Morgunblaðið - 03.07.2020, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2020
✝ Vigdís Guð-mundsdóttir
fæddist 17. október
1928 í Riftúni í Ölf-
usi. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 6. júní 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Helga Jóns-
dóttir, f. 1897, d.
1983 og Guð-
mundur S. Sigurðs-
son, f. 1896, d. 1987.
Vigdís var næstyngst sex
systkina, eftirlifandi er Ingi
Sigurjón. Látin eru Björn, Sig-
rún Pálína og hálfsystur Vigdís-
ar, sammæðra, Fanney Breið-
fjörð og Benedikta Ketilríður
Breiðfjörð Benediktsdætur.
Eftirlifandi eiginmaður Vig-
dísar er Baldur Júlíus Guð-
mundsson, f. 9. júlí 1924.
Börn Vigdísar og Baldurs
eru: 1) Sigríður Ingibjörg, f.
1955, maki Karl S. Sigurðsson, f.
1955. Synir þeirra eru: a) Baldur
Vignir, f. 1979, sambýliskona
hans er Sólrún Ingvarsdóttir, b)
Jóhann Helgi, f. 1983, maki hans
usi, Þorlákshöfn, Hlíðarenda og
Hlíð í Grafningi. Hún lauk
barnaskólaprófi í sveitinni og
fór síðar í Húsmæðraskólann í
Reykjavík og einnig til Kaup-
mannahafnar í húsmæðraskóla.
Hún vann við ýmis störf, m.a.
við Sogsvirkjun og á Sauma-
stofu Öryrkjabandalagsins.
Vigdís kynntist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Baldri J.
Guðmundssyni, 1953 og gengu
þau í hjónaband 17. júní 1955.
Þau hófu búskap sinn í Drápu-
hlíð 30, fluttu í Álftamýri 4 árið
1962 og bjuggu þar í 45 ár. Síð-
ustu árin bjuggu þau í Bólstað-
arhlíð 41 þar til þau fluttust á
Hrafnistu í Reykjavík síðastliðið
sumar. Þau hjónin byggðu sér
sumarhús við Apavatn 1974 og
varð hann þeirra annað heimili
yfir sumartímann allt upp frá
því. Þau byggðu þar upp fjöl-
skylduparadís þar sem fjöl-
skyldan hefur átt fjölmargar
samveru- og gæðastundir. Vig-
dís ræktaði fallegan garð í
kringum bústaðinn og undi sér
vel í sveitinni.
Vigdís var félagslynd kona og
mjög gestrisin, hún naut sín best
þegar var fjölmenni og líf og
fjör í kringum hana.
Útför Vigdísar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 3. júlí 2020,
kl.ukkan13.
er Bettina Larsen,
c) Benedikt Karl, f.
1989, sambýliskona
hans er Bríet
Sveinsdóttir, d) Sig-
urður Björn, f.
1997, unnusta hans
er Margrét Brands-
dóttir. 2) Guð-
mundur Helgi, f.
1959, maki Harpa
Gunnarsdóttir, f.
1962. Dætur þeirra
eru: a) Helga, f. 1983, b) Vigdís
Eva, f. 1987, sambýlismaður
hennar er Vilhjálmur Levi Egils-
son, c) Ásthildur Didda, f. 1994,
sambýlismaður hennar Halldór
Gauti Kristjánsson. 3) Sævar
Björn, f. 1965, maki Sigríður
Oddný Marinósdóttir, f. 1971.
Börn þeirra eru: a) Dagný
Björk, f. 1992, sambýlismaður
hennar er Hallur Húmi Blumen-
stein, b) Brynjar Freyr, f. 1998,
unnusta hans er Harpa Rós
Gunnarsdóttir.
Barnabarnabörnin eru 11
talsins.
Vigdís ólst upp í Riftúni í Ölf-
Það tínist hratt úr öldunga-
ráðinu okkar þessi misserin.
Fyrir rúmu ári var það skipað
fjórum af okkar allra bestu og
nú er aldursforsetinn einn eftir
á lífi rétt 96 ára gamall. Á síð-
asta ári féllu foreldrar mínir frá
og nú var röðin komin að elsku-
legri tengdamóður minni,
Viggu. Þótt maður viti í hvað
stefnir þegar fólk er komið á tí-
ræðisaldurinn, þá bar andlát
Viggu snögglega að.
