Morgunblaðið - 03.07.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.07.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020 Njóttu þess að hvílast í hreinum rúmfötum Háaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Við þvoum og pressum rúmfötin - þú finnur muninn! Víða sæta dýrin illri meðferð í hinum svokallaða matvæla- iðnaði, en oft er farið óblíðum höndum um þau við hald þeirra í sláturhúsum og ekki síður í flutningi þang- að. Koma þau stund- um nær dauða en lífi þar að; lemstruð og limlest. Kunnugur maður sagði: „Ef sláturhús hefðu glerveggi, og ef eymdar- og kvala- hróp dýranna heyrðust út, væri löngu búið að loka þeim öllum.“ Einna verst allra búgreina, með tilliti til kvalræðis dýranna, er þó fyrir mér loðdýraræktin. Þar er kvalræðið vitað, fullvel þekkt og tekið með í reikninginn frá byrj- un. Engin miskunn ef glittir í fé. Hér eru einkum haldnir minkar. Þetta eru lífverur sem við eðlileg- ar eða náttúrulegar aðstæður þurfa lífssvæði upp á 10-20 fer- kílómetra þar sem þær geta ráfað um frjálsar, merkt sín svæði, grafið, klifrað, synt og aflað sér lífsviðurværis. Slík var ráðstöfun skaparans. Í loðdýraræktinni er þessum líf- verum troðið inn í vírnetsbúr, 30 x 60 eða 70 cm, þar sem þær eru látnar dúsa og þjást ævilangt. Búklengd með skotti dýranna slagar upp í lengd búranna. Fætur hvíla nánast stöðugt á beittum járnvírum; 2,4 mm skulu þeir vera, en þykkari ekki, svo úr- gangur úr dýrunum falli greiðlega í gegn, en hann hrúgast svo iðu- lega upp undir búrunum og legg- ur þá af honum hinn versta ódaun og stækju, líka auðvitað þefnæm- um dýrunum til mikils ama. Þegar hvolpar eru sex mánaða kemur að slátrun. Þeim er troðið inn í lokaðan kassa og útblástur bensíndráttarvélar tengdur við þar til allir hvolparnir eru kafn- aðir; dauðir úr gaseitrun! Nú kunna minkar vel að kafa, geta haldið niðri í sér andanum, og má ætla að þeir berjist um, reyni að halda anda niðri og halda frá sér eitur- loftinu jafn lengi og lungu leyfa. Hér kann því að eiga sér stað heiftarlegt dauðastríð mínútum saman. Fyrir mér er óskilj- anlegt að góðir og gegnir bændur skuli hafa lagt þessa hræðilegu búgrein fyrir sig. Úr ýmsu öðru má velja ef menn vilja byggja sveitir landsins og enginn er bundinn þar. Var það gróða- vonin sem keyrði menn í þetta? Ekki var það velvild til dýranna eða væntumþykja. Öðru nær. Um langt árabil hefur mark- aður fyrir loðskinn farið versn- andi; annars vegar ætluðu sér of margir að græða á þessari óiðju og hins vegar hafa augu æ fleiri fatahönnuða og framleiðenda, svo og neytenda, opnast fyrir því hví- líkt dýraníð fer fram í þessari bú- grein. Því hafa æ fleiri fata- framleiðendur og neytendur hafnað fatnaði með eða úr nátt- úrulegum loðskinnum síðasta ára- tuginn. Hér á Íslandi hefur lífinu verið haldið í þessari búgrein ár eftir ár með fjármunum úr sjóðum al- mennings. Ef ég man rétt lagði ríkið þessum bændum, sem þá munu hafa verið 13, minnst 100 milljónir króna til í fyrra, en krafa þeirra var litlar 300 millj- ónir. Nú fá þeir 10 loðdýrabændur sem eftir eru 160 milljónir króna úr sjóðum landsmanna til að dekka taprekstur sinn og halda áfram sinni miskunnarlausu kvalarækt; fyrir tilstilli ríkis- stjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Frumkvöðlar að enn einum styrknum til loðdýrabænda eru, skv. frétt Morgunblaðsins 26. júní sl., landbúnaðarráðherra, Kristján Þór, sveitarstjórnarráðherra, Sig- urður Ingi, og umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi, sem