytenda þrengist og
bergmálshellirinn verði dýpri.
Facebook bregst
við sniðgöngunni}Bjagað skoðanaeftirlit
Í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
stendur að styrkja eigi löggjafar-, fjár-
stjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis
og efla þverpólitíska nálgun. Eitt af
fyrstu verkum ríkisstjórnar var að
skipa starfshóp um eflingu trausts á stjórn-
málum og stjórnsýslu og skilaði hópurinn af sér
skýrslu sem síðan hefur verið vel geymd ofan í
djúpum kistli.
Til að auka traust á stjórnmálum tel ég
mikilvægt að þingmenn, í stjórn eða stjórnar-
andstöðu, taki löggjafar- og eftirlitshlutverk
sitt alvarlega. Því miður hefur það ágerst eftir
því sem liðið hefur á kjörtímabilið að ábyrgðin
minnkar. Skemmst er að minnast afgreiðslu
meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á
rannsókn á hæfi sjávarútvegsráðherra í sínu
starfi, sem eftir því sem hann hefur sjálfur
greint frá virðist svo nátengdur eigenda rúmlega 15%
aflaheimilda landsins að efast má um hlutlægni hans.
Þá er vert að nefna lagasetningu, þar sem stjórnarliðar
taka ekki tillit til vel ígrundaðra ábendinga lykilstofnana
heldur láta frumvörp renna í gegn að því er virðist til að
geta merkt að ráðherrann hafi komið svo og svo mörgum
frumvörpum í gegnum þingið. Alþingi bíður svo misserum
saman með að leiðrétta augljósar villur í lögunum. Það
væri í sjálfu sér ekki stórmál ef ekki væri um að ræða lög
sem borgarar landsins þurfa að fara eftir og byggja rétt-
indi sín og skyldur á.
Í umræðu síðustu daga um frumvarp um afglæpavæð-
ingu neysluskammta hafa stjórnarliðar rök-
stutt neikvæða afstöðu sína til málsins með því
að það hafi ekki komið fullbúið inn í þingið, að
um sé að ræða refsiákvæði sem verði að fá ítar-
legri skoðun og að ekki hafi verið haft full-
nægjandi samráð áður en málið kom til þings-
ins óháð því að haft var samráð við alla
lykilaðila við vinnslu málsins í þinginu og tók
það nauðsynlegum breytingum. Stjórnarliðar
láta á sama tíma ekki stoppa sig að samþykkja
lög um persónuvernd án samráðs við stofnun-
ina Persónuvernd og samþykkja lagafrumvörp
ráðherra sem innihalda refsiákvæði án þess að
gæta að því að lagaákvæðin stangist ekki á og
myndi þannig ómöguleika. Stjórnarliðar sam-
þykktu öll sem eitt heildarlög um lyf, þrátt fyr-
ir að í þeim sé annars vegar heimild til lyfja-
heildsala til sölu lyfja til almennings sem og
strangt bann við sölu lyfja til almennings nema í lyfjabúð.
Brot á umræddum ákvæðum getur leitt til allt að 6 ára
fangelsisrefsingar. Embætti landlæknis benti á þessa
skörun en stjórnarliðar létu það ekki á sig fá. Frumvarpið
var samþykkt þrátt fyrir ómöguleika.
Já, það er þetta sem rýrir traust á stjórnmálum. Gamal-
dags pólitík sem kemur í veg fyrir vönduð vinnubrögð. Ég
vonaðist til annars enda loforðin í upphafi kjörtímabils
fögur en því miður er þetta staðreynd. Við verðum að gera
betur. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Þetta rýrir traust á stjórnmálum
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Ef horft er til þróunar sem
varð með kaupum Storytel AB
á bókaforlögum í Svíþjóð og
Danmörku má ekki búast við
því að nýútgefnar bækur fari
beint í streymi hjá Storytel hér
á landi þó að Storytel eignist
Forlagið, stærsta bókafélag
landsins. Þar ytra hefur lensk-
an verið að nýjar og vinsælar
bækur komi inn á Storytel um
það bil 6-9 mánuðum eftir út-
gáfu. Storytel AB á til að
mynda forlagið Norstedts í
Svíþjóð og People’s Press í
Danmörku.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins eru engar líkur
á að breytt verði út frá þessari
venju enda myndi það kippa
grundvelli undan hefðbundinni
bóksölu. Þess í stað megi
vænta þess að eldri bækur úr
útgáfulista Forlagsins muni
bætast hratt við á Storytel ef
af kaupunum verður. Víst er að
þar er bókaunnendum ekki í
kot vísað enda hafa forlög
undir hatti þess gefið út marg-
ar af perlum íslenskra bók-
mennta.