Leiðir okkar Viggu hafa legið
saman síðustu 40 árin. Hún tók
vel á móti unglingsstelpunni
sem sonurinn fór að bjóða með
sér heim. Og hún reyndist mér
og fjölskyldunni alltaf vel, var
hvetjandi, áhugasöm og elsku-
leg.
Vigga var góð kona, ættmóð-
ir sem fylgdist einstaklega vel
með sínum afkomendum og
frændgarði öllum. Hún gerði
sér far um að hitta eða heyra í
sínu fólki reglulega, hvort sem
það var búsett hérlendis eða er-
lendis. Hún var áhugasöm um
fólkið sitt, þjóðfélagsmálin, póli-
tíkina, íþróttir og veðrið.
Vigga var selskapskona, hélt
margar glæsilegar veislur í
gegnum árin og hún var ekki
lengi að snara góðgæti á borðið
þegar gesti bar að garði. Hún
elskaði að hafa sig til og klæða
sig upp á í sitt fínasta púss til
að fara á mannamót. Hún var
vandvirk kona og fíngerð, allt
handverk lék í höndunum á
henni, hvort sem það var
saumaskapur, bróderingar,
kertaskreytingar eða glerlist.
Eftir hana liggja mörg falleg
verk sem hún útbjó fyrir fjöl-
skylduna. Hún var líka mjög
nákvæm og var alltaf með mál-
bandið í töskunni sinni ef á
þyrfti að halda. Hún hafði gott
verkvit og hefði örugglega lært
verkfræði ef hún hefði haft
tækifæri til slíkrar menntunar á
sínum yngri árum.
Vigga fylgdist vel með þjóð-
málunum og var rammpólitísk.
Það eru ófáar rökræðurnar sem
hafa verið teknar um þriðja
orkupakkann við eldhúsborðið í
Bólstaðarhlíðinni á undanförn-
um árum.
Það var okkur Gumma svo
dýrmætt hvað tókst mikill vin-
skapur á milli foreldra okkar.
Þau höfðu unnið saman við
Sogsvirkjun á sínum tíma og
könnuðust því hvort við annað
þegar við Gummi fórum að
rugla saman okkar reytum. Þau
áttu saman margar góðar
stundir við spilamennsku, mat-
arboð, í sveitinni og hinum
ýmsu veislum fjölskyldunnar.
Vigga og Baldur byggðu upp
fjölskylduparadís við Apavatn
og þar nutu þau sín best. Vigga
ræktaði upp fallegan garð í
kringum sumarbústaðinn og
hafði þann fallega sið að gróð-
ursetja tré fyrir hvert barna-
barn sem fæddist í fjölskyld-
unni. Það var alltaf gott að
koma í sumarbústaðinn og njóta
þar samveru með þeim hjónum,
alltaf glatt á hjalla og mikið
skrafað og framkvæmt. Nú
stendur til að stækka og byggja
upp fjölskyldusvæðið við Apa-
vatn. Okkur vannst ekki tími til
að segja Viggu frá því að við
hjónin ákváðum í vetur að okk-
ar svæði við vatnið fengi nafnið
Vigdísarlundur – henni til heið-
urs. Við vitum að henni hefði
þótt mjög vænt um það og þar
munum við gróðursetja falleg
tré og runna í minningu hennar
á komandi árum.
Elsku Vigga mín, að leiðar-
lokum kveð ég þig með kær-
leika og þakklæti fyrir samleið
okkar í lífinu.
Hvíl í friði.
Hjartans þökk fyrir allt og
allt.
Þín tengdadóttir,
Harpa.
Ó, Jesú bróðir besti glymur
enn í eyrum okkar bræðra ár-
um og áratugum síðar, en
amma söng það lágstöfum þeg-
ar við gistum hjá henni. Við
vorum alltaf velkomnir í Álfta-
mýrina, eyddum þar miklum og
góðum tíma, og voru jól og ára-
mót tilhlökkunarefni á ári
hverju. Á sumrin vorum við þar
oft eftir fótboltaæfingar, þreytt-
ir og svangir. Það var hægt að
ganga að því vísu að amma ætti
deig í vöfflur, að besta kjötsúpa
í heimi yrði á einhverjum tíma-
punkti reidd fram, að reykur úr
hollustusígarettum og hljóð úr
sjónvarpinu af íþróttaleik, hvort
sem það var fótbolti, handbolti,
frjálsar eða fimleikar, umlyki
íbúðina og síðar, þegar við vor-
um aðeins eldri, að pólitík yrði
rökrædd af hita. Það gerðist
samt einstaka sinnum að það
vantaði deigið í vöfflurnar og þá
var afi hiklaust sendur út í búð.