á að vera grænn þó að þess gæti engan veg- inn hjá honum í dýravernd; þar er litur hans fremur rauður. Ríkis- stjórnin mun hafa fjallað um mál- ið 24. júní og lagt, að því er virð- ist, blessun sína yfir það. Sjálfstæðismenn og fram- sóknarmenn virðast margir hverj- ir hafa haft litla tilfinningu fyrir dýrum og náttúru - lífríki þess- arar jarðar - og kemur því tilfinn- ingalaus og köld framganga Krist- jáns Þórs og dýralæknisins Sigurðar Inga ekki á óvart, en stuðningur Vinstri-grænna, Katr- ínar Jakobsdóttur og Guðmundar Inga, sem hafa þóst málsvarar og baráttumenn fyrir dýravernd og dýravelferð, er þó enn eitt áfallið og hnekkir fyrir þeirra pólitíska hreinlyndi. Nánast allar aðrar siðmennt- aðar þjóðir eru búnar eða eru að banna loðdýrarækt og má þar nefna Bretland, Austurríki, Lúxemborg, Slóveníu, Króatíu, Bosníu-Hersegóvínu, Serbíu, Makedóníu, Sviss (þar eru al- mennt mjög ströng dýraverndar- lög sem fyrirbyggja svona dýra- níð), Tékkland, Þýskaland frá 2022, Belgíu frá 2023, Holland frá 2024 og Noreg og Slóvakíu frá 2025. ESB er að vinna að slíku banni fyrir öll hin ESB-ríkin. Hér má spyrja: Erum við sið- menntuð þjóð eða höldum við það bara? Alla vega verður það að teljast forkastanlegt af íslenskum stjórn- völdum að þau skuli ár eftir ár styrkja búgrein, sem allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að banna vegna dýraníðs, með hundraða milljóna framlagi af almannafé. Um leið er þetta smánarblettur fyrir merkið okkar dýrmæta; Ís- land. Allir helstu fatahönnuðir og framleiðendur hins vestræna heims hafa líka sett bann á og úti- lokað náttúrulega loðfeldi í hönn- un sinni og framleiðslu. Má þar nefna Armani, Calvin Klein, Gucci, Hugo Boss, Michael Kors, Ralph Lauren, Tom Ford, Tommy Hilfiger, Versace og Vivienne Westwood. Það hefði því verið nær að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefði beitt sér fyrir því að loð- dýrabændur væru styrktir til að láta af þessu dýraníði og þessum hörmulega búskap þannig að loka hefði mátt þessum ljóta kafla í ís- lenskri búrekstrarsögu. Smánarblettur ríkisstjórnar- innar á merkið Ísland Eftir Ole Anton Bieltvedt » Það verður að teljast fáránlegt að íslensk stjórnvöld styrki með hundruðum milljóna króna, ár eftir ár, dýraníð, sem aðrar siðmenntaðar þjóðir banna. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Áætla má að á síðasta ári hafi um 20 milljónir lítra af lífolíum til íblöndunar í hefðbundið eldsneyti verið fluttir til landsins. Þetta elds- neyti er einkum unnið úr matjurtum á borð við hveiti, maís, repju og pálma. Þetta lífeldsneyti er dýrara í innkaupum og með lægra orkuinnihald en hefðbundið eldsneyti. Eyðsla í bílvélum eykst, ferðum fjölgar á bensínstöðvar, innflutningur elds- neytis eykst og gjaldeyrir flæðir úr landi. Ríkissjóður hefur lagt þessum óþarfa innflutningi til um 7 milljarða króna með skattaívilnunum síðustu 5 ár. Þessar skatttekjur voru áður ætl- aðar í vegagerð hér innanlands. Engin skylda, bara þvingun Í grein hér í blaðinu í gær hélt sér- fræðingur á Orkustofnun því fram að engin skylda sé til þessarar íblöndunar og þar með innflutnings. Í lögum nr. 40/ 2013 (innleiðing á ESB-reglum) er þó skýrt kveðið á um skyldu söluaðila elds- neytis til að 5% þess sé af endurnýj- anlegum uppruna. Fullyrðing um ann- að er útúrsnúningur. Söluaðilum eldsneytis hér á landi hefur því verið nauðugur einn kostur að flytja inn líf- olíur til íblöndunar undanfarin ár. Raf- bílar sem hér eru