Áfram bið
eftir streymi
EKKI BEINT Á STORYTEL
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Boðað hefur verið til fundar ístjórn Rithöfunda-sambands Íslands í dagþar sem ræða á fyrirhuguð
kaup sænska stórfyrirtækisins
Storytel AB á 70% hlut í Forlaginu,
stærstu bókaútgáfu landsins. Til-
kynnt var um kaupin á miðvikudags-
morgun og er óhætt að segja að til-
kynningin hafi komið menningar-
heiminum á óvart. Áformað er að
Forlagið verði áfram rekið sem hefð-
bundin bókaútgáfa en sótt verði fram
í útgáfu hljóð- og rafbóka.
„Það eru allir svo furðu lostnir að
menn vita ekki hvað þeim á að finn-
ast. Þeir úr stjórninni sem geta kom-
ið munu því hittast ásamt lögmanni
okkar og á fundinum verður reynt að
skýra þetta fyrir okkur öll,“ segir
Ragnheiður Tryggvadóttir, fram-
kvæmdastjóri Rithöfundasambands-
ins.
Forlagið er langstærsta bóka-
forlagið á Íslandi. Það velti um 1,1
milljarði króna árið 2019, sem nemur
34% af heildarveltu bókaútgáfunnar
á Íslandi. Samkvæmt heimildar-
mönnum Morgunblaðsins á bóka-
markaði er næststærsta forlagið í
veltu talið Bjartur/Veröld. Því næst
koma Sögur og Bókafélagið og þar á
eftir Benedikt og Ugla.
Stærð Forlagsins hefur lengi verið
mörgum þyrnir í augum. Tíðindi af
sölu þess til erlends stórfyrirtækis
verða ekki til að róa þær óánægju-
raddir, nema síður sé.
„Þeir félagsmenn sem við höfum
heyrt í eru mjög óöruggir. Það er
bæði óöryggi og ótti um það hvað
taki við og hvaða áhrif þetta hafi í för
með sér. Því er lofað að engar breyt-
ingar séu í vændum og að allir samn-
ingar standi en við vitum ekki hvað
gerist í framtíðinni. Storytel AB er
ekki bókaútgáfa heldur gróðafyrir-
tæki. Auðvitað hafa menn áhyggjur
af því að innkoma þess muni hafa
áhrif á útgáfustefnu Forlagsins,“
segir Ragnheiður.
Dálítið sorgleg þróun
Hún segir að gott samband hafi
verið við systurfélög Rithöfunda-
sambandsins í nágrannalöndunum.
Samskipti við þau gefi ekki endilega
tilefni til bjartsýni. „Við höfum feng-
ið ýmsar reynslusögur frá systur-
félögum okkar sem kannski eru ekki
beint höfundavænar margar
hverjar.“
Guðný Halldórsdóttir kvikmynda-
gerðarkona er dóttir nóbelsskálds-
ins Halldórs Laxness. Hún kveðst
aðspurð ekki hafa miklar áhyggjur
af því að höfundarverk föður hennar
fari undir stjórn erlends fyrirtækis.
„Mér finnst sjálfri ósköp leiðinlegt
og dálítið sorglegt að bókaútgáfan,
bæði prentun og allt sem við kemur
bókum, sé komin á hendur erlendra
aðila. Við erum í góðu sambandi við
Forlagið en höfum lítið um þetta að
segja. Framtíðarmennirnir segja að
þessi þróun sé sú eina rétta,“ segir
Guðný í samtali við Morgunblaðið.
Hún segir greinilegt að fólk hafi
hlustað mikið á hljóðbækur í kór-
ónuveirufaraldrinum og Storytel
sýni jákvæðar tölur. „Það er auðvit-
að um að gera að sem flestir njóti
bókanna. Mér finnst hins vegar ofsa-
lega leiðinlegt að hlusta á hljóð-
bækur. Mér finnst skemmtilegra að
handfjatla bókina og sjá ritháttinn.
Kannski þyki ég gamaldags. Og
kannski verða allir ólæsir eftir 20 ár
og það þarf að lesa allt fyrir fólk.“
Rithöfundar slegnir
ótta vegna sölunnar
Forlagið gefur árlega út
um 150 nýja titla
Fyrirtækið rekur
tvær bókaverslanir
og netverslun
Ræður yfi r þriðjungi markaðarins
H
ei
m
ild
: H
ag
st
of
a
Ís
la
nd
s,
S
to
ry
te
l,
Fo
rla
gi
ð
1.100 milljónir krónavar heildarvelta
Forlagsins árið 2019
Heildarvelta íslenskrar bókaútgáfu nam
3.200 milljónum krónaárið 2019
Hlutdeild Forlagsins er því 34%
Hlutdeild Storytel í veltu
á bókamarkaði hefur farið
vaxandi og nam í fyrra á
milli 18 og 20%
20%
34%
Guðný
Halldórsdóttir
Ragnheiður
Tryggvadóttir