Apavatn er hinn griðastaður
ömmu þar sem við vorum það
heppnir að verja stórum hluta
af æsku okkar, staður sem
amma og afi byggðu upp af elju
og dugnaði.
Verðmætar minningar skóp-
ust þar og skapast enn; amma
að láta okkur fá pott til að setja
á hausinn til að verja okkur fyr-
ir kríunum þegar við fórum að
tína egg, hesturinn Máni sem í
minningunni var eins og hver
annar fjölskyldumeðlimur, rab-
arbarasulta, berjagrautur, kart-
öflugarðurinn og amma að
borða augun úr urriða. Á síðari
tímum hefur hvergi verið betra
að vera um verslunarmanna-
helgina en á Apavatni, þar sem
fjölskyldan hefur komið saman
og gert sér glaðan dag undir
góðlátlegu eftirliti ömmu Viggu,
sem þó fylgdist með öllum
fréttum dagsins og leyfði sér
eins og eitt rósavínsglas á
kvöldin.
Amma var fyrst og fremst
góð manneskja sem umvafði
fólkið sitt kærleika, hún var
áhugasöm um líf okkar og ann-
arra, hún var brosmild baráttu-
kona fyrir okkar minnstu bræð-
ur og systur, hafði sterkar
skoðanir og kallaði ekki allt
ömmu sína. Amma, þín verður
saknað.
Baldur Vignir Karls-
son, Jóhann Helgi
Karlsson, Benedikt
Karl Karlsson og Sig-
urður Björn Karlsson.
Komið er að kveðjustund.
Vigdís móðursystir mín var að
kveðja þennan heim. Hún náði
að fylla 90 árin og rúmlega það
líkt og Sigrún móðir mín sem
dó í fyrrasumar. Það var eitt ár
á milli þeirra systra í aldri og
mjög kært alla tíð enda sam-
rýndar og góðar vinkonur.
Systurnar, sem giftust ungar,
voru heilmiklar skvísur sam-
kvæmt myndum og frásögnum.
Þær voru duglegar að sauma á
sig og sína og bökuðu gjarnar
hnallþórur þegar veislur voru
haldnar og voru jólaboðin
einkar minnisstæð.
Vigga sótti Hússtjórnarskól-
ann á Laugarvatni og eignaðist
þar vinkonur til frambúðar sem
hittust reglulega. Vigga var fé-
lagslynd, lífsglöð og nægjusöm.
Hún ræktaði vinskap við sam-
ferðafólk sitt og var meðvituð
um mikilvægi sannrar vináttu.
Fólk sem lifir nánast heila
öld upplifir miklar þjóðfélags-
breytingar á ævi sinni. Lífs-
hlaup Viggu var farsælt. Hún
fylgdist vel með málefnum líð-
andi stundar. Hún var pólitísk
en ekki alltaf ánægð með fram-
vindu mála, einkum eftir hrun,
og lét það óspart í ljós svo að
sumum af yngri fjölskyldumeð-
limunum þótti stundum nóg um.
Alltaf var þó gaman að spjalla
og sköpuðust oft fjörugar um-
ræður við eldhúsborðið.
Vigga og eiginmaður hennar
Baldur voru mjög samtaka í
hjónabandi sínu og eiga saman
stóran og myndarlegan afkom-
endahóp. Vigga var sjómanns-
kona framan af og leysti vel
verk sín af hendi sem varðaði
heimilishaldið. Vigga var sjálf-
stæð kona og vílaði ekki fyrir
sér hlutina. Hjá Viggu var alltaf
kaffi á könnunni og viðeigandi
meðlæti, deig í ísskápnum enda
alltaf notalegt fyrir þá sem litu
við. Heimilið virkaði svipað og
kaffihús í hverfinu nú á tímum;
miðstöð mennskunnar. Vigga
var heimakær og mikil húsmóð-
ir. Hún var alltaf elskuleg og
áhugasöm um fjölskyldumeð-
limi og fylgdist með verkefnum
þeirra hverju sinni og velgengni
hvers og eins. Hún veitti þeim
athygli, uppörvun og ástúð.