komnir á göturnar telja ekki upp í þessa skyldu því þeir eru eðlilega hlaðnir við heimahús og vinnustaði en ekki á bensínstöðvum. Tölurnar sem sérfræðingurinn nefnir í grein sinni sýna það svart á hvítu að rafbílavæðingin hefur ekki nýst til að draga úr innflutningi lífeldsneytisins undanfarin ár. ESB-túlkun á íslenskum lögum Sérfræðingur Orkustofnunar vísar í grein sinni í tilskipun ESB um að ríki skuli ná 10% orkuhlutfalli endurnýjan- legs eldsneytis í samgöngum árið 2020. En þetta markmið hefur ekki verið leitt í íslensk lög og hefur því ekkert gildi hér, sem betur fer. Það er raunar sérstakt áhyggjuefni að starfsmenn opinberra stofnana skuli vísa í tilskipanir og reglugerðir ESB til framsækinna skýringa á íslenskum lögum og reglum. Það er engu lík- ara en þeir séu komnir inn í sambandið í hug- anum. Annað dæmi um þetta birtist í nýlegri túlkun Umhverfisstofn- unar á reglugerð 960/ 2016. Í reglugerðinni er kveðið á um skyldu selj- enda eldsneytis til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 6% „eigi síðar en 31. desember 2020.“ Í lok desember 2019 tilkynnti UST að stofn- unin telji að „eigi síðar en 31. desem- ber 2020“ þýði í raun frá og með 1. jan- úar 2020. Þvert á það sem stofnunin hafði áður sagt. Skýringarnar UST á því að 31. des- ember 2020 þýði í raun 1. janúar 2020 voru þær að þannig væri þetta túlkað hjá Evrópusambandinu! Þessi daga- villa UST mun leiða til aukins innflutn- ings lífeldsneytis á þessu ári frá því sem ella hefði verið með tilheyrandi auknum kostnaði fyrir ríkissjóð. Og aftur teljast rafbílarnir ekki með. Í ljós reynslunnar Sjálfsagt var það ekki markmiðið með reglugerð 960/2016 eða lögum nr. 40/2013 að valda milljarðatjóni fyrir Ísland þótt við því hafi verið varað. Menn sáu ekki endilega fyrir að rafbíl- ar gætu náð fótfestu hér. En nú ættu menn að hafa lært af reynslunni og ekkert að vera því til fyrirstöðu að breyta lögum á þann veg að óþarft verði fyrir okkur, heimsmethafana í framleiðslu endurnýjanlegrar orku, að flytja inn dýra endurnýjanlega orku. Útúrsnúningar fela ekki tjónið Eftir Sigríði Ásthildi Andersen Sigríður Á. Andersen » Tölurnar sem sér- fræðingurinn nefnir sýna það svart á hvítu að rafbílavæðingin hef- ur ekki nýst til að draga úr innflutningi lífelds- neytis. Höfundur er þingmaður. Hér áður fyrr, og sérstaklega í forn- sögum, fóru menn með snjallyrði á ögurstundum, t.d. í bardaga eða við höggstokkinn. Ortu þrælbundin ljóð með innrími og alles, þegar mikið lá við. „Upp skal á kjöl klífa,“ sagði Þórir jökull og ekki mikið eftir það. Nú er öldin önnur og þegar nú- tíma Íslendingar vilja tjá sig á áhrifamikinn hátt grípa þeir gjarna til enskunnar og allir sjá að ekki verður betur tjáð. T.d. Þegar menn snúa aftur í rút- ínu er upplagt að lýsa því þannig að vera „back to normal“, það segir allt sem segja þarf. Ekki að ræða það meir. Eins ef viðskiptajöfur skyldi vera spurður á viðkvæmum tímum hvernig gengi, þá myndi hann trú- lega segja yfirvegað og rólega að það væri „business as usual“ og þá væri ekki að sökum að spyrja, allt í öruggum höndum og hægt að fara heim og leggja sig. Að síðustu nefni ég húsmóðurina, bak við eldavélina með barnaskara og litla hjálp. Spurð hvernig hún nái þessu öllu segir hún með hógværu brosi: „Ekkert mál, er svo vön að múltitaska.“ Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Aftur í gírinn Fjölhæf Það er ekki öllum gefið að geta gert margt í einu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.