Hún var sannarlega meðvituð
um mátt kærleikans og þar með
umhyggjunnar.
Apavatn og bústaður Viggu
og Baldurs hefur verið sælu-
reitur stórfjölskyldunnar til
fjölda ára, en þar áttu þau inni-
haldsríkar samverustundir.
Höfðingjar heim að sækja.
Náttúran og vatnið heilla og
heila. Við Apavatnið hafa þau
verið undanfarin ár með tjald-
búðir um verslunarmannahelg-
ar með tilheyrandi dagskrá,
söng og gleði. Viggu var kátína
í blóð borið. Oft var brosað og
mikið hlegið.
Með þessum orðum vil ég
þakka ánægjuleg minningar-
brot og skemmtileg samskipti í
gegnum tíðina. Hvíl þú í friði,
elsku frænka.
Helga G. Halldórsdóttir.
Vigdís
Guðmundsdóttir
Hlýja, bros, kær-
leikur og umhyggja
eru orðin sem lýsa
Hendrik Skúlasyni
vini mínum og sam-
starfsfélaga í
Breiðabliki best. Leiðir okkar
lágu saman í Smáranum, íþrótta-
svæði Breiðabliks, þar sem hann
var að fylgja yngstu dóttur sinni,
Erlu, eftir og ég var að rífa kjaft
eins og venjulega.
Hæglátur sem Hendrik var þá
var fátt sem benti til þess að við
yrðum jafn miklir félagar og við
síðar urðum.
Við sátum saman í meistara-
flokksráði kvenna og fylgdum
stelpunum okkar eftir út um allt
land.
Þegar Erla varð eldri og sá
sjálf um að koma sér á æfingar og
Hendrik Skúlason
✝ Hendrik Skúla-son fæddist 6.
maí 1941. Hann lést
12. júní 2020.
Útför hans fór
fram 25. júní 2020.
í leiki sá Hendrik
ekki ástæðu til að
hætta að sinna ung-
viðinu og átti hann
fjölmargar stundir
við Gull- og silfur-
mótin eftir að Erla
var komin í meist-
araflokk.
Breiðablik, og
knattspyrna kvenna
almennt, býr að því
að Hendrik var
óþreytandi með myndbandstöku-
vélina og sennilega átti hann eitt
mesta safn lifandi mynda frá
stúlknaleikjum og –mótum frá
árunum í kringum 1985-1990.
Myndavélin var alltaf á lofti.
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð Hendrik Skúlason
en ofar er þó þakklæti fyrir að
hafa fylgt honum um stund og átt
hann að vini.
Elsku Íris, Hjördís, Anna,
Agla, Sigurjón og Erla, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Ingibjörg Hinriksdóttir
(Ingó).
✝ Lára Ragnhild-ur Bjarnadótt-
ir, Lóló, var fædd í
Haga í Austur-
Húnavatnssýslu
þann 17. apríl 1936.
Hún lést 1. mars
2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Elín-
borg Teitný
Björnsdóttir f. 27.
maí 1917, d. 2. maí
1971 og Bjarni Jónsson f. 14.
maí 1906, d. 25. apríl 1990. Þau
skildu. Seinni maður Elínborgar
var Jón Guðmundur Benedikts-
son og bjuggu þau í Höfnum á
Skaga. Lóló var menntaður
snyrtifræðingur og heilbrigð-
isgagnafræðingur. Hún vann á
Landakoti, síðar við versl-
unarstörf og bókhald en seinni
árin sem læknaritari bæði á
Reykjalundi og á heilsugæslu
Mosfellsbæjar. Sammæðra
systkini Lólóar eru Birna Stein-
unn Jónsdóttir f. 1945 og Bene-
dikt Jónsson f. 1947, d. 1999.
Systkini samfeðra eru Björg f.
1944, Jón f. 1946, d. 1990, Sig-
ríður Kristín f. 1948, Ragnar
Páll f. 1950, Sigur-
laug f. 1951 og Lár-
us Hagalín f. 1956.
Eiginmaður
Lólóar var Grímur
Valdemar Sigurðs-
son f. 1935, d. 1990.
Þau giftu sig 13.
apríl 1958. Þau
eignuðust soninn
Sigurð Jón árið
1961. Hann er gift-
ur Rósu Sveins-
dóttur f. 1961 og eiga þau þrjú
börn, Sólveigu Láru f. 1982 í
sambúð með Friðriki Arnari
Helgasyni, Grím Snæland f.
1987 og Elínborgu Rós f. 1994.
Langömmubörnin eru tvö,
Benjamín Thor f. 2016 og Kar-
lotta Rós f. 2019.
Lóló var stödd á Gran Can-
aria með sínum góða vini Sig-
urði Hreiðari Hreiðarssyni þeg-
ar kallið kom.
Hún verður jarðsungin frá
Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í
dag, 3. júlí 2020, kl. 13.
Streymi frá athöfninni verður
á www.sonik.is/lolo og útvarp-
að verður við kirkjuna á tíðni
FM 106,1.
Við höfðum vitað hvort af öðru
síðan við vorum nálægt tvítugu,
en kynntumst ekki í raun fyrr en
orðið var nokkuð framorðið hjá
okkur báðum og rugluðum ekki
saman reytum í eiginlegum skiln-
ingi.
Bjuggum aldrei saman nema
þegar við ferðuðumst saman –
sem var nú bara blessunarlega
oft – en gistum hvort hjá öðru
þegar það hentaði, vorum sálu-
félagar og trúnaðarvinir. Við gát-
um talað um allt og vissum að öll
leyndarmál voru óhult; ég held að
við höfum aldrei rifist eða reiðst
hvort öðru þessi 5 ár sem gæfan
gaf okkur saman. Eins og hún
sagði stundum: Þetta er of gott til
að geta enst.
Afrísku Spánareyjar voru okk-
ur báðum kærar. Þó átti Gran
Canaria þar stærri hlut. Héldum
þar til að mynda upp á áttræð-
isafmælin okkar.
Með hæfilegu árabili. Þangað
fórum við nú á útmánuðum eins
og til stóð. Höfðum fáa daga dval-
ið þegar hún varð snögglega veik
og þurfti sjúkrahúsdvöl. Síðan
áttum við tíu yndislega daga sam-
an þó augljóslega væri af henni
dregið. En við nutum lífsins og
staðarins eftir föngum. Eftir á að
hyggja held ég að hún hafi vitað
að hverju dró og hún notaði tím-
ann til að leggja mér lífsreglurn-
ar.
Meðal annars að segja mér
hvernig hún vildi hafa jarðarför-
ina sína. Hvers vegna var henni
það ofarlega í huga?
Svo kom fólkið hennar, Siggi
og Rósa, til okkar þarna úti og
það þótti henni einstaklega vænt
um. En áfram dró af henni sem
endaði með því að hún kvaddi
heiminn tæpum tveimur sólar-
hringum síðar. Ég fullyrði að hún
var sátt við það, eins og komið
var. Lífsfylling hennar og auga-
steinn var kominn til hennar. Og
var þar í heimi sem henni þótti
gott að vera og hafði hlakkað til
að heimsækja einu sinni enn.
Næstu dagar þar á eftir eru
mér í hálfgerðri þoku. Ég ráfaði
um staðinn og reyndi að gera
eitthvað af því sem við höfðum
planlagt að gera saman. Sætið við
hlið mér í flugvélinni á leiðinni
heim var nöturlega autt.
Í dögum talið er ekki langt síð-
an þetta gerðist. En mér finnst
það óralangur tími.
Eitt af því sem hún sagði við
mig á stund okkar milli stríða var
á þá leið að við værum orðin svo
gömul að við yrðum að vera við
því búin að annað félli frá. En þá
ætti það sem eftir lifði að minnast
þess góða sem við áttum saman.
Það yrði ekki frá okkur tekið. En
að öðru leyti halda áfram að lifa
lífinu og gera úr því það besta
sem kostur væri.
Það ætla ég að gera, Lára mín
ljúf. Minningin um árin með þér
gerir mér það auðveldara.
Sigurður Hreiðar.
Lára Ragnhildur
Bjarnadóttir
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát